Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                                          ! "! ##$   ! "  #  $  $  %  &  ' ' ' ' ' ' ' $#% &   % %& & %' ()  %*+ , -)' NORSKI stórútgerðarmaðurinn Kjell Inge Røkke hyggur á miklar fjárfestingar í átuveiðum í Suður- höfum og ef allt gengur upp, getur afraksturinn af þeim orðið gríð- armikill. Norska fjármálablaði Finansav- isen skýrði frá þessu í gær og tíð- indin höfðu þau áhrif, að gengi hlutabréfa í Aker Seafood, fyrir- tæki Røkkes, hækkaði um 7% á fyrsta hálftímanum eftir opnun markaðarins í gærmorgun. Fram kemur í blaðinu, að Røkke og nokkrir samstarfsmenn hans hafi fundið upp aðferð við að ná át- unni án þess að drepa hana alla leið upp úr djúpinu. Sagt er, að að- ferðin sé sú að sjúga hana upp og þegar sé búið að einkaleyfisbinda hana. Blaðið fullyrðir, að Røkke sé að þreifa fyrir sér um að skilja þetta ævintýri frá Aker, sem er skráð á markaði, en það hefur ekki verið staðfest. Eignarhlutur Røkkes í Aker-samsteypunni er metinn á 177 milljarða ísl. kr. Røkke hyggur á átuveiðar Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að þorskkvóti í Barentshafi verði skorinn niður um 162 þúsund tonn; lækki úr 471 þúsund tonnum í 309 þúsund tonn. Norski netmiðillinn Fiskaren greinir frá þessu en þar segir jafnframt að meint ofveiði rússneskra togara ráði mestu um þessa ráðlegginu rannsóknaráðsins. Samkvæmt samningi Íslands, Rússlands og Noregs, sem venju- lega er kenndur við Smugudeiluna, fellur íslenski þorskkvótinn niður ef heildarkvótinn fer niður fyrir 350 þúsund tonn. Það er því ljóst að ef farið verður að ráðleggingum al- þjóðahafrannsóknaráðsins fellur kvóti Íslendinga niður. Verði nið- urskurðurinn samþykktur þarf hins vegar að fella úr gildi reglu sem kveður á um að þorskkvótanum í Barentshafi sé ekki breytt um meira en 10% á milli ára. Frá árinu 1995 hefur þorskkvót- inn í Barentshafi aldrei verið lægri en 390 þúsund tonn en það gerðist árið 2000. Árið 2004 var hann 485 þúsund tonn og á síðasta ári var hann 471 þúsund tonn. Síðustu tvö ár hefur afli Íslendinga í Barents- hafi verið í kringum átta þúsund tonn á ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skorið niður Lagt er til að þorskkvóti í Barentshafi verði um 162 þús. tonn. Kvóti Íslendinga í Bar- entshafi gæti fallið niður SJÓMANNADAGSBLAÐ Vest- mannaeyja kom út í dag, undir rit- stjórn Friðriks Ásmundssonar, en þetta er 56. árgangur blaðsins. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Þar er til dæmis að finna grein í tilefni þess að hundrað ár eru frá upphafi vélbátaútgerðar í Vestmanneyjum, auk greinar um lok áraskipaútgerð- ar fyrir 100 árum. Fjallað um hinn farsæla Eyjaskipstjóra Einar Run- ólfsson og fjölmargt fleira. Hægt er að nálgast blaðið m.a. á Umferðarmiðstöðinni og í Granda- kaffi í Reykjavík, Jolla í Hafnarfirði, á Suðurnesjum, Selfossi, Eyjafirði og Þorlákshöfn. Sjómanna- dagsblað Vestmanna- eyja komið út „MÉR fannst stærðfræðin og eðlisfræðin skemmtilegust,“ segir Benedikt Thorarensen, nýútskrifaður stúdent og dúx frá Verzlunarskóla Íslands, en hann hlaut meðalein- kunnina 9,6. Þá fékk hann verðlaun fyrir afburða árangur í stærðfræði og íslensku. Hann hefur haft nóg að gera í vetur því hann tók mikinn þátt í félagslífinu og var meðal annars féhirðir skólans. Hafði hann þar umsjón með bókhaldi fyrir nemenda- félagið. Benedikt segir að vegna annríkis í félagsmálunum hafi lærdómurinn stundum setið á hakanum og hann þurft að taka góðar lærdómsrispur fyrir skyndiprófin og loka- prófin. „Yfirleitt hef ég verið duglegur að læra jafnt og þétt en í vetur náði ég því ekki alltaf og lærði því mjög mikið fyrir prófin. Það virkaði ágætlega en var samt frek- ar óþægileg aðferð.“ Fótbolti, golf og trommur Hann hefur æft fótbolta með Breiðabliki frá því hann var gutti en segist þó ekki hafa haft tíma til þess í vetur. Þá spilar hann golf auk þess sem hann lærði á trommur, var í skólahljómsveit Kópavogs og síðan nokkrum bíl- skúrsböndum. Hann hefur mikið til lagt trommuleikinn á hilluna þótt hann eigi sett sem hann grípur í annað slagið. Benedikt er ekki í vafa um að tónlistarnámið og íþrótta- iðkunin hafi hjálpað honum að ná góðum árangri í námi. Það hafi komið sér vel og kennt honum öguð vinnubrögð. Hann er búinn að skrá sig í vélaverkfræði í Háskóla Ís- lands. „Ég hef samt ekki hugmynd um hvað mig langar til að starfa í framtíðinni,“ segir hann að lokum. Tónlistarnámið og íþrótt- irnar bæta námsárangur Morgunblaðið/Eyþór Benedikt Thorarensen ætlar í verkfræðina í haust. Á kappakst- ursbíl á Akur- eyrarflugvelli Bílar á morgun TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, segist í fréttatilkynn- ingu sem hann sendi frá sér í gær fagna bættri stöðu neytenda gagn- vart síma- og fjarskiptafyrirtækjum sem felst í því að framvegis er fyr- irtækjunum skylt að fá löggildingu eða aðra viðurkenningu á þeirri að- ferð sem þau nota við að mæla lengd símtala og aðra þætti sem ráða verðlagningu. Fram kemur að sama gildi um önnur fjarskiptafyr- irtæki, svo sem vegna niðurhals. Segir talsmaður neytenda um mikla hagsmuni að ræða fyrir neytendur. Bent er á það í tilkynningunni að síma- og fjarskiptafyrirtækjum hafi eins og öðrum verið skylt sam- kvæmt lögum að fá löggildingu á þeim tækjum sem notuð eru til þess að mæla stærðir sem hafa áhrif á verð í viðskiptum með þjónustu. „Þar sem þeirri skyldu hafði ekki verið framfylgt gagnvart síma- og fjarskiptafyrirtækjum og með hlið- sjón af erindum sem embættinu höfðu borist hafði talsmaður neyt- enda samband við Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnun um málið. Töldu þær málið afar mik- ilvægt fyrir neytendur og tjáðu sig um gildandi lagaramma og vænt- anlegar breytingar. Var fjarskipta- fyrirtækjum á neytendamarkaði gefinn kostur á að tjá sig um hug- mynd að lausn sem reifuð var. Nið- urstaðan var að skerpa þyrfti á skyldu til viðurkenningar á aðferð við slíkar mælingar í frumvarpi sem var til meðferðar hjá Alþingi og leysa átti fortakslausa löggilding- arskyldu af hólmi,“ segir m.a. í til- kynningunni og er á það bent að Alþingi hafi 3. júní sl. samþykkt frumvarp til laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn með þessari breytingu. Segist talsmaður neytenda vænta þess að innan tíðar verði sú lagaskylda komin til fram- kvæmdar til hagsbóta fyrir neyt- endur. Bætir stöðu neytenda gagnvart síma- og fjarskiptafyrirtækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.