Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 29 MENNING JÓN Sigurðsson og Margaret Cheng Tuttle leika fjórhent á pí- anó á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. Margaret er margverðlaunuð tónlistarkona sem hefur lokið prófi í stærðfræði frá MIT auk meist- araprófs í tónlist frá New England Conservatory of Music í Boston. Jón hefur lokið meistaraprófi í pí- anóleik frá Arizona State Univers- ity í Bandaríkjunum ásamt burt- farar- og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að sögn Jóns eru þetta aðrir tónleikar þeirra tveggja, en þau hafa áður spilað saman í Boston í Bandaríkjunum. Efnið sem flutt verður var valið með það fyrir augum að það væri fjölbreytt, skemmtilegt og ekki of langt í flutningi, en tónleikarnir eru um 50 mínútur. „Við vildum hafa fjölbreytta dagskrá og reyn- um að koma við sem flesta bragð- lauka,“ segir Jón. Tónleikarnir samanstanda af verki eftir Bizet, þar sem hann reynir að framkalla stemningu úr barnaleikjum með tónum, djass- svítu eftir nútímatónskáldið Kevin Olson og sónötu eftir W.A. Moz- art. Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir eldri borgara og nemendur. Morgunblaðið/Kristinn Margaret Cheng Tuttle og Jón Sigurðsson. Reyna á „flesta bragðlauka“ HVERNIG kynnir maður heim óperunnar fyrir börnum? Með því að vera skemmtilegur og fræðandi á sama tíma. Það tókst þeim Þóru Björnsdóttur, Örvari Má Kristinssyni og Ívari Helga- syni á sýningu sem þau settu upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudaginn. Á dagskránni var óperan Bastien og Bastienne eft- ir Mozart sem hann samdi þegar hann var tólf ára, en hún er bara í einum þætti og aðeins þrjár persónur koma við sögu í henni. Það eru þau Bastien og Basti- enne, tveir fjárhirðar og elsk- endur sem eru „hætt saman“ vegna kvensemi þess fyrrnefnda, og galdramaðurinn Colas, en hans hlutverk er að koma þeim saman á ný. Hljómsveitin var í stafrænu formi úr hátölurum og sviðsmyndin málverk af Vín- arborg; sjálfsagt hefur upp- færslan því kostað aðeins brot af þeirri himinháu fjárhæð sem Ís- lenska óperan þarf að punga út fyrir hverri sýningu. Bastien og Bastienne er sýnd í samvinnu við Barnaóperuna Pic- colino frá Vínarborg og nútíma- leg leikgerðin var eftir Stefan Kranitz, sem hefur sérhæft sig í að kynna óperur fyrir börnum. Á undan sýningunni settu þeir Örvar og Ívar upp örlítinn leik- brúðuþátt þar sem mismunandi raddtýpur óperuheimsins voru kynntar til sögunnar og var það svo fyndið að áheyrendur veltust um af hlátri, þar á meðal und- irritaður. Óperan sjálf var líka bráð- skemmtileg; að vísu gat þríeykið lítið sungið vegna auðheyrilegs skorts á skólun í óperusöng, en þau bættu það upp með bráðs- mellnum leikrænum tilþrifum. Og þar sem Bastien og Basti- enne er flétta af leikriti og söng, þá gerði takmörkuð sönggetan minna til en ella. Verkið er um klukkutími að lengd og hentar því prýðilega til kynningar á heimi óperunnar. Og þótt lítill drengur fyrir fram- an mig hafi verið orðinn svo óró- legur undir það síðasta að mamma hans þurfti að fara með hann fram var hann í miklum minnihluta á sýningunni. Flest börnin skellihlógu að vandræða- gangi sögupersónanna og óhætt er að fullyrða að sýningin hafi gert þau móttækilegri til að sjá „alvöru“ óperu síðar. Að minnsta kosti vissu þau heilmikið á eftir, þar á meðal að óperur geta svo sannarlega verið skemmtilegar. Galdra- maður bjargar fjárhirðum TÓNLIST Hafnarfjarðarleikhúsið Á menningarhátíðinni Björtum dögum. Bastien og Bastienne eftir Mozart í flutn- ingi Þóru Björnsdóttur, Örvars Más Krist- inssonar og Ívars Helgasonar. Leikgerð: Stefan Kranitz. Sunnudagur 4. júní. Barnaópera Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.