Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 18
Flúðir | Annar af tveimur aðaluppskerutímum í jarðarberjaræktuninni í garðyrkjustöðinni Silf- urtúni á Flúðum stendur nú yfir. Berin eru rækt- uð í gróðurhúsum og fara fersk og gómsæt á markaðinn á hverjum degi. Myndin var tekin þeg- ar Þóra Ágústa Úlfsdóttir var að tína jarðarber í Silfurtúni. Jarðarberjaræktun er nokkuð erfið og flókin, að sögn Eiríks Ágústssonar sem rekur Silfurtún með konu sinni, Olgu Lind Guðmundsdóttur. Upp- skerutíminn er vor og haust og skipt um plöntur árlega. Nú hafa þau bætt við einu gróðurhúsi til að fá uppskeru um mitt sumar í þeim tilgangi að þjóna betur markaðnum yfir sumarið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Aðaluppskerutími jarðarberjanna Garðyrkja Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ég varð nánast orðlaus á gatnamótum Glerárgötu og Dalsbrautar í vikunni. Fyr- ir framan mig, á rauðu ljósi, var ungt fólk í bíl; allt í einu skrúfaði eitt þeirra niður rúðu bílstjóramegin og út kom tóm gos- flaska úr gleri. Flaskan rúllaði svo undir bílinn og yfir á næstu akrein við hliðina...    Þrátt fyrir að sóðaskapur geti vissulega verið atvinnuskapandi – því margt fólk er í fullri vinnu við það í heiminum að týna upp rusl eftir aðra – er slæm umgengni á al- mannafæri óþolandi. Þessi litli leikþáttur við rauða ljósið finnst mér að minnsta kosti ekki fyndinn.    Starfslokasamningur sem Kaupfélag Ey- firðinga gerði við Andra Teitsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóra félagsins, á síð- asta ári virðist hafa verið viðunandi fyrir Andra. Eða hvað? Skv. fréttum Rík- isútvarpsins var hann upp á tæpar 34 milljónir. RÚV segir skuld félagsins við Andra hafa verið 28,8 millj. kr. um ára- mótin en samningsupphæðin, sem gjald- færð var á árinu, samtals 33,9 milljónir.    Jón Hjaltason sagnfræðingur og bókaút- gefandi var á dögunum kjörinn formaður Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna við stofnun þess á Akureyri.    Hugmyndin er að starfsemi félagsins verði á svipuðum nótum og hjá Reykjavík- urakademíunni. Norðurakademían – eins og Sverrir Páll Erlendsson mennta- skólakennari vill kalla hana – hefur fengið hluta af gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti undir starfsemina.    Stemmningin í KA-heimilinu í fyrrakvöld var næstum því eins og í gamla daga þegar Alli Gísla og félagar unnu glæsta sigra. Nú var „kóngurinn“ á hliðarlínunni og fagnaði sigri í fyrsta landsleiknum sem þjálfari. Það var við hæfi, í danskasta bæ landsins að það voru Danir sem lutu í lægra haldi. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN GöngugarpurinnJón Eggert Guð-mundsson, sem í sumar áætlar að ljúka göngu sinni með strönd- um Íslands, gekk fyrir botn Skagafjarðar í gær. Við Árskóla á Sauð- árkróki hitti göngugarp- inn hópur barna af leik- skólunum Glaðheimum og Árvist, en einnig þeir Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri Skaga- fjarðar, og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri. Slógust þau öll í för með Eggerti á göngu hans í gegnum Sauðárkróksbæ og var það tilkomumikil halarófa að sjá. Lengri leiðin gengin Eggert sagði ferðinni miða vel, vissulega hefði blásið hressilega á hann undanfarna daga, en slíkt væri ekki neitt til að láta á sig fá, og í rakinni sunn- anáttinni mun hann að minnsta kosti ekki hafa storminn í fangið á leið sinni út að Hrauni á Skaga. Þangað liggur leið hans, fyrir Skaga til að ferðin standi undir nafni, áleiðis til Blönduóss, en þar mun hann verða 10. júní næstkomandi, sam- kvæmt áætlun. Eggert minnir á að Strandvega- ganga hans er farin til styrktar Krabbameins- félagi Íslands og er hægt að leggja málefninu lið meðal annars með því að hringja í sérstakan söfn- unarsíma, 907 5050, og verða þá 1.000 krónur innheimtar með næsta símreikningi. Morgunblaðið/Björn Björnsson Göngugarpurinn fer nú veginn fyrir Skaga Rúnar Kristjánssoná Skagaströndfylgdist með at- burðarásinni í Reykjavík þegar myndaður var meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsókn- arflokks: Ýmsir éta á sig gat eftir séðum líkum. Ólafur er enn í mat út af sulti ríkum! Og áfram: Hann með Villa valdagraut vildi feginn smakka. En fyrir syni hrafnsins hlaut háðulega að bakka. Og: Séð var veiðin sigurgreið, samráðs breiður vegur. Dagur beið uns dagur leið, dagur neyðarlegur! Og að lokum yrkir Rúnar Kristjánsson: Að fara á íhalds fjörurnar Framsókn kann til hlítar. Þó valdaskipta vörurnar verði sjaldan nýtar! Af meirihluta í borgarstjórn pebl@mbl.is Hellisheiði | „Þetta var málefnalegur fund- ur og ég var mun bjartsýnni þegar ég fór út en ég var fyrir fundinn,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS). Forystu- menn samtakanna fóru á fund Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, þing- manna kjördæmisins og stjórnenda Sjó- vár-Almennra til að kynna þeim viðhorf til hugmynda Sjóvár um tvöföldun Suður- landsvegar í einkaframkvæmd. Sjóvá-Almennar kynntu stjórn SASS hugmyndir um einkaframkvæmd á fjög- urra akreina upplýstum vegi milli Selfoss og Reykjavíkur og tók stjórnin þeim fagn- andi. Á fundinum í ráðuneytinu ítrekaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þá sýn sína að breikka þyrfti meginsam- gönguæðarnar út af höfuðborgarsvæðinu og möguleika á að vinna verkin í einka- framkvæmd. Lýsti hann því yfir að hug- myndir Sjóvár-Almennra yrðu sendar samgönguráði til umfjöllunar, einkum er varðar einkaframkvæmdarþáttinn. Sam- gönguráð vinnur að undirbúningi endur- skoðunar samgönguáætlunar sem nú stendur yfir. Að sögn Gunnars hefur það komið til tals að sveitarfélögin á Suðurlandi taki þátt í stofnun hlutafélags um þessa framkvæmd og taldi hann að það gæti vel komið til greina. Í því sambandi benti hann á að samgöngubætur á þessari leið væri meg- ináhersluatriði sveitarstjórna á svæðinu og mikil samstaða um það. Samgöngu- ráð ræðir um Hellisheiði Vesturland | Ferðaþjónustuaðilar á Vest- urlandi urðu varir við aukna umferð ferða- fólks um hvítasunnuhelgina, sérstaklega fyrirtækin í Borgarfirði en þar hafa ýmsar nýjungar í afþreyingu og gistingu bæst við frá síðasta ári. Sextán ferðaþjónustufyrirtæki á Vestur- landi, Upplifðu allt hópurinn, stóðu fyrir ýmsum atburðum og kynningu um helgina. Þórdís G. Arthursdóttir, forsvarsmaður hópsins, segir að það hafi borið árangur. Segir hún að mikið hafi verið að gera í Landnámssetrinu í Borgarnesi, í Fossa- túni og Hótel Hamri en allt eru þetta nýir staðir, og víðar í Borgarfirði. Minni umferð hafi verið úti á Snæfellsnesi og taldi hún veðurspána ef til vill eiga þátt í því. Nýjungar í þjón- ustu draga að ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.