Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hátíð hafsins fer fram í sjö-unda sinn nú um næstuhelgi. Hátíðin samanstendur af hafnardeginum og sjómannadeg- inum en árið 1999 voru þessir tveir dagar sameinaðir í tveggja daga há- tíðahöld á miðbakka Reykjavík- urhafnar. Undanfarin tvö ár hefur hátíðin, í samstarfi við Rás 2, efnt til sjómannalagakeppni og sem áður sendi fjöldinn allur af laga- og texta- smiðum inn lög sem eiga það sam- merkt að fjalla með einum eða öðrum hætti um sjómannslífið. Í ár verður þó bætt um betur og heil sjó- mannalagahátíð haldin í Hafnarhús- inu á laugardaginn frá kl. 14–18. Fyrirlestrar og verðlaunaafhending Hátíðin hefst á klukkustund- arlöngu málþingi þar sem Ásgeir Tómasson fréttamaður heldur fyr- irlesturinn „Fley og fagrar árar – sjó- menn og sjómennska í dægurlögum“, en hann er með fróðari mönnum á landinu um þessi málefni. Síðan kem- ur Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur og lítur á sömu texta með femínískum gleraugum, enda heitir erindi hennar: „… og nýja í næstu höfn“. Þar sem báðir fyrirlesarar munu vísa í ýmis þekkt sjómannalög verða tónlistarmenn til taks á staðn- um og leika þau af fingrum fram þeg- ar þörf krefur. Að málþingi loknu verða veitt verðlaun í Sjómannalaga- keppni Hátíðar hafsins og Rásar 2. Flís og Bogomil Font Eftir að gestir hafa fengið örlitla innsýn í flókinn og spennandi heim ís- lenskra sjómannalaga fá þeir tæki- færi til að njóta þeirra til fullnustu. Fyrst mætir Flís-tríóið á svið ásamt Bogomil Font, en tríóið skipa þeir Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason og Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson. Tríóið ætlar að flytja sjó- mannavalsana sem allir sem einhvern tímann hafa hlustað á rás 1 kunna og má þar nefna „Syngjandi sæll og glaður“, „Söngur sjómannsins“, „Það gefur á bátinn við Grænland“, „Land- leguvalsinn“, „Síldarvalsinn“, „Sjó- mannavalsinn“ og margt fleira. Rús- ínan í þeirra pylsuenda er svo splunkunýtt sjómannalag eftir þá fé- laga sem nefnist „Hver fær nú kvót- ann þegar þorskurinn fer?“ Ceol na Mara Á eftir þeim er það hljómsveitin Roðlaust og beinlaust sem treður upp en hún leikur ekta íslenskt tog- ararokk og þar á eftir er komið að írsku sjómannasveitinni Ceol na Mara sem mun flytja seiðandi sjó- mannatónlist með keltnesku ívafi. Hljómsveitin Ceol na Mara á upp- runa að rekja til bæjarins Galway á Norðvestur-Írlandi. Nafn sveit- arinnar er keltneskt og mætti þýða sem söngvar hafsins. Fjölmargir íslenskir sjómanna- söngvar eru sungnir við erlend lög – oft írsk og ensk – og þá oftast við ógleymanleg ljóð Jónasar Árnasonar. Roðlaust og beinlaust lék með Ceol na Mara í fyrra í Paimpol í Frakk- landi og þá gat hvor sveitin um sig sungið sama lag á eigin tungumáli. Það má því eiga von á að söngvar hljómsveitarinnar Ceol na Mara láti kunnuglega í eyrum og ekki ólíklegt að sungið verði á fleiri en einni tungu í Hafnarhúsinu um sjómannadags- helgina. Tónlist | Hátíð hafsins fer fram í sjöunda sinn um næstu helgi − fjölbreytt dagskrá framundan Söngvar sjómannsins Ceol na Mara er frá bænum Galway á vesturströnd Írlands. SKEMMTUN FYRIR ALLA SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga The Omen kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára X-Men 3 kl. 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 5, 8, og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8, og 11 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4 eeeeVJV - TOPP5.is LEITIÐ SANNLEIKANS - HVER eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. HEIMSFRUMSÝNING Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! YFIR 40.000 eee B.J. BLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 The Omen kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára 16 Blocks kl 6 og 8 B.i. 14 ára X-MEN 3 kl. 10 B.i. 12 ára The DaVinci Code kl. 5.15 B.i. 14 ára Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? Yfir 51.000 gestir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.