Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 57 Námsráðgjafar og kennarar skólans verða til viðtals og geta nemendur innritað sig á staðnum. Nemendur kynna félagslífið í máli og myndum. Gestir geta skoðað húsakynni skólans. Léttar veitingar. Nánari upplýsingar á www.verslo.is og á skrifstofu skólans í síma 5 900 600. • • • • • Skoska sveitin Belle and Sebastianheldur tvenna tónleika hérlendis í sumar. Fyrri tónleikarnir verða á Nasa í Reykjavík 27. júlí og þeir síð- ari í Bræðslunni á Borgarfirði Eystra 29. júlí. Miðasalan hefst í dag kl. 10 á Midi- .is og í verslunum Skífunnar og BT á Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi. Miðaverð er 4.500 kr. Belle and Sebastian kom fram á sjónarsviðið í janúar 1996. Sveitin var stofnuð í Glasgow af söngvaranum Stuart Murdoch og bassaleikaranum Stuart David sem hittust á einhvers konar vinnuþjálfunarnámskeiði á vegum stjórnvalda og ákváðu taka upp demó saman. Nafnið er fengið úr frönskum barnaþáttum úr sjónvarp- inu sem fjölluðu um strák og hundinn hans. Nýjasta plata Belle and Sebastian, The Life Pursuit, kom út í vor og hafa tvö lög af henni náð talsverðri hylli á Íslandi, „White Collar Boy“ og „Funny Little Frog“. Tónleikar Belle and Sebastian þykja líflegir og er góður rómur gerð- ur að þeim tónleikum sem bandið heldur.    Tónlistarmaðurinn Mike Pollockverður með hljómleika á Café Rosenberg við Lækjargötu í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og verður Mike einn og spilar órafmagnaða tón- list. Geisladiskur með lögum hans verður til sölu á staðnum. Af Mike er það að frétta að hann verður mikið í Bandaríkjunum í sumar, m.a. við tón- leikahald. Fólk folk@mbl.is Plötuverslunin 12 Tónar opnarútibú í Kaupmannahöfn í dag. Í tilefni af opnuninn er blásið til hátíð- ar milli 17 og 19 í versluninni sem er staðsett við Fiolstræde 7. Boðið verður uppá léttar veitingar og góða tónlist frá Diktu og Johnny Sexual. Fólk folk@mbl.is SUMARTÓNLEIKARÖÐ Reykja- vík Grapevine og Smekkleysu hefst í dag kl. 17 með tónleikum Thugs on Parole í Galleríi Humri og frægð (Smekkleysubúðinni) og með tónleikum Fræja og We Painted the Walls á Café Amsterdam kl. 21. Þetta er í annað skiptið sem tón- leikaröð á vegum Reykjavík Grapevine er hleypt af stokkunum en í fyrra voru um 40 raðir tón- leika haldnar á Bar 11, Sirkus og í Smekkleysubúðinni. Jón Trausti hjá Reykjavík Grapevine segir að tónleikaröðin í ár verði með eilítið breyttu sniði. „Við ákváðum að fækka tónleik- unum en stækka þá að sama skapi. Í fyrra voru þetta þrennir tón- leikar sem dreifðust yfir langa helgi en í ár verða þeir einungis tvennir og hvorir tveggja á fimmtudegi.“ Gert er ráð fyrir að fyrri tónleik- arnir verði ávallt haldnir kl. 17 í Galleríi Humri og frægð en þeir seinni kl. 21 á Café Amsterdam og að sama hljómsveitin spili á báðum stöðum. „Aðalsveitin verður valin af okk- ur í hvert skipti en svo velur sú sveit sér upphitunaratriði sem leik- ur á Café Amsterdam. Við gerum ráð fyrir að þetta verði í það heila 28 tónleikar og tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum ferðamönn- um,“ og segir Jón Trausti að í fyrra hefði mátt skipta tónleika- gestum í tvo jafnstóra hópa Íslend- inga og erlendra ferðamanna. Lýkur í haust Fræ var stofnuð sumarið 2005. Hún samanstendur af þeim Heimi og Sadjei í Skyttunum, Palla í Maus og Sillu sem einnig er þekkt sem Mr. Silla. Fyrsta plata hljóm- sveitarinnar, Eyðilegðu þig smá, kom til landsins í fyrradag og verð- ur til sölu á tónleikunum. Í næstu viku er það rokksveitin Sign sem verður aðalsveitin en reiknað er með að Benni Hemm Hemm endi tónleikaröðina á Café Amsterdam hinn 7. september. Tónleikaröð Reykjavík Grape- vine og Smekkleysu er í samstarfi við Rás 2. Tónlist | Tónleikaröð Reykjavík Grapevine og Smekkleysu hefst á ný Færri en stærri Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir We Painted the Walls verður sérstakur gestur á Café Amsterdam. NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“ FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee JÞP blaðið S.U.S. XFM eee H.J. mbl M EÐ HI NU M E INA SANNA HUGH GRANT SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI POSEIDON ADVENTURE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14.ára. POSEIDON... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 X-MEN 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12 ára AMERICAN DREAMZ kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 MI : 3 kl.3:40 - 6 - 8 - 10:30 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl.8:15 - 10:10 B.I. 10 ára SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? eee L.I.B.Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI eee B.J. BLAÐIÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10:10 B.I. 14 ára MI : 3 kl. 10:30 B.I. 14 ára SLITHER FORSÝND kl. 8 B.I. 16.ÁRA. AMERICAN DREAMZ kl. 8 - 10:10 SHAGGY DOG kl. 6 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ára SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ BÍÓDIGITAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.