Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hannes Hannes-son fæddist á
Litlu-Háeyri á Eyr-
arbakka 5. nóvem-
ber 1930. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu 24.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hannes Andrésson,
f. 22. september
1892, d. 1. mars
1972, og Jóhanna
Bernharðsdóttir, f.
1. október 1896, d.
27. september 1970.
Systkini hans eru Gunnlaug, f. 17.
september 1920, Fanney, f. 2.
mars 1922, Andrés, f. 1924, d. 20.
október 2003, Bernharður, f. 6.
nóvember 1925, Jórunn, f. 3. apríl
1928, Haraldur, f. 1. janúar 1932,
Svanlaug, f. 20. apríl 1933, d. 31.
janúar 2003, og Garðar, f. 18.
febrúar 1935.
Hinn 25. desember 1960 kvænt-
ist hann Salvöru Hannesdóttur frá
Arnkötlustöðum í Holtum, f. 20.
nóvember 1936. Þau eignuðust
fjögur börn. Þau
eru: 1) Hannes Birg-
ir, f. 15. ágúst 1960,
kvæntur Arndísi
Fannberg og eiga
þau tvö börn, Hann-
es Árna, f. 18. júlí
2001, og Guðnýju
Salvöru, f. 1. ágúst
2003. 2) Steinunn
Heiðbjört, f. 30.
mars 1962, gift
Arnari Jónssyni og
eiga þau tvö börn,
Ernu Kristínu, f. 7.
október 1991, og
Friðgeir Atla, f. 24. nóvember
1993. 3) Hafsteinn Jóhann, f. 28.
febrúar 1971, sonur hans er Al-
mar Hannes, f. 28. febrúar 2003.
4) Hugrún Fjóla, f. 10. júní 1974.
Hannes ólst upp á Eyrarbakka
en þau hjónin hófu búskap í
Reykjavík 1960, fluttust síðan að
Arnkötlustöðum í Holtum 1967 og
bjuggu þar síðan.
Útför Hannesar var gerð frá
Árbæjarkirkju í Holtum hinn 30.
maí, í kyrrþey að ósk hins látna.
Sorgin og eftirsjáin troða sér inn
fyrir skelina á ólíklegustu augnablik-
um. Ég geri mér grein fyrir því að
það er ekki bara núna síðustu daga,
heldur er það búið að vera svo síðustu
ár. Það er eftirsjáin eftir því sem var
áður en sjúkdómurinn tók að herja á
þennan sterka mann.
Pabbi ólst upp á Eyrarbakka í 9
systkina hópi. Hann var fyrst sendur
í sveit þegar hann var 10 ára, að
Fjalli á Skeiðum og var hann þar í 5
sumur og einn vetur. Tvíbýli var á
staðnum og var Halli bróðir hans á
hinum bænum. Þeir voru báðir það
sem kallað var léttadrengir og stund-
um kallaðir „Bakkabræður“. Þetta
voru greinilega góð ár því pabbi vitn-
aði oft í þessi bernskuár seinna meir.
Í framhaldi af sveitadvölinni fór hann
aðeins í sjómennskuna en fór síðan
að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkis-
ins við línubyggingar, þá 16 ára gam-
all. Hann var í vinnuflokki hjá föður
sínum, sem þá var verkstjóri. Milli
verkefna í rafmagninu vann hann á
vetrarvertíðum til sjós. Vorið 1954
var pabbi ráðinn verkstjóri hjá Rarik
og starfaði sem slíkur í 16 ár. Verk-
efnin voru fjölbreytt og sá hann um
línubyggingar víða um landið, ósjald-
an í samvinnu við afa, sem var með
annan flokk í vinnu. Það var oft höfð
samvinna með að reisa línur og
strengja.
Þegar pabbi var orðinn fjölskyldu-
maður fór hann í auknum mæli að
vinna á skrifstofu Rarik í Reykjavík.
Fjölskyldan var búsett í höfuðborg-
inni næstu 6 árin en fjölskyldualbúm-
in sýna að mörg voru verkefnin úti á
línum og útilegur í tjöldum því tengd-
ar. Þessi tími sem pabbi starfaði í raf-
magninu var honum alla tíð mjög
hugleikinn og ósjaldan sagði hann
okkur sögur frá þessum tíma.
Skrifstofustörf hentuðu honum
ekki til lengdar og árið 1967 flytjum
við í sveitina, að Arnkötlustöðum í
Holtum. Mamma var fædd og uppal-
in á þessum bæ og hefur sama ættin
búið þar frá árinu 1801. Þau hófu
sveitabúskapinn að hausti til með 50
lömb, 3 gyltur og 100 hænuunga. Bú-
ið stækkaði ört og í kjölfarið voru
reist útihús og íbúðarhús. Búskapur-
inn var alla tíð mjög blandaður en
uppistaðan var þó alltaf svín og kind-
ur. Við bættist að ræktaðar voru róf-
ur og kartöflur til að selja. Það var oft
mikið kapp í okkur krökkunum þegar
verið var að tína kartöflurnar í föt-
urnar því við fengum ákveðið í okkar
hlut fyrir hvern poka. Þá fengum við
að tína ofan af en einhver fullorðinn
fylgdi á eftir og sá til þess að ekkert
yrði eftir. Mikil vinna en skemmtileg
var í kringum heyskapinn. Þá voru
oft sumarkrakkar og mikið fjör.
Veðrið stjórnaði verkunum og ekki
tekið hlé nema sumarið þegar fram-
haldssagan „Valtýr á grænni treyju“
var lesin í útvarpinu. Líklega hefur
verið góð heyskapartíð það sumarið.
Þá var sest niður og drukkin mjólk af
flösku og borðað nesti.
Fyrst og fremst var pabbi fjöl-
skyldumaður. Hann bar hag fjöl-
skyldunnar ofar öllu öðru. Umhyggj-
an var óendanleg og alltaf var
hlustað af sömu yfirveguninni og ein-
kenndu öll hans störf. Öll verk voru
unnin af vandvirkni og natni og stöð-
ugt verið að. Úthaldið í verkum var
mikið og hlutirnir í sveitinni unnust
jafnt og þétt.. Það var ekki æsingn-
um fyrir að fara. Stundum fannst
mömmu nóg um þegar ég fór með
honum í fjárhúsið um helgar svo
verkin ynnust hraðar en svo komum
við eftir dúk og disk í hádegismatinn.
Það þurfti að ræða svo ótrúlega
margt í fjárhúsinu.
Eina skepnutengi ég pabba frem-
ur við en aðra og það var Litli-Brúnn.
Þó var pabbi aldrei sérstaklega mikið
fyrir hesta en Litli- Brúnn var ein-
stakur. Hann var ekki reiðhestur fyr-
ir hvern sem var sökum vilja. Enginn
annar hestur var til á bænum lengi
vel en ég fékk hins vegar oft að sitja
fyrir aftan hnakkinn þegar pabbi fór
til kinda. Síðar taldi hann ekki eftir
sér að fara með mig í taumi þegar ég
var að brölta á mínum hestum sem
þurfti að þjálfa. Hins vegar kunni
hann betur við fleiri hestöfl og Volvo
var gerð að hans skapi. Þekkt tegund
fyrir öryggi. Það hentaði honum.
Ekki síst þegar við börnin hans fór-
um að taka bílpróf. Þá vildi hann vita
af okkur á öruggum bíl. Hann gætti
alltaf sérstaklega mikils öryggis í
sambandi við vélar. Það mátti aldrei
koma neitt fyrir okkur. Það var vel
við hæfi að hans síðasta ferð væri far-
in á rauða Volvonum sem allir þekktu
hann á.
Pabbi söng með kirkjukór Árbæj-
arkirkju í 25 ár, var formaður sókn-
arnefndarinnar í fjöldamörg ár og
hringjari kirkjunnar. Foreldrar mín-
ir voru báðir samstiga í kirkjustarf-
inu og það eru því margar minningar
sem eru tengdar því. Kóræfingar
heima og að heiman, messur, viðhald
kirkjunnar, bygging safnaðarheimil-
is og ótal margt annað. Kraftarnir í
félagsstarfi voru helgaðir kirkjunni.
Þótt pabbi léti ekki hátt þá var
hann mjög léttlyndur og hafði kímni-
gáfu sem hann beitti á sinn einstaka
hátt. Hann læddi hnyttnum athuga-
semdum þegar hentaði og hitti í
mark. Hann sóttist aldrei eftir at-
hygli annarra né þurfti á aðdáun ann-
arra að halda. Oft lék hann við okkur
börnin sín þegar við vorum lítil og
svo upplifði ég það aftur í gegnum
börnin mín, elstu barnabörnin hans.
Alltaf máttum við vera með, alltaf var
tími til að vera saman og hlusta. Það
eru mikil forréttindi að hafa alist upp
við slíkt.
Pabbi greindist með alzheimer
sjúkdóminn árið 2000 og fór heilsu
hans ört hrakandi upp frá því.
Mamma og pabbi hættu búskap og
þegar hugsað er til baka var sjúk-
dómurinn farinn að herja á hann mun
fyrr þótt enginn gerði sér grein fyrir
því að um þennan illvíga sjúkdóm
væri að ræða. Mamma hugsaði um
hann heima eins lengi og mögulegt
var, en að því kom að heilsan var orð-
in það léleg að hann þurfti enn frek-
ari umönnun. Pabbi sýndi ótrúlegt
æðruleysi í sínum veikindum og
mamma gaf honum alla sína um-
hyggju. Það var ekki hægt að gera
betur. Í byrjun september 2002 fór
hann á sjúkradeild dvalarheimilisins
Lundar á Hellu. Þar var reynt að
gera honum lífið eins bærilegt og
kostur var.
Á Arnkötlustöðum er sá elsti af
okkur systkinunum tekinn við búinu
ásamt fjölskyldu sinni og við hin
fáum enn að njóta minninganna sem
eru tengdar hverri þúfu, hverjum
stein. Nú reynir á að hætta að sakna
þess sem ekki kemur aftur og gleðj-
ast yfir því sem var áður en pabbi
veiktist. Ég efast ekki um að hann
vakir yfir sínum og gætir okkar allra.
Mér finnst hann meira að segja brosa
hughreystandi til mín á myndinni.
Steina.
Jæja pabbi, þar kom að leiðarlok-
um hjá þér.
Ég efast ekki um að þú hefðir vilj-
að ljúka lífshlaupinu nokkru fyrr úr
því sem komið var í tapaðri glímu við
erfiðan sjúkdóm. En gangur lífsins
er víst bara svona, engu fáum við um
það ráðið.
Þú varst fæddur og uppalinn í
stórum systkinahópi á Eyrarbakka.
Fórst í sveit fyrst níu ára gamall og
dvaldir þar næstu fimm sumur þar á
eftir og einn vetur að auki. Þú rifjaðir
oft upp atvik frá sveitadvölinni í
Fjalli á Skeiðum. Á þessum árum
stundaðir þú frjálsar íþróttir af kappi
og kepptir fyrir hönd Ungmenna-
félags Eyrarbakka á frjálsíþrótta-
mótum og þóttir einnig góður glímu-
maður.
Þegar þú varst sextán ára gamall
varstu ráðinn í vinnuflokk föður þíns
sem þá hafði verið skipaður verk-
stjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins.
Þarna urðu nokkur kaflaskil í lífi
þínu. Næstu árin snerust um lagn-
ingu rafmagnslína víða um Suður-
land. Á nokkrar vetrarvertíðir fórstu
jafnframt á þessum árum, þegar
vinna lá niðri hjá Rarik, bæði frá
Eyrarbakka og Vestmannaeyjum og
eina vertíð varstu á síld frá Siglufirði.
Árið 1954 varstu ráðinn sem
flokksstjóri hjá Rarik og um haustið
sama ár skipaður verkstjóri, þá 24
ára gamall, og starfaðir sem slíkur
næstu 16 árin. Voruð þið afi þá hvor
með sinn flokkinn í vinnu víða um
land í fjölbreyttum verkefnum. Oft
snerust þau um að strengja há-
spennulínur eftir að aðrir höfðu sett
niður staurana, gjarnan í samvinnu
við afa. Svona gekk þetta næstu árin,
og sástu um að leggja línur víða um
land og má þar nefna Reykjanes,
Dalvík, Skagaströnd, Borgarfjörð og
Snæfellsnes. Ég held að hvað minn-
isstæðast frá þessum árum hjá þér
hafi verið þegar þú varst fenginn til
að hafa umsjón með að reisa mastur í
miðjum Kollafirði. Þótti þetta mjög
óvenjulegt og krefjandi verkefni á
þeim tíma.
Ég veit að þú hafðir mjög góða
verkstjórnarhæfileika og varst mjög
vel liðinn sem slíkur, hvort sem var
innan flokksins eða utan. Við hæfi tel
ég að nefna að skáldið Auðunn Bragi
Sveinsson, sem kynntist þér sem
slíkum, orti:
Hannes tel eg heiðursmann,
hann er vert að muna.
Flestir lofa foringjann
fyrir prúðmennskuna.
Um áramótin 1960–1961 urðu aft-
ur nokkur þáttaskil í starfi þínu, þá
varstu búinn að kynnast mömmu og
Birgir fæddur, sem sagt orðinn fjöl-
skyldumaður og búinn að stofna
heimili í Reykjavík. Þá byrjaðir þú í
auknum mæli að vinna á skrifstofu
Rarik og varð það heimahöfnin í
framhaldinu, þótt oft væri verið úti á
línum, ýmist í eftirliti eða í útreikn-
ingum því tengdum. Þó varð undan-
tekning þarna á sumarið 1965, en þá
strengdir þú Alviðrulínu og Galtar-
línu í Grímsnesi, en örlögin höguðu
því svo til að þetta var síðasta línan
sem afi reisti, og jafnframt síðasta
línan sem þú strengdir.
Árin hjá Rarik voru mjög lær-
dómsríkur og eftirminnilegur tími
hjá þér og voru atvik frá þessum tíma
oft rifjuð upp. Þegar maður heyrði
þig byrja setningu á orðunum „Alveg
er mér það minnisstætt …“ þá vissi
maður að saga frá þessum tíma var í
vændum. Gat það t.d. snúist um
barning í ófærð, fastar vélar í mýr-
arfenum, langar göngur með járn-
karl og önnur verkfæri á öxl og erf-
iðar aðstæður til að sprengja fyrir
staurum. Alla tíð á ferðalögum horfð-
ir þú gjarnan á rafmagnslínur og
veltir fyrir þér með fagmannlegum
augum legu þeirra og hvernig væri
frá þeim gengið.
Þú varst mjög laghentur og voru
skrifstofustörf nokkuð sem ekki
hentaði þér til lengdar. Árið 1967
ákváðuð þið mamma að hefja búskap
í átthögum hennar á Arnkötlustöðum
í Holtum. Bústofninn í upphafi var 50
lömb, þrjár gyltur og 100 hænuung-
ar. Búið stækkaði ört og í kjölfarið
voru reistar byggingar; svínahús,
fjárhús, hlöður, íbúðarhús og kálfaf-
jós svo eitthvað sé nefnt. Þessar
byggingar standa allar myndarlegar
í dag. Búskapurinn var mjög bland-
aður en uppistaðan var alltaf svín og
kindur. Einnig voru ræktaðar rófur
og kartöflur árum saman til að selja.
Alla tíð voru öll verk unnin af sam-
viskusemi og dugnaði. Ekki var æs-
ingnum fyrir að fara, heldur unnust
hlutirnir jafnt og þétt.
Af alúð gegndir þú trúnaðarstörf-
um í okkar sveit. Lengi starfaðir þú
sem formaður sóknarnefndar Árbæj-
arkirkju, söngst í kirkjukórnum í 25
ár og varst jafnframt hringjari kirkj-
unnar. Einnig starfaðir þú í bygging-
arnefnd og sást um forðagæslu fyrir
neðri hluta Holtahrepps.
Segja má að fyrst og fremst hafir
þú verið fjölskyldumaður. Alltaf var
hún í forgangi hjá þér, og lagðir þú
mikla áherslu á að þeir sem nánast
þér stóðu hefðu það sem best.
Þú hvattir mann alltaf áfram,
hvort sem var um að ræða starf,
menntun eða annað sem verið var að
fást við. Sérstaklega var gaman að
fylgjast með þér þegar barnabörnin
voru farin að koma í sveitina, um-
hyggjan var óendanleg. Rósemi og
yfirvegun voru einkennandi fyrir þig,
en aldrei man ég eftir að þú hafir
hækkað róminn gagnvart mér þegar
ég var að gera einhverja vitleysu.
Hins vegar þyngdist brúnin og ekki
síður hljómurinn í röddinni, en það
dugði til að maður skammaðist sín og
reyndi að bæta úr því sem miður
hafði farið.
Mér er ofarlega í huga hversu lag-
inn þú varst við að gera við alla hluti.
Einhvern veginn var nánast alltaf
hægt með þínum höndum að laga það
sem bilað hafði, og ósjaldan voru
hlutirnir smíðaðir í stað þess að
kaupa þá. Þú lagðir áherslu á að ég
og aðrir færu vel með vélar og að
hugsað væri vel um þær, einnig
skipti miklu máli að öll öryggisatriði
væru í lagi. Allir hlutir áttu sinn
ákveðna stað hjá þér, hvort sem um
var að ræða verkfæri eða aðra hluti,
enda var alltaf hægt að ganga að
þeim vísum þegar á þurfti að halda.
Bílarnir þínir nutu einstakrar natni
og umhyggju. Sérstöku ástfóstri
tókstu við rauða Volvo station og
þekktu þig flestir á þeim bíl. Þegar
bíllinn var farinn að eldast og einhver
spurði þig hvort þú ætlaðir ekki að
fara að endurnýja hann þá fannst þér
það algerlega fráleitt, þú gætir aldrei
fengið bíl sem hentaði þér betur og
bíllinn myndi örugglega endast þig.
Það kom svo á daginn og þótti okkur
vel við hæfi að síðasta ökuferðin þín,
upp í kirkju á jarðarfarardaginn,
væri farin í þessum eftirlætisbíl.
Því miður gaf heilsan sig alltof
fljótt, en árið 2000 greindist þú með
hinn illvíga Alzheimer-sjúkdóm og
eftir það hallaði hratt undan fæti hjá
þér. Þegar ég hugsa til baka þá voru
einkenni sjúkdómsins farin að koma
fram nokkrum árum fyrr. Þið
mamma voruð alltaf samrýnd og
samhent í verkum og hugsaði hún um
þig heima eins lengi og mögulegt var.
Ég fullyrði að enginn gerir sér grein
fyrir því hversu mikinn dugnað,
æðruleysi, umhyggju og alúð hún
sýndi í gegnum þetta erfiða ferli. En
að því kom að þú þurftir að fara á
sjúkradeildina á Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu haustið 2002 og dvaldir
þú þar til dánardags.
Jæja pabbi, það er komið að
kveðjustund.
Mér finnst sorglegt að drengurinn
minn, hann Almar Hannes, skyldi
ekki fá að kynnast þér í fullu fjöri.
Þar missti hann af miklu. En í mínum
huga mun minningin alltaf lifa um
mikinn heiðursmann, góðan föður,
vin og vinnufélaga, sem alltaf lagði
sig fram um að stuðla að því að mað-
ur hefði það sem best í lífinu. Ég bar
alla tíð mikla virðingu fyrir þér og þú
kenndir mér svo margt. Ég vona að
það skili sér að sem mestu leyti í mín-
um orðum og gjörðum.
Takk fyrir allt. Þinn sonur,
Hafsteinn.
Það er margs að minnast þegar
komið er að kveðjustund. Hannes
Hannesson var pabbi minn og kvaddi
þennan heim hinn 24. maí. Pabbi var
HANNES
HANNESSON
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður,
JÓHANNS EGGERTS JÓHANNSSONAR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjör-
gæsludeildar Landspítalans Fossvogi fyrir þá um-
hyggju og hlýhug sem það sýndi Jóhanni meðan
hann dvaldi þar.
Guð blessi ykkur öll.
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir,
Margrét Jóhannsdóttir, Jón Þór Sigurðsson,
Ægir Jóhannsson, Gróa Másdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Valdimar Jóhannsson, Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, bróður, tengdaföður og
afa,
VIGFÚSAR GUÐBRANDSSONAR
íþróttakennara,
Dimmuhvarfi 7,
Kópavogi.
Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir,
Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir,
Aðalbjörg Sigurrós Vigfúsdóttir,
Jófríður Guðbrandsdóttir,
tengdasynir og barnabörn.