Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 43 MINNINGAR ✝ SteingrímurIngimar Sig- valdason fæddist í Langhúsum í Við- víkurhreppi í Skagafirði 18. apríl 1932. Hann lést þriðjudaginn 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigvaldi Pálsson, bóndi í Langhúsum og á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði, síðar verkamaður í Ólafs- firði, f. 18. mars 1898, d. 9. desem- ber 1964, og Hólmfríður Pálma- dóttir húsfreyja, f. 9. júní 1897, d. 11. október 1969. Systur Stein- gríms eru Ingibjörg Þuríður, f. 26. maí 1920, d. 4. júní 1925, og Ásta Jóhanna, f. 8. mars 1924, gift Pétri Sigurðssyni, f. 15. júlí 1920, d. 7. október 1972. Steingrímur kvæntist 1. desem- ber 1953 Karólínu Guðnýju Ing- ólfsdóttur, f. á Grímsstöðum á Fjöllum 31. júlí 1932, d. 3. janúar 1997. Foreldrar hennar voru Ing- ólfur Kristjánsson, bóndi á Víðihóli á Fjöllum, f. 8. sept- ember 1889, d. 9. janúar 1954, og Katrín María Magn- úsdóttir, f. 13. októ- ber 1895, d. 17. mars 1978. Karólína var alin upp í Hól- seli hjá Karen Sig- urðardóttur og manni hennar Birni Jónssyni bónda. Sonur Steingríms og Karólínu var Björn, f. 31. maí 1953, d. 9. janúar 2000, en hann bjó stóran hluta ævi sinnar í Danmörku. Steingrímur og Karólína bjuggu fyrsta búskaparár sitt á Akureyri en fluttust síðan til Ólafsfjarðar þar sem þau dvöldust í sex ár, 1953–1959. Þaðan fluttust þau aftur til Akureyrar í eitt ár, en eftir það bjuggu þau í Reykja- vík. Útför Steingríms verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Hjartans þakkir fyrir allar liðnar stundir. Hinsta kveðja. Ásta Sigvaldadóttir og frændfólk. Hann Steingrímur móðurbróðir minn lést þriðjudaginn 30. maí á sjötugasta og fimmta aldursári, eft- ir langa og erfiða glímu við Park- inson-sjúkdóminn. Steini, eins og hann var jafnan kallaður, var 11 ára þegar ég fæddist, og var litlum frænda sínum vitanlega mikil fyr- irmynd, þó e.t.v. hafi hann ekki alltaf verið hrifinn af þessum litla organdi krakka sem vildi gera allt eins og hann og elti hann á röndum út um allan bæ. Á þessum árum bjuggu foreldrar mínir á Vestur- götu 13 í Ólafsfirði, uppi á lofti hjá ömmu og afa, og Steini því stöðugt í sjónlínu lítils frænda, með tilheyr- andi áreiti og truflun, en aldrei bar á því að honum fyndist nóg um. Seint þreyttist Steini á málgefnum frænda sínum og var besti hlust- andi sem hægt var að hugsa sér, enda varð honum einhverju sinni að orði þegar ég, einu sinni sem oftar, lét dæluna ganga: „Það er kúnst að kunna að hlusta“. Stein- grímur var víðlesinn lífskúnstner og nálgaðist viðfangsefni, menn og málefni gjarnan undir heimspeki- legum vinkli og var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á ýmsum þeim dægurmálum sem tröllriðu samfélaginu í það og það sinnið, aldrei kaldhæðinn eða hleypidóma- fullur, heldur lúmskur og útpældur þannig að grínið rann manni seint úr minni. Heimili Steina og Karól- ínu, eða Línu eins og hún var gjarnan kölluð, stóð öllum opið og að þeim löðuðust margir enda hlýtt viðmót þar að finna sem og skemmtilegt spjall og pælingar. Lína lést 3. janúar 1997 eftir margra ára erfiða baráttu við syk- ursýki. Lína og Steini eignuðust einn son, Björn, en hann lést 9. jan- úar 2000. Þarna stóð Steini einn eftir, þessi kröftuga stoð sem reynst hafði öllum svo vel. Tveimur árum eftir andlát Björns réðst Parkinson-veikin á Steina af fullum þunga. Þetta mikla stillingarljós sem Steini var kvartaði aldrei. Þrátt fyrir langa rúmlegu og hálf- gert málleysi undir hið síðasta mátti alltaf greina að hugur hans var vakandi og fylgdist með og stutt var í húmorinn góða. Nú kom vaðallinn í mér að góðum notum því nú þurfti að tala fyrir tvo og enn hlustaði Steingrímur. Fyrir sumum kann þetta að hafa virkað hálfhjá- kátlega en það gafst vel, enda ára- löng þjálfun að baki. Nú er þessi góði hlustandi minn farinn á vit feðra sinna og eftir situr tómarúm sem verður ekki fyllt. Steingrímur dvaldi síðustu ár ævi sinnar á hjúkrunarheimilinu Grund og naut þar frábærrar þjónustu starfsfólks sem á miklar þakkir skildar. Við sem vorum samferðamenn Steina söknum hans á þeirri leið sem eftir er þar til við hittumst á ný. Sigvaldi H. Pétursson. STEINGRÍMUR INGI- MAR SIGVALDASON dauðsfalli eiginmanns. Í litlu skóla- samfélagi líkt og við Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri tengjast kennarar nemendum oft á persónulegan hátt. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með hvernig Oddný hefur á þessum þremur árum þroskast og styrkst sem námsmaður. Miðað við persónu hennar tel ég það ekki síst því að þakka að fjölskyldulíf hennar var líka að blómstra og þó að Berg sjálf- an hafi ég ekki hitt nema nokkrum sinnum, var ekki annað hægt en að hrífast af geislandi andliti Oddnýjar hvort sem hún lýsti brúðkaupi, ótal gönguferðum eða samstöðu um fyr- irhugað framhaldsnám. Í eiginmanni sínum átti hún greinilega ástmann, vin og félaga. Mín elskulega Oddný, hugur okk- ar allra við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ er hjá þér á þessum erfiðu tím- um. Megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna. Kveðja. Helena Guttormsdóttir. Stórt skarð hefur myndast í hóp okkar vinanna, hann Beggi er dáinn. Maður trúir því ávallt að svona nokkuð muni ekki henda. En einn góðan veðurdag, líkt og hendi sé veifað, kemur fregn sem skilur okk- ur eftir lömuð af sorg og söknuði. Fyrir ári síðan vorum við í brúð- kaupi hjá Oddnýju og Begga, ekki hefði okkur grunað að við ættum eft- ir að kveðja Begga hinstu kveðju ári seinna. Elsku Oddný, Þórhildur, Svavar Kristján og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill á þessari sorg- arstund. Við biðjum guð um að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning góðs vinar. Guðrún Ósk, Hrefna, Svava og fjölskyldur. Það er ávallt erfitt að heyra um andlát samferðamanns, ættingja eða vinar. Það var undarlegt tómarúm sem myndaðist þegar ég heyrði um andlát Bergs Magnúsar. Spurningar eins og hvers vegna, af hverju ein- mitt hann, og fleiri slíkar komu fram í hugann. Þó samverustundir okkar hafi ekki verið margar á síðustu árum voru þær ávallt góðar, og koma þá margar minningar upp í hugann, eins og frá Flateyri, fjölskylduboð- um og þegar við fjórir frændurnir hittumst fyrir nokkrum árum. Síð- ustu minningar mínar um Berg Magnús eru frá því að ég hitti hann í brúðkaupi okkar hjóna fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann spurði mig þá ýmissa spurn- inga um lífið hérna í Lundúnaborg og sagði mér að hann hefði áhuga á að heimsækja okkur einhvern dag- inn. Hann sagði mér einnig að röðin væri komin að honum og átti þá við hjónaband, sem hann síðan gekk í seinna um vorið. Mig óraði ekki fyrir að þetta yrðu mín síðustu orðaskipti sem ég ætti við Berg og ég hafði hlakkað til að hitta hann þegar ég kæmi næst heim til Íslands. Ég kveð þig nú, elsku frændi, og ég bið algóðan Guð að geyma þig og vernda og blessa fjölskyldu þína og vini og ég veit að þér líður vel á þeim stað sem við öll munum fara á að lok- um. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgr. Pét.) Ólafur Elíasson. Ég kynntist Begga fyrir rúmum tuttugu árum á Flateyri. Fyrst þekkti ég hann sem Begga á brúna Vollanum en seinna unnum við sam- an, bæði hjá Hjálmi og svo Fiskborg. Okkur varð vel til vina og í gegnum tíðina höfum við brallað ýmislegt og náðum að kynnast hvor öðrum vel. Hann var mikið til sjós og ævintýra- maður í sér. Var meðal annars vél- stjóri á skipi sem gerði út frá Höfða- borg í Afríku. Braut að vísu á sér löppina og var held ég bara megnið af tímanum í landi. Hann var mikill húmoristi í sér en samt frekar feiminn og var ekki mik- ið að hafa sig í frammi í góðra vina hópi en átti oftar en ekki bestu um- mæli kvöldsins. Nú þegar hann er horfinn á braut streyma um huga minn minningar um þær ótal góðu stundir sem við áttum saman. Verslunarmannahelg- in ’89 þegar við horfðum átta sinnum á Með allt á hreinu, Esjuferðir, mörg skemmtileg teiti í Ólafstúninu og þegar við fórum á Megas og Ný- dönsk og hann söng öll lögin upphátt í eyrað mér svona til að tryggja að ég skildi textann. Það er gott að eiga þessar minningar um þennan góða vin. Hann hafði að vísu óbrigðult fíls- minni og nánast allt sem var sagt og gert límdist í langtímaminnið hjá honum, það gat stundum verið ansi hreint leiðinlegt en oftast kom það sér þó vel að leita í þann brunn. Þegar Beggi og Oddný fóru svo að stinga saman nefjum fann maður að hann var kominn á þann stað í lífinu sem hann vildi vera. Bæði svo róleg, með einstaklega góða nærveru og góð heim að sækja. Ég kveð þig nú minn kæri vinur, ég á eftir að sakna þín óhemju mikið. Vertu sæll gamli swingur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ófeigur Hreinsson. Þeir sem ólust upp í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar muna hve umhverfi barna var fjölbreytt og til- efni til útileikja voru rík. Í því umhverfi ólst Andrés Hafliðason upp, fyrst á Kjartans- götu en síðar á Háleitisbraut. Þeg- ar við systkinin fluttum til Reykja- víkur frá Keflavík um 1964 kynntumst við frændsystkinum okkar Önnu og Andrési á Háaleit- isbraut betur en áður. Komumst við þá í kynni við frænda sem var sérstaklega skemmtilegur, hug- myndaríkur og fjörugur og var vilj- ugur að leyfa okkur að taka þátt í margvíslegum uppátækjum og æv- intýrum. Hann tók okkur sem jafn- ingjum þrátt fyrir töluverðan ald- ursmun. Var okkur alltaf mikið tilhlökkunarefni að hitta Andrés enda litum við mikið upp til hans. Á yngri árum stundaði Andrés íþróttir svo sem handbolta, síðar júdó en síðast en ekki síst sjálfs- varnaríþróttina karate, sem hann keppti í með góðum árangri. Hann var einn af stofnendum Karate- félags Reykjavíkur og formaður þess um tíma. Andrés lærði flug- virkjun í Bandaríkjunum þar sem hann hélt áfram að stunda og keppa í karate. Hann var góður skíðamaður þó að hann legði ekki stund á þá íþrótt með keppni í huga. Á unglingsárunum lágu leiðir okkar oft á skíði í Skálafelli, ANDRÉS HAFLIÐASON ✝ Andrés Hafliða-son fæddist í Reykjavík 12. maí 1954. Hann lést 25. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 1. júní. Hveradölum, Bláfjöll- um og jafnvel í Kerl- ingarfjöllum. Héldust þessar ferðir okkar fram á síðustu ár og var alltaf mjög ánægjulegt þegar Andrés var með í för ekki síst vegna ríkrar kímnigáfu og frá- sagnargleði. Þá voru ótaldar ferðir í kvik- myndahús þar sem spennu- og hasar- myndir urðu gjarnan fyrir valinu. Andrés var einstaklega fróður um ólíkustu málefni, enda var hann sílesandi og vel greindur og fylgd- ist vel með atburðum líðandi stund- ar. Ef maður ætlaði t.d. að fá sér ný skíði var nóg að hafa samband við hann því hann var örugglega búinn að kynna sér dóma um nýj- asta útbúnaðinn í erlendum skíða- blöðum. Þá fengum við bræðurnir oft í gamla daga lánaðar bækur hjá Andrési hvort sem það voru er- lendar spennusögur eða bækur um „ju jitzu“-íþrótt. Þetta var mjög hvetjandi fyrir okkur til að hefja lestur bóka á erlendum málum. Hann reyndist okkur hinn besti frændi. Það var engin lognmolla í kringum hann. Í fjölskylduheim- sóknum voru nýjustu karatebrögð- in gjarnan æfð, flogist á í góðu eða ný leikföng skoðuð og reynd innan- eða utandyra. Á sumrin var gjarn- an farið með nesti í dagsferðir í ná- grenni Reykjavíkur. Nú að leiðarlokum, sem komu allt of snemma, langar okkur til að þakka Andrési allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og þann hlýhug sem hann ætíð sýndi okkur. Hvíl í friði, kæri frændi. Birgir og Eiríkur Björnssynir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður míns, mágs, og frænda, ANDRÉSAR HAFLIÐASONAR flugvirkja, Háaleitisbraut 22, Reykjavík. Anna Hafliðadóttir, Sigfús Hreiðarsson, Hafliði Sigfússon, Katherine Davidson, Hildur Sigfúsdóttir, Edda Sigfúsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar STEFÁNS KARLSSONAR handritafræðings. Stuðningur ykkar hefur verið fjölskyldunni ómetanlegur. Steinunn Stefánsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLÍNU SIGRÍÐAR JÚLÍUSDÓTTUR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Sérstakar kveðjur til íbúa og starfsfólks á Sólvangsvegi 1. Sigríður Karlsdóttir, Jóhann Ólafur Ársælsson, Þorvaldur Karlsson, Rakel Ingvarsdóttir, Karitas Rósa Karlsdóttir, Júlíus Karlsson, Þóra Vilbergsdóttir, Guðmundur Karlsson, Björg Gilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.