Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 59

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 59 MENNING hringiðu heimsmálanna og mikil reiði beindist gegn landinu.“ Sýning Sams Jedigs í Galleríi Í GALLERÍI Kambi, Rangárþingi ytra, verður á morgun opnuð sýning danska listamannsins Sams Jedigs. Sam hefur verið áberandi í dönsku listalífi, ekki síst fyrir störf sín sem sýningarstjóri í Stalke Gall- ery og Stalke Out of Space í Kaup- mannahöfn. Þetta er fyrsta sýning Sams Jedigs hér á landi en hann hefur áður látið að sér kveða í ís- lenskri listaflóru sem sýningarstjóri á verkum erlendra listamanna hér á landi auk þess að kynna íslenska listamenn í Danmörku. Þá tók Sam undir sinn verndarvæng ungan listamann í námi, Ólaf Elíasson, og voru fyrstu sýningar Ólafs í Stalke Gallery. Sjálfsmynd Danmerkur á ólgutímum Verkin sem gefur að líta á sýning- unni í Galleríi Kambi vann Sam þar sem hann dvaldist í Frakklandi: „Þetta var um það leyti sem skop- myndadeilan stóð sem hæst í Dan- mörku og þjóðin átti í mikilli krísu,“ segir Sam. „Ég einangraði mig frá umheiminum og vann verkin, sem eru eins konar ferðalag um draum- heima og þá upplifun að vera Dani á þessum tímum, þegar verið var að brenna danska fánann vítt og breitt um hinn íslamska heim.“ Sýningin í Galleríi Kambi ber yfirskriftina „Vildi að þú værir hér“. Á sýningunni gefur að líta tvö myndbandsverk, klippimyndir og teikningar: „Verkin fjalla um hnatt- væðinguna, kristna og múslima. Skopmyndadeilan var erfiður tími fyrir Dani. Við höfðum áður verið meðal best liðnu þjóða en bökuðum okkur á örskotsstundu miklar óvin- sældir. Fram að þessu höfðum við vanist því að sjá bandaríska fánann brenndan á torgum, en skyndilega var Danmörku fleygt inn í miðja Kambi á Þjórsárbökkum stendur til 2. júlí. Galleríið er opið kl. 13–18 alla daga nema miðvikudaga. Myndlist | Danski listamaðurinn Sam Jedig opnar sýningu í Galleríi Kambi á morgun Þegar danski fáninn brann Danmörk og íslam: Sam Jedig fyrir framan hluta af verkunum sem hann sýnir í Gallerí Kambi. Nánari upplýsingar um listamann- inn má finna á www.samjedig.dk. ÉG hef kvartað yfir því nokkrum sinnum að eitt fegursta verk tón- bókmenntanna, Vespers, eða Páskavaka eftir Rachmaninoff, væri aldrei sungið hér á landi. Það var því með sérstakri eftirvæntingu að ég fór á vortónleika Mótettukórs Hallgrímskirkju á mánudaginn, en þá flutti kórinn fimm þætti af fjór- tán (nr. 6, 8, 9, 10 og 11) úr þessari stórkostlegu tónsmíð. Skemmst er að segja frá því að frammistaða kórsins olli ekki von- brigðum. Heildarhljómurinn í kórn- um var unaðslega safaríkur og bassarnir, sem þurftu að syngja dýpri tóna en gengur og gerist, voru öruggir og kraftmiklir. Meira að segja tenórarnir, sem oftast eru veiki hlekkurinn í íslenskum kórum, sungu ákaflega fallega; sömuleiðis voru kvenraddirnar bjartar og tær- ar. Þetta skilaði sér í músíkupplifun sem var alveg einstök. Hörður náði að gæða flutninginn forneskjulegu andrúmslofti Austurkirkjunnar, en á sama tíma var svo gífurleg tilfinn- ingaólga í söngnum að maður fékk gæsahúð af hrifningu. Auðvitað var ekki allt fullkomið, t.d. hefði ýmislegt í níunda sálmin- um vel mátt vera öruggara, en það gerði sönginn bara mannlegri og þar sem stemningin var svo fylli- lega í anda Rachmaninoffs gerðu misfellurnar tónlistina bara meira spennandi en ella. Margt annað dásamlegt var á efnisskránni og stóð upp úr Njest svjat og Heruvimska pesma eftir Mokranjac, sem var svo seiðandi að eftirminnilegt var. Tónlist eftir Hristic og St. Nektarios af Aegina var líka hrífandi, en síst tvö stykki eftir Gorecki. Þar var tónmálið á barmi þess að vera barnalegt, en kórinn söng þau a.m.k. af viðeig- andi innlifun og tæknilegum yfir- burðum. Tveir einsöngvarar komu aðeins við sögu á tónleikunum, þeir Ne- bojsa Colic og Zophonías Jónsson, og stóðu báðir sig prýðilega. Þetta voru einstaklega skemmti- legir tónleikar; vonandi flytur Mót- ettukórinn alla Páskavöku Rachm- aninoffs næst! Seiðandi Rachmaninoff TÓNLIST Hallgrímskirkja Mótettukór Hallgrímskirkju flutti tónlist eftir Rachmaninoff, Gorecki, St. Nektar- ios af Aegina, Mokranjac og Hristic. Mánudagur 5. júní. Kórtónleikar Jónas Sen Í ÁR eru liðin 100 ár frá því fyrstu bækur Gunnars Gunnars- sonar komu út hjá Oddi Björnssyni á Akureyri. Það voru ljóðabækurnar Vor- ljóð og Móður- minning sem Gunnar fékk útgefnar aðeins 17 ára gamall, ári áð- ur en hann hélt til Danmerkur þar sem hann öðlaðist frægð og frama sem rithöf- undur. Munir, myndir og textar á sýningu Í tilefni 100 ára rithöfundar- afmælis Gunnars mun Gunnars- stofnun opna nýja sýningu um skáldið á Skriðuklaustri á morgun, 10. júní. Á sýningunni eru munir úr eigu skáldsins, myndir og textar sem varpa ljósi á Gunnar og verk hans. Við opnunina munu Daní- el Þorsteinsson píanó- leikari og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran flytja lög þriggja erlendra tón- skálda við kvæði Gunnars. Lögin voru samin á fyrri hluta síðustu aldar og hafa sum aldrei verið flutt opinberlega hér á landi. Bókmenntir | Ný sýning á Skriðuklaustri 100 ára rithöfundarafmæli Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Þú getur notað símann þinn til að ná í stakar fréttir og fréttayfirlit af mbl.is eða skráð þig í áskrift og fengið sms-fréttir sendar um leið og fréttin birtist á vefnum. Smelltu á á mbl.is og virkjaðu símann þinn. mbl.is – vinsælasti vefurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.