Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ … til dæmis jógúrt sem blandað er saman við viskí sem drukkið er úr hol- aðri gúrku eða frosnum sojabauna- drykk í leðurstígvélum … “ Lesbók heimsækir Jason Rhoades Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Í NÝRRI skýrslu norska ráðgjafarfyrirtæk- isins Multiconsult kemur fram að áætlaður kostnaður við gerð 18 km jarðganga milli Vest- mannaeyja og Landeyjasands sé 19,4 millj- arðar króna. Í þessari tölu er ekki innifalinn kostnaður við rannsóknir, hönnun eða fjár- mögnun verksins. Á grundvelli þessara upplýs- inga áætlar stjórn Ægisdyra, sem bað um að skýrslan væri unnin, að kostnaður við göng til Eyja sé á bilinu 20–25 milljarðar. Skýrslan er unnin af Sverre Barlindhaug jarðverkfræðingi, en hann býr yfir víðtækri reynslu af jarðgangarannsóknum víðs vegar um heiminn. Einnig hafa Ármann Höskulds- son, jarðfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Birgir Jónsson, prófessor í jarðverkfræði við Háskóla Íslands, aðstoðað Sverre varðandi jarðfræði svæðisins. Í inngangi að skýrslunni er tekið fram að hún sé byggð á „fyrirliggjandi þekkingu á jarð- fræði svæðisins“. Skýrslan byggist því ekki á nýjum jarðfræðirannsóknum. Byggt er á þeirri forsendu að göngin liggi frá höfninni í Heimaey að Krossi í A-Landeyjum en það er mat skýrsluhöfunda að við Kross séu aðstæður einna bestar. Fyrstu 400 metrar ganganna við Kross verða þó að öllum líkindum flóknasti hluti ganganna, en um 40 metra þykk setlög eru ofan á berginu. Hvaða aðferð verður beitt þar kemur ekki í ljós fyrr en fyrir liggja betri upplýsingar um setlögin og þykkt þeirra. Í kostnaðarmatinu er reiknað með heil- steyptum göngum á þessum hluta þeirra. Þegar búið er að fara í gegnum þennan fyrsta hluta taka við 14,6 km þar sem farið er í gegnum hefðbundið fast berg. Þá taka við 3 km þar sem fara þarf í gegnum laus setlög þar sem bergið þarfnast mjög mikilla styrkinga. Frekari rannsókna þörf Í skýrslunni er tekið fram að frekari jarð- fræðirannsókna sé þörf áður en hægt er að leggja drög að hönnun ganganna. Þessar rann- sóknir verði að sýna fram á gerð setlaga við gangamunnann landmegin og í bergmassanum í norðurfjöllunum á Heimaey, þar sem áætlað er að göngin komi upp. Frekari rannsókna á sjávargrunninum milli lands og Eyja er einnig þörf. Tekið er fram að fyrsta skref í frekari rannsóknum sé að rannsaka betur jarðlögin á meginlandinu, þ.e. á Landeyjasandi. Í skýrslunni er skoðað sérstaklega hvort hægt sé að bora göngin með risaborum og komist að þeirri niðurstöðu að það sé of áhættusamt. Þegar borinn fari í gegnum laus jarðlög sé hætt við að leki aukist og sú hætta sé fyrir hendi að borinn fari á kaf og búnaður eyðileggist. Þess vegna er mælt með notast verði við hefðbundna bortækni, þ.e. borun og sprengingar. Notast var við þessa aðferð við gerð Hvalfjarðarganga. Hins vegar þarf flókn- ari og dýrari aðferð við Kross vegna setlaga sem þar eru. Í skýrslunni segir að kostnaðarmat við gerð 18 km langra jarðganga þar sem beitt er hefð- bundinni aðferð hafi verið undirbúið af Svein E. Kristiansen frá NCC Construction AS. Tek- ið er fram að kostnaðarmatið nái aðeins til gerðar jarðganganna en ekki kostnaðar við rannsóknir, hönnun eða undirbúning útboðs, fjármagnskostnaðar eða stjórnunarkostnaðar. Áætlaður er sérstaklega verktakakostnaður, kostnaður við gerð 400 m steyptra ganga í landi, 14,6 km ganga sem eru styrkt með hefð- bundnum hætti og 3 km styrktra ganga næst Heimaey. Niðurstaðan er að gerð ganganna kosti 1.615 milljónir norskra króna eða 19,4 milljarða íslenskra króna. Raunhæfur kostur Ægisdyr segja í tilkynningu um skýrslu Multiconsult að niðurstöðurnar sýni mjög skýrt að jarðgöng milli lands og Eyja séu sá kostur sem samgönguyfirvöld eigi að leggja mikla vinnu í á næstu mánuðum. „Ægisdyr hafa frá upphafi haldið því á lofti að nauðsyn er á því að ljúka nauðsynlegum jarðfræðirannsóknum á svæðinu áður en end- anleg ákvörðun er tekin um framhaldið. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir eru eftir rannsóknir sem verða hluti af heildarverkinu enda lýkur rannsóknarferli jarðganga aldrei fyrr en búið er að bora göngin. Einnig staðfestir skýrslan að sú stærð- argráða sem félagið hefur haldið fram með framkvæmdakostnað er á rökum reist. Miðað við tölur úr skýrslunni má áætla að þegar allur kostnaður hefur verið tekinn inn í verkið sé verið að tala um að göngin kosti á bilinu 20–25 ma.kr. Ægisdyr hafa áður sýnt fram á að með þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir árlega vegna Herjólfs og með innkomu af áætluðu veggjaldi í göngin þá munu göngin greiðast upp á um 40 árum. Þá er ekki tekið tillit til þeirra gríðarmiklu áhrifa sem göngin myndu hafa á samfélagið í Vestmannaeyjum og í ná- grannasveitarfélögunum á Suðurlandi. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur áð- ur sýnt fram á í skýrslu sinni frá árinu 2004 að göng milli lands og Eyja megi kosta allt að 30 ma.kr. án þess að útgjöld ríkissjóðs vegna sam- gangna við Vestmannaeyjar aukist á 30 ára tímabili.“ Kostnaður áætlaður 19,4 milljarðar ÆGISDYR, félag áhugafólks um veg- tengingu milli lands og Eyja, boðaði til kynningarfundar í gær vegna skýrslu norska fyrirtækisins Multi- consult um jarðgöng til Eyja. Ingi Sigurðsson, formaður Ægis- dyra, kynnti niðurstöður skýrslunnar og sagði að Ægisdyr hefðu alla tíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð. Ingi átti sæti í starfshópi samgönguráð- herra um bættar samgöngur sem skilaði af sér á dögunum en þar var meginniðurstaðan sú að stefna á Bakkafjöru og jarðgöng nánast blásin út af borðinu. Sagði Ingi að niður- staða hópsins hefði valdið sér miklum vonbrigðum. Sverre Barlindhaug jarðverkfræðingur, sem vann skýrsl- una fyrir hönd Multiconsult, hefði haft Birgi Jónsson, prófessor í jarð- verkfræði við Háskóla Íslands, og Ár- mann Höskuldsson, jarðfræðing við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sér innan handar við vinnslu gagna og með aðkomu þeirra væri tryggt að skýrslan væri unnin á faglegum nót- um. Eins benti Ingi á að Multiconsult hefði mikla reynslu á þessu sviði. Fram kom í máli Inga að Sverre Barlindhaug hefði komið til Eyja og kynnt sér aðstæður áður en skýrslan var unnin og það væri meira en fyrri skýrsluhöfundar hefðu gert. Sagði hann að Ægisdyr hefðu séð sig knún- ar til að svara fyrri skýrslum á fagleg- um nótum og viðurkenndi að ákvörð- un Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að stefna á Bakkafjöru hefði valdið sér miklum vonbrigðum. Skýrsla starfshópsins hefði ekki gefið tilefni til ákvarðana- töku strax en Ingi hefur látið hafa það eftir sér að það væri engu líkara en Sturla hefði skipað starfshópinn með nokkrum Eyjamönnum innanborðs til að hengja heimamenn á þá ákvörð- un og þá sérstaklega formann Æg- isdyra, félags um jarðgangagerð. Ingi lagði mikla áherslu á að fjár- magn til að ljúka rannsóknum með borun kjarnaholna annars vegar við Heimaey og hins vegar við Kross í Landeyjum fengist. Það væri lykilat- riði til að hægt væri að meta kostn- aðinn enn nákvæmar. Hann sagðist ekki vita hver kostnaður væri við slíka borun en kostnaðartölur hefðu heyrst sem væru á bilinu tuttugu til fjörutíu milljónir króna. Sagðist Ingi vilja að fagaðilar sem sæju um slíka borun svöruðu til um kostnaðinn. Rétti tíminn til að klára þær rann- sóknir væri nú á meðan unnið væri úr rannsóknum við Bakkafjöru. Í skýrslunni segir að við kostnaðar- áætlun sé miðað við gögn frá Sven Erik Kristiansen hjá NCC en hann kom til Eyja fyrir tæpum tveimur ár- um með sínar kostnaðartölur. Að- spurður um málið sagði Ingi að eftir að Sverre var búinn að kynna sér öll gögn hefði verið haft samráð við Sven Erik um kostnaðaráætlun sem hann hafði þegar unnið. Má segja að sú kostnaðaráætlun hefði verið uppfærð. Einn þingmaður mætti Ægisdyr boðuðu sérstaklega þing- menn, bæjarstjórnarmenn og blaða- menn á fundinn en aðeins einn þing- maður, Guðjón Hjörleifsson, mætti. Sagðist Ingi skilja það að nokkru leyti miðað við tímasetningu en margir eru nú í fríi en þó hefði verið skemmti- legra ef að minnsta kosti þriðjungur þingmannanna hefði látið sjá sig. Ingi sagði gríðarlega mikilvægt að fá þing- menn kjördæmisins sem og bæjaryf- irvöld í Vestmannaeyjum í lið með Ægisdyrum að fá það fjármagn sem þarf til að klára þessar rannsóknir. Töluverð umræða kom upp um kostnaðartölur ríkisvaldsins annars vegar vegna jarðganga og hins vegar Bakkafjöru. Skýrsla frá samgönguyf- irvöldum sýndi kostnað upp á sjötíu milljarða og áður hafði komið fram skýrsla sem einnig var unnin fyrir samgönguráðuneytið sem sýndi kostnað upp á tæpa fjörutíu milljarða. Þær skýrslur sem Ægisdyr hafa látið vinna hafa sýnt kostnað innan við þrjátíu milljarða en það eru mörkin sem Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands hefur sett til að göngin verði þjóðhagslega hagkvæm. Þegar rætt hefur verið um Bakkafjöru hefur að- eins ein tala verið í loftinu en það er kostnaður upp á sex milljarða. Inga Sigurðssyni finnst þetta ekki faglegt, enda ekki einu sinni búið að ákveða stærð á skipinu né stærð hafn- arinnar. Faglegra hefði verið að setja fram tölu á einhverju bili og þá væri mark takandi á þessu. „Það er ekki hægt að skilja við umræðuna um jarð- göng með tölum á þessu millibili, 40 til 70 milljarðar. Þú myndir ekki fara í húsbyggingu ef kostnaðaráætlun sýndi að það gæti hlaupið á milli 40 og 70 milljóna að byggja það. Ég mundi alla vega ekki skrifa upp á lán fyrir svoleiðis,“ sagði Ingi en hann starfar sem útibússtjóri Glitnis í Eyjum. Fjármagn þarf til að ljúka rannsóknum Ingi Sigurðsson Morgunblaðið/Sigurgeir Það var þétt setið á kynningarfundinum á Kaffi Kró. Birgir Jónsson Ný skýrsla norsks ráðgjafarfyrirtækis um jarðgöng til Vestmannaeyja kynnt í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.