Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Bónus Gildir 7. júní – 11. júní verð nú verð áður mælie. verð K.F. villikr. lambaframpartssn. ............... 839 1259 839 kr. kg K.F. grill lambarif, krydduð..................... 259 319 259 kr. kg Ali svínarif, forelduð ............................. 839 1.079 839 kr. kg Holta hm kjúklingavængir, foreldaðir...... 349 399 349 kr. kg Euroshopper frosnir skyndir., 400 g ....... 198 0 495 kr. kg Euroshopper frosin jarðaber .................. 198 0 198 kr. kg Euroshopper frosin hindber, 500 g ........ 198 0 396 kr. kg Euroshopper túnfiskur vatn/olía, 185 g . 69 0 373 kr. kg Euroshopper frosnir maísstönglar, 450g 98 0 220 kr. kg Bónus pylsur ....................................... 479 539 479 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 8. júní – 10. júní verð nú verð áður mælie. verð FK blandaðar lærissneiðar .................... 1.398 1.997 1.398 kr. kg FK lambakótilettur ............................... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Fjallalamb grillsneiðar .......................... 967 1.398 967 kr. kg Ali Mexíkó svínakótilettur ...................... 1.274 1.698 1.474 kr. kg Ali grillpylsur (frankfurt) ........................ 674 898 674 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.098 1.830 1.098 kr. kg Ferskur ananas.................................... 119 219 119 kr. kg Ferskur mangó .................................... 189 309 189 kr. kg Lífrænt rucola, 147 g ........................... 269 0 1.830 kr. kg Lífrænt spínat, 147 g ........................... 269 0 1.830 kr. kg Kaskó Gildir 8. júní – 11. júní verð nú verð áður mælie. verð Blandað hakk ...................................... 653 1.088 653 kr. kg Grillborgarar, 4 stk. .............................. 199 299 199 kr. stk. Bratwurst pylsur................................... 724 1.034 724 kr. kg Lambaframpartssneiðar, þurrkryddaðar . 1.499 1.998 1.499 kr. kg Grillpylsur............................................ 695 1.038 695 kr. kg Agúrkur ísl. stk..................................... 59 95 59 kr. stk. Iceberg kg. .......................................... 199 298 199 kr. kg Myllu Okkar brauð, 770g ...................... 99 149 99 kr. stk. Krónan Gildir 8. júní – 11. júní verð nú verð áður mælie. verð Kronfagel kjúklingabringur, sænskar ...... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Ali svínakótilettur þurrkrydd. Mexíkó....... 998 1.698 998 kr. kg Ali svínahnakki úrb., Mexíkókryddaður ... 998 1.698 998 kr. kg Gourmet rauðvíns lambalæri................. 1.312 1.874 1.312 kr. kg Krónu pylsur, 513 g ............................. 279 398 544 kr. kg Fyrirtaks pizza marg/pep/skinku, 350 g. 299 489 299 kr. pk. Goða hangiálegg, bunkar...................... 2.092 2.988 2.092 kr. kg Doritos Nacho ostaflögur, 200 g............ 149 170 745 kr. kg Góu lakkrísbitar, 200 g......................... 219 238 1.095 kr kg Nettó Gildir 8. júní – 11. júní verð nú verð áður mælie. verð Blandað hakk ...................................... 653 1.088 653 kr. kg Nettó borgarar, 4 stk. ........................... 199 299 199 kr. stk. Lambaframpartssneiðar þurrkryddaðar .. 1.499 1.998 1.499 kr. kg Agúrkur, ísl. ......................................... 59 99 59 kr. stk. Iceberg ............................................... 199 299 199 kr. kg Natumi soyadrykkur, sykurl. .................. 29 159 29 kr. ltr Fjörf. reykt ýsa ..................................... 675 899 675 kr. kg Borgarnes hangiálegg, 150 g................ 349 499 349 kr. stk. Nóatún Gildir 8. júní – 11. júní verð nú verð áður mælie. verð Nautafille í rauðvíns/pipar mariner. ....... 2.998 3.298 2.998 kr. kg Grísafillet spjót m/grænmeti og marin ... 498 598 498 kr. stk. Lambainnralæri spjót, Toscana ............. 598 698 598 kr. stk. Skötuselur fiðrildi m/hvítl. & rósmarín ... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Skötuselur spjót m/papriku .................. 498 598 498 kr. stk. Skötuselur fiðrildi í tómat & basil ........... 1798 1.998 1.798 kr. kg Nóatúns ungnautahakk ........................ 979 1.398 979 kr. kg Kellogg’s Special K, 750 g.................... 399 429 532 kr. kg HD Safar appelsínu/epla/multivítamín .. 149 219 149 kr. ltr Emmess ísblóm, jarðarb/Daim, 4 stk. ... 299 398 75 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 8. júní – 11. júní verð nú verð áður mælie. verð Laxabitar, roð & beinhreinsaðir.............. 799 999 799 kr. kg Goði svínalærissneiðar, rauðvíns ........... 899 1.285 899 kr. kg Goði rauðvíns grísakótilettur.................. 1.243 1.776 1.243 kr. kg Bautab. hangiálegg, bunkar.................. 1.942 2.988 1.942 kr. kg Borg. lambagrillkótilettur, þurrkrydd. ...... 1.521 2.173 1.521 kr. kg Jalepano pylsur ................................... 769 1.099 769 kr. kg Borg. helgargrís m/indverskum hætti..... 1.259 1.799 1.259 kr. kg Ísfugl kalkúnaborgarar, steiktir .............. 839 1.398 839 kr. kg Þín verslun Gildir 8. júní – 14. júní verð nú verð áður mælie. verð BK lambaframpartsgrillsn., þurrkr. ......... 1499 1998 1499 kr. kg BK ostapylsur ...................................... 829 1099 829 kr. kg BK Hótel lifrarkæfa, 165g ..................... 177 253 1073 kr. kg Kellogs’s Corn flakes, 500 g ................. 239 259 478 kr. kg Kellog’s just right morgunkorn, 500 g .... 339 398 678 kr. kg Crawfords vanillukex, 500 g .................. 229 259 458 kr. kg Crawfords súkkulaði, 500 g .................. 229 259 458 kr. kg Oetker íssósur, 230 g ........................... 199 289 865 kr. kg Skötuselur og mangó  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is ÞAÐ getur verið freistandi að taka skyndi- ákvörðun um að leigja bíl þegar komið er á áfangastað í útlöndum. En það er misskiln- ingur ef ferðamenn halda að þeir spari eitthvað með því að leigja bíl hjá „vegarkantsbílaleig- unni“ á staðnum í staðinn fyrir að leigja hjá einhverri af stóru alþjóðlegu leigunum. Í Aftenposten er haft eftir talsmanni Sam- taka verslunar og þjónustu í Noregi að neyt- endur ættu að hafa sem þumalputtareglu að leigja ekki bíl hjá „vegarkantsbílaleigunni“, eins og hann kallar litlar, staðbundnar bílaleig- ur. Mörg dæmi séu um hættulega bíla á vegum slíkra bílaleiga og réttur neytenda sé lítill. Fólk þurfi að hafa í huga að fara vandlega yfir bílinn þegar hann er leigður svo það þurfi ekki að taka ábyrgð á hugsanlegum skemmdum sem síðar koma í ljós. Vissulega er ódýrara að leigja bíl hjá veg- arkantsbílaleigunni og í mörgum tilvikum gengur það vel. En til lengri tíma litið hefur komið í ljós að öruggara er að leigja bíl hjá al- þjóðlegri leigu, að því er fram kemur í Aften- posten og könnun á vegum blaðsins leiðir í ljós. Athuga vel tryggingarnar Fólk er yfirleitt afslappað í fríinu og treystir því að bílaleigubíllinn sé í lagi. Verra er ef það gleymist að athuga hvernig tryggingum er háttað. Venjuleg ferðatrygging inniheldur ekki tryggingu á bílaleigubíl og kaupa þarf hana sérstaklega í tengslum við leiguna. Mismun- andi er hvaða trygging er innifalin í leiguverð- inu og það þarf að athuga sérstaklega. Aften- posten bendir á að í Bandaríkjunum geti einnig gilt mismunandi reglur á milli ríkja og þar ætti maður að vera vel tryggður áður en haldið er af stað. Bílaleigur bjóða oft ýmsar viðbót- artryggingar sem eru dýrar. Það eru t.d. tryggingar fyrir annan bílstjóra eða farang- urstrygging. Í Aftenposten er fólki ráðlagt að keyra frekar mjög varlega en að kaupa viðbót- artryggingarnar sem létta pyngjuna mjög. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá FÍB, tekur undir varnaðarorðin í grein Aftenposten. „Það er alltaf tryggast að leigja bíla hjá stóru leig- unum. Ganga má út frá því sem nánast vísu að bílarnir séu í lagi og taki þeir upp á því að bila þá getur maður verið nokkuð öruggur um að manni verði útvegaður annar bíll í stað hins bilaða, eða að málunum verði bjargað á ein- hvern hátt. Vissulega er hægt að fá bíla hjá smáleigunum gegn lægra gjaldi en almennt hjá þeim stóru, en hvað ef bíllinn bilar kannski þúsund kílómetra frá leigustaðnum?“ Bílunum var illa við haldið „Þessi grein í Aftenposten er greinilega byggð á athugun sem NAF, hið norska syst- urfélag FÍB, gerði fyrir nokkru á svona smá- leigufyrirtækjum, m.a. á Spáni og í Grikklandi. Niðurstaðan var sú að þar stóð varla steinn yf- ir steini, bílarnir voru lúnir og illa við haldið og stundum beinlínis hættulegir. FÍB ásamt mörgum systurfélögum sínum í Evrópu hefur gert samning fyrir hönd fé- lagsmanna við Hertz. Þar njóta félagsmenn af- slátta og margs konar forgangs. Upplýsingar um það er að finna á heimasíðunni www.fib.is undir merkinu Show your Card, til hægri á forsíðunni. Varðandi tryggingamálin þá eru þær trygg- ingar sem innifaldar eru hjá Hertz í flestum tilfellum nægar. Það sem oftast vantar í trygg- ingarnar hjá minni leigunum er svonefnd CDW-trygging (Collision Damage Waiver) en hún takmarkar að verulegu eða öllu leyti sjálfsáhættu leigutaka. Þessi trygging er inni- falin í tryggingapakkanum hjá Hertz sem skýr- ir að stórum hluta hærra leiguverð heldur en hjá „vegarkantsleigunni.“ Sjálfsáhættan er mismunandi mikil eftir löndum. Það fer líka eftir því hvar bíllinn er tekinn á leigu hvort CDW-tryggingin fellir alla sjálfsáhættu út eða ekki,“ segir Stefán.  NEYTENDUR | Þegar leigja á bíl í útlöndum í sumar er að ýmsu að huga Öruggast að taka bíl hjá stórum bílaleigum Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com Venjuleg ferðatrygging inniheldur ekki trygg- ingu á bílaleigubíl og kaupa þarf hana sér- staklega í tengslum við leiguna. ÞEGAR gengið er frá leigu á bíl ætti fólk að hafa noKkur atriði í huga:  Farið yfir bílinn áður en þið akið af stað, t.d. hvernig dekkin eru. Takið jafnvel myndir.  Farið vandlega yfir samninginn og athugið t.d. hvort bensíntank- urinn á að vera tómur eða fullur við afhendingu og skil. Yfirleitt á hann að vera fullur við afhendingu og ef honum er ekki skilað fullum er ríf- legur kostnaður við það settur á kort leigutaka.  Athugið hvort bensíntankurinn er örugglega fullur þegar þið fáið bíl- inn afhentan.  Gleymið ekki að taka með afrit af leigusamningnum og ganga úr skugga um að þar sé símanúmer bílaleigunnar.  Fólk þarf að hafa kreditkort til þess að geta leigt bíl.  Reynslan hefur sýnt að það er tryggast að leigja bíl hjá einhverri af stóru bílaleigunum. Margar af þeim litlu eru að prófa sig áfram með að selja ýmiss konar viðbót- artryggingar og annað sem leigu- takinn hefur ekki þörf fyrir.  Hafið í huga að ökumenn frá nor- rænum slóðum geta upplifað um- ferðina í S-Evrópu sem ringulreið og aðra ökumenn sem frekar æsta miðað við það sem þeir þekkja af heimaslóðum.  Skiljið aldrei eftir verðmæti í bílnum og leggið honum ekki í skuggasundum eða á stöðum sem ekki virðast öruggir.  Munið að akstur og áfengi fara aldrei saman, þrátt fyrir að reglur um hámarksmagn alkóhóls í blóði undir stýri séu rýmri en hér á landi. Áður en lagt er af stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.