Morgunblaðið - 09.06.2006, Page 21

Morgunblaðið - 09.06.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 21 ÚR VERINU Sjóvélar ehf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 553 3311• Fax: 553 3336 • Netfang: sjo@sjo.is • www.sjo.is Til hamingju með daginn íslenskir sjómenn KRÓKAR • LÍNUR • ÁBÓT • BEITNINGA VÉLA KER FI SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfells- bæjar kemur út núna fyrir sjómann- dagshelgina og er blaðið fjölbreytt að vanda. Viðtal er við Sveinbjörn Benediktsson, fyrrverandi póst- og símstöðv- arstjóra á Hellis- sandi, en hann lést á síðast- liðnum vetri. Á sínum tíma gerði Sveinbjörn út skipið Skarðsvík SH 205 með hinum fræga aflamanni Sigurði Kristjóns- syni. Fjallað er um stofnun Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur árið 1939 í grein eft- ir Ásgeir Jóhannesson og í grein eft- ir Gísla Ágúst Gunnlaugsson segir frá upphafi vélbátaútgerðar í Ólafs- vík. Þá svarar Einar Kristinn Guð- finnsson, sjávarútvegsráðherra, spurningum frá valinkunnum skip- stjórum við Breiðafjörð. Sjómanna- dagsblað Snæfellsbæjar TÓLFTI árgangur Sjómannadags- blaðs Austurlands er kominn út, undir ritstjórn Kristjáns J. Krist- jánssonar frá Norðfirði. Blaðið er tæpar 100 síð- ur og skartar vel á annað hundrað ljósmyndum. Á meðal efnis er umfjöllun í máli og myndum um átök Breta og Íslendinga í þriðja þorskastríðinu. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við sjómann- inn, sögumanninn og Norðfirðinginn Kristin Pétursson, sem bjó lengi á Hornafirði. Utan Austurlands er m.a. hægt að nálgast blaðið í Grandakaffi og verslunum Pennans-Eymundssonar. Sjómanna- dagsblað Austurlands komið út SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík verður með sjómanna- dagskaffi sem er aðalfjáröflun deild- arinnar. Á sjómannadaginn verða seldar vöfflur í tjaldi á miðbakka og í björgunarskipinu Sæbjörg. Í félagsheimilinu Höllubúð, Sóltúni 20, er hægt að setjast niður og fá sér af tertuhlaðborði. Einnig verður í fyrsta sinn kaffihlaðborð í tengslum við tækjasýningu Björgunarsveitar- innar Ársæls í Gróubúð, Grandagarði. Sjómanna- dagskaffi í Reykjavík ÞÓTT þorskaflaheimildir í Barents- hafi verði ekki skornar jafnmikið nið- ur og bráðabirgðatillögur Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins (ICES) kveða á um, má búast við að framboð á þorski á næsta ári muni dragast töluvert saman. Minna framboð þýðir jafn- framt hærra þorskverð á mörkuðum. Á norska netmiðlinum intrafish.no er fjallað um áhrif minni þorskveiða við Barentshaf, en þar er veiddur stærsti hluti þess þorsks sem seldur er Evrópumarkað. Þar kemur jafn- framt fram að eftirspurn eftir þorski hafi vaxið mikið á undanförnum árum samhliða því að framboðið hafi verið að dragast saman. Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic í Evrópu, segir að nú þegar sé fiskverð mjög hátt og óttast að frekari hækkanir gætu þýtt minnkandi markaðshlut- deild. „Í dag er verð á öllum þorskafurð- um, saltfiski, frystum flökum sem og ferskum, mjög hátt. Þetta á reyndar við um flestar fisktegundir; t.d. hækk- aði verðið á laxi um 75% frá áramót- um til páska á þessu ári. Það er alveg ljóst að það verður mjög erfitt að hækka verðið enn frek- ar. Fiskur er í samkeppni við aðra matvöru og ég óttast að viðskiptavinir okkar fari að leita eitthvert annað. Við verðum að passa að sprengja ekki kúnnann með þessum háu verðum. Þegar menn hafa skipt yfir í aðrar vörur þá er mjög erfitt að fá þá aftur að borðinu,“ segir Finnbogi. Óttast að hærra þorsk- verð sprengi markaðinn Hátt fiskverð Fiskverð hefur hækkað mikið það sem af er ári og óttast nú sumir að neytendur kunni að leita í aðrar vörur hækki það ennfrekar. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.