Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 FÍKNIEFNALEITARHUNDAR lögreglu sýndu fjölmiðlum í gær listir sínar eða öllu heldur starfs- getu með því að þefa uppi ólögleg fíkniefni. Fyrir utan hunda Toll- gæslunnar eru 12 fíkniefnaleit- arhundar á landinu og munu þeir verða lögreglumönnum mikill styrkur um verslunarmannahelg- ina. Þá verður viðbúnaður mikill, að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislög- reglustjóra. „Lögreglustjórar meta löggæslu- þörfina á útihátíðum hver í sínu umdæmi, samkvæmt viðmið- unarreglum dómsmálaráðherra og halda úti löggæslu, þar á meðal fíkniefnalöggæslu, í samræmi við það. Það sem ríkislögreglustjóri gerir til viðbótar er að hafa á sínum vegum fíkniefnaleitarhunda, hundaþjálfara og sérþjálfaða fíkni- efnalögreglumenn, sem geta farið hvert á land sem er, allt eftir þörf- inni hverju sinni,“ segir Guð- mundur. Fíkniefnahundar á ferð Morgunblaðið/Júlíus RLS með blaðamannakynningu á fíkniefnaleitarhundum KAJ Willy Christensen, sem lést í apríl í fyrra, ákvað að arfleiða Krabbameinsfélag Íslands að öll- um eigum sínum. Um var að ræða andvirði íbúðar hans hér á landi, litla íbúð erlendis og nokkurt reiðufé, en upphæðin nemur alls um 20 milljónum króna. Kaj fæddist í Esbjerg í Dan- mörku 18. apríl 1921. Hann var sonur hjónanna Hans Alfred Christensen og Önnu Jónínu Christensen, fædd Jónasdóttir. Kaj, sem var ókvæntur og barn- laus, kom til Íslands um tveggja ára aldur með foreldrum sínum. Þau settust að í Grímsnesinu en fluttu fljótt aftur til Danmerkur og þá varð Kaj eftir hér á landi, en hann ólst upp á ýmsum bæjum í Grímsnesinu. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1939 og hóf störf sem bifreiðarstjóri. Árið 1955 réðst hann til vinnu hjá Eim- skipafélagi Ís- lands og sigldi m.a. á m.s. Gull- fossi til ársins 1973. Eftir það starfaði hann á nokkrum skip- um Eimskipa- félagsins. Að sögn Krabbameinsfélagsins styðja margir félagið reglulega með gjöf- um til minningar um ástvini og samferðafólk. Stundum berist fé- laginu gjafir þar sem segja megi að fólk leggi afrakstur lífsstarfs síns til styrktar baráttunni gegn krabbameini. Þetta sé mikið þakkarefni og jafnframt vitnis- burður um höfðingslund gefanda og velvilja gagnvart samfélaginu. Arfleiddi Krabba- meinsfélagið að öllum eigum sínum Kaj Willy Christensen GUÐMUNDUR Pedersen, rekstr- arstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að vel kæmi til greina að fjölga ferjum Herjólfs ef niður- greiðslur frá ríkinu hækkuðu í sam- ræmi við þær. Meirihluti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja lagði fram tillögur þess efnis í vikunni að teknar yrðu upp næturferðir til að annast gámaflutn- inga og aðra þungaflutninga. Guðmundur sagði að nú þegar væru rúmlega tvær áhafnir starf- andi á skipinu og ljóst að auka þyrfti mannfjöldann í áhöfninni. Því væri sýnt að launakostnaður myndi ásamt öðrum kostnaðarliðum aukast en ekkert væri því til fyr- irstöðu að fjölga ferðum ef Vega- gerðin yki niðurgreiðslur sem því næmi. Segir næt- urferðir Herjólfs vera mögulegar MÁLEFNI bensínstöðvar Essó við Hringbraut voru rædd á fundi borg- arráðs í gær og var þar staðfest af- greiðsla byggingarfulltrúa en málið ekki rætt að öðru leyti, að sögn Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs. Björn segir að endanlegt bygging- arleyfi hafi ekki verið gefið út þar sem málið eigi eftir að fara til skipu- lagsráðs, sem fundar næst annan miðvikudag. Nú sé hins vegar til staðar heimild til að hefjast handa við að undirbúa lóðina á svæðinu. Ekki óskastaða fyrir bensínstöð Björn segir að staðsetning bens- ínstöðvarinnar sé ekki óskastaða fyrir bensínstöð. „En þetta tengist tónlistar- og ráðstefnuhúsinu, þar sem Essó afsalar sér mjög góðri lóð við Geirsgötuna. Við höfum hins veg- ar ítrekað óskir okkar og vilja borg- aryfirvalda um að tekið verði tillit til þess við hönnun bensínstöðvarinnar að hún hafi ekki hefðbundið bens- ínstöðvarútlit heldur reynt að fella hana inn í umhverfið eins og hægt er, til þess að áhrifin af þessari stað- setningu verði sem minnst.“ Fyrirspurn frá vinstri grænum kom fram á fundinum um frestun á framkvæmdum, þar á meðal við framkvæmdir á tónlistarhúsi og var hún lögð fyrir en ekki svarað efn- islega, að sögn Björns. Hægt á framkvæmdum Aðspurður hver afstaða meirihlut- ans sé til hugmynda um að hægja á framkvæmdum við tónlistarhús, seg- ir Björn að með þessu sé ekki um að ræða neina grundvallarbreytingu. „Seinkun um örfáa mánuði er auðvit- að ekki nein grundvallarbreyting á byggingunni og ef það kemur til móts við efnahagsástandið að teygja á framkvæmdinni með þessum hætti og það skiptir máli þá erum við alveg til í að skoða það,“ segir Björn og bætir við að fyrst og fremst sé litið svo á að borgin sé bundin af ákveðnum samningum varðandi upphaf framkvæmdanna. „Við höf- um viljað haga framkvæmdinni þannig að það sé ekki um brot á nein- um samningi að ræða,“ segir hann. Ríkisstjórnin ræddi þessi mál á fundi í vikunni og kom þar m.a. fram að Portus, sem mun byggja tónlist- arhúsið, hafi samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdunum. Spurður um málefni Markarholts segir Björn að það hafi ekki verið rætt á fundinum og að málið sé í höndum lögfræðinga og embættis- manna þessara aðila. Á fundi borgarráðs var einnig ákveðið að setja fimm milljónir króna í að byggja upp grasvöll í Grafarholti sem mun meðal annars nýtast Fram. Björn segir að þetta hafi verið vandamál þar sem engin æfingaaðstaða hafi verið þar fyrir krakka sem hafi verið ekið niður í Safamýri. „Það verður hafist handa strax og er mjög gott mál.“ Þá óskaði Helga Jónsdóttir borg- arritari eftir lausn frá störfum en hún hefur verið ráðin í embætti bæj- arstjóra Fjarðabyggðar. Þráðlaust net Samfylkingin lagði fram tillögu um að kannaðar verði leiðir til að koma á þráðlausu neti í Reykjavík, að hluta eða í heild auk þess sem lögð var fram fyrirspurn varðandi stofn- un leikskólaráðs. Var óskað eftir svörum um hvenær sett verði fram fagleg rök fyrir því að kljúfa leik- skólaráð frá menntaráði og minnt á að meirihlutinn í menntaráði hafi á sínum tíma bókað að ótímabært væri að fjalla um þessa breytingu fyrr en hún hafi komið til faglegrar umfjöll- unar í menntaráði. Þá var spurt út í afstöðu meirihluta borgarstjórnar til breytingarinnar. Útlit bensínstöðvar Essó óhefðbundið Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÆÐARBÆNDUR eru í óðaönn að þurrka og hreinsa dún sem fluttur verður á erlenda markaði með haustinu. Aðstæður á æðardúns- markaðnum eru mjög góðar auk þess sem gengisbreytingar und- anfarinna mánaða hafa komið æð- ardúnsútflytjendum til góða. Æð- arbændur eru flestir sammála um að verðið á dúninum sé í hæstu hæðum og hærra verð sé erfitt að fá fyrir af- urðina. Vætutíð og kuldakast vest- anlands og sunnan og maíhretið á Norðurlandi hafa hins vegar valdið æðarbændum búsifjum. Að sögn Árna Snæbjörnssonar, hlunnindaráðgjafa hjá Bænda- samtökunum, er vætutíðin í sumar eitthvað sem bændur verði að búa við og séu í raun vanir. Hins vegar hafi snjóbreiðan sem lagðist yfir land í Eyjafirði og víðar á Norður- landi valdið æðarbændum þar á bæ miklu tjóni. Undir þetta tekur Ásta F. Flosadóttir, æðarbóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi. „Varpið fór mjög illa hér í Eyja- firðinum. Það var orðið mikið sest í varpið þegar allt að því eins metra þykkt snjólag lagðist hér yfir allt.“ segir Ásta. Í hretinu hafi fuglinn forðað sér og eggin orðið vargi að bráð. Að mati Ástu er tjónið af dún- tekju óverulegt, enda var farið í varpið og dúnninn hirtur þegar fugl- inn lét sig hverfa vegna kuldans. Tjónið felist aðallega í því að dúnn- inn hafi blotnað og rýrnað nokkuð fyrir vikið. Varanlegt tjón á stofninum Atli Vigfússon, æðarbóndi á Laxa- mýri, tekur undir með Ástu að tjón af dúntekju sé ekki mikið. Hins veg- ar sé það áhyggjuefni hvernig slæmt árferðið hafi leikið æðarfuglsstofn- inn. Ljóst sé að langtímaáhrif maí- hretsins valdi því að stofninn minnki og það verði sérstaklega áþreif- anlegt eftir þrjú til fjögur ár þegar þess fugls sem hefði átt að koma upp í ár verður sárt saknað. „Þetta er ein versta útkoma á æðarvarpi sem menn hafa séð hér síðan 1949. Varp- ið hefur ekki snjóað svona á kaf síð- an þá,“ segir Atli. Nokkuð skárri sögu er að segja af æðarbændum annars staðar á land- inu. Erla Friðriksdóttir, æðarbóndi og bæjarstjóri Stykkishólms, segir að tíðarfarið hafi vissulega leikið bændur grátt en þó ekki jafnilla og á Norðurlandi. Erla segist búast við að rýrnun á dúninum nemi 20%– 30%. Hún segist einnig hafa orðið vör við aukna ásókn vargs, bæði fugla og tófu. Söluverðmæti dúnsins gæti numið 320 milljónum króna Þrátt fyrir að stofninn á Norður- landi hafi mjög líklega beðið var- anlega skaða og rýrnun sé á æð- ardúni víðs vegar um landið geta æðarbændur glaðst yfir ýmsu. Eft- irspurn eftir æðardúni virðist vera mikil og stöðug. Gott verð fékkst fyrir dúninn í fyrra og er áframhald- andi útlit fyrir að svo verði. Auk þess er gengið mjög hagstætt fyrir út- flytjendur æðardúns, öfugt við það sem verið hefur undanfarin ár. Í fyrra fengu bændur um 85 þúsund kr. fyrir kílóið af æðardúni. Krónan hefur veikst um 18,3% frá fyrsta september á síðasta ári og má því gera ráð fyrir að haldist kaupverðið á erlendum mörkuðum svipað og í fyrra geti auðveldlega fengist um 100 þúsund kr. fyrir hvert kíló af æð- ardúni. Í fyrra voru 3,2 tonn af dúni flutt úr landi og haldist sú tala má gera ráð fyrir að útflutnings- verðmætið geti numið 320 milljónum króna. Að sögn Elíasar Gíslasonar, formanns útflutningshóps æðad- únsútflytjenda, er bjart yfir útflytj- endum, þótt hærra kílóverð bæti ekki tjón æðarbænda vegna vætut- íðar og kuldakastsins að fullu. Að hans sögn fer mestur hluti dúnsins til Japans og Þýskalands þar sem hann er aðallega notaður í sængur. Morgunblaðið/Ómar Verð á æðardúni í hæstu hæðum Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.