Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR HÓPUR sjö breskra slökkviliðs- manna hyggst á morgun leggja af stað í vikulanga göngu yfir Vatna- jökul á skíðum. Mun um 150 km löng leið þeirra liggja í suðvestur frá Kverkfjöllum, að Grímsvötnum, í austur að Öræfajökli, upp á Hvannadalshnúk og þaðan til byggða um Hnappaleið. Ætlunin er að afla fjár til styrktar krabba- meinssjúkum börnum á Englandi og hefur umfangsmikil fjáröflun staðið yfir ytra. Leiðsögumaður í ferðinni verður Ingþór Bjarnason, en hópurinn hefur búið sig undir gönguna síðastliðið ár undir hand- leiðslu hans. „Hópurinn hefur að- eins einu sinni komist í snjó á þessu tímabili,“ segir Ingþór „og hefur undirbúningur því til dæmis falist í því að draga dekk og hlaupa, en hver mannanna dregur um 25-30 kg af búnaði á eftir sér á sleða.“ Meðal annars draga mennirnir á eftir sér tjöld, enda einungis von um að komast í skála í Kverk- fjöllum og við Grímsvötn. Hópnum til aðstoðar verða björgunarsveitin Garðar á Húsavík og hjálparsveitir í Aðaldal og í Öræfasveit. Felst að- stoðin fyrst og fremst í því að taka á móti mönnunum og flytja þá milli staða, auk þess að veita þeim húsa- skjól. Breskir slökkviliðs- menn á skíðum yfir Vatnajökul FLESTIR Íslendingar láta sér það nægja að aka hringveginn um land- ið nokkrum sinnum á lífsleiðinni, þótt sumir séu duglegri við að ferðast innanlands en aðrir. Sú reynsla af Íslandi sem fæst við akstur í bíl svalar hins vegar ekki forvitni þeirra náttúruunnenda sem kjósa öllu persónulegri ferðamáta. Til þessa hóps má ugglaust telja Rotem Ron, 37 ára gamla útivistar- konu frá Ísrael, sem hefur í bígerð að róa á kajak umhverfis Ísland. Róðurinn í kringum landið er fyrsti meiriháttar leiðangur Ron, en henni til aðstoðar verður vinkona hennar og samlandi, hin 36 ára gamla Had- as Feldman, sem þykir einn besti kajakræðari heims í dag. Fyrsta konan sem kennir það Íslandi. Aðspurð hvaðan hún fékk hug- myndina að þessu heldur óvenju- lega ferðalagi segir Ron að hún hafi kviknað eftir að Feldman reri ásamt félaga sínum Jeff Allen um- hverfis Japan. „Feldman skoraði á mig að gera eitthvað sem væri meiri áskorun,“ sagði Ron í gær. „Ég hafði áður farið í kajakferðir í Alaska, Bretlandi og Grikklandi svo dæmi séu tekin en hef aldrei farið í leiðangur umhverfis eyju upp á eig- in spýtur. Ég var að leita að per- sónulegri áskorun og fann út á end- anum að hana væri að finna hér á Íslandi.“ Undirbúningur tímafrekur Ron segir undirbúning að svona ferð tímafrekan en hún áætlar að tæpir þrír mánuðir hafi farið í skipulagningu hennar. Þá segir Ron að kajakáhugamenn víða um heim muni fylgjast með ferðalagi hennar, sem muni taka tvo til þrjá mánuði. „Ég mun sigla réttsælis um Ísland í ferð minni,“ sagði Ron í gær, en hún reiknar með að ýta úr vör frá Stykkishólmi á morgun, föstudag. Spurð hvort íslenskt veðurfar geti ekki orðið hindrun í róðrinum segir Ron að það eigi eftir að koma í ljós. „Ég sigli fyrir utan öldubrot- ið,“ sagði Ron. „Öryggisbúnaður minn verður gervihnattasími en að auki mun Feldman verða í sam- bandi við mig af landi og veita mér aðstoð. Að öðru leyti þarf ég að reiða mig á sjálfa mig í ferðalag- inu.“ Svona leiðangur er ekki ódýr og nýtur Ron stuðnings styrktaraðila til að létta undir. Hún leggur þó áherslu á að hún kenni á kajak, m.a. við Terra Santa-kajakklúbbinn í Ísrael, og segist því ekki teljast til áhugamanna í greininni. Fyrsta tilraunin mistókst Fyrir þremur árum reyndi Bret- inn Jonathan Burleigh að verða fyrstur manna til að róa á kajak umhverfis Ísland. Það ætlunarverk mistókst hins vegar þegar Burleigh hætti ferð sinni eftir að hafa metið aðstæður á sjó við suðurströnd landsins þannig að þær væru of hættulegar til að réttlæta áfram- haldandi róður. Að sögn Þorsteins Sigurlaugs- sonar hjá Seakayak Iceland voru tveir Bretar fyrstir manna til að fara umhverfis Ísland í kajak árið 1978. Hann segir að það hafi síðan verið tvisvar endurtekið, 1986 og 2003, en að enginn hafi afrekað slíkt einn síns liðs. Að lokum vill Þor- steinn hvetja fólk sem er tilbúið til að hjálpa Ron á ferð hennar um- hverfis landið til að hafa samband við sig í síma 690 3877. Hyggst róa á kajak umhverfis landið Ljósmynd/Þorsteinn Sigurlaugsson Róðurinn í kringum landið er fyrsti meiriháttar leiðangur Rotem Ron. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti á þriðju- daginn úrskurð héraðsdóms Reykja- ness, þar sem karlmanni var gert að sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði í kjölfar grófrar líkamsárásar og meintra hótana. Í úrskurði héraðsdóms eru máls- atvik rakin, en þar er því lýst af hálfu sækjanda, Lögreglustjórans í Hafn- arfirði, að upphaf málsins megi rekja til þess að varnaraðili, X, ætlaði öðr- um manni, A, að taka á sig sök vegna ölvunaraksturs. Við rannsókn máls- ins hjá lögreglu upplýstist hins veg- ar að varnaraðili hefði ekið bifreið sinni og verið ölvaður er hann lenti í óhappi og bifreið hans auk annarra skemmdist mikið. Í kjölfarið hefði A orðið fyrir ýmsu áreiti af hálfu varn- araðila. Þannig hefðu félagar varn- araðila ráðist að honum á vinnustað hans auk þess sem varnaraðili og annar maður, C, hefðu hringt marg- sinnis í hann, haft í hótunum og sagt honum að greiða tvær milljónir vegna tjóns þess er varnaraðili olli við áðurnefnt umferðaróhapp. A hefði neitað því en varnaraðili og C haldið áfram að hringja í hann með hótunum og fylgst með heimili hans í því skyni að ganga í skrokk á honum. Hefði síðasta leit þeirra varnaraðila og C að A verið gerð 13. maí síðast- liðinn, er móðir A hafði samband við lögreglu og óskaði eftir aðstoð henn- ar, því þangað væri varnaraðili kom- inn í því skyni að ganga í skrokk á A, sem þá var í felum og þorði ekki heim til sín. Lífshættulegir áverkar Varnaraðili og C héldu þann sama dag að heimili D, vinar A, og fengu hann með sér út í bifreið sem þeir komu á ásamt þriðja félaga sínum, í því skyni að fá upplýsingar um hvar A væri að finna. Þegar D vildi ekki veita þeim þær upplýsingar hefðu þeir numið hann á brott og gengið í skrokk á honum, með þeim afleið- ingum að hann hlaut lífshættulega áverka. Að því búnu skildu þeir hann eftir við Guðmundarlund í Kópavogi. Við skýrslutökur hjá lögreglu ját- aði varnaraðili að hafa ráðist að D ásamt C og sett hann í farangurs- geymslu bifreiðarinnar umrætt sinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að dóm- ari telji rökstudda ástæðu til þess að ætla að varnaraðili muni halda leit sinni að A áfram sem og símtölum og hótunum og þannig raska friði hans og jafnvel brjóta gegn honum verði ekkert að gert. Þá segir í úrskurð- arorðum héraðsdóms að varnaraðila sé óheimilt að koma á eða í námunda við heimili A. Jafnframt sé honum óheimilt að veita A eftirför, nálgast hann á almannafæri, hringja í heima-, vinnu og farsíma hans, eða setja sig í beint samband við hann á annan hátt. Gert að sæta nálgunarbanni í kjölfar grófrar líkamsárásar Á SÍÐASTA degi sumarþings var samþykkt breytingatillaga við frumvarp um breytingu á lögum um olíugjald. Með breytingunum var komið til móts við óskir björg- unarsveitarmanna, en fyrir breyt- inguna fól frumvarpið í sér að á ný þyrfti að setja kílómetramæla í bíla þeirra og þeir að greiða kíló- metragjald. „Ég bar fram breytingatillögu á lokastiginu, sem fulltrúar allra flokka komu að,“ segir Birgir Ár- mannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Hún fól í sér þessa breytingu sem var samþykkt, að björgunarsveitabílarnir voru tekn- ir út úr greiðslu skattsins.“ Aðrir flutningsmenn voru Dagný Jóns- dóttir, Kristján Möller, Ögmundur Jónasson og Guðjón A. Kristjáns- son. Kristján Möller lagði raunar fram efnislega samhljóða tillögu við aðra umræðu um frumvarpið, en sú tillaga var hins vegar felld. „Þá var ekki búið að ná því breiða samkomulagi sem kom fram við þriðju umræðu,“ segir Birgir. Hann segir upphaflega frumvarpið hafa verið lagt fram til að koma til móts við óskir björgunarsveitanna. Leiðin sem sæst var á var að björgunarsveitarmenn fá að kaupa litaða eða gjaldfrjálsa olíu á öku- tæki sín, en sleppa jafnframt við að setja upp ökumæla í bílana og greiða kílómetragjald. „Svo niður- staðan varð sú hagstæðasta sem völ var á fyrir björgunarsveita- menn og flestir þingmenn gátu fellt sig við,“ segir Birgir að lok- um. „Hagstæðasta niðurstaðan“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.