Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÆTLA AÐ SLÁ ÞENNAN HNYKIL! ÉG BORÐAÐI ÞUNGAN MAT! KÆRA BÓKASAFN, ÉG TÝNDI BÓKINNI YKKAR... ...ÉG FINN HANA HVERGI... ...ÉG ÆTLA AÐ KOMA TIL YKKAR OG GEFA MIG FRAM... ...VINSAMLEGAST MEIÐIÐ EKKI MÖMMU OG PABBA... HVERSU LENGI ÆTLA ÞAU AÐ KYSSAST, ÞETTA ER NÚ BARA KLUKKUTÍMA LANGUR ÞÁTTUR! GÓÐA NÓTT! ÞAÐ ER EITTHVAÐ SAMHENGI HÉR SEM ÉG ÁTTA MIG EKKI Á AF HVERJU TREÐUR FÓLK MUNNUNUM SVONA SAMAN? FINNST EINHVERJUM ÞETTA GAMAN? ÞAÐ ER MJÖG EINMANNALEGT AÐ VERA TOLLHEIMTU MAÐUR... AND- VARP! ÞETTA GETUR VERIÐ ÖMURLEGT ! AF HVERJU GERIRÐU ÞAÐ ÞÁ! MÉR FINNST GAMAN AÐ GETA KÚGAÐ AÐRA MANNI ER ALDREI BOÐIÐ Í VEISLUR OG MAÐUR BORÐAR ALLTAF EINN FYRIRGEFÐU FRÚ GUNNHILDUR! HÉÐAN Í FRÁ ÞÁ MERKI ÉG SVÆÐIÐ MITT MEÐ „POST-IT“ MIÐUM! ÞAÐ ER VISSULEGA GAMAN AÐ SPILA LÖG EFTIR AÐRA EN HVAÐ SEGIÐ ÞIÐ UM AÐ SPILA EITTHVAÐ FRUMSAMIÐ? ÉG ER HÉR MEÐ LAG SEM ÉG SAMDI, ÞAÐ HEITIR „LEGGÐU FRÁ ÞÉR LEIKJATÖLVUNA OG HLUSTAÐU Á MÖMMU ÞINA“ TITILLINN ER OF LANGUR? ÉG ER EKKI FYRIR COUNTRY! ÞAR FÓR ÞAÐ! SPILUM „BORN IN THE USA“ HÉR STENDUR AÐ ÞJÓNNINN SEM KRAVEN RAK HAFI HLEYPT KRÓKÓDÍLUNUM ÚT ÞEIR HAFA EKKI NÁÐ HONUM ENNÞÁ HVAR ÆTLI HANN SÉ? Dagbók Í dag er fimmtudagur 8. júní, 159. dagur ársins 2006 Víkverji skilur ekkiþá þörf þjóð- félagsins að para allt og alla. Allar pakkn- ingar í stórmörkuðum miðast við fjöl- skyldustærðina, ekki er hægt að kaupa sér sómasamlega íbúð nema vera með tekjur tveggja, þ.e. ef maður er ekki bankastjóri, stjórnmálaflokkar gera ekki ráð fyrir einstaklingnum í kosningaloforðum og pör vilja ekki fá ein- staklinginn í matarboð því þá skemmir hann borðuppröð- unina. Víkverji er ólofaður einstaklingur sem fær að finna fyrir því að hann er ekki partur af pari. Víkverji er mjög sáttur við sitt hlutskipti og telur enga þörf á því að lofa sig enda ekki kominn á fertugsaldur. En öllum öðrum finnst eins og Víkverji sé að renna út á tíma. Nú þegar ferming- arveislutímabilinu er nýlokið hafa óparaðir einstaklingar eflaust fengið nóg af spurningum frá örvingluðum ættingjum sem skilja ekkert í þessu framtaksleysi. Víkverji sjálfur átti ekki sjö dagana sæla í veislu einni í vor þar sem ættingjar þjörmuðu að honum, einn gekk meira að segja svo langt að spyrja: „Hvað er að þér?“ eftir að hann hafði fengið stað- festingu á því að Vík- verji væri enn ólof- aður. Þegar Víkverji náði að flýja þennan ættingja fór hann að skoða nýfætt frænd- systkini sitt, þá kemur að annar ættingi, horf- ir á Víkverja og segir við hann með vorkunn í röddu: „Þú þarft nú að fara að drífa í því að eignast eitt svona.“ Víkverji hló nú bara í laumi að þess- um áhyggjum ættingjana en svaraði þeim nú samt með kurteisi því fyrir sumum er það að vera einhleypur virkilegt áhyggjuefni. Paraðir vinir láta Víkverja ekki heldur í friði og eru statt og stöðugt að segja honum að skrá sig inn á stefnumótavefi með von um góðan feng eða reyna að koma honum á blind stefnumót með hinum og þessum. Víkverji metur allar þessar tilraunir vina og áhyggj- ur ættingja mikils en hefur ekki jafnmiklar áhyggjur sjálfur. Í þjóð- félagi sem vill para alla getur það líka verið val og lífsstíll að vera óp- araður. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Leiklist | Þessir tveir leikarar, Birgitta Birgisdóttir og Víðir Guðmundsson, leika aðalhlutverk ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni í leikverkinu Amadeus eftir Peter Shaffer, sem fært verður upp í Borgarleikhúsinu í haust. Birgitta og Víðir eru nýútskrifuð og er þetta fyrsta verkefni þeirra eftir út- skrift. Leikstjóri sýningarinnar hefur heldur ekki unnið í Borgarleikhúsinu um langt skeið, en það er Stefán Baldursson, sem hefur ekki leikstýrt þar í húsi síðan hann setti upp opnunarsýningu hússins árið 1989. Leikferillinn hafinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.“ (Jóh. 1, 51.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.