Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 39 MINNINGAR ✝ Guðfinnur IngiHannesson fæddist í Reykjavík 25. maí 1940. Hann andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 25. maí síðastliðinn. Móðir hans var Theodóra Þor- steinsdóttir frá Ytri Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dala- sýslu, f. 25. október 1904, d. 27. nóvem- ber 1992. Fósturfaðir hans var Friðþjófur Karlsson frá Noregi, f. 29. júní 1917, d. 16. febrúar 1986. Guðfinnur Ingi ólst upp í sveitasælunni í Dölunum fyrstu þrjú ár ævi sinnar en frá fjögurra ára aldri bjó hann fyrst í Reykja- vík og síðan í Kópavoginum þar sem hann bjó á Háveginum allt fram til þess dags er hann lést. Guðfinnur Ingi var 16 ára gam- all er hann kynntist verðandi eig- inkonu sinni, Halldóru Guðjóns- dóttur frá Hafnarfirði, en 17 ára gömul fóru þau að búa saman á Háveginum í foreldrahúsum Guð- finns Inga. Þau giftu sig hinn 28. janúar 1961. Foreldrar Halldóru voru Guðjón Gíslason og Olga Þorbjörnsdóttir. Guðfinnur Ingi og Halldóra eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Theodór Guðfinnsson, f. 20. september 1958, maki Ragnheiður Snorradóttir, f. 29. maí 1960. Saman eiga þau dæturnar Bryndísi Maríu, f. 10. september 1986, og Thelmu Björk, f. 29. apríl 1992. Fyrir átti Ragnheiður dótturina Þóreyju Heiðdal, f. 19. nóv- ember 1979, sam- býlismaður Magnús Einarsson. Barn þeirra er Alex- andra. 2) Hildur Guðfinnsdóttir, f. 28. febrúar 1961, maki Magnús Flygenring, f. 25. apríl 1952. Saman eiga þau soninn Ágúst Inga, f. 30. desember 1990. Fyrir átti Magnús dæturnar a)Kristínu Björgu, f. 18. júní 1983, sambýlis- maður Eyjólfur Pálsson, þau eiga óskírða dóttur; b)Rakel, f. 23. apríl 1987. Guðfinnur Ingi starfaði lengst af hjá Kópavogsbæ, fyrst hjá Strætisvögnum Kópavogs og síð- an hjá Sundlaug Kópavogs. Síð- ustu mánuði starfsævi sinnar starfaði hann sem forstöðumaður í Íþróttahúsinu við Kársnesskóla. Útför Guðfinns Inga var gerð frá Digraneskirkju 2. júní. Hann hvílir nú í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Þegar dauðinn kveður dyra fer ekki hjá því að maður staldri við og íhugi lífið og tilveruna. Hver er til- gangurinn, hví eru sumir hrifsaðir á brott frá okkur á morgni lífs- starfsins og aðrir mitt í önnum þess? Margar spurningar vakna í huga okkar, en enginn veit réttu svörin við lífsgátunni. Við getum aðeins beygt okkur í auðmýkt fyrir því sem orðið er og reynt að halda áfram eftir mætti. Kær vinur okkar hjóna til margra ára, Ingi Hannesson, lést að morgni afmælisdags síns 25. maí eftir stutta en snarpa sjúkdóms- legu. Minningarnar hrannast upp hver af annarri og ekkert nema fal- legar minningar. Ingi var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Við minnumst sérstaklega allra ferða- laganna sem við fórum með „Broncoklúbbnum“ sem við stofn- uðum með mágkonum og svilum Inga. Það leið ekki sú helgi allt sumarið að ekki væri brunað af stað á fjórum til fimm Broncoum á vit ævintýranna upp um fjöll og firnindi og auðvitað var Ingi á best bónaða bílnum en hann var einstakt snyrtimenni. Oftar en ekki var kveiktur varðeldur og sungið og spjallað þar til morgunsólin kíkti upp fyrir fjallatoppana. Við minn- umst þorrablótanna okkar og allra góðu stundanna sem við áttum í sumarbústöðunum á Laugarvatni. Við minnumst Inga með Dódó sína á dansgólfinu ýmist í svífandi tangó eða tjúttandi rock’n roll. Þau voru fallegt par. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Inga allt það sem hann var okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja Dódó, börnin og barnabörn- in, því söknuður þeirra er mikill, en minningin um góðan, heiðvirðan og fallegan dreng mun ætíð lifa meðal okkar og milda söknuðinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Blessuð sé minning Inga Hann- essonar. Elín og Konráð. Ég græt þig, elsku pabbi minn, græt þig vegna þess saknaðar sem berst í brjósti mínu, vitandi að þú hafir verið tekinn frá okkur að ei- lífu, græt þig vegna þeirra ynd- islegu minninga sem þú skilur eftir þig, græt þig þegar ég hugsa um allt það sem þú gerðir fyrir mig, græt þig þegar ég hugsa um allt sem við áttum eftir að gera saman, græt þig hugsandi um þau veikindi sem þú þurftir að þola næstum helming ævi þinnar. Hjarta- og æðasjúkdóm þurftir þú að bera með þér frá 37 ára aldri og síðan illvígan sjúkdóm í meltingarvegi. Ég græt þig því ég veit að þetta hefði ekki þurft að ganga svona langt. Vitandi það að ekkert er ei- líft var ég þrátt fyrir það viss um að þú myndir klára þig af þeim veikindum sem þú þurftir að takast á við síðustu vikur ævi þinnar. Í mínum huga var þetta bara eitt af þeim verkefnum sem þér var falið að leysa. Í þetta sinn var mátturinn of lítill fyrir of stórt verkefni. Hetjuleg barátta þín dugði ekki til, glampinn í augunum sagði mér allt – þú vissir að þetta var þér um megn. Þú kvaddir okkur á sextug- asta og sjötta afmælisdegi þínum, nákvæmt skyldi það vera eins og hvert það verk sem þú tókst þér fyrir hendur. Elsku pabbi, þú hefur ætíð verið mín fyrirmynd og ég á þér svo margt að þakka. Þó ekki hafi mér tekist að feta hvert þitt fótspor mun minningin um þig áfram verða mitt leiðarljós allt til æviloka. Þú varst ekki nema rétt 18 ára þegar alvara lífsins byrjaði. Ég var mætt- ur á staðinn og brauðstritið byrjaði. Tæplega þremur árum síðar varstu giftur – ástinni þinni til æviloka – henni mömmu og litla systir kom í heiminn mánuði síðar. Fjölskyldan var þar með komin. Fjölskyldan ekki stór en þeim mun samhentari og þú varst stoltur eiginmaður og faðir og síðar afi allt til enda. Við bjuggum öll í faðmi ömmu og afa meðan þeirra naut við, þar sem ég naut ástar og alúðar ykkar allra. Það voru sérréttindi að fá að alast upp við slíka umhyggju. Ég minnist langra vinnudaga þinna mín upp- vaxtarár en minningarnar um þær stundir sem þú varst heima standa þó upp úr því þær stundir voru fylltar ást og umhyggju. Þú kunnir að nota tímann með fjölskyldunni og þar standa öll ferðalögin upp úr. Um árabil var hver helgi sumartím- ans notuð til útilegu, farartækin búin undir stutta sem langa túra áður en haldið var af stað, allt pott- þétt, þú hugsaðir fyrir öllu. Að þessu bý ég í dag og reyni að til- einka mér sem og svo margt annað sem þú hefur markað í líf mitt. Þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur hugsa ég alltaf um það hvernig þú hefðir leyst og skilað af þér verkefninu. Ég man daginn sem þú keyptir handa mér fyrsta reiðhjólið og þú kenndir mér að hjóla. Það tók ekki langan tíma – þú fórst aldrei frá ókláruðu verki. Ég man einnig þegar þú gafst mér fyrstu skíðin (tréskíði með leðuról- um og bambusstafi) og við fórum í Jósepsdalinn og þar lærði ég að skíða á nokkrum klukkustundum. Natni þín hafði engin takmörk. Þú kenndir mér allt um bíla þegar kom að því að taka bílpróf og ég eignaðist minn fyrsta bíl, Falcon árg. ‘65. Þú vildir tryggja að ef eitt- hvað kæmi upp á þá gæti ég bjarg- að mér, þannig varst þú og þannig kenndir þú mér. Námið og íþrótt- irnar voru ykkur mömmu ofarlega í huga þar sem þið lögðuð allt ykkar undir til að ég gæti klárað fram- haldsnám og stundað íþróttir af kappi. Að ég tæki námslán hugnað- ist ykkur ekki. Framtíð okkar systkina skipti ykkur meira máli en lífsins gæði, afgangurinn var ykkar. Þegar að gagnstæða kyninu kom lagðir þú mér línurnar með skyn- semina og reynsluna að leiðarljósi, klára skyldi ég námið fyrst. Ég man alltaf eftir því þegar þú sagðir við mig, ég var rétt kominn yfir tví- tugsaldurinn, að 26 ára aldur væri ágætis aldur til að eignast barn. Námi lokið og ég búinn að koma þaki yfir höfuðið. Ég svaraði því þá til að þú værir bara að tryggja að þú yrðir ekki afi fyrir fertugt. Þeg- ar loks að því kom voruð þið mamma farin að örvænta enda ég orðinn tæplega 28 ára. Hafi ég ein- hvern tímann efast um hlutverk ömmu og afa þá hvarf sá efi að ei- lífu eftir fæðingu fyrsta barna- barnsins. Þvílíkar sogskálar sem þið hafið verið á barnabörnin. Ástin og umhyggjan hafa aldrei átt sér nein takmörk í ykkar lífi. Nærveru þinni, elsku pabbi minn, er ekki lokið, því ég veit að þú vakir yfir okkur. Ég get bara ekki snert þig. Ég horfi gegnum tárin þegar ég kveð þig með þessum orðum: En þó ég gráti, geta engin tár mér gefið framar stund á jörð með þér, því þú ert farinn – heim í himininn. Með það í huga þerra ég votar brár og þakka vissu, er býr í hjarta mér, að eilífðin er okkar pabbi minn. Hafðu ekki áhyggjur af mömmu því ég mun hugsa um hana eins og þú hugsaðir um mig. Þinn elskandi sonur, Theodór. Kæri vinur, komið er að kveðju- stund. Þú þurftir að fara í upp- skurð og vonuðumst við öll til að þú myndir ná þér fljótt. En það fór á annan veg. Guð tók þig til sín. Hann hefur þurft einhvern til að laga til hjá sér. Þú varst sá sem alltaf varst með hallamálið, hvort sem þú varst við smíðar eða að tjalda í öllum útilegum okkar. Við fórum í margar ferðir innlands og líka utanlands, því það var stór vinahópur í kringum þig og Dódó. Það voru fjórar mágkonur og eig- inmenn þeirra og Ella og Konni og hópurinn sem kallaði sig F.M.K. eða Frænkumannaklúbbur. Þú reyndir að taka þátt í öllu með okk- ur, en hjartað þitt var orðið svo veikt að þú varðst stundum að hægja á þér. Við byggðum báðir sumarbústaði á Laugarvatni með eiginkonum okkar sem eru systur. Það var mikill samgangur þar á milli og oft glatt á hjalla. Þú varst góður vinur barnanna okkar og líka barnabarnanna okkar, sem voru mikið í kringum þig og Dódó. Þau gátu alltaf heimsótt Dódó og Inga, sem tóku alltaf vel á móti þeim. Við erum mörg sem minnust þín með mikilli hlýju og vildum svo gjarnan að samverustundirnar hefðu orðið fleiri. Þín er sárt saknað. Elsku Dódó, Teddi, Hildur og fjölskyldur, við og fjölskyldur okk- ar vottum ykkur innilega samúð. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteinn og Ólöf. GUÐFINNUR INGI HANNESSON             !      "# $ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, UNNUR AGNARSDÓTTIR, Sóltúni 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, Reykjavík, föstudaginn 9. júní kl. 15.00. Óskar H. Gunnarsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, Arnór Þ. Sigfússon, Agnar Óskarsson, Margrét Ásgeirsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR MAGNÚSSON frá Hvítarhlíð í Strandasýslu, lést þriðjudaginn 23. maí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hersilía Þórðardóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, SÓLEY HILDUR ODDSDÓTTIR MANGAL, 13 Allé des Noireaux, 78290 Croissy sur Seine, Frakklandi, lést af slysförum sunnudaginn 4. júní. Lars N. Mangal, Hjörtur, Soffia Jonna, Sole Andrea, Soffía Ágústsdóttir, Oddur R. Hjartarson, Ágúst Oddsson, Elizabeth H. Einarsdóttir, Kristján Oddsson, Berglind Steffensen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BÁRA STEINDÓRSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 10. júní kl. 13:30. Jón Hallgrímsson, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Magnús Baldur Bergsson, Steindór Sverrisson, Hjördís Ásgeirsdóttir, Ríkharður Sverrisson, Valgerður Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR frá Siglufirði, Krummahólum 2, andaðist þriðjudaginn 6. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Brynja Böðvarsdóttir, Snorri Þórðarson, Hjördís Böðvarsdóttir, Bergur Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.