Morgunblaðið - 08.06.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 08.06.2006, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 7 - 9 og 11 B.i. 14.ára. THE DA VINCI CODE kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ára MI:3 kl. 8 og 10:30 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 AMERICAN DREAMZ kl. 8 MI : 3 kl. 10 B.i. 14 ára POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 ára FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. Það hefur líklega ekki fariðframhjá mörgum að BubbiMorthens varð fimmtugur í fyrradag og í tilefni af því hélt hann stórtónleika í Laugardalshöll þar sem hann fór yfir feril sinn. Uppselt var á tónleikana, en um 5.500 manns voru í Höllinni og komust færri að en vildu. Þessi góða aðsókn er sérstaklega athygl- isverð í ljósi þess að nýlega þurfti að færa tvenna tónleika til vegna slakrar miðasölu, auk þess sem af- lýsa þurfti heilli tónlistarhátíð, en í öllum tilfellum var um að ræða tón- leika þekktra erlendra tónlistar- manna. Þetta segir meira en mörg orð um vinsældir Bubba og ber vott um hversu mikillar virðingar hann nýtur hér á landi. Meira að segja forsetinn sjálfur, Ólafur Ragnar Grímsson, var mættur í Höllina ásamt Dorrit Moussaieff, en þau munu seint teljast til fastagesta á rokktónleikum. Þetta voru hins vegar engir venjulegir rokk- tónleikar.    Það var greinilegt að mikið varlagt í tónleikana, enda voru þeir styrktir af stórfyrirtækjum og sýndir í beinni útsendingu í sjón- varpinu. Auk stóra sviðsins hafði annað minna svið verið sett upp í austurenda Hallarinnar. Fjórum tjöldum hafði verið komið fyrir en á þau var hinum ýmsu mynd- skeiðum varpað, bæði tónleikunum sjálfum á meðan á þeim stóð, sem og hamingjuóskum þjóðþekktra Ís- lendinga á milli atriða. Ljósin og hljóðið voru eins og best verður á kosið og í stuttu máli var ekkert til sparað til þess að gera kvöldið sem glæsilegast.    Eins og við mátti búast ætlaðiallt um koll að keyra þegar af- mælisbarnið steig á svið ásamt fé- lögum sínum í GCD. Þeir hófu tón- leikana á laginu „Hamingjan er krítarkort“ og tóku svo sín bestu lög, „Sumarið er tíminn“ og auðvit- að „Mýrdalssand“ sem kveikti vel í áhorfendum. Því næst færði Bubbi sig yfir á litla sviðið og tók nokkur lög með hljómsveitinni Stríð og friður. Mannskapurinn róaðist nokkuð við það enda lögin í rólegri kantinum og ekki þekktustu lög Bubba. Hann var hins vegar í miklu stuði sjálfur, hoppaði og skoppaði um sviðið og greinilegt er að hann er í mjög góðu formi.    Bubbi bauð ekki einungis upp átónlist þetta kvöld, heldur einnig stutta en jafnframt skemmtilega fyrirlestra. Hann ræddi meðal annars um trú- og stjórnmál, en hið síðarnefnda vakti mikla athygli viðstaddra. Honum var tíðrætt um bókina Drauma- landið eftir Andra Snæ Magnason sem hann hvatti áhorfendur ein- dregið til að kaupa. Því næst lét hann stjórnvöld heyra það og mót- mælti stóriðju- og virkjunarfram- kvæmdum harðlega. Hann lauk svo stjórnmálaumræðunni með því að lýsa ánægju sinni með afsögn Hall- dórs Ásgrímssonar á mánudaginn, við gríðarlega góðar undirtektir áhorfenda sem voru Bubba greini- lega flestir sammála. Það var því augljóst að fáir virkjunarsinnar voru í salnum og enn færri Fram- sóknarmenn – líklega ekki nema um 6,25%.    Að ræðuhöldunum loknum héldutónleikarnir áfram og Bubbi tók öll sín bestu lög, og raunar miklu meira en það, með góðri að- stoð félaga sinna í MX-21, Das Kapital og Utangarðsmönnum. Há- punktarnir voru þegar hann tók „Rómeó og Júlíu“, „Serbann“ og „Hiroshíma“, og svo auðvitað þeg- ar áhorfendur sungu afmælissöng- inn. Það voru hins vegar nokkur lög sem máttu missa sín og tónleik- arnir hefðu mátt vera aðeins styttri. Þeir stóðu yfir í þrjá tíma, hitinn í Höllinni var mikill og ég og vinur minn prísuðum okkur sæla að standa ekki í mannmergðinni á gólfinu. Bubbi tók mörg róleg og minna þekkt lög auk nýrra laga sem fáir þekktu nógu vel til að taka undir. Bubbi á vissulega langan og glæsilegan feril að baki, en hann hefði mátt stytta tónleikana nokk- uð án þess þó að það þyrfti að bitna á gæðunum.    En rúsínan í pylsuendanum varauðvitað eftir. Eftir stutt hlé steig kóngurinn á svið, kominn í hlýrabol með áletruninni 06.06.06. Með honum í för var Egóið sjálft og á viðbrögðum áhorfenda var greinilegt að það var það sem þeir biðu eftir. Þeir keyrðu í sín bestu lög, „Móðir“ og „Stórir strákar fá raflost“, og Bubbi lét svo klappa sig upp í það sem allir virtust vera að bíða eftir – „Fjöllin hafa vakað“. Hver og einn einasti maður á gólf- inu virtist hoppa í takt og þeir sem í stúkunni voru stóðu upp og klöpp- uðu með. Að því loknu þakkaði Bubbi fyrir sig, ljósin voru kveikt og hurðirnar opnaðar. Áhorfendur virtust hæstánægðir þegar þeir gengu út, enda er allt gott sem end- ar vel.    Bubbi Morthens er líklega einiÍslendingurinn sem kemst upp með að halda rokktónleika í Laug- ardalshöll á fimmtugsafmælinu sínu, og hann er líka sá eini sem getur það. Ástæðan er sú að hann er góður tónlistarmaður sem hefur markað dýpri spor í íslenska popp- tónlist en flestir aðrir. Umfram allt er Bubbi tónlistarmaður sem semur íslenska tónlist fyrir Íslendinga – einskonar Laxness íslenskrar dæg- urtónlistar. Þrátt fyrir að tónleik- arnir á þriðjudaginn hafi ekki verið gallalausir þá skipti það einhvern veginn engu máli, upplifunin var samt sem áður einstök. Þetta kvöld var Höllin ríkið og Bubbi kóng- urinn. ’Bubbi Morthens er lík-lega eini Íslendingurinn sem kemst upp með að halda rokktónleika í Laugardalshöll á fimm- tugsafmælinu sínu, og hann er líka sá eini sem getur það.‘ jbk@mbl.is Af listum Jóhann Bjarni Kolbeinsson Morgunblaðið/Eggert „Umfram allt er Bubbi Morthens tónlistarmaður sem semur íslenska tónlist fyrir Íslendinga.“ Áhorfendur tóku vel við sér í mestu stuðlögunum, þótt hitinn væri mikill. Í lokin klæddist Bubbi hlýrabol merktum afmælisdeginum. Rúnar Júlíusson og Bubbi tóku bestu lög hljómsveitarinnar GCD. Kóngur í ríki sínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.