Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 22
Daglegtlíf
Háir hælar finnst mörgumkonum nauðsynlegir tilað líta vel og rétt út. Hælarnir geta þó haft
vondar afleiðingar fyrir fæturna og á
vef Mayo-sjúkrastofnunarinnar í
Bandaríkjunum kemur m.a. fram að
háir hælar koma næst á eftir aldri
sem orsök fótameina hjá konum og
þar eru jafnframt nokkur ráð til
þeirra kvenna sem finnst þær ekki
vera rétt klæddar nema hælarnir séu
háir.
Með aldrinum breytast fæturnir á
þann hátt að þeir breikka og fletjast
út. Þegar gengið er á háum hælum, 5
sm eða meira, rennur fóturinn fram í
skónum og færir þar með þyngd-
arpunktinn og ruglar þyngdarhlutföll
líkamans. Það getur valdið alls kyns
vandamálum sem annars mætti forð-
ast. Hér á eftir fara nokkur ráð til
þeirra sem eru að hugleiða skókaup.
Veljið hæð hæla af skynsemi. Þeir
eiga ekki að vera hærri en 4 sm og
hællinn á að vera breiður. Mjór hæll
veitir lítinn stuðning.
Veljið rétta skóstærð. Þar
sem fæturnir lengjast og
breikka með aldrinum er
skynsamlegt að láta mæla
þá reglulega þó að ekki
þurfi að gera það í hvert
sinn sem nýir skór eru
keyptir.
Ekki treysta eingöngu á
að skóstærðin sé rétt. Þegar
skórnir eru mátaðir er rétt að
standa upp og ganga um og
meta þannig hvort þeir
passa. Skóstærðir eru mismunandi
eftir framleiðanda og gerð.
Berið saman breidd fótarins og
breiddina á skónum með því að leggja
skóinn við hlið fótarins þegar staðið
er jafnfætis. Forðist skó sem eru
mjórri en fóturinn, sama hversu flott-
ir þeir eru.
Mátið báða skóna. Miklu máli
skiptir að báðir séu þægileg-
ir. Ef annar fótur er stærri
en hinn er rétt að velja
stærð sem er passleg
fyrir þann stærri.
Kaupið skó
seinnihluta
dags eða að
kvöldi.
Fæt-
urnir
bólgna yfir daginn. Skór sem passar
að morgni getur þess vegna verið of
lítill að kvöldi.
Ekki kaupa skó með það í huga að
þeir lagi sig að fætinum. Skór eiga að
vera þægilegir þegar þeir eru mát-
aðir.
Takið eftir því úr hvaða efni
skórnir eru og af hvaða gerð. Veljið
efni sem anda og eru sveigjanleg, t.d.
leður- og nælon-netskó. Forðist skó
sem eru með sauma yfir tærnar eða
ristina, þeir geta valdið núningi sem á
endanum getur valdið fótasári.
Það er ekki endilega nauðsynlegt að
leggja alveg af háu fínu hælana, en
rétt er að spara þá og nota frekar við
allra hátíðlegustu tækifæri.
HEILSA | Hvernig skal velja réttu skóna?
Morgunblaðið/Golli
Hæstu hælana ætti að spara til hátíðabrigða, en velja frekar hæla af skynsamlegri hæð til daglegs brúks.
sia@mbl.is
júní
Háir hælar – sárir fætur Sú hugmynd hefur komið upp íSvíþjóð að leggja niðurheimanám grunnskólabarna.
Það er sænski Vinstriflokkurinn
sem leggur þetta til og segir að
ella geti félagsleg staða barna haft
áhrif á skólastarfið þar sem ekki
geti allir foreldrar sinnt heima-
námi með börnum sínum. Í
Svenska Dagbladet kemur fram að
afnám heimanáms þurfi ekki að
þýða lengri skóladag, heldur eigi
frekar að fjölga kennurum og
þjappa kennslunni meira.
Tillagan hefur ekki hlotið hljóm-
grunn meðal kennara og ekki held-
ur pólitískra andstæðinga. For-
maður sænska
Kennarasambandsins, Eva-Lis
Preisz, segir að stjórnmálamenn
eigi ekki að stýra skólastarfi. Hún
lýsir frekar eftir aukinni áherslu á
kennaramenntun.
Morgunblaðið/ÞÖK
MENNTUN
Á að leggja
niður heima-
nám grunn-
skólabarna?
Fæturnir eru grunnstoð mann-
kyns. Ætla má að hver maður
gangi nokkur þúsund kílómetra
um ævina. Látið ekki tískuvitund-
ina hafa áhrif á getuna til að
standa, sitja eða ganga sárs-
aukalaust. Gerið ráðstafanir í tíma
til að forðast síðari tíma vandamál.