Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MS drykkjarvörur í útileguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. HERT EFTIRLIT Landsvirkjun og verktakar á Kárahnjúkasvæðinu hafa efnt til öfl- ugra eftirlits með framkvæmda- svæðum auk þess sem löggæsla hef- ur verið aukin. Mikill straumur ferðamanna leggur nú leið sína um svæðið auk þess sem virkjunar- andstæðingar hafa efnt til mótmæla þar. Nýr smábarnaskóli Smábarnaskóli fyrir börn á aldr- inum 12–24 mánaða verður opnaður við Ránargrund í Garðabæ á þessu ári. Hjallastefnan ehf. mun reka skólann. Með þessu vill bærinn koma til móts við foreldra sem ekki fá inni hjá dagforeldrum og munu 25–30 börn fá pláss í nýja skólanum. Skýrsla um göng til Eyja Áætlaður kostnaður við gerð 18 km jarðganga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands er 19,4 milljarðar króna að undanskildum kostnaði við rannsóknir, hönnun og fjármögnun verksins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norska ráðgjafarfyrirtæk- isins Multiconsult sem kynnt var á fundi Ægisdyra, félags áhugafólks um vegtengingu milli lands og Eyja, í gær. Heildarkostnaður er áætlaður 20–25 milljarðar króna. ESB býður friðargæslulið Javier Solana, aðaltalsmaður Evr- ópusambandsins í utanríkismálum, sagði í gær að sambandið væri tilbú- ið að senda friðargæsluliða til Suður- Líbanons ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði friðargæsluna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf í gærkvöldi út yfirlýsingu þar sem það lætur í ljós miklar áhyggjur af árás Ísraela sem kostaði fjóra eftir- litsmenn samtakanna í Líbanon lífið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Bréf 28 Úr verinu 13 Minningar 32/39 Erlent 14/15 Myndasögur 42 Minn staður 16 Dagbók 42/45 Höfuðborgin 17 Víkverji 42 Austurland 18 Staður og stund 44 Landið 18 Leikhús 46 Akureyri 19 Bíó 50/53 Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 54 Menning 22/23 Veður 54 Umræðan 24/31 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %            &         '() * +,,,                            HERMANN Guðmundsson, for- stjóri Essó, segir hugmyndir um að finna nýjan stað fyrir væntanlega bensínstöð fyrirtækisins vera of seint fram komnar. Nú bíði verktakar eftir því að byrja, húsnæðið sjálft sé tilbú- ið og fyrir liggi skriflegir samningar. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavíkur- borgar, hefur lýst því yfir að vilji standi til þess að ræða við forsvars- menn Essó á næstunni og kanna hvort lausn geti náðst í málinu. Eins og fram hefur komið fékk Essó lóðina gegn því að láta af hendi lóð sína við Geirsgötu þar sem fyrirtækið rekur bensínstöð í dag en stöðin þarf að víkja vegna byggingar tónlistarhúss. Auk lóðaúthlutunarinnar fékk Essó greiðslu í staðinn fyrir lóðina á Geirs- götu. Hermann segir að fyrirtækinu hafi ekki borist formlegt erindi hvað þetta varðar, þó þeir séu alltaf tilbúnir til viðræðna við borgaryfirvöld. Hafi þeir ekki haldbærar lausnir bendi ekkert til annars en að af byggingu bensínstöðvarinnar verði. Essó missir lóðina 2016 Leyfi Essó til að reka bensínstöð á svæðinu er aðeins til tíu ára og renn- ur það út árið 2016 en þá mun Land- spítalinn taka yfir lóðina. Hermann segir að þetta skilyrði hafi legið fyrir frá byrjun en segist ekki geta sagt til um það í dag hvert stöðin fari að þeim tíma liðnum. Hann reiknar með að það verði rætt þegar þar að kemur enda verði þá orðið ljósara hvernig skipulagi í Vatnsmýrinni verði háttað. Hermann segir að ef gert verði ráð fyrir íbúa- byggð á svæðinu komi til greina að færa stöðina þangað. Fyllsta öryggis gætt Þegar Hermann er inntur eftir því hvort það geti ekki skapað hættu að byggja bensínstöð í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar, segir hann að allir tankar stöðvarinnar séu neðan- jarðar og fyllsta öryggis sé gætt. Áhyggjur manna ættu frekar að beinast að flugvellinum sjálfum þar sem margfalt meira af eldsneyti sé geymt, að sögn Hermanns. Hann ítrekar að bensínstöð á borð við þá sem Essó hyggst reisa sé fyrst og fremst þægindavöruverslun sem selji bensín. Þannig hafi rekstur bensín- stöðva þróast á undanförnum árum og snúist mun meira um sölu á ýmiss konar þægindavarningi heldur en bensíni. Aðspurður um mótmæli íbúa við Sóleyjargötu og víðar segir Hermann að mótmæli sem þessi séu algeng í dag þegar nýjar byggingar rísi í hverfum. Þá telji íbúar sem fyrir eru að þeir verði fyrir ónæði og það sé út af fyrir sig skiljanlegt en Hermann segir að mótmælin sem slík hafi ekki áhrif á áform fyrirtækisins. Hermann Guðmundsson, forstjóri Essó, segir að bensínstöðin við Hringbraut rísi Hugmyndir um nýjan stað of seint fram komnar Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Forstjóri Essó segir hugmyndir um nýja staðsetningu bensínstöðvar of seint fram komnar. Húsnæðið sé tilbúið og fyrir liggi skriflegir samningar. ROKKGOÐSÖGNIN Patti Smith er væntan- leg aftur til Íslands. Hún mun halda tónleika í Há- skólabíói hinn 5. septem- ber ásamt Lenny Kaye. Tónleikarnir verða óraf- magnaðir og áhersla lögð á mikla nánd við áhorf- endur. Einnig mun Patti flytja nokkur af ljóðum sínum, en ljóðakvöld hennar hafa víða slegið í gegn. Patti Smith kom ásamt hljóm- sveit sinni og hélt að margra dómi ógleymanlega tónleika á Nasa hinn 6. september í fyrra. Fengu þeir mjög góða dóma hjá hérlendum gagnrýnendum. Höfðu þeir á orði þetta hefðu verið einir bestu tón- leikar sem haldnir hafi verið hér á landi. Í fréttatilkynningu segir að Patti hafi aldrei verið fyrir að end- urtaka sig „og þar sem hún kolféll fyrir landi og þjóð síðast vildi hún gera eitthvað sérstakt í næstu heimsókn sinni hingað til lands“. Patti Smith á að baki um 30 ára feril og hefur hún verið mikill áhrifa- valdur í rokksögunni. Hún þykir ekki síðra ljóðskáld en tónlistarmaður og hefur gefið út nokkrar ljóðabækur. Eins hefur hún leikið jafnt á sviði og í kvik- myndum. Mörg laga hennar hafa verið notuð í kvikmyndum. Þá er Patti virtur ljósmyndari og teikn- ari og hafa komið út bækur með verkum hennar auk þess sem hún hefur haldið sýningar á myndum sínum. Í athugun er að halda hér sýningu á ljósmyndum hennar um sama leyti og tónleikarnir fara fram. Patti Smith snýr aftur til Íslands FERÐAFÉLAG Íslands vígði í gær- kvöld nýja brú yfir ána Farið. Með þessari nýju brú opnast leið frá Hvít- árnesi til svæðisins í kringum Hlöðu- fell og má segja að ferðamönnum á svæðinu opnist fjölmargir nýir möguleikar til gönguferða um svæð- ið fyrir vestan Langjökul. Það þykir einkar fagurt og hefur verið nokkuð vinsælt meðal ferðamanna. Áin er vestan við Einifell og hefur verið mikill farartálmi fyrir þá sem leið hafa átt um svæðið og hafa nokkrir látið lífið í straumharðri ánni. Ferðafélagið lét reisa brúna og naut aðstoðar ýmissa aðila, meðal annars Pokasjóðs, en Björgunarfélag Ár- borgar sá um framkvæmdina. Tölu- verð vinna getur farið í að reisa brú sem þessa enda brúarstæðið í tals- verðri fjarlægð frá mannabyggð. Farið brúað Ljósmynd/Egill Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.