Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
D
weezil Zappa og fé-
lagar hans eru komnir
til landsins en tón-
leikar tileinkaðir föður
hans, undir nafninu
Zappa Plays Zappa, fara fram í
Hafnarhúsinu í kvöld. Með í för eru
þeir Napoleon Murphy Brock,
Terry Bozzio og Steve Vai; allt með-
spilarar Frank Zappa á sínum tíma.
Hér á eftir fer spjall við þann síð-
astnefnda.
Heyra má í Steve Vai í fyrsta sinn
á Zappa plötu árið 1981, en þá kom
Tinsel Town Rebellion út. Vai hafði
verið ráðinn til starfa af Zappa að-
eins átján ára gamall (Vai er fædd-
ur 1960) sem hafði hrifist af hæfi-
leikum þessa unga manns, en Vai
hafði sent Zappa nótnaútskriftir af
gítarsólóunum hans. Fáir standa
enda Vai snúning hvað tæknilega
færni á gítar varðar og toppar hann
iðulega lista gítartímarita yfir bestu
gítarleikara heims. Frank Zappa
kallaði Vai „Litla ítalska virtúósinn“
sinn og var sagður leika á glæfragít-
ar („stunt guitar“) á plötunum. Vai
hringdi í blaðamann frá Manchest-
er, en tónleikarnir fóru fram þar að
kvöldi 1. júní.
Tímalaus
– Hvernig hefur túrinn gengið
hingað til?
„Þetta er búið að ganga mjög vel
get ég sagt þér og ég er eiginlega
hálfhissa. Átti ekki von á að þetta
myndi ganga svona smurt. Dweezil
er virkilega að finna sig og það er
mjög gott að hafa Napoleon (Brock)
og Terry (Bozzio) með í þessu. Við
fáum mjög góð viðbrögð úr saln-
um.“
– Ég ætlaði einmitt að spyrja …
hvernig er áhorfendahópurinn sam-
settur?
„Þetta virðast mestmegnis vera
Frank Zappa aðdáendur. Ekki það
að allir séu þarna yfir fimmtugt, ég
myndi segja að þetta væri svona 25
ára og upp úr. Maður sér líka að
foreldrar eru að koma með af-
kvæmin sín með sér.“
– Já, tónlist Zappa virðist lifa
góðu lífi í dag …
„Þetta er tímalaus tónlist, það er
nú það sem er. Þannig tónlist samdi
Zappa. Hann stóð utan við alla
tísku, var í eigin heimi sem hefur
valdið því að tónlist hans lifir
áfram.“
– Hvernig brástu við þegar
Dweezil hafði samband við þig?
„Ég varð strax spenntur, úr því
að þetta kom frá honum og fór þeg-
ar að velta því fyrir mér hvernig
hægt væri að útfæra þetta nægilega
smekklega. Svo þurfti ég að athuga
hvort ég gæti losað mig á þessum
tíma, og sem betur fer gat ég opnað
pláss í dagbókinni. Ég elska að spila
tónlistina hans Frank og þetta því
kjörinn vettvangur til þess.“
– Þú varst mikill aðdáandi Zappa
áður en þú gekkst til liðs við hann
var það ekki?
„Jú, mjög mikill. Ég hafði alltaf
haft mikinn áhuga á að semja tónlist
og skapa hana, í raun meiri en að
spila á hljóðfæri. Ég var eitthvað að
bisa við að blanda spotti og spéi við
þessar smíðar mínar þannig að þeg-
ar ég heyrði í Zappa í fyrsta skipti
var það algerlega málið. Ég hafði
heyrt um manninn áður, en það var
ekki fyrr en á unglingsárum sem ég
fór að komast inn í tónlistina hans.“
– Og svo gekkstu í sveitina hans?
„Já. Ég var afskaplega ungur.
Var átján ára þegar ég byrjaði að
vinna fyrir hann og tvítugur þegar
ég fór að spila með honum.“
– Og hvernig var að vinna fyrir
þennan mann?
„Fyrstu árin var ég algerlega út-
slitin, allir þessir túrar og enda-
lausar æfingar. Zappa hafði mjög
ákveðna sýn á hlutina, það var allt á
hreinu og hann sætti sig aldrei við
að ekki væri hægt að koma ein-
hverju í gegn, sem var eitt af því
fjölmarga í hans fari sem veitti
manni innblástur. Ég gaf mig 100%
í þetta og meira til, ég lagði mig
fram við að skila meiru af mér en
ætlast var til. Málið var að ef þú
varst að standa þig þá varstu „inni“.
Zappa var góður yfirmaður, hann
ræddi við þig rólega og gaf af sér og
hlustaði jafnframt á allt það sem þú
hafðir fram að færa.“
Kaffi takk
– Sumir myndu segja að þetta
væri þversögn, að rokk og ról gangi
ekki út á agaðar æfingar þar sem
menn drekka bara kaffi. Mér hefur
alltaf þótt merkilegt að Zappa
snerti aldrei áfengi eða eiturlyf, sér-
staklega miðað við tónlistina sem
hann var að gera í upphafi ferils
síns …
„Já, þetta er nefnilega ekki svona
einfalt. Ég þekki brjálaða rokkara
sem eru skraufþurrir og svo verð-
bréfasala sem eru alkóhólistar. Ég
þekki menn sem ráða vel við
drykkjuna og eru að gera góða hluti
í tónlist og svo edrú fólk sem er ein-
hvers staðar út í móa. Ég sjálfur
snerti ekki á neinum eiturlyfjum.
En hvað tónlist Zappa varðar kom
eitthvað sull ekki til greina. Í fyrsta
lagi, hann hefði séð það strax og
rekið þig á staðnum og í öðru lagi er
ekki hægt að spila þessa tónlist
undir áhrifum. Hún er einfaldlega
það krefjandi.“
– Hvaða Zappa-plata sem þú spil-
aðir inn á er í uppáhaldi hjá þér?
„Húfff! … já þú segir nokk-
uð … látum okkur sjá … The Man
from Utopia og Ship Arriving Too
Late to Save a Drowning Witch eru
fínar en annars á ég erfitt með að
pikka út einhverja eina.“
– Nú ert þú sjálfur á fullu sem
sólólistamaður, kom ekki plata út í
fyrra?
„Jú jú, hún (Real Illusions:
Reflections) er fyrsti hluti verks
sem verður í þremur hlutum. Eftir
Zappa play Zappa fer ég svo heim
til að ganga frá upptökum frá Hol-
landi, en ég og Metropole sinfón-
íusveitin fluttum efni eftir mig í
Hollandi í maí 2004. Ég var mjög
ánægður með útkomuna úr því.“
– Þegar þú horfir til baka, myndir
þú segja að samstarf þitt við Frank
Zappa hafi virkað sem stökkpallur á
þinn eigin feril?
„Vissulega, en á svo margvíslega
vegu. Að hafa spilað með Frank
Zappa veitir öllum sem það hafa
gert ákveðið brautargengi, því
fylgir gæðastimpill. Ég sem hljóð-
færaleikari bætti mig gríðarlega en
maður öðlaðist líka hollt og gott
vinnusiðferði. Frank Zappa var
ótrúlegasti maður sem ég hef á ævi
minni kynnst, sannur snillingur.
Hann hafði magnaða sýn á það
hvernig átti að fara að hlutunum og
oft fylgdist maður einfaldlega agn-
dofa með og reyndi að láta þetta
hafa áhrif á sig. Hann var „með
þetta“ („He was On it!“) ef þú veist
hvað ég meina …“
Tónlist | Steve Vai spilar á Zappa plays Zappa-tónleikunum sem fram fara í Hafnarhúsinu í kvöld
„Ótrúlegasti maður sem ég
hef á ævi minni kynnst“
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is ’Þetta er tímalaus tón-list. Þannig tónlist
samdi Zappa. Hann stóð
utan við alla tísku.‘
Fáir standa Steve Vai snúning hvað tæknilega færni á gítar varðar og
toppar hann iðulega á lista gítartímarita yfir bestu gítarleikara heims.
Miðasala á Zappa plays Zappa fer
fram í Máli og menningu á Lauga-
vegi, Pennanum á Akureyri, Hljóð-
húsinu á Selfossi, Hljómvali í
Keflavík, Tónspili í Neskaupstað
og á citycentre.is. Tónleikarnir
fara fram í Hafnarhúsinu í kvöld.
Húsið verður opnað kl. 20 og tón-
leikarnir hefjast um hálftíma síðar.
www.rr.is.
Hvað segirðu gott?
Höfuðið er viðkvæmt þar sem ég
eyddi sjö tímum í hárgreiðslu í gær,
annars er ég brött.
Á ekki að skella sér á Ritskoð-
arann sem sýndur er í nýbyggðu
leikhúsi úti á Granda? (spurt af síð-
asta aðalsmanni, Stefáni Halli Stef-
ánssyni leikara)
Flugið er ansi langt en ég skal
hugsa málið.
Kanntu þjóðsönginn?
Heldur betur. Hef kunnað hann
frá unga aldri og það gefur mér mikið
ljós í hjarta að syngja hann. Hef
sjaldan fengið tækifæri til þess upp á
síðkastið svo ég verð að búa það til.
Hvenær fórstu síðast til útlanda
og hvert?
Ja, þar sem ég bý í Los Angeles, þá
verð ég að segja til Íslands. Voða fal-
legt, það ættu allir að gefa sér tíma til
að fara þangað.
Uppáhaldsmaturinn?
Ferskur fiskur og íslenskur lakkr-
ís. Þó ekki saman.
Bragðbesti skyndibitinn?
Twister-máltíðin á KFC. Fæst á
flestum KFC-stöðum í heiminum.
Besti barinn?
Dimmir staðir sem selja ákavíti.
Það er oftast heima hjá mér. Voða
kósí.
Hvaða bók lastu síðast?
Datt í nokkrar í einu eftir tvo sælu-
daga í uppáhaldsbókabúðinni minni í
LA, Book Soup: The Wisdom of the
Heart eftir Henry Miller, Gods and
Myths of Northern Europe eftir
H.R. Ellis Davidson, Story of O eftir
Pauline Reage og Lee Miller, A Life
eftir Carolyn Burke.
Hvaða leikrit sástu síðast?
Maríubjölluna hjá LA. Það er
ósköp fátt um góð leikhús í Borg
englanna. Enda hafa flestir leikarar
svo mikið að gera á kaffihúsum.
En kvikmynd?
Baraka, Ron Fricke-mynd. Uppá-
haldsmynd manns sem ég er að
reyna að heilla. Gengur hægt. En það
var nú varla spurt að því. Einstök
mynd.
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Voodoo Child, Jimi Hendrix, og
The Best of Massive Attack.
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Útvarpið hér gerir mig alveg vit-
lausa.
Besti sjónvarpsþátturinn?
House med Hugh Laurie. Hann er
sniðugur.
Gætirðu hugsað þér að taka þátt í
raunveruleikaþætti í sjónvarpi?
Nei, það er ekki „upp mitt stræti“
eins og sagt er á fínni íslensku. Er
stundum límd yfir þeim sjálf, helst
American Idol.
G-strengur eða venjulegar nær-
buxur?
G-strengur. Alltaf. Það verður
horft á rassinn á mér því hann er svo
lögulegur, ekki af því að hann prýða
nærbuxnalínur. Sjáðu til, lífið snýst
um að forgangsraða. Maður á að gefa
sér tíma til að hugsa út í svona hluti.
Helstu kostir þínir?
Ég er þolinmóð og ákveðin. Lít út
fyrir að vera sallaróleg en verð svo
vitlaus þegar þú átt síst von á því.
Svo er ég trygg mínum nánustu.
En gallar?
Þegar mér finnst ég vera svikin er
ég stundum fljót að bíta frá mér.
Þrjósk, stolt og stundum svolítið tor-
tryggin en það er nauðsynlegt í mínu
starfi.
Besta líkamsræktin?
(Aníta ræskir sig) Jóga held ég
bara, eða flamenco. Allt verður að
vera voða stinnt.
Hvaða ilmvatn notarðu?
Það heitir Black Tuberose, kemur í
afar fallegri lítilli flösku með skrúf-
tappa sem fer svo inn í svarta leð-
urpyngju. Er allt of dýrt en ilmar al-
veg undarlega vel.
Ertu með bloggsíðu?
Nei. Þeir sem þurfa að vita um
mínar ferðir gera það þegar.
Pantar þú þér vörur á netinu?
Ég panta bækur á Amazon, svo er
síða sem selur kasmírvörur á 50% af-
slætti sem ég nota stundum þegar ég
er einmana, sem er mjög sjaldan.
Flugvöllinn burt?
Ætli það sé ekki kominn tími á það.
Tímarnir breytast og mennirnir með.
Hvers viltu spyrja næsta að-
alsmann?
Mállaus prins eða vinsæll úti-
gangsmaður?
Íslenskur aðall | Aníta Briem
Mikill bókaormur
Aðalskona vikunnar er ung og upprennandi leik-
kona sem var á dögunum ráðin til að leika á móti
Brendan Fraser í kvikmyndinni Journey 3-D sem
gerð er eftir frægri skáldsögu Jules Vernes, Æv-
intýri Snæfellsjökuls: för í iður jarðar. Áætlað er
að myndin verði frumsýnd næsta sumar.
„Ferskur fiskur og íslenskur lakkrís. Þó ekki saman.“