Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRANK-Walter Steinmeier, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, sagði í dag
að hann vonaðist til þess að Íslend-
ingar næðu árangri í viðræðum sín-
um við Bandaríkjamenn um framtíð-
arvarnir Íslands, en bætti því við að
Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð
gagnvart Íslendingum þótt hann
gæti ekki fullyrt með hvaða hætti það
myndi fylla það skarð, sem Banda-
ríkjamenn myndu skilja eftir sig.
Steinmeier ræddi við Geir H.
Haarde utanríkisráðherra á Þing-
völlum í gær. Hann sagði að það hefði
verið sér ánægja að eiga fund með
Geir og þeir hefðu nú átt þess kost að
ræðast við öðru sinni í embætti utan-
ríkisráðherra.
Viðburður í sjálfu sér
„Við höfum báðir gegnt embætti
utanríkisráðherra í frekar skamman
tíma,“ sagði hann. „Minn íslenski
starfsbróðir tók við embætti í sept-
ember að ég held og ég í nóvember.
Mér finnst því að tveir fundir þar sem
fram fara tvíhliða viðræður á þessu
embættisstigi séu viðburður í sjálfu
sér.“
Hann sagði að þeir hefðu áfram
rætt sömu mál og verið hefðu til um-
ræðu á fundi þeirra í Berlín fyrir
skömmu, þar á meðal samskiptin við
Evrópusambandið, yfirstandandi
viðræður við Bandaríkjamenn um
varnir Íslands og brottflutninginn frá
Keflavík auk ýmissa alþjóðlegra mál-
efna, þar á meðal Eystrasaltsfund-
inn, sem hefst á morgun og auðvitað
Íran.
Steinmeier sagði að Geir H.
Haarde hefði greint sér frá því í Berl-
ín hvaða áhrif tilkynning Bandaríkja-
manna um brottflutning varnarliðs-
ins í Keflavík hefði haft og í
framhaldinu yrði reynt að koma á
viðræðum við Bandaríkjamenn um
það hvernig nýta bæri aðstöðuna í
Keflavík til lengri tíma og hvaða hlut-
verki Bandaríkjamenn annars vegar
og Atlantshafsbandalagið hins vegar
ættu að gegna.
Snýst um veru Atlantshafs-
bandalagsins á Íslandi
„Nú eru þessar viðræður að hefj-
ast,“ sagði hann. „Mín von er sú að af
hálfu Íslendinga verði lyktir þeirra
árangursríkar.“
Bandaríkjamenn hafa undanfarið
lokað herstöðvum í Þýskalandi og
hafa Þjóðverjar því ákveðna reynslu í
þessum efnum. Steinmeier kvaðst
hins vegar vera þeirrar hyggju að
erfitt væri að bera Ísland og Þýska-
land saman. „Hér snýst þetta svo að
segja um veru Atlantshafsbandalags-
ins á Íslandi, en í Þýskalandi snerist
málið um brotthvarf einstakra her-
deilda, en eftir sem áður eru vita-
skuld auk Bandaríkjamanna margar
aðrar NATO-þjóðir til staðar í
Þýskalandi þannig að meðal Þjóð-
verja vaknar ekki sú tilfinning að Atl-
antshafsbandalagið sé ekki lengur til
staðar eða til taks og veiti því ekki
lengur vörn.“
Samábyrgð NATO
gagnvart Íslendingum
Steinmeier sagði að viðræðurnar
við Bandaríkin hefðu nú forgang.
„Við verðum því að bíða og sjá, en
hins vegar eru Íslendingar félagar í
Atlantshafsbandalaginu og því tel ég
að Nató beri ákveðna samábyrgð
gagnvart Íslendingum,“ sagði hann.
„Í hverju hún mun og á að felast
verður þá fyrst ákveðið þegar yfir-
standandi viðræðum [Bandaríkja-
manna og Íslendinga] er lokið.“
Hann kvaðst ekki geta sagt hvort
sú ábyrgð yrði fólgin í því að fylla það
skarð, sem myndast við brottför
Bandaríkjamanna.
„Viðræður um það munu ekki eiga
sér stað milli einstakra aðildarríkja
NATO, heldur við framkvæmda-
stjóra bandalagsins ef til þess kem-
ur,“ sagði hann.
Ný skýrsla um fangaflug
Í gær kom fram skýrsla Svisslend-
ingsins Dicks Martys, sem Evrópu-
ráðið skipaði til að rannsaka fullyrð-
ingar um fangaflug bandarísku
leyniþjónustunnar, CIA, í Evrópu. Í
skýrslunni segir að 14 ríki hafi látið
fangaflug Bandaríkjamanna við-
gangast, þar á meðal Þjóðverjar, og á
forsíðu vefsvæðis þýska tímaritsins
Der Spiegel var helsta fréttin í gær
að stjórnarandstaðan væri nú „með
Steinmeier í sigtinu“ vegna þessa
máls.
„Ég er hér á ferðalagi og þekki því
ekki innihald skýrslunnar, en ég hef
séð fréttir um hana þess efnis að 14
ríki hafi haft ófullnægjandi eftirlit
með athöfnum ákveðinna þjóða,“
sagði hann. „Hvað snertir leynilegt
flug og svokallaða afhendingu fanga
er ekki nýtt mál. Það hefur verið rætt
á opinberum vettvangi og á þýska
þinginu,“ sagði hann. „Ég hef sagt
það um málið, sem segja þarf, og hef
engu við það að bæta, en mun fara
rækilega ofan í það við hvaða gögn
Marty styðst í skýrslunni.“
Undir Schröder og Merkel
Steinmeier er jafnaðarmaður og
var náinn aðstoðarmaður Gerhards
Schröders, fyrrverandi kanslara, í
stjórnartíð jafnaðarmanna og Græn-
ingja. Nú er hann utanríkisráðherra í
samsteypustjórn jafnaðarmanna og
kristilegra demókrata undir Angelu
Merkel. Margt hefur breyst í þýsk-
um utanríkismálum við stjórnar-
skiptin, þar á meðal samskiptin við
Bandaríkin.
Í stjórnartíð Schröders var ágrein-
ingur við Bandaríkjamenn um Írak, í
stjórnartíð Merkel er samstaða um
Íran. Á fundi í lok maí sagði Stein-
meier í ræðu að koma þyrfti í veg fyr-
ir að Íranar kæmu sér upp kjarn-
orkuvopnum og því bæri ekki að
útiloka þá leið að beita þá efnahags-
legum þrýstingi. Schröder hefur hins
vegar lýst yfir því að refsiaðgerðir
séu ekki rétta leiðin.
„Það er ekki hægt að segja að
ágreiningurinn um Írak árið 2003
annars vegar og kjarnorkuáætlun Ír-
ans hins vegar hafi þróast með sama
hætti,“ sagði hann. „Útgangspunkt-
urinn þá var mjög ólíkur því sem nú
er. Í upphafi deilunnar um Írak vor-
um við þeirrar hyggju og byggðum á
okkar upplýsingum að þær ásakanir,
sem settar voru fram um gereyðing-
arvopn, væru ekki fyrir hendi. Í
ágreiningnum við Íran erum við
þeirrar hyggju að grunurinn um að
leynilegar rannsóknir hafi átt sér
stað í Íran þvert á skuldbindingar
sáttmálans um bann við kjarnorku-
vopnatilraunum sé rökstuddur. Við
höfum því eins og öll önnur ríki al-
þjóðasamfélagsins þær brýnu vænt-
ingar og um það snúast aðgerðir okk-
ar að gef Írönum kost á að eyða
þessum grunsemdum. Þetta ferli
stendur nú yfir og önnur ríkisstjórn
hefði ekki farið öðru vísi að í þessu
máli.“
Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands átti fund með Geir H. Haarde
Vonar að Íslendingar nái ár-
angri í varnarliðsviðræðum
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
GEIR H. Haarde utanríkisráð-
herra og Frank-Walter Stein-
meier, utanríkisráðherra Þýska-
lands, áttu í gær fund í ráðherra-
bústaðnum á Þingvöllum.
Aðspurður hvort varnarmál
hefði borið á góma sagði Geir að
gott væri að eiga Þjóðverja að,
sérstaklega þegar viðræður um
varnarmál Íslands yrðu teknar
upp á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins.
Farið var yfir tvíhliða samskipti
landanna auk þess sem Steinmeier
kynnti Geir málefni sem Þjóð-
verjar hafa verið virkir í eins og
til dæmis málefni Írans.
Steinmeier er hér á landi til að
vera viðstaddur leiðtogafund
Eystrasaltsráðsins sem hefst í dag.
Morgunblaðið/RAX
Stefán Lárus Stefánsson, prótókollsstjóri utanríkisráðuneytisins, Frank-
Walter Steinmeier og Geir H. Haarde í rigningunni á Þingvöllum í gær.
Ræddu samskipti
landanna á Þingvöllum
KAZIMIERZ Marcinkiewicz, forsætis-
ráðherra Póllands, hafnaði í gær ásök-
unum sem koma fram í nýrri skýrslu Evr-
ópuráðsins, en þar er því haldið fram að
pólsk stjórnvöld hafi heimilað meint
fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA. Þar segir að nægar vísbendingar
séu fyrir hendi til að ætla að CIA hafi
starfrækt leynileg fangelsi í landinu.
„Ásakanir skýrslunnar eru ósannar og
ósanngjarnar og það er því mjög erfitt
tjá sig um efni hennar,“ sagði Marc-
inkiewicz í gær. „Ég skil ekki hvernig
mönnum datt í hug að vinna skýrsluna
með þessum hætti. Ég hélt alltaf að
skýrslur yrðu að byggjast á stað-
reyndum.“
Aðspurður hvort Pólverjar hefðu
áhyggjur af því að stjórnvöld í Moskvu
myndu nota gas- og olíuforða sinn sem
einskonar diplómatískt vopn í sam-
skiptum þjóðanna í framtíðinni, líkt og
Rússar hefðu undanfarið gert í sam-
skiptum sínum við stjórnvöld í Úkraínu,
sagði hann svo ekki vera.
„Hvað varðar gasnotkun Pólverja
flytjum við inn 70 prósent af því gasi sem
við notum frá Rússlandi,“ sagði Marc-
inkiewicz í gær. „Það er ljóst að við þurf-
um að auka fjölbreytni í orkunotkun okk-
ar en það er markmið sem við vinnum að.
Við þurfum að finna aðra leið í þessum
málum og þá verða Pólverjar full-
komlega öruggir.“
Hafnar ásök-
unum um
fangaflug
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sló á létta strengi á blaða-
mannafundi fyrir utan Ráðherrabú-
staðinn í Tjarnargötu í gær og sagði
starfsbróður sinn frá Póllandi verða
að „syngja í rigningunni“ þegar
blaðamenn legðu fyrir hann spurn-
ingar.
Halldór hóf ávarp sitt á því að
segja að samband þjóðanna væri
einstaklega gott og að þær ættu
samstarf á ýmsum sviðum. Hann
sagði marga Pólverja hafa komið til
Íslands í leit að vinnu og að þeir
væru nú orðnir eitt prósent af íbúa-
fjölda landsins.
Halldór sagði leiðtogana hafa rætt
um leiðir til að koma á auknu frelsi í
viðskiptum ríkjanna, sérstaklega
með fiskafurðir, ásamt því að frekari
samvinna þjóðanna á sviði jarðhita-
tækni væri fyrirhuguð. Þá sagði
Halldór það vera í athugun að Há-
skólinn á Akureyri tæki upp sam-
vinnu við háskóla í Póllandi og víðar í
Evrópu. Hann sagði einnig að rætt
hefði verið um framboð Íslands til
setu í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna árin 2009 til 2010, án þess þó að
útskýra það frekar.
Segir reynslu Pólverja góða
Kazimierz Marcinkiewicz, for-
sætisráðherra Póllands, sagði að
loknu ávarpi Halldórs að þjóð sín
hefði alltaf átt í góðu viðskiptasam-
bandi við Íslendinga. Marcinkiewicz
sneri sér því næst að fundinum með
Halldóri og sagði þá hafa rætt um
öryggismál og aukið frelsi í viðskipt-
um. Þá sagði hann orku- og um-
hverfismál hafa borið á góma í við-
ræðunum og leiðir til að auka
útflutning Íslendinga til Póllands.
Hann þakkaði Halldóri sérstak-
lega fyrir að Íslendingar skyldu hafa
opnað land sitt fyrir Pólverjum og
sagði að þær þúsundir Pólverja sem
væru hér við ýmis störf hefðu getið
sér gott orð hér á landi. Hann sagði
íslensku þjóðina gestrisna og að Pól-
verjum liði vel á Íslandi.
Hann bað þó pólska blaðamenn,
sem voru margir á fundinum, að
leggja áherslu á að í þessum orðum
sínum fælist ekki að hann væri að
hvetja fleiri Pólverja til að koma til
Íslands. Þvert á móti sagði hann at-
vinnuástand heima fyrir gott og að
þar væri nóg af tækifærum, en und-
irstrikaði jafnframt að unnið væri að
umbótum á sviði efnahags- og
stjórnmála í landi sínu svo að Pól-
verjar gætu notið sömu tækifæra og
aðrir íbúar Evrópu.
Boða aukið frelsi í viðskiptum þjóðanna
Morgunblaðið/ Jim Smart
Kazimierz Marcinkiewicz og Halldór Ásgrímsson fyrir utan Ráðherrabústaðinn í gær.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is