Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÍÐASTLIÐIÐ ár hefur umræða
um málefni lögreglu verið afar áber-
andi í fjölmiðlum landsins. Það hefur
verið áhugavert að fylgjast með
þeirri miklu umfjöllun enda ýmsir
fróðir menn sem hafa af
mikilli þekkingu sett
fram mikilvæg sjón-
armið um umræðuefn-
ið. Það sem hefur hins
vegar skemmt faglega
og fræðilega umfjöllun
eru fullyrðingar sjálf-
skipaðra sérfræðinga
sem hafa tjáð sig fjálg-
lega um hinar ýmsu
hliðar málefnanna og
kastað fram fullyrð-
ingum sem komið hafa í
veg fyrir heilbrigðar og
eðlilegar umræður um
hvað bæta megi í umhverfi lögreglu.
Að mati undirritaðs er algengara en
ekki að umfjöllun um málefni lög-
reglu einkennist af lélegum og ómál-
efnalegum málflutningi. Skoðum
nokkur dæmi.
Nýlegt dæmi er umfjöllun um
stofnun öryggislögreglu í einhverju
formi á Íslandi. Dómsmálaráðherra
fékk óháða sérfræðinga í lögreglu- og
hryðjuverkamálum á vegum Evrópu-
sambandsins til að gera úttekt á ís-
lensku lögregluumhverfi með það að
markmiði að leggja til breytingar
væru þær nauðsynlegar vegna ör-
yggis íslenskra borgara eða al-
þjóðaskuldbindinga íslenska ríkisins.
Niðurstaða þessara sérfróðu aðila um
uppbyggingu lögreglu var kynnt fjöl-
miðlum fyrir skemmstu. Þar kom
m.a. fram að nauðsynlegt væri fyrir
Íslendinga að setja á stofn öryggis-
lögreglu í einhverju formi þannig að
tryggt væri að lögreglu væri mögu-
legt að halda uppi öryggi og reglu
með tilliti til breyttra tíma og þjóð-
félagsaðstæðna. Í stað þess að ræða
kosti og galla skýrslunnar og leggja
faglegt mat á nauðsyn stofnunar ör-
yggisdeildar innan lögreglu á Íslandi
fóru sjálfskipaðir „sérfræðingar“ sem
augljóslega hafa ekki sett sig inn í
málaflokkinn mikinn í að telja stofn-
un slíkrar deildar draum dóms-
málaráðherra og annarra um að víg-
væða Ísland, njósna um
stjórnarandstöðu, nátt-
úruunnendur og alla
aðra sem ekki væru
honum þóknanlegir.
Þvílík vitleysa. Er ljóst
að erfitt er að taka
mark á tillögum og
skoðunum manna sem
láta slíkt frá sér án þess
að geta fært fyrir því
nokkur rök og aug-
ljóslega hafa ekki for-
sendur eða þekkingu á
málefninu, hafa ekki
haft fyrir því að kynna
sér efni skýrslunnar né þess sem að
baki hennar býr auk þess að bera
saman uppbyggingu lögreglu í ná-
grannalöndum okkar.
Annað dæmi er stofnun og stækk-
un sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þar
hafa einnig sömu einstaklingar kast-
að fram alls kyns óhróðri um æðstu
embættismenn ríkisins. Hafa heyrst
raddir um að með stækkun sérsveitar
hafi ætlunin verið að stofna íslenskan
her. Þessir hinir sömu menn virðast
ekki hafa kynnt sér hverjar al-
þjóðaskuldbindingar Ísland hefur
undirgengist. Má þar nefna samning
um flugvernd og siglingavernd,
samning um hryðjuverk, flugrán og
gíslatöku auk þess sem þeir virðast
ekki þekkja til þess eðlismunar sem
er á starfsemi og hlutverki hers ann-
ars vegar og lögreglu hins vegar. Það
er staðreynd að það var einfaldlega
faglegt mat sérfróðra aðila innan lög-
reglu að slík stækkun vopnaðrar sér-
sveitar væri nauðsynleg til að ís-
lenska ríkið gæti fullnægt
alþjóðaskuldbindingum og haldið
uppi lögum og reglu í íslenskri lög-
sögu. Þá má geta þess að skipulag
sérsveitarinnar í dag er þannig að
hún sinnir hefðbundnum verkefnum
lögreglu dags daglega og er því hrein
viðbót við aðra sýnilega löggæslu.
Einnig skal tekið fram að ítrekað
verða til verkefni fyrir lögreglu þar
sem nauðsynlegt er, lögreglumanna
og borgara vegna, að hlutaðeigandi
lögreglumenn beri vopn. Hefðu borg-
arar landsins viljað óvopnaða lög-
reglu þegar skotið var á íbúa við frið-
sæla götu í Hafnarfirði fyrir nokkrum
vikum?
Þriðja dæmið er umfjöllun um
breytingar á lögreglulögum. Und-
irritaður fylgdist með umræðum um
frumvarpið á Alþingi. Tekið skal fram
að um er að ræða mestu breytingar á
uppbyggingu og starfsemi lögreglu á
síðari árum. Því var eðlilegt að búast
við frjórri umræðu um mikilvæg at-
riði tengd efnisinnihaldi frumvarps-
ins. Þess í stað einkenndist umræðan
um afar veigalitla nauðsynlega breyt-
ingu á embætti ríkislögreglustjóra,
þ.e. stofnun greiningardeildar. Nán-
ast ekkert var rætt um mikilvægustu
atriði frumvarpsins svo sem eflingu
sérfræðiþekkingar rannsóknardeilda
og bætta löggæslu í heild sinni. Var
það sorglegt að fylgjast með nokkr-
um þingmönnum lýsa andúð sinni á
einstökum embættismönnum í stað
þess að hafa kynnt sér innihald frum-
varpsins og ræða af fagmennsku um
hugsanlega æskilegar breytingar á
frumvarpinu með hagsmuni bættrar
löggæslu að sjónarmiði.
Fjórða dæmið er umfjöllun um lög-
gæslu við virkjunarsvæði Kára-
hnjúka. Fjölmargir lýstu andúð sinni
á aðgerðum lögreglu þar sem hún
reyndi að koma í veg fyrir að mót-
mælendur trufluðu vinnu við virkj-
unina. Fyrir liggur að virkjun þessi
hefur verið samþykkt af viðeigandi
stjórnvöldum og ljóst að vinnustöðv-
un í svo stóru verkefni felur í sér
gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón í
formi dagsekta og fleira. Það er verk-
efni lögreglu að halda uppi lögum og
reglu í landinu og m.a. að koma í veg
fyrir sóun fjármuna. Ólíklegt þykir
greinarhöfundi að borgarar landsins
hefðu ekki gert athugasemdir við að
vinna við annars konar framkvæmdir
yrðu með ólögmætum hætti stöðv-
aðar annars staðar á landinu. Hefðu
landsmenn sætt sig við að fámennur
hópur mótmælenda hefði reynt að
koma í veg fyrir breikkun Reykjanes-
brautar án þess að lögregla hefði haft
afskipti af slíku framferði?
Fimmta dæmið er umfjöllun um
svo kallað Baugsmál. Ekki er tekin
afstaða til sektar eða sýknu þeirra að-
ila sem þar eru ákærðir. Hins vegar
er spaugilegt að sjá að í ákveðnum til-
vikum hefur megináhersla verið lögð
á að sá aðili sem upphaflega lagði
fram kæru á hendur meðákærðu
skuli ekki tekinn trúanlegur vegna
þess að hann hafi borið þungan hug
til ákærðu og því hefði lögregla ein-
faldlega, þegar við upphaf máls, átt
að leiða hjá sér allar upplýsingar frá
viðkomandi. Setjum fram raunhæft
dæmi. Ef maður yrði fyrir líkamsárás
er ljóst að sá hinn sami myndi leggja
fram kæru vegna verknaðarins, ekki
vegna þess að hann bæri sérstaklega
ljúfan hug til brotamanns heldur ein-
faldlega vegna þess að hann vildi
koma því til leiðar að hann tæki af-
leiðingum gjörða sinna. Þá er það
ólíklegt að það eitt að honum væri
ekki vel við gerandann myndi draga
úr trúverðugleika hans sem vitnis.
Annað atriði í umfjöllun um Baugs-
málið er jafnframt sláandi. Í stórum
hluta þeirrar umfjöllunar sem átt hef-
ur sér stað velta menn fyrir sér orða-
lagi, formgöllum og hugarástandi
hlutaðeigandi í stað þess að reyna að
gera sér grein fyrir hvort hinir
ákærðu séu í raun sekir eða saklaus-
ir.
Af ofangreindu er ljóst að mik-
ilvægt er að málefni lögreglu séu
rædd á vitrænan hátt enda erfitt að
koma nauðsynlegum breytingum á
þegar umræður fara á svo lágt plan
sem raunin hefur orðið.
Umræður um málefni lögreglu
Páll E. Winkel fjallar um mál-
efni lögreglu ’Það er staðreynd aðþað var einfaldlega fag-
legt mat sérfróðra aðila
innan lögreglu að slík
stækkun vopnaðrar
sérsveitar væri nauð-
synleg til að íslenska
ríkið gæti fullnægt al-
þjóðaskuldbindingum
og haldið uppi lögum
og reglu í íslenskri lög-
sögu. ‘
Páll E. Winkel
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands lögreglumanna.
SÍÐASTLIÐINN föstudag varð 7
ára barn fyrir bíl á gatnamótum
Miklubrautar og Lönguhlíðar. Sem
betur fer slapp barnið við lífs-
hættulega áverka en
liggur þó fótbrotið eft-
ir.
Þannig liggur dag-
lega líf íbúa 3. hverfis
Reykjavíkur við að
komast yfir þetta stór-
fljót umferðar sem
klýfur hverfið í litlar
einangraðar eyjar.
Þessi ákeyrsla á gang-
andi barn í miðju
hverfinu sýnir enn og
aftur að stórumferð-
arfljótið Miklabraut er
hreinlega ómanngengt
við núverandi að-
stæður og á best
heima í yfirbyggðum
stokki í gegnum allt
hverfið. Sú leið er sú
eina sem getur tryggt
til frambúðar öryggi
íbúa í Hlíðahverfi sem
þurfa að sækja þjón-
ustu beggja vegna
brautarinnar en er
gert það nær ógerlegt
við núverandi að-
stæður. Íbúasamtök 3.
hverfis hafa áður bent
borgaryfirvöldum á
þessa staðreynd auk
þess sem nær 1.000
manns hafa undirritað
áskorun til borgar- og
samgönguyfirvalda,
um að setja Miklu-
brautina í stokk, á vef
samtakanna á
www.hlidar.com.
Sumarið 2005 voru gerðar breyt-
ingar á Miklubrautinni í gegnum
Hlíðahverfið, frá Kringlumýr-
arbraut að Lönguhlíð. Í þeim að-
gerðum voru ljósum á gatnamótum
Lönguhlíðar og Miklubrautar breytt
í þrepaljós, þannig að yfir þau þarf
að fara í tveimur áföngum. Sams-
konar breytingar voru gerðar á
gangbrautarljósum sem eru ofan
Stakkahlíðar og fyrir vikið getur
tekið meira en tvær mínútur fyrir
gangandi vegfaranda að fara yfir
slík ljós. Slíkt leiðir til mikillar hættu
á að börn og ungmenni skilji ekki að
það þurfi að ýta aftur á hnappinn á
miðri umferðareyjunni. Þau haldi
áfram för án þess að spá í að á það sé
rautt ljós á seinni akreininni.
Sjónskertir eiga jafnframt í erf-
iðleikum með þrepaskipta lausn og
hefur Blindrafélagið gert alvarlegar
athugasemdir við slíkar
lausnir. Auk þessa er
þrepalausn gangbraut-
arljósa ólíðanleg vegna
þeirrar lélegu þjónustu
sem þau veita gangandi
vegfarendum. Hvers
konar þjónusta er það
við borgarana að láta þá
bíða á eyju í miðju stór-
fljóti umferðar á yfir 70
km meðalhraða sem
dælir yfir þá hávaða og
ryki og í rigningu væn-
um gusum af tjöru-
blandaðri drullu? Slík
hraðbrautarumferð á
ekkert sameiginlegt
með þeim hugmyndum
sem almennt eru til um
búsetu í íbúavænni
borg!
Það væri ágætt fyrir
þá sem hönnuðu þessar
lausnir að reyna að fara
yfir stórfljótið á blaut-
um vetrardegi með
barnavagn. Það myndi
örugglega sýna þeim
fram á hversu fáránleg
lausn það er að bjóða
gangandi vegfarendum
upp á þrepaskipt gang-
brautarljós. Og nið-
urstaðan úr þessu er að
sjálfsögðu sú að ljósin
veita ekki það öryggi
sem þeim er ætlað,
þrátt fyrir fullyrðingar
um annað. Gangandi
vegfarendur vilja jú komast áfram í
umferðinni eins og aðrir og börn og
ungmenni hlaupa beint yfir alla leið,
eins og við foreldrarnir höfum kennt
þeim að gera í gegnum áratugina.
Hvað þarf til að yfirvöld fari að virða
þarfir gangandi gangandi vegfar-
enda fram yfir þarfir ökutækjanna?
Eins og staðan er nú er það stór-
fljótið sem klýfur Hlíðarnar sem
stefnir í að verða Miklabraut dauð-
ans!
Miklabraut dauðans?
Hilmar Sigurðsson segir Miklu-
brautina ómanngenga
Hilmar Sigurðsson
’Hvers konarþjónusta er það
við borgarana að
láta þá bíða á
eyju í miðju stór-
fljóti umferðar á
yfir 70 km með-
alhraða sem dæl-
ir yfir þá hávaða
og ryki og í rign-
ingu vænum gus-
um af tjöru-
blandaðri
drullu?‘
Höfundur er formaður
Íbúasamtaka 3. hverfis.
FYRIR 200 árum fékk breskur
embættismaður snjalla hugmynd.
Hugmynd um að losa Bretland við af-
brotamenn og senda til Ástralíu. Það
fríaði bresk yfirvöld frá kostnaði og
ýmsum vandamálum sem af-
brotamennirnir voru valdir að. Fæst-
ir áttu afturkvæmt. Fangarnir sett-
ust að í Ástralíu og gerðust margir
mætir þegnar sem
frjálsir einstaklingar
eða létust í afplánun.
Íslandi til óhamingju
virðist eiturlyfjamark-
aðurinn hérlendis það
blómlegur að erlendar
glæpaklíkur leita ákaft
eftir að ná fótfestu og
markaði fyrir eit-
urlyfin. Áhættan er
þess virði. Gífurlegur
gróði er af sölu eitur-
lyfja, refsingar dóms-
valdsins vægar en sem
komið er. Aðbúnaður í
íslenskum tukt- og rasphúsum er tal-
in vera í betri kantinum á heims-
mælikvarða hvað varðar fæði og að-
búnað ýmislegan. Sú staðreynd er til
fyrirmyndar fyrir framkvæmdavald-
ið og fangelsismálastjórn.
Í gróðafíkn dópsalans er ekkert
hugsað um afleiðingarnar. Þjáningu
fíkilsins og sorg aðstandenda sem oft
standa einir við björgunarstörf og
þann lífróður sem er að bjarga fíkli á
réttan kjöl og koma til mann-
eskjulegs lífs á ný. Oft tekst það ekki
og skilur eftir sig niðurbrotna að-
standendur á sál og líkama.
Þrátt fyrir vaska framgöngu lög-
reglu og tollayfirvalda virðist upp-
sprettan óþrjótandi og sífellt nýjum
málum skýtur upp. Í þessu samhengi
er ljóst að lögreglu og tollayfirvöld
þurfa á auknum fjárveitingum að
halda frá hinu opinbera.
Á síðustu árum hefur hlutfall
smyglara eða erlendra burðardýra
sem nást hafa, aukist og burðardýrin
tengjast í nær 100% tilfella skipu-
lagðri glæpastarfssemi erlendis.
Afbrotamenn eiga skilyrðislausan
rétt á réttlátri dómsmeðferð hvar
sem vestrænt réttarfar ríkir og
mannúðlegri meðferð sakamanna. Öll
Evrópusambandsríkin og umsækj-
endur til Evrópusambandsins hafa og
verða að hafa fyrr-
greinda hluti í lagi.
Eðlilegast væri að
sakamál erlends rík-
isborgara yrði tekið fyr-
ir hér í dómstiginu og
klárað. Hinn brotlegi
síðan afhentur viðkom-
andi yfirvöldum og lát-
inn afplána refsivistina í
sínu heimalandi. Þannig
stórminnkar sá kostn-
aður Íslenska ríkisins
sem hlýst af hýsingu er-
lends refsifanga. Hag-
kvæmir samningar
gerðir og væru gagnkvæmir milli Ís-
lands og ríkja þar sem vestrænt rétt-
arfar ríkir. Eins ættu sömu reglur að
gilda um afbrotamenn með íslenskt
ríkisfang að þeir séu sendir hingað til
afplánunar. Síðan er sá brotlegi gerð-
ur „persona non grada“ hérlendis í
ákveðin tíma allt eftir alvarleik brots-
ins.
Þrátt fyrir að Ísland sé í hópi smá-
ríkja og við fá að höfðatölu, erum við
ekkert heilagri en annað þjóðerni.
Brenglað siðferði og mannlegur
breyskleiki er eins hvert sem litið er.
Fjöldi erlendra fanga í fangelsum
landsins fer vaxandi og er vandamál.
Tungumálaörðugleikar, heilbrigð-
isvandamál þ.á m. hætta á lyfja-
ónæmum berklum og öðru sem til
fellur felur í sér aukinn kostnað fyrir
ríkið og okkur skattborgarana. Ég tel
þessa þróun vera mjög óheppilega.
Miklar líkur eru á aukningu marg-
feldisáhrifa erlendrar, skipulagðrar
glæpastarfsemi þegar innlendir og
erlendir fangar blandast saman með
líkan afbrotaferil og samskonar
áhugamál.
Í Fréttablaðinu dags 17. júl. 06
birtist athygliverð forsíðugrein
„Anfetamínslóð til Litháen“ um þessi
mál og birti m.a.s. tölur um að ein-
staklingar af tilgreindu þjóðerni séu
2/3 hlutar erlendra fanga sem afplána
refsivist hérlendis. Flestir með dóm
fyrir tilraun til að smygla eiturlyfjum
í stórum stíl inn í landið.
Eigum við skattborgarar þessa
lands að láta bjóða okkur þennan
ósóma? Eigum við að halda uppi er-
lendu glæpahyski sem afplánar dóma
í íslenskum fangelsum? Aðilum sem
koma hingað í þeim einum tilgangi að
fremja refsivert athæfi.
Er ekki kominn tími fyrir yfirvöld
að huga að öðrum úrræðum varðandi
fanga með erlent ríkisfang sem upp-
vísir eru að eiturlyfjasmygli eða ann-
arri glæpastarfsemi sem beinlínis
skaðar einstaklinginn eða almenning.
Er Ísland að verða sú mannlega
ruslakista sem Ástralía var forðum.
Glæpamannanýlendan Ísland
Þrymur Sveinsson skrifar um
erlenda fanga í fangelsum hér ’Eðlilegast væri aðsakamál erlends rík-
isborgara yrði tekið
fyrir hér í dómstiginu
og klárað. Hinn brot-
legi síðan afhentur við-
komandi yfirvöldum
og látinn afplána refsi-
vistina í sínu heima-
landi. ‘
Þrymur Sveinsson.
Höfundur er öryggisfulltrúi.