Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 49 DAGBÓK Hátíð hafsins er haldin í sjöunda sinnhelgina 10. og 11. júní. Hátíðin sam-anstendur af Hafnardeginum og Sjó-mannadeginum, en þessir tveir hátíð- isdagar voru sameinaðir árið 1999 í tveggja daga hátíðahöld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. „Viðburðir og skemmtiatriði hátíðarinnar verða af ýmsum toga en eiga það öll sameiginlegt að minna okkur á hafið, og þá menningu og sögu sem hafinu tengist,“ segir Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu. „Margs konar sýningar og skemmtun er í boði. Á Miðbakkanum verður gestum leyft að smakka alls kyns lostæti úr hafinu. Einnig munu fyr- irtæki og stofnanir sem tengjast hafi og sjósókn kynna hátíðargestum starfsemi sína. Boðið verð- ur upp á siglingar og líkt og undanfarin ár verð- ur starfrækt flöskuskeyta-listsmiðja. Þar munu leiðbeinendur aðstoða við gerð fallegra flösku- skeyta, sem síðan verður siglt með út á sundin blá á skólaskipi Landsbjargar, Sæbjörginni, og flöskunum kastað út í hafsauga með þeirri von að þau rati á spennandi staði,“ segir Sif. Í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, verður að vanda mikið um að vera í tilefni hátíð- arinnar. Harmonikkur verða þandar og hnýtt net að gömlum sið. Auk fastasýninga verður í safn- inu sýning á vatnslitamyndum Jóns Baldurs Hlíðberg sem gerðar voru voru fyrir bókina „Ís- lenskir fiskar“ sem kom út fyrr á þessu ári. „Í ár heldur Hafrannsóknastofnun að vanda sýningu á alls kyns furðufiskum á Miðbakkanum. Þar gefur að líta stór ker með kynjaverum hafs- ins en sýningin hefur vakið mikla athygli ár hvert. Að þessu sinni tökum við upp á þeirri ný- breytni að halda fiskiveislu í samstarfi við 10 úr- vals veitingastaði í miðborg Reykjavíkur, þar sem boðið verður upp á sérstakan hátíð- armatseðil og hægt að bragða á því besta úr ís- lensku sjávarfangi á mjög hóflegu verði.“ Tónlist eru gerð sérstaklega góð skil á hátíð- inni í ár: „Undanfarin tvö ár höfum við haldið sjómannalagasamkeppni í samstarfi við Rás 2. Útkoman hefur verið gríðarlega skemmtileg og fjöldi laga sem berst til keppninnar hverju sinni. Í ár bætum við um betur og höldum fyrstu sjó- mannalagahátíðina, en sams konar hátíðir eru haldnar víða um heim við miklar vinsældir,“ seg- ir Sif. „Meðal þeirra sem taka þátt í sjó- mannalagahátíðinni eru okkar eina sanna tog- arahljómsveit, Roðlaust og beinlaust, sem flytur jafnt frumsamin og sígild sjómannalög, Tríóið Flís ásamt hinum geðþekka Bogomil Font mun flytja gömlu góðu sjómannalögin sem allir eiga að geta raulað með, og við fáum til okkar erlenda gesti: írsku sjómannalagasveitina Ceol na Mara. Þá verður haldið veglegt og líflegt málþing um sjómannalög í Hafnarhúsinu.“ Margt fleira verður á dagskrá á Hátíð hafsins víða um miðborg Reykjavíkur. Finna má dag- skrá hátíðarinnar í heild sinni á www.Reykjavik- .is Sjávarútvegur | Hátíð hafsins haldin í sjöunda sinn á Miðbakka Reykjavíkurhafnar um helgina Margt í boði á Hátíð hafsins  Sif Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1965. Hún lauk stúd- entsprófi frá MS 1985, BA í dönsku frá HÍ 1990 og lauk MA í menning- arfræði við Háskólann í Óðinsvéum 1996. Sif starfaði við dag- skrárgerð hjá Rás 1 um nokkurra ára skeið, hún var aðstoðarfor- stöðumaður í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í fjögur ár. Sif hóf störf sem verkefn- isstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu árið 2002. Sambýlismaður Sifjar er Ómar Sig- urbergsson innanhússarkitekt og á hún dótt- urina Áróru Arnardóttur. 140 ÁRA afmæli. Hjördís ogGeir, Breiðholti. Í tilefni af samanlögðu 140 ára afmæli okkar hjóna tökum við á móti gestum 10. júní kl. 19.50 í Félagsheimilinu Þjórsárveri. Ættingjar, vinir, sveitungar fyrr og nú, eru boðnir velkomnir með góða skapið og vináttuna, aðrar gjafir afþakkaðar. Árnaðheilla ritstjórn@mbl.is Aukamöguleiki. Norður ♠G3 ♥ÁD1098 ♦D106 ♣DG10 Suður ♠Á2 ♥732 ♦ÁK2 ♣Á9843 Suður opnar á einu grandi og norður kýs að stökkva beint í þrjú grönd, þrátt fyrir fimmlitinn í hjarta. Sú ákvörðun lítur ekki út fyrir að vera góð þegar vestur kemur út með spaðakóng. En hvernig á að spila? Best er auðvitað að svína í laufinu, en hins vegar er óþarfi að afskrifa hjartalitinn. Það er í lagi að spila blind- um inn á hjartaás og athuga hvað ger- ist – hugsanlega fellur kóngurinn blankur fyrir aftan og þá má fá fimm slagi á hjarta. Þar með er málið afgreitt: spaði dúkkaður, næsti drepinn og hjarta spilað á ás: Norður ♠43 ♥ÁD1098 ♦D106 ♣DG10 Vestur Austur ♠KD10976 ♠854 ♥64 ♥KG5 ♦753 ♦G984 ♣52 ♣K76 Suður ♠Á2 ♥732 ♦ÁK2 ♣Á9843 Og austur fylgir með KÓNG! Framhaldið segir sig sjálft – sagn- hafi fer heim á tígul til að svína í hjarta, en austur á gosann og vörnin tekur fjóra slagi í viðbót á spaða: tveir niður. „Fyrirgefðu, makker,“ sagði austur eftir spilið. „Ég hélt að sagnhafi hefði svínað hjartadrottningunni.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjórn@mbl.is Borgarstjóri fólksins ÞAÐ var sem birti yfir borginni þegar ég frétti að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Loksins, loksins erum við laus við R-listann eftir heil 12 ár. Vissulega er nú ekki hægt að segja annað en að innan um hafi þar verið ágætis fólk. Ég vil líka þakka Stein- unni Valdísi fyrir hennar störf, ég veit að hún stóð sig prýðilega. Ég veit að Vilhjálmur vill láta hreinsa borgina og vernda útivistarsvæðin en R-listinn vildi alls staðar byggja. Það var ekkert hugsað um það hvernig fólkinu í borginni liði með það. Og einn úr vinstra liðinu lét hafa eftir sér að sveit gæti ekki ver- ið í borg. En það er nú einu sinni svo að við þurfum að hafa borgina manneskjulega ef okkur á að líða vel. R-listinn skar allt niður varð- andi fátæka fólkið hér í borginni og var það mörgu þessu fólki erfitt. Ég veit að Vilhjálmur vill fjölga leigu- íbúðum og efla velferðina og bæta hag aldraðra. Ég vil óska Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni til hamingju með starfið. Birni Inga og hinum borgar- fulltrúunum óska ég líka innilega til hamingju og óska þeim velfarnaðar í starfi. Sigrún Á. Reynisdóttir. Páfagaukur týndist í Fossvogi ÁSTARGAUKUR flaug út mánu- daginn 5. júní í Fossvoginum. Hann er mjög gæfur og leitar oftast til fólks. Hann er ljós og dökkgrænn að lit, gulur neðan við gogginn og með blátt stél. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafi samband í síma 553 4954 eða 845 6558. Kettlingar fást gefins ÞRÍR 9 vikna kettlingar, allt brönd- óttar læður, vantar framtíðarheim- ili. Kátar og kassavanar. Upplýs- ingar í síma 692 1194. Læða í óskilum í Sandgerði ÞESSI fallega læða fannst í Sand- gerði fyrir viku skítug og svöng. Ég fékk veður af henni undir palli í húsi þar sem hún var búin að vera und- anfarnar vikur og á þeim tíma hafði hún gotið 5 kettlingum sem eru 4-6 vikna núna. Ég tók þau að mér og er að vona að eigandi hennar sjái hana hér og fagni henni og hennar kettlingum við heimkomu. Hún er mjög gæf og yndisleg og tel ég hana því ekki vera villikött. Hún er ómerkt og ólarlaus. Eigandi hafi samband við Helgu í síma 846 0349 og 421 5609. Vinur týndist í Hafnarfirði VINUR er hvítur með svartan depil á kollinum og svart skott. Hann er eyrnamerktur 05G195 og með svarta ól. Vinur týndist frá Ölduslóð 47 í Hafnarfirði og gæti hafa lokast inni í kjallara eða bílskúr í nágrenn- inu. Er fólk beðið um að svipast um eftir honum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafi sam- band í síma 865 3398 eða 867 6916. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Laugardaginn 10.júní nk. verður níræður Hjalti Gestsson frá Hæli, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suð- urlands. Hjalti og fjölskylda hans munu fagna þessum tímamótum laug- ardaginn 10. júní og bjóða ættingjum og vinum til afmælisveislu í Þingborg, Hraungerðishreppi, kl. 16–19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.