Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 6
Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, tekur við gjöf frá Svavari Sigurðssyni til lögreglunnar á Akranesi.
SVAVAR Sigurðsson færði í gær
lögreglunni á Akranesi tækjabúnað
að gjöf en Ólafur Þór Hauksson,
sýslumaður á Akranesi, veitti gjöf-
inni viðtöku fyrir hönd lögregl-
unnar. Að sögn Jóns S. Ólasonar,
yfirlögregluþjóns á Akranesi, mun
búnaðurinn gagnast lögreglunni
við rannsókn brotamála og þá sér-
staklega fíkniefnamála.
Svavar hefur um 11 ára skeið
helgað líf sitt baráttu gegn fíkni-
efnavandanum og lagt bæði lög-
reglu, tollgæslu og ýmsu forvarn-
arstarfi lið með gjöfum. Í upphafi
lagði hann sjálfur til fjármuni en
síðari ár hefur hann fjármagnað
baráttuna með fjárframlögum frá
fyrirtækjum og stofnunum. Skv.
upplýsingum lögreglunnar hleypur
verðmæti búnaðar sem Svavar hef-
ur afhent til notkunar á milljónum.
Rausnarleg
gjöf til lög-
reglunnar
6 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú bjóðum við frábært tilboð til
Benidorm í júní. Njóttu lífsins á
þessum vinsæla áfangastað.
Þú bókar og tryggir þér síðustu
sætin og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr.29.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 22. eða 29.
júní. Flug, gisting, skattar og íslensk farar-
stjórn. Aukavika kr. 10.000.
Verð kr.39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó-
/íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk
fararstjórn. Stökktu tilboð 22. eða 29. júní.
Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Síðustu sætin
Stökktu til
Benidorm
22. eða 29. júní
frá kr. 29.990
„MARKMIÐIÐ í framtíðinni er að nota niðurstöð-
urnar sem úr þessum rannsóknunum erfða-
fræðisýnanna fást til þess að greina börn skjótar
og átta sig fyrr á sjúkdómum sem kannski koma
fyrst fram síðar á ævinni. Þannig að í þessu felast
gríðarleg tækifæri til þess að grípa fyrr inn í með
fyrirbyggjandi aðgerðum áður en sjúkdóms-
einkenni koma í ljós,“ segir dr. Hákon Há-
konarson, sérfræðingur í lungnalækningum, um
nýja og viðtæka erfðafræðirannsókn á börnum
sem er að fara af stað við Barnaháskólasjúkra-
húsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, sem er að
sögn Hákons einn fremsti barnaspítali þar í landi.
Þúsundir sérfræðilækna
munu koma að rannsókninni
Hákon tók nýverið við starfi framkvæmda-
stjóra hjá erfðafræðimiðstöð við Barnaháskóla-
sjúkrahúsið í Fíladelfíu og mun stýra verkefninu
þar næstu árin. Hákon var sem kunnugt er áður
yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Íslenskri erfða-
greiningu, en hann hafði unnið hjá fyrirtækinu sl.
átta ár áður en leið hans lá aftur til Fíladelfíu þar
sem hann gegndi áður stöðu sérfræðings og að-
stoðarprófessors við háskólasjúkrahúsið eftir að
hann lauk þaðan námi. Fjallað var um erfða-
fræðirannsóknina í dagblaðinu Wall Street
Journal í gær og að sögn Hákons finnur hann fyr-
ir miklum áhuga bandarískra fjölmiðla á verk-
efninu.
Að sögn Hákons mun rannsóknin til að byrja
með ná til næstu þriggja til fimm ára. Segist hann
reikna með að settar verði á bilinu 60–75 millj-
ónir bandaríkjadala eða 5–7 milljarðar íslenskra
króna í verkefnið. Áætlað er að
hægt verði að skoða á bilinu 150–
200 þúsund blóðsýni úr jafn-
mörgum börnum á næstu fjórum til
fimm árum, en sá fjöldi er, að sögn
Hákons, nauðsynlegur til þess að
hægt sé að ná til flestra algengra
sjúkdóma og skoða þá af nægilegri
dýpt. Að sögn Hákons er ráðgert að
á þriðja tug starfsmanna vinni við
það að taka blóðsýnin og arfgerð-
argreina þau, en gera má ráð fyrir
að um 250 starfandi vísindamenn á
Barnaháskólasjúkrahúsinu komi að
verkefninu á einhvern hátt. Hákon
reiknar með að sérfræðilæknarnir
sem komi að rannsókninni með ein-
hverjum hætti komi til með að
skipta þúsundum í gegnum tengsl-
anet háskólaspítalans við aðra spítala og stofn-
anir. Að sögn Hákons er þegar byrjað að safna
sýnum og hafa foreldrar tekið vel í umleitan
lækna þess efnis.
Ný tækni með betri upplausn
Að sögn Hákons kynnti spítalinn nú í vikunni
samning við fyrirtækið Illumina um kaup á tæki
og tækni til þess að greina erfðamengi þeirra
barna sem þátt taka í rannsókninni, en til þess
eru notaðir sérstakir genaflögukubbar. Tekur
hann fram að spítalinn eigi eftir sem áður allar
niðurstöður, en þess má geta að allar upplýsingar
úr rannsóknum eru dulkóðaðar í þrígang og því á
aldrei að vera hægt að rekja neinar upplýsingar
beint til einstaklinga. Segir Hákon
um að ræða alveg nýja tækni með
betri upplausn, sem raunar hafi fyrst
komið á markað fyrir viku síðan, sem
geri það að verkum að hægt sé með
nýju genaflögukubbunum að greina
rúmlega 550 þúsund erfðamörk í
erfðamenginu, en það er mun meira
en hingað til hefur þekkst. „Þetta
þýðir að hægt er að framkvæma
tengslagreiningar á fólki án þess að
vita nokkuð um skyldleika þess á
milli,“ segir Hákon og nefnir sem
dæmi að flest erfðamengjaskönn í
heiminum hafi verið gerð með 300–
400 erfðamörkum. „Þarna er því um
að ræða þúsundföldun í upplausn á
erfðamenginu og algjöra byltingu í
þessari tækni,“ segir Hákon.
Hann segir þetta gera að verkum að nú geti
vísindamenn farið að beita tengslagreiningum á
nánast hvaða sjúkdóm sem er, hvar sem er í
heiminum. Spurður hvaða sjúkdómar verði til
skoðunar í erfðafræðirannsóknum við Barnahá-
skólasjúkrahúsið nefnir Hákon sjúkdóma á borð
við astma og ofnæmi, krabbamein og erfðafræði-
legar orsakir offitu. Bendir hann á að mjög þýð-
ingarmikið sé að þróa tækni til þess að greina
þessa sjúkdóma og frávik sem fyrst til að hægt sé
að veita börnum rétta meðferð sem fyrst, þar sem
það skili mestum árangri.
Börn verði greind skjótar
Dr. Hákon Hákonarson stýrir viðamikilli erfðafræðirannsókn á börnum við
Barnaháskólasjúkrahús í Fíladelfíu sem ná mun til 150–200 þúsund einstaklinga
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Dr. Hákon Hákonarson
SIGURÐUR Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokksins,
segist vera að kanna mögulegar tíma-
setningar flokksþings framsóknar-
manna, m.a. með tilliti til húsnæðis og
fleira. Tillaga um dagsetningu flokks-
þingsins verði síðan lögð fyrir fram-
kvæmdastjórn flokksins, áður en mið-
stjórnarfundurinn hefst annað kvöld.
Sigurður kveðst vonast til þess að
framkvæmdastjórnin sameinist um
tillögu um dagsetningu flokksþings-
ins sem lögð yrði fyrir miðstjórnar-
fundinn á föstudagskvöld.
Miðstjórnin, en í henni eiga um 150
manns sæti, tekur endanlega ákvörð-
un um dagsetningu flokksþingsins.
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi for-
maður flokksins, sagði á Þingvöllum á
mánudag, að flokksþingið yrði haldið
snemma í haust, en Guðni Ágústsson,
varaformaður flokksins, hefur á hinn
bóginn sagt að honum finnist ekki
óeðlilegt þótt þingið verði haldið fyrr.
Halldór hefur einnig ákveðið að
láta af ráðherradómi, en formlegar
viðræður milli hans og Geirs H.
Haarde, formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, um breytingar á ríkisstjórninni
eru ekki hafnar, þótt þeir hafi ræðst
við um þau mál. Heimildarmenn telja
að viðræðurnar hefjist ekki að fullu
fyrr en að loknum leiðtogafundi
Eystrasaltsráðsins.
Varaformaður og ritari axli
með sama hætti ábyrgð sína
Þingflokkum stjórnarflokkanna
ber endanlega að leggja blessun sína
yfir breytingar á ríkisstjórn, en að
sögn Hjálmars Árnasonar, þing-
flokksformanns Framsóknarflokks-
ins, er ekki búið að ákveða næsta
þingflokksfund.
Stjórn Félags framsóknarkvenna í
Reykjavík segir í ályktun sem hún
sendi frá sér í gær, að hún óski ein-
dregið eftir því að flokksþingi fram-
sóknarmanna verði flýtt og haft í lok
júnímánaðar „til að óvissunni um
stjórn flokksins verði eytt sem fyrst“,
að því er segir í ályktuninni. Þar er
ennfremur skorað á alla flokksmenn
að nota tækifærið á komandi flokks-
þingi til að efla hlut kvenna í forystu-
sveit flokksins.
Í fyrradag sendu þrjú framsóknar-
félög í Reykjavíkurkjördæmi norður
frá sér ályktun, þar sem hörmuð er sú
ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar að
hverfa úr stjórnmálum. „Með þessari
einstöku ákvörðun sinni hefur hann
sýnt að hann er tilbúinn til að leggja
allt í sölurnar til að efla frið innan
flokksins. Það er mat stjórnanna að
framlag Halldórs til friðar innan
flokksins muni því aðeins ganga eftir
ef aðrir æðstu forstumenn flokksins,
Guðni Ágústsson varaformaður og
Siv Friðleifsdóttir ritari, axli með
sama hætti ábyrgð sína og víki til hlið-
ar persónulegum hagsmunum.“
Vonast eftir samstöðu um
dagsetningu flokksþingsins
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ÚTSKRIFTARNEMAR frá Verzl-
unarskóla Íslands sem eru í útskrift-
arferð á sólarströnd í Búlgaríu hafa
orðið fyrir aðkasti þar og slasast
nokkuð í tveimur tilvikum.
Rúmlega 200 úrskriftarnemar eru
á sólarströndinni Sunny Beach í
grennd við bæinn Burgash í Búlg-
aríu. Hópurinn hefur verið í viku í
ferðinni og verður stærstur hluti
hans í eina viku í viðbót. Í einu tilviki
var reynt að ræna stúlku sem var ein
á ferð og fékk hún við það skurð á
kinn og á hendi þegar henni var ógn-
að með hníf. Í öðru tilvikinu var
stúlku hent í gólfið á skemmtistað
þannig að hún fékk heilahristing og
skarst nokkuð. Í þriðja tilvikinu
veittist hópur karlmanna að hópi
stúlkna sem var á leið heim á hótel,
en þær sluppu frá þeim.
Tómas Tómasson, forstjóri ferða-
skrifstofunnar Appollo, staðfesti að
að nemarnir hefðu orðið fyrir að-
kasti. Hann sagðist harma það, en
ekki hafa neinar skýringar. Ferða-
skrifstofan Apollo hefði farið með
tugi þúsunda ferðamanna frá Norð-
urlöndunum til þessa staðar á und-
anförnum árum og nú væri svo kom-
ið að þessi einstaki viðkomustaður
væri einn sá vinsælasti hjá ferða-
skrifstofunni. Þessi sólarströnd væri
síst verri en sólarstrendur í öðrum
löndum, enda væru Norðurlandabú-
ar ekki að fara þangað nema stað-
urinn væri í lagi.
Tómas sagði að 26 leiðsögumenn
væru á vegum Apollo í Búlgaríu.
Verða fyrir
aðkasti í út-
skriftarferð
LÆKNANEMAR, sem ráðnir höfðu
verið til sumarstarfa á Landspítalan-
um – háskólasjúkrahúsi (LSH), hafa
ekki enn mætt til vinnu. Til að vekja
athygli á kjaramálum sínum hafa
þeir ákveðið að efna til mótmælasetu
í anddyri LSH við Hringbraut í dag.
Að sögn Gunnars Thorarensen,
talsmanns læknanema, hefur lítið
þokast í samningsátt. Þau kjör sem
spítalinn hafi boðið í ráðningarsamn-
ingum hafi ekki verið viðunandi og
læknanemar því lagt fram nýtt tilboð
á föstudag. Því tilboði hafi hins vegar
verið hafnað af yfirstjórn LSH.
Gunnar sagði að um hefðbundna
kjaradeilu væri að ræða sem yrði
leyst með einhverju móti. Lækna-
nemar reyndu að vekja athygli á sín-
um málum og vonuðust til að heyra
frá stjórn spítalans í kjölfarið.
Læknanem-
ar boða til
mótmæla