Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KÓRASTEFNA verður haldin við
Mývatn dagana 8. til 11. júní en þetta
er fimmta árið í röð sem blásið er til
tónlistarhátíðar af þessu tagi á staðn-
um.
Listrænn stjórnandi viðburðarins
er Margrét Bóasdóttir söngkona:
„Þetta hófst árið 2002 þegar haldnir
voru á Menningardögum tónleikar 80
manna kórs sem myndaður var af
sameinuðum kirkjukórum Þingeyj-
arsýslu, við undirleik Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands,“ segir
Margrét. „Þetta þótti fólki svo
skemmtilegt, og ekki síst söngfólkinu
sjálfu, að mikið var um það rætt að
endurtaka leikinn strax næsta ár.“
Síðan þá hefur dagskráin vaxið að
umfangi ár frá ári og voru til dæmis
fluttar óratóríurnar Sköpunin og
Messías árin 2004 og 2005. „Okkur
þótti því einboðið á þessu mikla Moz-
art-ári að glíma við Requiem,“ segir
Margrét og bætir við að hún sjái
glampa í auga söngvara þegar
minnst er á verkið, og hafi færri feng-
ið að taka þátt en vildu að þessu sinni.
Sálumessa Mozarts verður flutt á
lokadegi kórastefnunnar, sunnudag-
inn 11. júní, úr samsettum hátíðarkór
tæplega 250 radda, við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands undir
stjórn Guðmundar Óla Gunn-
arssonar.
Einsöngvarar verða Margrét
Bóasdóttir sópran, Sesselja Krist-
jánsdóttir alt, Gunnar Guðbjörnsson
tenór og Ágúst Ólafsson bassi.
„Það er mjög gaman þegar fólk frá
svæðinu í kring vill vera með og sér-
lega ánægjulegt að norðlenskir kórar
taka stóran þátt í hátíðinni, auk þess
sem við fáum til okkar góða gesti,
bæði frá Reykjavík og frá Finn-
landi.“
Til Kórastefnu við Mývatn mæta
Kór Akureyrarkirkju, Kór Dalvík-
urkirkju, Samkór Svarfdæla, félagar
úr Kór Glerárkirkju, Kór Svalbarðs-
kirkju, Samkór Húsavíkur, Kór
Húsavíkurkirkju, söngfólk úr kirkju-
kórum í Þingeyjarsýslum og úr kór-
um af höfuðborgarsvæðinu. Þá er
ótalinn Hamrahlíðarkórinn undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og
Kampraatti Kuoro frá Finnlandi
undir stjórn Arto Risku.
Alltaf gott veður
í Mývatnssveit
Margrét segist viss um að veður
verði með besta móti á kórastefn-
unni, enda Mývatnssveit þekkt fyrir
milt veðurfar: „Gestir geta notið alls
þess besta á svæðinu; náttúrufegurð-
arinnar, gönguleiðanna, baðanna og
annarrar afþreyingar sem svæðið
býður upp á. Mývetningar eru þekkt-
ir fyrir gestrisni og nóg gistirými að
finna á svæðinu. Þessi staður er ein-
stakur og Þingeyingar afskaplega
tónelskir, svo ég vænti ekki annars
en að þeir komi í hópum að njóta dag-
skrárinnar.“
Tónlist | Kórastefna við Mývatn 8. til 11. júní
Morgunblaðið/Kristinn
Margrét Bóasdóttir, listrænn stjórnandi Kórastefnu við Mývatn, Guð-
mundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og
Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórsins.
Tónlistarveisla í
náttúru Mývatns
Fimmtudagur 8. júní
Kl. 20.30
Opnunartónleikar í félags-
heimilinu Skjólbrekku.
Kampraatti Kuoro frá Finn-
landi undir stjórn Arto Risko.
Kl. 23.00
Miðnætursöngur í Jarðböð-
unum við Mývatn.
Þátttökukórar taka lagið.
Föstudagur 9. júní
Kóræfingar á íslenskri kór-
tónlist í félagsheimilinu Skjól-
brekku.
Stjórnandi: Þorgerður Ing-
ólfsdóttir.
Þátttakendur um 120 manns;
Kampraatti Kuoro, Kór Ak-
ureyrarkirkju, Kór Dalvík-
urkirkju og Hamrahlíðarkórinn.
Kl. 20.30
Stórtónleikar: „Í hamrinum
háa og berginu bláa!“
Hraunhvelfing Laxárstöðvar
í Aðaldal.
Allir þátttökukórar syngja,
um 250 manns.
Sunnudagur 11. júní.
Kl. 15.00
Hátíðartónleikar í íþróttahús-
inu í Reykjahlíð.
Flytjendur: Um 250 manna
hátíðarkór, Margrét Bóasdóttir
sópran, Sesselja Kristjánsdóttir
alt, Gunnar Guðbjörnsson tenór
og Ágúst Ólafsson bassi. Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands,
stjórnandi Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Kórar: Hamrahlíðarkórinn,
Kampratti Kuoro frá Finnlandi,
Kór Akureyrarkirkju, Kór Dal-
víkurkirkju, Samkór Svarfdæla,
félagar úr Kór Glerárkirkju,
Kór Svalbarðskirkju, Samkór
Húsavíkur, söngfólk úr kirkju-
kórum í Þingeyjarsýslum og
kórum af höfuðborgarsvæðinu.
Dagskrá
Kórastefnu
við Mývatn
2006
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP
Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23
Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20
GRÍMAN 2006
Íslensku leiklistarverðlaunin 16/6 kl. 19
Grímuballið 16/6 kl. 22 Allir velkomnir
VILTU FINNA MILLJÓN
Í kvöld kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 UPPS.
Lau 10/6 kl. 20 Su 11/6 kl. 20
Fi 15/6 kl. 20 Su 18/6 kl. 20
25 TÍMAR
Dansleikhússamkeppnin 2006
Fi 8/6 kl. 20 MIÐAVERÐ 2.500
Aðeins þetta eina kvöld!
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
MIÐASALA OPIN
ALLAN SÓLAR-
HRINGINN Á NETINU.
Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september!
Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september!
Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi.
Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi.
Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní.
rauð tónleikaröð í háskólabíói
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Sigrún Eðvaldsdóttir
Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30
Áskell Másson ::: Fiðlukonsert
Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 11
FL Group er aðalstyrktaraðili
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
! " #
$$$
%
!"#$ !%
&'
' ( ) *' + , -**& .
&
/0' 1' ( ) *' + , & .
& ' ' ( ) *' + , & .
/0' ' ( ) *' + , & .
& ' 1' ( ) *' + , & .
/2' 3' ( ) *' + , & .
Forsýning föstud.
9. Júní kl. 20
Frumsýning laugard.
10. Júní kl. 20
Síðasta sýning sunnud.
11. Júní kl. 20
MIÐASALA: 555 2222
www.midi.is / www.hhh.is
RAUÐAR LILJUR
Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
NO, HE WAS WHITE
Höfundar og flytjendur:
Anne Tismer,
Margrét Sara Guðjónsdóttir,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir,
Rahel Savoldelli
AÐEINS
3 SÝNINGAR
Panic Productions
í samstarfi við Hafnarfj
arðarleikhúsið
kynnir tvö dans/leikhús
verk:
no, he was white
var frumsýnt í Berlín
í febrúar sl. og fékk
frábærar viðtökur.
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning í Borgarnesi
MIÐAPANTANIR
Í SÍMA 437 1600
Sýningar í júní og júlí
Föstudag 9. júní kl. 20 örfá sæti laus
Laugardag 10. júní kl. 20 örfá sæti laus
Sunnudag 11. júní kl. 20 nokkur sæti laus
Föstudag 16. júní kl. 20 laus sæti
Sunnudag 18. júní kl. 20 laus sæti
Föstudag 23. júní kl. 20 laus sæti
Laugardag 24. júní kl. 20 laus sæti
Sunnudag 25. júní kl. 20 laus sæti
Föstudag 30. júní kl. 20 laus sæti
Laugardag 1. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 2. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 7. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 8. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 9. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 14. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 15. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 16. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti
Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti
Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti
Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
HÓPUR á vegum Richard Wagner
félagsins á Íslandi, alls 35 manns, fór
út til Kaupmannahafnar og sá Nifl-
ungahring Wagners í nýrri uppsetn-
ingu Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn. Fóru sýningar fram í
hinu nýja óperuhúsi Dana á Hólm-
inum. Óperur Niflungahringsins,
Rínargullið, Valkyrjan, Sigurður
Fáfnisbani og Ragnarök voru sýndar
á sex dögum, dagana 16. til 21. maí en
þetta var í fyrsta sinn í nær 100 ár,
sem Niflungahringurinn er settur á
svið í heild sinni í Konunglega leik-
húsinu. Leikstjórinn er sjálfur óp-
erustjórinn, Kasper Holten, og er
hljómsveitarstjórn í höndum Michael
Schönwandt sem hefur getið sér gott
orð víða um heim. Danskir söngvarar
eru í nær öllum hlutverkum og hefur
uppfærslan hlotið mikið lof gagnrýn-
enda.
Í íslenska hópnum sem fór utan
var fólk á öllum aldri úr ýmsum
starfsstéttum þjóðfélagsins. Yngsti
þátttakandinn var 12 ára og sá elsti
um sjötugt. Almenn ánægja var með
sýningarnar og ferðina í heild, en auk
þess að fara í óperuna gerði hópurinn
sér glaðar stundir á ýmsan máta.
Meðal annars var hópnum boðið í ís-
lenska sendiráðið, þar sem Svavar
Gestsson sendiherra tók vel á móti
honum. Skoðaðar voru sýningar Lo-
uisu Matthíasdóttur í Bryggen við
hlið sendiráðsins og farið í ferð um
Sjáland og komið við í Karen Blixen
húsinu, Louisiana safninu og kastala
Hamlets í Helsingör.
Wagnerfélagið hefur á und-
anförnum árum allnokkrum sinnum
efnt til hópferða erlendis til að sjá
sýningar á óperum Wagners, en
þetta var fjölmennasta ferð félagsins
til þessa. Félagið heldur í ár upp á 10
ára starfsafmæli sitt, en félagið var
stofnað árið 1995 í kjölfar hópferðar
30 Íslendinga, sem fóru saman á Nifl-
ungahringinn í Bayreuth. Formaður
hefur frá upphafi verið Selma Guð-
mundsdóttir.
Richard Wagner í Kaupmannahöfn