Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 25 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ ALLTAF ætti að hella vatni yfir einnota grill að notkun lokinni til að koma í veg fyrir íkveikjuhættu. Í Svíþjóð hefur oft kviknað í útfrá einnota grillum vegna rangrar notkunar, eins og fram kemur ný- lega í Göteborgs-Posten. Algengasta orsök þess að kvikni í er að grillunum er hent í ruslatunn- una áður en kolin hafa kólnað. Það getur tekið upp í sólarhring fyrir kolin að kólna alveg þannig að öruggasta ráðið er að hella vatni yfir allt saman. Setja á grillið á stöðugan stað og ekki á eldfimt efni eins og timb- urpall. Ekki ætti heldur að koma grillinu fyrir nálægt húsvegg. Hella vatni yfir einnota grill  ÖRYGGI Morgunblaðið/Ásdís NÚ þegar fólk er í óðaönn að setja niður í görðum sínum alls konar góð- gæti er rétt að fólk gefi gaum að jarðvegsgerð og áburðargjöf, sem er misjöfn eftir því hvað skal rækta. Jarðvegur til ræktunar er bestur ef í honum er hæfileg blanda af mold, leir og sandi og notkun húsdýra- áburðar hefur jarðvegsbætandi áhrif. Ef húsdýraáburður er notaður er rétt að bera hann á áður en jarð- vinnsla fer fram. Lítinn garð er ein- faldast að pæla eða stinga upp. Að því loknu má bera tilbúna áburðinn í garðinn og jafna og vinna þannig áburðinn niður í efsta laga jarðvegs- ins. !      ./   0#)  ) 0 ,   ) 0+ 1 ,  2 3. )  0#) # " 4    0. 2 5 $/  ,6 /   ,4 # 7   *8  ))/, 2 (  4 ''  " #   . 0  ,    .     . 0+ 1 ,    .    9,   /. #: * #*  6. & ,   " #   )  "  7  ;  7   ,6 ./   6.    :  '< =6 '  0+  . >"+' )  8 " #   # .+ 1 8 " #  7  ; )/,  )  7   ,6 ./  ,65 8   :  '< ?4' @6)  "  7    AB  :   '< @ 4 &   " 8 #   #  .+ 1 " #2 7  ;  7   ,6 : 7  AB  :   '<  C " # 8    * 6  4 7  ;   ,6 :   AB D.   6E .         Áburðargjöf í garðrækt  GARÐURINN VERIÐ er að þróa aðferð sem getur mælt hve mikið af andoxunarefnum er að finna t.d. í bláberjum, án þess að berin skemmist. Á vefnum forskning.no kemur fram að í framtíðinni geti neytendur hugsanlega fengið yfirlit yfir magn andoxunarefna í ávöxtum, grænmeti og berjum. Mjög mismunandi er hve mikið er af andoxunarefnum í ávöxtum, grænmeti og berjum. Mikið er af þeim t.d. í bláberjum og grænkáli. Siv Fagertun Remberg við Umhverfis- og líftækniháskólann í Noregi (UMB) gerði rannsókn á bláberjum þar sem hún byrjaði á að skanna þau og meta eðlisfræðilega eiginleika. Í ljós kom að þyngd og stærð berjanna gat gefið góða vísbendingu um magn andoxunar- efna, þ.e. því minni ber, því meira af andoxunarefnum. Andoxunarefni eru holl en ekki hefur verið sýnt fram á að safi úr berjum eða ávöxtum eða efni unninn úr þeim og t.d. sett í fæðubótarefni hafi sömu áhrif. Remberg telur að samspil efnanna í ávextinum eða berjunum sé það sem skipti máli þegar kemur að hollustunni. Lítil bláber rík af andoxunarefnum  NEYTENDUR Menntaskólinn við Hamrahlíð Innritun nýrra nemenda fyrir haustönn 2006 lýkur 12. júní. Allir umsækjendur eiga að sækja um rafrænt á www.menntagatt.is. Þann 12. júní geta umsækjendur fengið aðstoð við frágang umsókna, veflykla og frekari upplýsingar um námsval, hraðferðir o.fl. Opið er þann dag frá kl. 9- 18. Hlutverk MH er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum. Markmið MH er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir. Leiðarljós MH er að virða ólíkar þarfir einstaklinga og ganga út frá vilja nemenda til að axla ábyrgð. Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast í háskólanámi. Námskipulag er sveigjanlegt og býður m.a. upp á breidd í menntun, dýpkun á afmörkuðum sviðum og nám til viðbótar 140 einingum eftir því sem nemandi kýs. Nemendur sem stunda nám í tónlist eiga möguleika á að fá það metið inn á kjörsvið. Námstími er háður vilja og getu nemandans en er að lágmarki 3 ár að loknu grunnskólaprófi á öllum brautum. Námsbrautir eru félagsfræðabraut, málabraut, listdansbraut, náttúrufræðibraut og alþjóðleg námsbraut (IB) sem lýkur með International Baccalaureate Diploma. IB nám er þriggja ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Að loknu undirbúningsári tekur við tveggja ára nám en því lýkur með samræmdu alþjóðlegu stúdentsprófi. Námið fer fram á ensku. IB prófskírteini veitir inn- göngu í fjölda virtra háskóla um allan heim. Rektor. Upplýsingar fást í síma skólans 595 5200 og á heimasíðunni: www.mh.is. Fyrirspurnir um IB nám má senda á netfangið ibstallari@mh.is.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.