Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Af ókunnum ástæðum virðist hinn mannlegi hugur bregðast sérstaklega við upplýsingum sem til eru í þríriti. Þetta á eftir að koma berlega í ljós með hætti sem hrútnum þykir skemmti- legur og spennandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú skiptir máli. Segðu öðrum hvað þeir eiga að gera til þess að hjálpa þér við að gera meira gagn í samfélaginu sem þú tilheyrir. Félagsleg færni skiptir máli á þínu sviði. Ef þú átt ekki góð jakkaföt eða hefur ekki þétt handtak skaltu bjarga því sem fyrst. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Aukaskammtur af stíl fær aðra til þess að horfa á eftir þér. Þú nýtir þér að- dráttarafl, sem er töfrum líkast, í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur, sama hversu hversdagslegt eða marg- tuggið það virðist. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Peningar virðast alltaf rata til þín þeg- ar þú þarft á því að halda. Þú færð þá hugdettu að búa til ákveðnar þarfir til að sjá hvort þeir halda áfram að koma. Góð hugmynd. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið þarf ekki að breyta viðmóti sínu, það er nógu aðlaðandi fyrir. En hvað sem þú gerir til þess að fínstilla þig svo þú laðir að þér frekari velgengni á eftir að ganga frábærlega. Valið er þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Innra samtalið sem meyjan á að jafnaði við sjálfa sig verður endurskrifað í dag. Þú ert miklu léttari og dugmeiri þegar röddin hvetur þig áfram í stað þess að nöldra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er að reyna að vera hugrökk og ráða sér sjálf en kannski sést henni yfir sína helstu stuðningsmenn um leið. Hver trúir á þig? Á hvern trúir þú? Náðu sambandi við fólk upp á nýtt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn veit hvernig hann á að láta á sér bera. Snjall byrjunarleikur kemur hlutunum á hreyfingu. Það er ekki víst að þú eigir eftir að frétta hvað aðrir eru hrifnir af þér fyrr en eftir mörg ár. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er svo upptekinn af því sem hann er að gera að það hvarflar varla að honum að leita ráða eða frekari upplýsinga, sem hann þarf einmitt á að halda. Farðu aftur á hugmyndastigið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sjálfstraust þitt mínus sjálfsgagnrýni jafngildir stöðunni í tilfinningalífi þínu í augnablikinu. Hæðirnar og lægðirnar hafa verið miklar upp á síðkastið. Hið gullna meðalhóf hjálpar þér til að ná jafnvægi á ný. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sérhvert skref er áfangi á leiðinni og það hjálpar að vera ákafur. Styrktu langanir þínar með því að mæla þér mót við fólk sem á það sem þú vilt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hægt er að losna við peningaáhyggjur með því að venja sig á að hafa engar áhyggjur. Skoðaðu staðreyndirnar eins og þær eru. Þetta eru bara peningar, tölur – tímabundið ástand og allt það. Breytileiki þeirra hefur ekkert með það að gera hver þú ert. Stjörnuspá Holiday Mathis Hið dularfulla tungl í sporðdreka ljær lífinu rönt- gensýn. Stoðirnar koma í ljós. Notum þessa kosmísku gjöf til þess svipta hulunni af þrálátu vandamáli eða gaumgæfa eitthvað yndislegt til þess að finna út hvernig hægt er að endurskapa það eða magna. Kannski upplifir einhver djúpa vitneskju um andlegt eðli hinnar efnislegu tilvistar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Anima gallerí | Alda Ingibergsdóttir sópran og Sólveig Jónsdóttir píanóleikari á hádeg- istónleikum kl. 12.15. Hafnarborg | Burtfararprófstónleikar. Jana María Guðmundsdóttir sópran og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika kl. 20. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Jönu Maríu frá Söngskól- anum í Reykjavík, en þar er hún söngnem- andi Dóru Reyndal. Nasa | Stórblúsararnir frá Minneapolis, La- mont Cranston Blues Band, verða með tón- leika á Ránni í Keflavík 8. júní og á Nasa við Austurvöll 9. júní. Tónleikarnir hefjast kl. 21 bæði kvöldin og munu Blúshundarnir úr Keflavík hita upp. Miðaverð er 2.000 kr. Miðar verða seldir við innganginn. Norræna húsið | Píanótónleikar. Kl. 20 leika Margaret Cheng Tuttle og Jón Sigurðsson fjórhent á píanó. Leikin verða verk eftir Georges Bizet, W.A. Mozart og Kevin Olson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Eldri borgarar og nemendur 500 kr. Myndlist Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dældir og duldir. Til 25. júní. Aurum | Árni Sæberg, ljósmyndari hjá Morgunblaðinu, sýnir í tilefni stórafmælis síns ljósmyndir til 9. júní. Árbæjarsafn | Margrét O. Leópoldsdóttir sýnir íslenskar lækningajurtir á línlöberum í Listmunahorni Árbæjarsafns. Bókasafn Seltjarnarness | Jón Axel Eg- ilsson sýnir vatnslitamyndir til 16. júní. Byggðasafn Garðskaga | Bergljót S. Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 14. júní. Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir. Myndir af blómum unnar með bleki á pappír. Til 30. júní. Energia | Sandra María Sigurðardóttir – Málverkasýningin Moments stendur yfir. Til 30. júní. Gallerí Fold | Málverkasýning Braga Ás- geirssonar í Baksalnum og báðum hlið- arsölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára af- mæli listamannsins. Til 11. júní. Gel Gallerí | Dirk Leroux, „A Model for the Treeman“. Til 8. júní. Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson – Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg lands- lagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunndagsfólk. Portrettmyndir málaðar með akrýllitum. Sjá www.gerduberg.is. Til 30. júní. Grafíksafn Íslands | Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1933, Tanja Halla Önnudóttir, f. 1987, og Ragnheiður Þorgrímsdóttir, f. 1987. Ljós- myndir og grafíkverk. Opið fimmtud.– sunnud. frá kl. 14–18 til 18. júní. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og mál- verkum norska listmálarans og ljósmynd- arans Patrik Huse til 3. júlí. Myndhöggvarar eru kynntir sérstaklega í Hafnarborg í samstarfi við Myndhöggv- arafélagið í Reykjavík. Sólveig sýnir eitt skúlptúrverk unnið í Marmara Rosso Ve- rona. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skír- skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Ís- lands. Til 26. ágúst. Hrafnista í Hafnarfirði | Eiríkur Smith list- málari sýnir í Menningarsal til 12. júní. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning- unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dag- verðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31. júlí. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð- nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Til 18. júní. Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð- mundsdóttir sýnir málverk. Til 9. júní. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk, Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Kling og Bang gallerí | Sýning Hannesar Lárussonar, Ubu Roi Meets Humpty Dumpty (in Iceland), í Kling & Bang galleríi. Í kjallara sýnir Helgi Þórsson stærðarinnar innsetningu. Opið fim.–sun. frá kl. 14–18 til 11. júní. Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst | Málverkasýning Elfars Guðna. Opið frá kl. 14–18 alla daga. Sýningu lýkur 11. júní. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25. júní. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi- stofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur, sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn, þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda Sig- urðardóttir sýnir lágmyndir sem gerðar eru m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin á af- greiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Til 24. júní. Nýlistasafnið | Gæðingarnir. Sýning sem gefur Íslendingum einstakt tækifæri á að kynnast verkum 24 ungra listamanna alls staðar að úr heiminum. Sýnt er í Ný- listasafninu og 100° sal Orkuveitu Reykja- víkur. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu, Karin Sander og Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið.–fös. kl. 14– 18 og lau.–sun. kl. 14–17. Aðgangur er ókeyp- is. Leiðsögn á laugardögum. Thorvaldsen Bar | Marinó Thorlacius með ljósmyndasýninguna „Dreams“. Ljósmynd- irnar hans eru alveg sér á báti og hafa þær vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Til 9. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Rjúpnaskyttur hjálpuðu Bryndísi Snæ- björnsdóttur og Mark Wilson að skapa lista- verk. Skytturnar skutu haglaskotum á kort af miðborg Reykjavíkur. Gæludýrahúsin sem urðu fyrir skoti voru mynduð og eru til sýnis á Veggnum. Líka var unnið með nem- endum Austurbæjarskóla og má sjá afrakst- urinn á Torginu. Til 11. júní. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns í anddyri Laugardals- laugar um Laugarnesskóla í 70 ár. Sögu- legur fróðleikur, ljósmyndir og skjöl. Opin á opnunartíma laugarinnar. Allir velkomnir. Til 30. júní. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 settur hjá, 8 korn, 9 fróð, 10 rödd, 11 hagnaður, 13 dimma, 15 holur, 18 safna saman, 21 fugl, 22 þvoi, 23 skellur, 24 vafamáls. Lóðrétt | 2 kona, 3 bragð- vísar, 4 drengs, 5 fiskar, 6 ránfugl, 7 spotti, 12 ýlfur, 14 snák, 15 hrósa, 16 dug- legur, 17 dylgjur, 18 litlum, 19 stétt, 20 kjáni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kjúka, 4 þokar, 7 eðlan, 8 kumls, 9 auk, 11 kúts, 13 fráa, 14 larfa, 15 strý, 17 rakt, 20 ótt, 23 pukur, 23 ennið, 24 næðið, 25 tóman. Lóðrétt: 1 kverk, 2 útlát, 3 arna, 4 þykk, 5 kamar, 6 ræsta, 10 umrót, 12 slý, 13 far, 15 súpan, 16 rokið, 18 afnám, 19 taðan, 20 óráð, 21 tekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.