Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 29 MENNING JÓN Sigurðsson og Margaret Cheng Tuttle leika fjórhent á pí- anó á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. Margaret er margverðlaunuð tónlistarkona sem hefur lokið prófi í stærðfræði frá MIT auk meist- araprófs í tónlist frá New England Conservatory of Music í Boston. Jón hefur lokið meistaraprófi í pí- anóleik frá Arizona State Univers- ity í Bandaríkjunum ásamt burt- farar- og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að sögn Jóns eru þetta aðrir tónleikar þeirra tveggja, en þau hafa áður spilað saman í Boston í Bandaríkjunum. Efnið sem flutt verður var valið með það fyrir augum að það væri fjölbreytt, skemmtilegt og ekki of langt í flutningi, en tónleikarnir eru um 50 mínútur. „Við vildum hafa fjölbreytta dagskrá og reyn- um að koma við sem flesta bragð- lauka,“ segir Jón. Tónleikarnir samanstanda af verki eftir Bizet, þar sem hann reynir að framkalla stemningu úr barnaleikjum með tónum, djass- svítu eftir nútímatónskáldið Kevin Olson og sónötu eftir W.A. Moz- art. Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir eldri borgara og nemendur. Morgunblaðið/Kristinn Margaret Cheng Tuttle og Jón Sigurðsson. Reyna á „flesta bragðlauka“ HVERNIG kynnir maður heim óperunnar fyrir börnum? Með því að vera skemmtilegur og fræðandi á sama tíma. Það tókst þeim Þóru Björnsdóttur, Örvari Má Kristinssyni og Ívari Helga- syni á sýningu sem þau settu upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudaginn. Á dagskránni var óperan Bastien og Bastienne eft- ir Mozart sem hann samdi þegar hann var tólf ára, en hún er bara í einum þætti og aðeins þrjár persónur koma við sögu í henni. Það eru þau Bastien og Basti- enne, tveir fjárhirðar og elsk- endur sem eru „hætt saman“ vegna kvensemi þess fyrrnefnda, og galdramaðurinn Colas, en hans hlutverk er að koma þeim saman á ný. Hljómsveitin var í stafrænu formi úr hátölurum og sviðsmyndin málverk af Vín- arborg; sjálfsagt hefur upp- færslan því kostað aðeins brot af þeirri himinháu fjárhæð sem Ís- lenska óperan þarf að punga út fyrir hverri sýningu. Bastien og Bastienne er sýnd í samvinnu við Barnaóperuna Pic- colino frá Vínarborg og nútíma- leg leikgerðin var eftir Stefan Kranitz, sem hefur sérhæft sig í að kynna óperur fyrir börnum. Á undan sýningunni settu þeir Örvar og Ívar upp örlítinn leik- brúðuþátt þar sem mismunandi raddtýpur óperuheimsins voru kynntar til sögunnar og var það svo fyndið að áheyrendur veltust um af hlátri, þar á meðal und- irritaður. Óperan sjálf var líka bráð- skemmtileg; að vísu gat þríeykið lítið sungið vegna auðheyrilegs skorts á skólun í óperusöng, en þau bættu það upp með bráðs- mellnum leikrænum tilþrifum. Og þar sem Bastien og Basti- enne er flétta af leikriti og söng, þá gerði takmörkuð sönggetan minna til en ella. Verkið er um klukkutími að lengd og hentar því prýðilega til kynningar á heimi óperunnar. Og þótt lítill drengur fyrir fram- an mig hafi verið orðinn svo óró- legur undir það síðasta að mamma hans þurfti að fara með hann fram var hann í miklum minnihluta á sýningunni. Flest börnin skellihlógu að vandræða- gangi sögupersónanna og óhætt er að fullyrða að sýningin hafi gert þau móttækilegri til að sjá „alvöru“ óperu síðar. Að minnsta kosti vissu þau heilmikið á eftir, þar á meðal að óperur geta svo sannarlega verið skemmtilegar. Galdra- maður bjargar fjárhirðum TÓNLIST Hafnarfjarðarleikhúsið Á menningarhátíðinni Björtum dögum. Bastien og Bastienne eftir Mozart í flutn- ingi Þóru Björnsdóttur, Örvars Más Krist- inssonar og Ívars Helgasonar. Leikgerð: Stefan Kranitz. Sunnudagur 4. júní. Barnaópera Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.