Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hátíð hafsins fer fram í sjö-unda sinn nú um næstuhelgi. Hátíðin samanstendur
af hafnardeginum og sjómannadeg-
inum en árið 1999 voru þessir tveir
dagar sameinaðir í tveggja daga há-
tíðahöld á miðbakka Reykjavík-
urhafnar. Undanfarin tvö ár hefur
hátíðin, í samstarfi við Rás 2, efnt til
sjómannalagakeppni og sem áður
sendi fjöldinn allur af laga- og texta-
smiðum inn lög sem eiga það sam-
merkt að fjalla með einum eða öðrum
hætti um sjómannslífið. Í ár verður
þó bætt um betur og heil sjó-
mannalagahátíð haldin í Hafnarhús-
inu á laugardaginn frá kl. 14–18.
Fyrirlestrar og
verðlaunaafhending
Hátíðin hefst á klukkustund-
arlöngu málþingi þar sem Ásgeir
Tómasson fréttamaður heldur fyr-
irlesturinn „Fley og fagrar árar – sjó-
menn og sjómennska í dægurlögum“,
en hann er með fróðari mönnum á
landinu um þessi málefni. Síðan kem-
ur Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur og lítur á sömu texta með
femínískum gleraugum, enda heitir
erindi hennar: „… og nýja í næstu
höfn“. Þar sem báðir fyrirlesarar
munu vísa í ýmis þekkt sjómannalög
verða tónlistarmenn til taks á staðn-
um og leika þau af fingrum fram þeg-
ar þörf krefur. Að málþingi loknu
verða veitt verðlaun í Sjómannalaga-
keppni Hátíðar hafsins og Rásar 2.
Flís og Bogomil Font
Eftir að gestir hafa fengið örlitla
innsýn í flókinn og spennandi heim ís-
lenskra sjómannalaga fá þeir tæki-
færi til að njóta þeirra til fullnustu.
Fyrst mætir Flís-tríóið á svið ásamt
Bogomil Font, en tríóið skipa þeir
Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar
Helgason og Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson. Tríóið ætlar að flytja sjó-
mannavalsana sem allir sem einhvern
tímann hafa hlustað á rás 1 kunna og
má þar nefna „Syngjandi sæll og
glaður“, „Söngur sjómannsins“, „Það
gefur á bátinn við Grænland“, „Land-
leguvalsinn“, „Síldarvalsinn“, „Sjó-
mannavalsinn“ og margt fleira. Rús-
ínan í þeirra pylsuenda er svo
splunkunýtt sjómannalag eftir þá fé-
laga sem nefnist „Hver fær nú kvót-
ann þegar þorskurinn fer?“
Ceol na Mara
Á eftir þeim er það hljómsveitin
Roðlaust og beinlaust sem treður upp
en hún leikur ekta íslenskt tog-
ararokk og þar á eftir er komið að
írsku sjómannasveitinni Ceol na
Mara sem mun flytja seiðandi sjó-
mannatónlist með keltnesku ívafi.
Hljómsveitin Ceol na Mara á upp-
runa að rekja til bæjarins Galway á
Norðvestur-Írlandi. Nafn sveit-
arinnar er keltneskt og mætti þýða
sem söngvar hafsins.
Fjölmargir íslenskir sjómanna-
söngvar eru sungnir við erlend lög –
oft írsk og ensk – og þá oftast við
ógleymanleg ljóð Jónasar Árnasonar.
Roðlaust og beinlaust lék með Ceol
na Mara í fyrra í Paimpol í Frakk-
landi og þá gat hvor sveitin um sig
sungið sama lag á eigin tungumáli.
Það má því eiga von á að söngvar
hljómsveitarinnar Ceol na Mara láti
kunnuglega í eyrum og ekki ólíklegt
að sungið verði á fleiri en einni tungu
í Hafnarhúsinu um sjómannadags-
helgina.
Tónlist | Hátíð hafsins fer fram í sjöunda sinn um næstu helgi − fjölbreytt dagskrá framundan
Söngvar
sjómannsins
Ceol na Mara er frá bænum Galway á vesturströnd Írlands.
SKEMMTUN FYRIR ALLA
SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS.
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI.
NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS
MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF!
www.xy.is
200 kr afsláttur
fyrir XY félaga
The Omen kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
X-Men 3 kl. 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 5, 8, og 11 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8, og 11
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4
eeeeVJV - TOPP5.is
LEITIÐ SANNLEIKANS - HVER
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
S.V. MBL.
HEIMSFRUMSÝNING
Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen !
YFIR 40.000
eee
B.J. BLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
The Omen kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
16 Blocks kl 6 og 8 B.i. 14 ára
X-MEN 3 kl. 10 B.i. 12 ára
The DaVinci Code kl. 5.15 B.i. 14 ára
Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun
dagur hans koma. Þorir þú í bíó? Yfir 51.000 gestir!