Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 68

Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 68
OFURSPORTBÍLLINN Ford GT var frumsýndur opinberlega á Íslandi í gær á flugvellinum á Akureyri. Arngrímur Jó- hannsson flugstjóri fékk fyrstur að keyra tryllitækið á flug- Morgunblaðsins í dag en Fordinn er talinn einn þekktasti kappakstursbíll síðari tíma. Var hann fyrst kynntur til sög- unnar fyrir rúmum fjörutíu árum. brautinni og flaug að því loknu á listflugvél sinni yfir bílinn þegar annar kappsamur ökuþór var sestur undir stýri. Nánar er fjallað um þetta hraðskreiða ökutæki í Bílablaði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arngrímur flýgur fram úr ofursportbíl ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi GRUNNSKÓLAKRÖKKUM í Hamraskóla og lögregluþjónum í Grafarvogi var í gær boðið til pylsuveislu við verslun 10–11 í Hamrahverfi. Tilefni veislunnar var að grunnskólakrakkarnir höfðu staðið við orð sín um að hætta ólát- um fyrir utan verslunina. Í vetur bárust lögreglu margar kvartanir vegna óláta krakka, sem flestir voru nemendur í Hamra- skóla, fyrir utan verslunina. Brugð- ið var á það ráð að halda fund þar sem komu saman nokkrir krakk- anna ásamt fulltrúum foreldra, verslunarinnar og lögreglu. Á fundinum var ákveðið að ef ólát- unum lyki og krakkarnir héldu friðinn myndi verslunin standa fyr- ir pylsuveislu fyrir þá og lögregl- una. Auk þess var ákveðið að fulltrúar lögreglu heimsæktu nem- endur 4.–7. bekkjar Hamraskóla og fræddu þá um lögin. Vonandi árlegur viðburður Samningurinn virðist hafa verið efndur að fullu því að í gær gæddu nemendur skólans og lög- regluþjónar sér á pylsum og héldu upp á þessar sögulegu sættir. Að sögn Sævars Ström, versl- unarstjóra 10–11 í Hamrahverfi, er ekki útilokað að veisla sem þessi verði að árlegum viðburði. Vonandi munu krakkarnir halda góðri hegðun áfram en ekki hugsa sem svo að nú séu samningar laus- ir. Átakið í Hamrahverfinu, sem virðist hafa tekist með eindæmum vel, gæti orðið öðrum skóla- umdæmum góð fyrirmynd í fram- tíðinni. Morgunblaðið/Golli Grunnskólakrakkar, lögregluþjónar og starfsmenn verslunarinnar í pylsuveislunni, sem hugsanlega verður árlegur viðburður hér eftir. Hættu ólátum í Hamrahverfi og fengu pylsuveislu að launum Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is LANDEIGENDUR við Jökulsá á Brú, Jökulsá á Fljótsdal og Kelduá á Fljótsdalshéraði fara fram á 60 til 96 milljarða bætur vegna vatns- réttinda fyrir Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun metur þessar bætur á 375 milljónir króna hið hæsta. Hér er um geysilegan mun á bóta- fjárhæð að ræða sem orsakast af mismunandi aðferðafræði við út- reikning. Lögmenn landeigenda segja grundvallaratriði að mats- nefnd sem skipuð hefur verið til að úrskurða um málið finni heppileg- ustu aðferðafræðina til grundvallar mats á endurgjaldi til landeigenda, en um nokkrar leiðir sé þar að velja og þurfi að horfa til þess hvort reikna eigi út frá núvirtu sjóðstreymi virkjunarinnar eða nú- virtum arði. Forsendur útreikninga hafi breyst í kjölfar nýrra raforkulaga og þess að stofnkostnaður virkj- unarinnar sé hugsanlega um 20 milljörðum lægri en áætlun Lands- virkjunar gerði ráð fyrir, m.a. vegna hagstæðs gengis á undan- förnum misserum. Landsvirkjun telur kröfur landeigenda óraun- hæfar með öllu og byggir það mat á eldri fordæmum, almennum laga- sjónarmiðum og sérsjónarmiðum varðandi virkjunina. Tuga milljarða munur á vatnsréttindakröfum  Telja 60 milljarða | 12 Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/RAX KVENNAHLAUP ÍSÍ, í samstarfi við Sjóvá og UNIFEM, fer fram á morgun og er gert ráð fyrir því að hátt í 18.000 konur taki þátt í því. Konurnar á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni tóku forskot á sæl- una í gær og hlupu fyrsta Kvennahlaupið í ár. Síðasta hlaupið er fyrirhugað í Kanada 24. júní nk. en flest hlaupin sem íslenskar konur erlendis skipu- leggja fara fram 17. júní og eru þá fléttuð saman við mannamót Íslendingafélaga á þjóðhátíð- ardaginn. | 14. Tóku forskot á Kvenna- hlaupið LANDSFLUG ehf. hefur ekki staðið skil á greiðslum í eftirlaunasjóð flug- manna félagsins síðan um síðustu áramót og ekki greitt félagsgjöld í stéttarfélagið eins og því ber sam- kvæmt kjarasamningi, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna. Þá sé útlit fyrir að Landsflug leggi upp laupana í núverandi mynd en rekst- ur félagsins hafi verið seldur til Flugfélags Vestmannaeyja. Í fréttabréfinu segir jafnframt að um síðustu mánaðamót hafi einn flugmanna félagsins ekki fengið greidd laun, skömmu eftir að allir sem sinna innanlandsflugi félagsins, 11 flugmenn, fengu uppsagnarbréf. „Ástæða uppsagnanna er sögð vera sala á rekstrinum til Flugfélags Vestmannaeyja, en slík uppsögn er ólögleg samkvæmt mati lögfræðings FÍA,“ segir þar ennfremur. Telja upp- sagnir hjá Landsflugi ólögmætar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.