Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 17 ERLENT Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland VÖLLI SNÆR Hinn óviðjafnanlegi ævintýrakokkur Völli Snær er mættur aftur á skjáinn og ætlar að töfra fram ómótstæðilega grillrétti sem fá bragðlaukana til að dansa. Grillstemning beint frá Bahamaeyjum. Á SKJÁEINUM í kvöld kl. 20.30 Bestur í grilli Til sölu sumarhús í Efstadalsskógi. Nýkomið, stutt frá Laugarvatni glæsilegt vandað 52 fm sumarhús auk millilofts og krakkahúss. Húsið er byggt 1989 og skiptist m.a. í 2 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu o.fl., kamína, heitur pottur, stór verönd, útisturta, 0,5 hektara leigulóð skógivaxin. Umhverfið er sérlega fallegt, útsýni ægifagurt. Verð 19,5 millj. Myndir á mbl.is. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús Efstadalsskógi BÚIST er við, að þessi mynd íraska listmálarans Muayads Muhsins muni vekja mesta athygli á málverkasýningu, sem opnuð verður í Bagdad á mánudag. Sýnir hún Donald H. Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, en Muhsin segir, að í sínum augum sé hún táknræn fyrir „andlaust of- urefli og hroka Bandaríkja- manna“. Heitir myndin „Laut- arferð“ og er fyrirmyndin kunn ljósmynd af Rumsfeld, sem tekin var um borð í flugvél. Þá slengdi hann fótunum og hermannakloss- unum upp eins og hér sést. Ljónið er tákn Íraks eða hins forna Bab- ýloníuríkis. AP Rumsfeld í „Lautarferð“ Madrid. AP. | Spænskur dómstóll hefur meinað manni að mæta heim til fyrr- verandi eiginkonu sinnar til að hitta hund sem þau héldu saman, nema hann boði komu sína fyrst. Dómstóll í Barcelona var með þessu að hnekkja úrskurði dómstóls á lægra dómsstigi, sem hafði ákveðið að maðurinn mætti koma og hitta hundinn án þess að láta vita. Þegar þau Elisabeth og José Lu- is skildu fékk Elisabeth að hafa hund- inn Yako, sem er af Golden retriever tegund, gegn því að José Luis mætti heimsækja hann. Hann fór að koma í tíma og ótíma og svo fór að Elisabeth hætti að hleypa honum inn. Hann lagði því fram kæru í júní í fyrra og úrskurðaði dómstóll þá að hann mætti koma og hitta hundinn hvenær sem er. Nú hefur dómsstóll á hærra stigi hnekkt þessum úrskurði. Sagði dómarinn í dómsorði að þótt gæludýr væru fólki mikils virði væri hér of langt gengið og að hjónin væru farin að fara með hundinn eins og manneskju. Alltaf að heim- sækja hundinn París. AFP. | Forysta franska Sósíalistaflokksins samþykkti í gær stefnuskrá flokksins í þing- og forsetakosningunum á næsta ári og er það túlkað sem mikill sigur fyrir líklegan forsetaframbjóðanda hans, Segolene Royal. Hefur hún að undanförnu gengið gegn ýmsum viðteknum skoðunum flokkssystkina sinna, til dæmis með því að gagnrýna 35 klukkustunda vinnuvikuna. Francois Hollande, eiginmaður Royal og formaður Sósí- alistaflokksins, tilkynnti í gær að miðstjórn flokksins hefði samþykkt stefnuskrána samhljóða og yrði hún síðan borin undir flokksfélaga um næstu mánaðamót. Í stefnuskránni er lögð áhersla á hefðbundin gildi jafn- aðarstefnunnar og markmiðið sagt vera að efla samfélagið frammi fyrir „ofurvaldi alþjóðlegs fjármagns“. Lagt er til að lágmarkslaun verði 1.500 evrur á mánuði, um 140.000 ísl. kr., og til að koma böndum á vald forseta landsins er til- greint hvernig svipta megi hann völdum vegna mistaka. Efast um 35 stunda vinnuvikuna Royal virðist njóta vaxandi gengis í Frakklandi þótt hún hafi komið mörgum gömlum flokkssystkinum sínum í opna skjöldu með skoðunum sínum. Franski Sósíalistaflokkur- inn hefur hreykt sér af því að hafa komið á 35 stunda vinnuviku 1998 en Royal hefur miklar efasemdir um það „afrek“. Í síðustu viku kynnti hún síðan tillögur um að ung- um afbrotamönnum verði refsað með því að senda þá í her- búðir þar sem þeim verði kenndur agi og einnig hvernig háttað skuli barnabótum til fjölskyldna þar sem mikil vandræði eru fyrir. Gengur þetta þvert gegn fyrri skoð- unum sósíalista en nýtur aftur mikils stuðnings meðal al- mennings að því er fram kemur í skoðanakönnun. Royal styrkir stöðu sína í Sósíalistaflokknum Talin líklegasta forsetaefni franskra sósíalista og er mjög vinsæl en ósammála sumum stefnumálum flokksins Reuters Segolene Royal ræðir við flokksformanninn, Francois Hollande, á fundi í Strassborg. Þau eru ekki gift en hafa búið lengi saman og eiga saman fjögur börn. Hol- lande hefur einnig komið til greina sem forsetaefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.