Morgunblaðið - 08.06.2006, Side 18

Morgunblaðið - 08.06.2006, Side 18
Flúðir | Annar af tveimur aðaluppskerutímum í jarðarberjaræktuninni í garðyrkjustöðinni Silf- urtúni á Flúðum stendur nú yfir. Berin eru rækt- uð í gróðurhúsum og fara fersk og gómsæt á markaðinn á hverjum degi. Myndin var tekin þeg- ar Þóra Ágústa Úlfsdóttir var að tína jarðarber í Silfurtúni. Jarðarberjaræktun er nokkuð erfið og flókin, að sögn Eiríks Ágústssonar sem rekur Silfurtún með konu sinni, Olgu Lind Guðmundsdóttur. Upp- skerutíminn er vor og haust og skipt um plöntur árlega. Nú hafa þau bætt við einu gróðurhúsi til að fá uppskeru um mitt sumar í þeim tilgangi að þjóna betur markaðnum yfir sumarið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Aðaluppskerutími jarðarberjanna Garðyrkja Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ég varð nánast orðlaus á gatnamótum Glerárgötu og Dalsbrautar í vikunni. Fyr- ir framan mig, á rauðu ljósi, var ungt fólk í bíl; allt í einu skrúfaði eitt þeirra niður rúðu bílstjóramegin og út kom tóm gos- flaska úr gleri. Flaskan rúllaði svo undir bílinn og yfir á næstu akrein við hliðina...    Þrátt fyrir að sóðaskapur geti vissulega verið atvinnuskapandi – því margt fólk er í fullri vinnu við það í heiminum að týna upp rusl eftir aðra – er slæm umgengni á al- mannafæri óþolandi. Þessi litli leikþáttur við rauða ljósið finnst mér að minnsta kosti ekki fyndinn.    Starfslokasamningur sem Kaupfélag Ey- firðinga gerði við Andra Teitsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóra félagsins, á síð- asta ári virðist hafa verið viðunandi fyrir Andra. Eða hvað? Skv. fréttum Rík- isútvarpsins var hann upp á tæpar 34 milljónir. RÚV segir skuld félagsins við Andra hafa verið 28,8 millj. kr. um ára- mótin en samningsupphæðin, sem gjald- færð var á árinu, samtals 33,9 milljónir.    Jón Hjaltason sagnfræðingur og bókaút- gefandi var á dögunum kjörinn formaður Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna við stofnun þess á Akureyri.    Hugmyndin er að starfsemi félagsins verði á svipuðum nótum og hjá Reykjavík- urakademíunni. Norðurakademían – eins og Sverrir Páll Erlendsson mennta- skólakennari vill kalla hana – hefur fengið hluta af gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti undir starfsemina.    Stemmningin í KA-heimilinu í fyrrakvöld var næstum því eins og í gamla daga þegar Alli Gísla og félagar unnu glæsta sigra. Nú var „kóngurinn“ á hliðarlínunni og fagnaði sigri í fyrsta landsleiknum sem þjálfari. Það var við hæfi, í danskasta bæ landsins að það voru Danir sem lutu í lægra haldi. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN GöngugarpurinnJón Eggert Guð-mundsson, sem í sumar áætlar að ljúka göngu sinni með strönd- um Íslands, gekk fyrir botn Skagafjarðar í gær. Við Árskóla á Sauð- árkróki hitti göngugarp- inn hópur barna af leik- skólunum Glaðheimum og Árvist, en einnig þeir Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri Skaga- fjarðar, og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri. Slógust þau öll í för með Eggerti á göngu hans í gegnum Sauðárkróksbæ og var það tilkomumikil halarófa að sjá. Lengri leiðin gengin Eggert sagði ferðinni miða vel, vissulega hefði blásið hressilega á hann undanfarna daga, en slíkt væri ekki neitt til að láta á sig fá, og í rakinni sunn- anáttinni mun hann að minnsta kosti ekki hafa storminn í fangið á leið sinni út að Hrauni á Skaga. Þangað liggur leið hans, fyrir Skaga til að ferðin standi undir nafni, áleiðis til Blönduóss, en þar mun hann verða 10. júní næstkomandi, sam- kvæmt áætlun. Eggert minnir á að Strandvega- ganga hans er farin til styrktar Krabbameins- félagi Íslands og er hægt að leggja málefninu lið meðal annars með því að hringja í sérstakan söfn- unarsíma, 907 5050, og verða þá 1.000 krónur innheimtar með næsta símreikningi. Morgunblaðið/Björn Björnsson Göngugarpurinn fer nú veginn fyrir Skaga Rúnar Kristjánssoná Skagaströndfylgdist með at- burðarásinni í Reykjavík þegar myndaður var meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsókn- arflokks: Ýmsir éta á sig gat eftir séðum líkum. Ólafur er enn í mat út af sulti ríkum! Og áfram: Hann með Villa valdagraut vildi feginn smakka. En fyrir syni hrafnsins hlaut háðulega að bakka. Og: Séð var veiðin sigurgreið, samráðs breiður vegur. Dagur beið uns dagur leið, dagur neyðarlegur! Og að lokum yrkir Rúnar Kristjánsson: Að fara á íhalds fjörurnar Framsókn kann til hlítar. Þó valdaskipta vörurnar verði sjaldan nýtar! Af meirihluta í borgarstjórn pebl@mbl.is Hellisheiði | „Þetta var málefnalegur fund- ur og ég var mun bjartsýnni þegar ég fór út en ég var fyrir fundinn,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS). Forystu- menn samtakanna fóru á fund Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, þing- manna kjördæmisins og stjórnenda Sjó- vár-Almennra til að kynna þeim viðhorf til hugmynda Sjóvár um tvöföldun Suður- landsvegar í einkaframkvæmd. Sjóvá-Almennar kynntu stjórn SASS hugmyndir um einkaframkvæmd á fjög- urra akreina upplýstum vegi milli Selfoss og Reykjavíkur og tók stjórnin þeim fagn- andi. Á fundinum í ráðuneytinu ítrekaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þá sýn sína að breikka þyrfti meginsam- gönguæðarnar út af höfuðborgarsvæðinu og möguleika á að vinna verkin í einka- framkvæmd. Lýsti hann því yfir að hug- myndir Sjóvár-Almennra yrðu sendar samgönguráði til umfjöllunar, einkum er varðar einkaframkvæmdarþáttinn. Sam- gönguráð vinnur að undirbúningi endur- skoðunar samgönguáætlunar sem nú stendur yfir. Að sögn Gunnars hefur það komið til tals að sveitarfélögin á Suðurlandi taki þátt í stofnun hlutafélags um þessa framkvæmd og taldi hann að það gæti vel komið til greina. Í því sambandi benti hann á að samgöngubætur á þessari leið væri meg- ináhersluatriði sveitarstjórna á svæðinu og mikil samstaða um það. Samgöngu- ráð ræðir um Hellisheiði Vesturland | Ferðaþjónustuaðilar á Vest- urlandi urðu varir við aukna umferð ferða- fólks um hvítasunnuhelgina, sérstaklega fyrirtækin í Borgarfirði en þar hafa ýmsar nýjungar í afþreyingu og gistingu bæst við frá síðasta ári. Sextán ferðaþjónustufyrirtæki á Vestur- landi, Upplifðu allt hópurinn, stóðu fyrir ýmsum atburðum og kynningu um helgina. Þórdís G. Arthursdóttir, forsvarsmaður hópsins, segir að það hafi borið árangur. Segir hún að mikið hafi verið að gera í Landnámssetrinu í Borgarnesi, í Fossa- túni og Hótel Hamri en allt eru þetta nýir staðir, og víðar í Borgarfirði. Minni umferð hafi verið úti á Snæfellsnesi og taldi hún veðurspána ef til vill eiga þátt í því. Nýjungar í þjón- ustu draga að ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.