Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 54

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÉR ÓGURLEGUR HUNDUR! EN ÞAÐ LÍKAR ÖLLUM VEL VIÐ ÞIG! ÉG ER MIS- HEPPNAÐUR! HANN ER EKKI SVO HARÐUR! ÉG FANN HANA! ÉG FANN BÓKINA! ÉG LEIT INN Í ÍSSKÁP OG ÞAR VAR HÚN! ÉG FANN BÓKINA! ÉG FANN BÓKINA! MÉR ER BORGIÐ! ÉG FANN HANA! JÁ, ÉG FANN HANA! MÉR ER LOKSINS BORGIÐ! ÞAÐ ER FÁTT SEM GERIR MENN JAFN HAMINGJU SAMA EINS OG ÞAÐ AÐ SLEPPA FYRIR HORN! TIL HAM- INGJU! ÞÚ TEKUR ALLT PÁSSIÐ! GEFÐUR MÉR PLÁSS! AUM- INGJA ÞÚ! HUGSARÐU NOKKURN TÍMAN UM DETTIFOSS? FLEIRI, FLEIRI LÍTRA AF FLÆÐANDI VATNI! HANN ER BRÖGÐÓTTUR! ÉG BAKAÐI KÖKU SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ SKIPTA NIÐUR TIL AÐ SÝNA YKKUR HVERSU MIKILL PENINGUR FER, Í MAT, FÖT OG HÚSASKJÓL... ...EN ÁÐUR EN ÉG GAT SKORIÐ HANA NIÐUR... ÞÁ ÁT HANA EINHVER? NEI, ÞÚ MÁTT EKKI FARA ÚT AÐ LEIKA STRAX! ÞÚ ERT EKKI BÚINN AÐ BORÐA HEIMAVINNUNA ÞÍNA! HVERNIG VAR Á ÆFINGU? MÖG GAMAN! HLJÓMSVEITIN SMALL ALVEG SAMAN SVO VEL AÐ MIG LANGAR AÐ TAKA MÉR FRÍ Í VINNUNNI OG EINBEITA MÉR AÐ TÓNLIST ÞAÐ MUNDI EKKI GANGA UPP! NEI, EN ÞAÐ ER GÓÐUR DRAUMUR! HANN ER AÐ BRALLA EITT- HVAÐ EN M.J. TRÚIR MÉR EKKI HANN STEFNIR BEINT Á MIG! HVAÐ EF KRAVEN VILDI AÐ KRÓKÓDÍLARNIR SLIPPU SVO HANN GÆTI VERIÐ HETJA? Dagbók Í dag er föstudagur 9. júní, 160. dagur ársins 2006 Enn og aftur sér Vík-verji fulla ástæðu til að efast um að yf- irvöld séu nógu íhalds- söm í útgáfu meiraprófsskírteina. Þau virðast rata í hendur manna, sem vafasamt er að eigi að hafa bílpróf, hvað þá réttindi til að stjórna tuga tonna ökutækj- um. Á Fréttavef Morg- unblaðsins var sem sagt í gær greint frá því að bílstjóri risa- stórs flutningabíls hefði ekið inn í Hvalfjarðargöngin með stóra gröfu á pallinum. Grafan skagaði 75 sentimetra upp fyrir þá hæð, sem er leyfileg á farmi, sem fluttur er í gegnum göngin. Fram kemur í fréttinni að um 100 metra frá gangamunnanum séu hæðarslár yfir akbrautunum, sem bílstjórar geti miðað hæðina á farmi sínum við. Myndir úr öryggismyndavélum ganganna sýna að bílstjórinn hægði ekki einu sinni á sér við slárnar, held- ur ók á þær á fullri ferð. Hann stanz- aði ekki fyrr en grafan rakst í stálbita í gangamunnanum af fullu afli. Það fer ekki á milli mála að þessi maður hefði getað valdið stórslysi. Menn missa bílprófið fyrir að aka fullir. En missa þeir það þegar þeir aka eins og vitleysingar? x x x Nú er heimsmeist-arakeppnin í fót- bolta framundan. Vík- verji hefur ekki áhuga á fótbolta. Hann gerir ráð fyrir að vinna fulla vinnu jafnvel þótt spennandi leikir verði á vinnutíma. Víkverja finnst raunar alveg sjálfsagt að hann leggi ýmislegt á sig aukalega til að vinnufélagar hans geti horft á boltann í friði. Það eina, sem hann gerir kröfu um í staðinn, er að hann fái að fylgjast óáreittur með heimsmeistarakeppninni í fluguveiði, sem verður haldin í Portúgal í nóv- ember (og einhver sjónvarpsstöðin hlýtur að senda beint frá). Hann kynni sömuleiðis að meta það að fá að nota vinnutímann til að fylgjast vel með alþjóðlegu frímerkja- og mynt- safnarasýningunni í Köln í október. Víkverja finnst nefnilega alveg sjálf- sagt að menn sinni áhugamálum sín- um í vinnutímanum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Fótbolti | Goethe-stofnunin og þýska sendiráðið í Reykjavík bjóða í dag kl. 15.30 til athafnar í Borgarleikhúsinu vegna byrjunar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi. Atli Eðvaldsson opnar formlega ljósmyndasýninguna „Heimsmálið fótbolti“ og kl. 16.00 verður opnunarleikur HM, Þýskaland gegn Kosta Ríka, sýndur beint á Litla sviði leikhússins, með viðeigandi stemningu. Ljósmyndirnar á sýningunni sýna menningartengd tengsl við knattspyrnu. Einkunnarorð hennar eru „Heimurinn er gestur hjá vinum“ og sýnir hún að knattspyrna er heimsríkjandi áhugamál, sem þekkir hvorki þjóðleg né menn- ingarleg landamæri. Myndirnar eru eftir þekkta ljósmyndara eins og Henri Cartier-Bresson, Abbas, Martin Parr, Herbert List og fleiri sem hafa reynslu og gleði af leikjum, ásamt ferðum gegnum óteljandi viðfangssvið sem eru tengd fótbolta: heiðarleika, kynhlutverkum, verslunarháttum, trúarbrögðum og svo framvegis. Sýningin stendur í forsal Borgarleikhússins til loka heimsmeistaramótsins. Reuters Boltað í Borgarleikhúsi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra. (Hebr. 3, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.