Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 41
MINNINGAR
✝ Hörður Þor-geirsson fæddist
á Hlemmiskeiði í
Skeiðahreppi í Ár-
nessýslu 15. júlí
1917. Hann lést á
Landakotsspítala 28.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Vilborg Jónsdóttir,
kennari og húsfreyja
á Hlemmiskeiði, f. 9.
maí 1887, d. 2. apríl
1970 í Reykjavík, og
Þorgeir Þorsteins-
son, bóndi og smiður
á Hlemmiskeiði, f. 16. mars 1885, d.
20. ágúst 1943 á Hlemmiskeiði.
Systkini Harðar eru þessi í aldurs-
röð: 1) Unnur Þorgeirsdóttir, f. 15.
maí 1915. 2) Þórir Þorgeirsson, f.
14. júlí 1917, d. 25. júní 1997. 3)
Inga Þorgeirsdóttir, f. 2. febrúar
1920. 4) Jón Þorgeirsson, f. 29. maí
1922. 5) Rósa Þorgeirsdóttir, f. 6.
febrúar 1924, d. 21. janúar 1952. 6)
Þorgerður Þorgeirsdóttir, f. 19.
janúar 1926. 7) Vilborg Þorgeirs-
dóttir, f. 21. júlí 1929.
Hinn 2. júní 1951 kvæntist Hörð-
ur eftirlifandi eiginkonu sinni,
Unni Guðmundsdóttur frá Túni í
Hraungerðishreppi í Árnessýslu, f.
30. júlí 1921. Foreldrar hennar
voru Guðmundur Bjarnason, bóndi
í Túni, f. 26. mars 1875, d. 8. júní
1953, og kona hans Ragnheiður
Jónsdóttir, húsfreyja í Túni, f. 12.
maí 1878, d. 4. mars 1931. Hörður
og Unnur bjuggu all-
an sinn búskap í
Reykjavík, fyrst á
Langholtsvegi 2 en
síðustu árin í Stiga-
hlíð 88. Hörður og
Unnur eignuðust
dreng, andvana
fæddan, 24. nóvem-
ber 1952.
Hörður ólst upp á
Hlemmiskeiði, gekk
í barnaskóla í Braut-
arholti og var í Hér-
aðsskólanum á
Laugarvatni 1936 til
1938. Hann stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík vet-
urna 1939 til 1941. Eftir lát föður
síns 1943 vann Hörður við búið á
Hlemmiskeiði til 1945, en flutti þá
til Reykjavíkur ásamt móður sinni
og systkinum, sem ennþá voru
heima. Skömmu eftir að Hörður
flutti til Reykjavíkur hóf hann nám
í húsasmíði hjá Sigvalda Guð-
mundssyni húsasmíðameistara.
Húsasmíði gerði hann síðan að ævi-
starfi sínu. Tók hann að sér smíði
fjölda bygginga hér í borginni og
útskrifaði einnig marga iðnsveina í
sínu fagi.
Síðustu árin, eftir að umsvifin
minnkuðu, stundaði Hörður smíð-
ar sér til gamans á verkstæði sínu,
á meðan heilsan leyfði.
Útför Harðar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Í dag kveðjum við kæran frænda,
Hörð Þorgeirsson. Hörður og Þórir,
faðir okkar, voru tvíburar og mikið
tengdir. Þess vegna var talsverður
samgangur við Hörð og Unni. Þegar
við krakkarnir vorum yngri og fórum
til Reykjavíkur, var fastur liður að
koma við hjá þeim. Fyrirvarinn var
oft ekki langur en ætíð var tekið vel á
móti okkur og töfraði Unnur alltaf
fram fína máltíð. Þá sátu þeir bræður
oft lengi og spjölluðu um pólitík eða
rifjuðu upp ýmis atvik af Skeiðunum.
Stundum urðum við veðurteppt eftir
jólaboð og þá gistum við hjá þeim.
Hörður var alltaf hress og hafði gam-
an af að bregða á leik við okkur
krakkana.
Oft komu þau í heimsókn á Laug-
arvatn og í seinni tíð undu þau sér vel
í sumarbústaðnum við Apavatn. Á
jóladag árið 1965 voru þau við skírn
Harðar Þórissonar og bar Hörður
eldri alla tíð hag Harðar yngri mjög
fyrir brjósti. Fyrir það erum við æv-
inlega þakklát.
Hörður var sérlega vinnusamur,
laginn og góður smiður og bera bygg-
ingar hans þess vitni. Gott dæmi um
vönduð vinnubrögð Harðar er húsið
okkar á Laugarvatni sem hann
byggði.
Hörður og Unnur hafa alla tíð látið
hag okkar sig varða. Þau hafa oft ver-
ið með okkur á hátíðarstundum fjöl-
skyldunnar. Síðustu mánuði fylgdist
hann af miklum áhuga með því þegar
Þórir og Margrét Rósa sóttu dóttur
sína til Kína. Hann samgladdist þeim
innilega og það var mikil gleðistund
fyrir hann að hitta Tinnu Maren fyrir
skömmu.
Þegar pabbi dó árið 1997 varð
Hörður okkur enn tengdari, hringdi
reglulega og vildi fylgjast með hvern-
ig við öll hefðum það. Við reyndum að
endurgjalda honum umhyggjuna með
heimsóknum og símtölum, sem þó
voru alltof fá. Hrönn og Gerður og
þeirra fjölskyldur eru búsettar er-
lendis og komast því miður ekki til að
kveðja Hörð.
Við þökkum Herði samfylgdina og
umhyggjusemi í okkar garð alla tíð.
Unnur og systkini Harðar eiga alla
okkar samúð.
Esther Kristinsdóttir, Hörður,
Þórir, Gerður, Hrönn og Rósa
Þórisbörn og fjölskyldur.
Heiðarleikinn og festan skinu úr
augum hans, stundum brá fyrir
glettni en oft mátti greina trega. Fas
hans var traust og handabandið þétt
en þó var eins og feimni bærðist innra
með honum og hann herti sig upp.
Hann stóð við orð sín, var með af-
brigðum ósérhlífinn og féll aldrei verk
úr hendi.
Lífviðhorf hans og gildismat höfðu
mótast strax í bernsku á miklu menn-
ingarheimili og í stórum, glöðum
systkinahóp – samviskusemi og trú-
mennska, sjálfsagi og hæfileikinn að
láta ekki hafa mikið fyrir sér.
Hann var þeirrar kynslóðar Íslend-
inga sem yfirgaf sveitina sína og átti
drauma og þrár um líf og nám handan
túngarðsins. Eftir nám á Laugarvatni
og í Samvinnuskólanum snýr hann
aftur heim í sveitina til að hjálpa
ömmu Vilborgu þegar afi Þorgeir
deyr úr krabbameini heima á
Hlemmiskeiði. Hjálpar síðan ömmu
og systkinum sínum að hefja nýtt líf í
malbikaðri borginni svo þau gætu öll
fengið menntun. Þetta voru kynslóðir
sem spurðu sjálfa sig: „Hvað get ég
gert fyrir náunga minn?“ en ekki
„Hvað gerir náungi minn fyrir mig?“
Hann lauk námi og fann dís drauma
sinna sem fylgdi honum allt lífið.
Þau eru alltaf nefnd bæði, Unnur
og Hörður, ein heild, eins og eitt hug-
tak, svo samtengd eru þau í hugum
okkar, fjölskyldu og vina.
Á fagran hátt áttu þau hvort annað
og hlúðu vel að hvort öðru.
Saman áttu þau gleðina, vinnuna –
hann smíðaði, hún skar listmuni út í
tré, áhugamálin – dansinn og sundið,
ferðalögin um landið okkar, sem var
honum svo kært, og síðan um víðan
heiminn.
En þau áttu líka sorgina saman.
Þau misstu drenginn sinn.
Þann harm báru þau og það var
þungur harmur og sár.
Hörður móðurbróðir minn var
húsasmíðameistari. Húsin, sem hann
reisti af hagleik og hugviti eru orðin
býsna mörg.
Alltaf var hann að vanda sig, hvergi
skakkur nagli eða spýta.
„Einnota“ hugsunina þekkti hann
ekki. Það skyldi vandað til alls frá
upphafi, vera unnið af nákvæmni og
standa tímans tönn. Heima hjá
mömmu og síðan okkur systrunum er
margt sem vitnar um fagurt hand-
verk hans, mikið verkvit og elju.
Í kyrrleikanum við vinnu sína hefur
hann efalaust hugsað margt um dag-
ana, því ekki var hann maður síbylj-
unnar; vonirnar og draumarnir, þráin
sem hafði búið í brjósti unga manns-
ins í túninu heima.
Það má hugsa sér að meiri sveigj-
anleiki og teygja hafi búið í þránni í
brjósti hans en í tommustokknum og
hallamælinum sem voru hans áhöld
allt lífið; listamannseðli hans lifði í
skugga rótgróinnar samviskusemi og
skyldurækni og í spennu við hvers-
daginn.
En elsku Unnur hans lyfti oki
hversdagsins og dansaði við hann í 55
ár.
Og nú er hann farinn þangað sem
ekki þarf að nota tommustokk og
hallamæli því öll hlutföll eru rétt. Í
þakklæti kveðjum við Knut kæran
frænda og vin og við biðjum Guð að
styrkja Unni hans.
Blessuð sé minning Harðar frænda.
Þorgerður Ingólfsdóttir.
Frændi minn Hörður Þorgeirsson
húsasmíðameistari er látinn. Um
hann á ég margar góðar minningar.
Þegar ég var 16 ára hóf ég nám í húsa-
smíði hjá honum og dvaldi á heimili
Harðar og konu hans Unnar Guð-
mundsdóttir fyrsta árið.
Á sinni starfsævi sinnti Hörður
stórum og smáum verkum, bæði inn-
réttingum og nýsmíði. Hann var ávallt
afar vandvirkur, samviskusamur og
úrræðagóður. Oft nefndi hann að
betra væri verk vel unnið en ódýrt og
illa. „Það er stolt fagmanns að skila
vandaðri vinnu,“ sagði hann.
Það var margt sem óharðnaður
unglingurinn ég lærði hjá Herði, bæði
í faginu og í lífsviðhorfum, og oft hef
ég hugsað til þess síðan hvað þessi
tími var dýrmætur. Það hefur sýnt sig
að það var mikið gæfuspor að læra hjá
honum.
Á þessum árum byggði Hörður fjöl-
býlishús í Árbæjarhverfi og fyrir hans
áeggjan keypti ég íbúð þar þegar ég
stofnaði heimili. Kann ég honum mikl-
ar þakkir fyrir það. Hörður var mjög
farsæll og starfaði lengi að bygging-
um. Hann naut mikils trausts og virð-
ingar fyrir áreiðanleika og fag-
mennsku.
Ekki má gleyma hans ágætu eig-
inkonu, Unni. Það var ávallt mikil ást
og virðing milli þeirra og hafa þau allt-
af verið einstaklega vakandi yfir vel-
ferð hvort annars. Á efri árum ferð-
uðust þau mikið erlendis og
innanlands.
Unnur og Hörður voru skemmtileg,
ræðin og léku jafnan við hvern sinn
fingur. Mikil vinátta var milli Harðar
og Unnar og foreldra minna og fóru
þau m.a. um árabil saman í eina nokk-
urra daga sumarferð innanlands á
hverju ári. Einnig hittust þau oft þess
utan.
Elsku Unnur, við Þórunn og börn
okkar sendum þér innilegar samúðar-
kveðjur.
Þorgeir Sigurðsson.
Hörður Þorgeirsson, sá mæti mað-
ur, er látinn 88 ára að aldri. Við minn-
umst hans sem einstaks reglumanns,
duglegs og atorkusams. Hann ólst
upp á Hlemmiskeiði á Skeiðum í
stórum systkinahópi og lærði fljótt að
taka til hendinni. Vinnusemi var hon-
um í blóð borin. Systkinin fóru til
kennaranáms hvert á fætur öðru, en
hann gerðist húsasmíðameistari og
fór auk þess í Samvinnuskólann á Bif-
röst. Það nám nýttist honum því vel
þegar hann sem byggingameistari,
með fleiri menn í vinnu, tók að sér
byggingar af ýmsum stærðum og
gerðum. Þarna kom vel í ljós kraft-
urinn og samviskusemin, sem í honum
bjó. Alltaf var farið snemma að sofa
þegar vinnudagur var að morgni og
mikilvægt var að allir væru stundvísir.
Honum þótti hinn mesti löstur ef
menn voru óstundvísir til vinnu.
Unni eiginkonu sinni kynntist
Hörður austur í Flóa. Faðir minn og
hann fóru á námskeið í skeifusmíði að
Túni og hittu þar fyrir heimasæturn-
ar, hinar mestu myndarstúlkur til
allra verka og urðu þær síðar eigin-
konur þeirra. Þeim systrum var
margt til lista lagt en tréskurðurinn
var það merkasta sem þær tóku sér
fyrir hendur og þykir handbragðið
einstakt. Allir, sem Unni og Hörð
þekktu, kannast við pappírshnífana
hennar og askana. Flestir ættingjar
hafa eignast annaðhvort hníf eða ask
að gjöf við fermingar, útskriftir eða
önnur tækifæri.
Unnur og Hörður bjuggu sér heim-
ili á fjórum stöðum. Fyrst var það ris-
íbúðin á Langholtsveginum, þá hæðin
í Safamýrinni, húsið í Stuðlaselinu og
síðast húsið í Stigahlíðinni. Alls staðar
sá maður merki um vandvirkni og
snyrtimennsku þeirra hjóna. Allt var
fullfrágengið og hvergi rusl að sjá.
Garðurinn alltaf í miklum blóma og
vel hirtur. Þetta var þeirra einkenni.
Margar voru heimsóknir ættingj-
anna til þeirra og öllum tekið með
mikilli gleði og af mikilli gestrisni.
Sagði Hörður þá gjarnan þegar kvatt
var: „Mikið var gaman að fá ykkur.“
Þau ólu ekki upp börn, en fóstur-
börnin voru mörg, því margt systk-
inabarnið og systkinabarnabarnið var
þar um lengri eða skemmri tíma þeg-
ar sækja þurfti skóla til Reykjavíkur.
Erum við mjög þakklát fyrir þau tvö
ár, sem okkar eldri sonur fékk að
dvelja inni á þeirra ágæta heimili, þar
sem hann naut mjög góðs atlætis.
Einnig höfðu bræður Unnar fast her-
bergi og þjónustu hjá þeim um lengri
eða skemmri tíma.
Eftir að Hörður hætti fastri vinnu
tók hann að sér smærri verk, sem
hægt var að vinna á verkstæðinu í
Síðumúlanum eða í bílskúrnum í
Stigahlíðinni. Þar má m.a. nefna hina
frægu Harðar-tröppu, sem er ein-
staklega smekklegur og notadrjúgur
gripur og hefur verið gefinn mörgum
ættingjanum.
Undanfarnar vikur hefur Hörður
legið á sjúkrahúsi og hefur Unnur
sinnt manni sínum af sérstakri alúð
og tekið veikindum hans með ein-
stakri ró.
Við viljum að lokum þakka þeim
fyrir allar gistinæturnar og ánægju-
legu samverustundirnar, sem við höf-
um átt saman gegnum árin.
Ragnheiður og Tómas Búi.
Nú er hann Hörður hennar Unnar
ömmusystur minnar fallinn frá tæp-
lega 89 ára að aldri.
Ég kynntist Herði vel þegar ég
vann hjá honum sem verkamaður í
sumarvinnu. Ég hóf störf hjá honum
vorið 1985, þá 15 ára gamall, og vann
fyrst sem aðstoðarmaður trésmiða
við mótauppslátt, steypu og timbur-
hreinsun í Stigahlíðinni. Síðan bætt-
ust fleiri sumur við og urðu þau alls
fjögur. Á þessum tíma lærði ég mjög
mikið varðandi handverk og verklega
vinnu af honum og þeim sómamönn-
um sem unnu hjá honum enda voru
verkefnin fjölbreytileg og krefjandi
og tengdust öll trésmíði og húsbygg-
ingum. Unnin voru verkefni fyrir
ýmsa aðila í Reykjavík og nágrenni.
Hörður tamdi sér heilbrigt líferni.
Hann var bindindismaður á áfengi og
tóbak og stundaði sundlaugarnar í
Laugardal oft í viku ásamt Unni. Þar
tók hann jafnan þátt í umræðu um
þjóðmál og heimsmál sem hann hafði
mikinn áhuga á.
Unnur og Hörður ferðuðust mikið
innanlands og utan. Ferðir þeirra á
fjarlægar slóðir voru honum ofarlega
í huga og sagði hann okkur vinnu-
félögunum oft frá þeim.
Unnur og Hörður héldu jafnan
góðu sambandi við frændfólk sitt fyrir
austan fjall og voru þau mörg frænd-
systkinin sem Unnur og Hörður
„tóku í fóstur“ um tíma á meðan þau
stunduðu nám í Reykjavík. Faðir
minn, Guðmundur, bjó hjá þeim á
Langholtsvegi 2 í fjögur ár og var
fyrsti lærlingurinn hans Harðar og
lauk sveinsprófi í húsasmíði. Sig-
mundur eldri bróðir minn vann einnig
sem verkamaður hjá honum í sum-
arvinnu í nokkur sumur.
Hörður Þorgeirsson var harðdug-
legur, traustur og heiðarlegur maður
með ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Eftir hann og samstarfs-
menn hans standa mörg myndarleg
hús í Reykjavík og nágrenni.
Með virðingu og þökk kveð ég
Hörð Þorgeirsson og sendi eftirlif-
andi konu hans, ömmusystur minni
Unni Guðmundsdóttur, innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Guðmundsson.
Kæri Hörður. Þakka þér fyrir allt
það góða sem þú hefur gert fyrir mig.
Þú verður alltaf í hjarta mínu og ferð
aldrei frá mér.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Kær kveðja,
Eva Hrund.
HÖRÐUR
ÞORGEIRSSON
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBRANDUR K. SÖRENSSON,
Fífumóa 1b,
Njarðvík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu-
daginn 1. júní verður jarðsunginn frá Ytri-Njarð-
víkurkirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.00.
Sigurður Guðbrandsson, Elín Pálsdóttir,
Jón Guðbrandsson, Helena Alfreðsdóttir,
Vigdís Guðbrandsdóttir, Benedikt Hreinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 3. júní.
Anna Sverrisdóttir,
Þóra Hreinsdóttir.
Elskulegur sambýlismaður minn, bróðir okkar,
frændi og vinur
GUÐMUNDUR KRISTJÁN FINNBOGASON,
Blöndubakka 5,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn
4. júní.
Útför fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 9. júní
kl. 17.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast Guðmundar er
bent á krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði.
Valdís Jónsdóttir,
Björn Finnbogason,
Kristján Finnbogason, María Sonja Hjálmarsdóttir,
Arndís Finnbogadóttir,
Árni Einarsson,
Guðrún, Þorgrímur, Dagný og Ásdís
Guðmundarbörn
og fjölskyldur.