Morgunblaðið - 28.07.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 33
MINNINGAR
lega við illvígan sjúkdóm en mætti
þrátt fyrir það til vinnu, hvenær sem
heilsan leyfði. Hún hafði greinilega
þörf fyrir að koma til vinnu og hafði
jafnframt ánægju af starfinu. Okkur
vinnufélögum hennar var þó fullljóst,
að síðustu mánuði var hún orðin mjög
þjáð.
Agnes útskrifaðist sem bókasafns-
fræðingur í febrúar 1999 og starfaði á
bókasafni og upplýsingamiðstöð
Landspítala.
Hún var fær í sínu fagi, afar sam-
viskusöm og vandvirk. Hún vann sín
verk á hljóðlátan hátt, hafði mikla þol-
inmæði þegar glíma þurfti við bilaðar
tölvur eða tæknimál og var ávallt
reiðubúin að vera fólki innan handar
þegar leitað var til hennar.
Það var ekki sérlega auðvelt að
kynnast Agnesi en eftir að veikindi
hennar komu í ljós kynntumst við
henni betur og áttum með henni góð-
ar samverustundir.
Agnes var listfeng þótt hún flíkaði
því ekki og hæfileikar hennar til sköp-
unar komu vel í ljós í iðjuþjálfun fyrir
krabbameinssjúka í Fossvogi. Þar
málaði hún myndir sem voru sýndar á
glæsilegri sýningu spítalans vorið
2005. Þar ljómaði Agnes af gleði yfir
sameiginlegri vinnu einstaklinga sem
áttu við svipaða erfiðleika að stríða.
Agnes hafði ferðast mikið á árum
áður og var ótrúlega vel að sér um
menn og málefni. Hún var orðheppin
og sá oft spaugilegar hliðar á málum.
Við dáðumst að því þegar hún sagði
okkur frá því að hún væri farin að
leika golf og ekki síður þegar hún brá
sér út til Noregs til bróður síns um
síðustu jól, þótt hún væri þá mjög
veik. Það var greinilegt að þessi Nor-
egsferð var henni mikils virði.
Við gleðjumst yfir því að Agnes og
Unnur systir hennar skyldu eiga góð-
an tíma saman síðustu árin og okkur
finnst afskaplega mikilvægt að vita af
þeim stuðningi sem hún fékk hjá
Unni í veikindum sínum.
Við kveðjum Agnesi, þessa hug-
rökku og sjálfstæðu konu, og þökkum
henni heilshugar samfylgdina.
Samstarfsfólk á
bókasafni Landspítala.
✝ Gísli Þorbergs-son fæddist á
Augastöðum í
Hálsasveit 23. ágúst
1924. Hann lést á
dvalarheimilinu í
Borgarnesi eftir
stutta legu hinn 17.
júlí síðastliðinn.
Faðir hans var Þor-
bergur Eyjólfsson,
f. á Svarfhóli í Staf-
holtstungum, sonur
Eyjólfs Jónssonar,
síðast húsmanns á
Mel í s.sv., og konu
hans, Karítasar Vigfúsdóttur.
Móðir Gísla var Guðrún Nikulás-
dóttir, dóttir Nikulásar Gísla-
sonar, hreppstjóra á Augastöðum,
og Salvarar Sveinbjarnardóttur
konu hans. Gísli var einkabarn
þeirra hjóna, hann kvæntist ekki
og eignaðist ekki börn.
Gísli var heima á
Augastöðum alla tíð
og vann að búi fo-
eldra sinna uns
hann tók við búi
1958, fljótlega eftir
að móðir hans lést
1956.
Þeir feðgar
bjuggu eftir það
tveir einir til 1973,
er þeir seldu jörð-
ina.
Þorbergur fór þá
fljótlega til dvalar á
dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi. Hann lést 1977.
Gísli var hins vegar áfram á
Augastöðum og stundaði vinnu út-
ífrá um skeið. Hann fór síðan á
dvalarheimilið í Borgarnesi 1993.
Útför Gísla verður gerð frá
Stóra-Ásskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Þeim fækkar óðum sem fæddir
voru á fyrri hluta síðustu aldar.
Samfélagið verður fátækara með
hverjum og einum sem yfirgefur
okkur.
Dauðinn kemur ætíð á óvart jafn-
vel þótt um veikindi sé að ræða, og
leiða megi að því líkum að stutt sé til
þess að lífi ljúki.
Það er eðlilegt að halda í vonina
og þegar leiðir hafa lengi legið sam-
an hættir manni til að líta á sam-
ferðafólkið sem sjálfsagðan hluta af
tilverunni sem ekki muni breytast
en það er víst, að ekkert er sjálfgefið
í þeim efnum.
Leiðir okkar Gísla hafa nú legið
saman um hart nær hálfrar aldar
skeið, þó aðallega eftir að við hjónin
keyptum jörðina hans haustið 1973.
Þó nær minningin um Augastaða-
feðga sem svo voru oftast nefndir
mun lengra aftur í tímann, þeir
komu oft til aðstoðar við smala-
mennsku og rúning að Húsafelli,
þar sem ég var mörg sumur, auk
þess sem farið var til rúnings að
Augastöðum, en þar kom oft margt
fé frá Húsafelli í vorsmalamennsku.
Gísli var fjárglöggur og naut sín
við fjárrag og smalamennsku.
Hann bjó áfram í gamla bænum
eftir að hann seldi jörðina, þar sem
hann fæddist og átti heima alla tíð
uns hann fór alfarinn á dvalarheim-
ilið í Borgarnesi á haustmánuðum
1993.
Það var gott að eiga Gísla að og
oft rétti hann okkur hjálparhönd.
Og víst er að margt hefði gengið
verr hefði hans ekki notið við, það
ber að þakka.
Hann var vel að manni og afburða
göngumaður, veiðimaður góður og
stundaði rjúpnaveiðar með góðum
árangri.
Betri smala var ekki hægt að
hugsa sér, enda var hann eftirsóttur
til þeirra starfa hér og á næstu bæj-
um, eins og áður er getið.
Gísli hafði gott lag á skepnum og
hann náði undraverðu sambandi við
hesta, hann átti þá marga góða um
dagana.
Það var leitun að manni sem var
jafnnærgætinn við dýr, enda hænd-
ust þau að honum.
Hann var einn af stofnendum
karlakórsins Söngbræðra og söng
með þeim um nokkurt skeið, hann
hafði góða bassarödd og þá átti
hann það til að taka upp munnhörpu
á góðri stund og fórst það vel úr
hendi.
Hann hafði gaman af veru sinni í
kórnum enda gleðimaður þegar sá
gállinn var á honum.
Söngfélagar hans úr Söngbræðr-
um munu sjá um söng við útför
hans, frá Stóra-Ásskirkju.
Börnum okkar var hann sem góð-
ur afi og var óþreytandi við að að-
stoða þau við hestana, járna og fara
í útreiðar og annað það sem til féll.
Eftir að við fluttum að Augastöð-
um fór Gísli meira til vinnu útífrá.
Hann vann eitt sumar við endur-
bætur á skólahúsinu í Reykholti og
tvö haust var hann ástöðumaður á
fjárbílum Kaupfélags Borgfirðinga,
það starf rækti hann af sérstakri
trúmennsku, eins og reyndar allt
sem hann tók að sér.
Hans er saknað en það er huggun
harmi gegn að þrjú barna okkar
sem búa erlendis voru stödd á land-
inu fyrir skömmu og höfðu þá tæki-
færi til að hitta hann um stund.
Gísli safnaði ekki veraldlegum
auðæfum, hafði ekkert við þau að
gera, átti nóg fyrir sig og skuldaði
engum neitt.
Þrátt fyrir stutta skólagöngu í
farskóla var hann vel að sér og hafði
gaman af lestri bóka um þjóðleg
efni, oft var bókin Göngur og réttir á
náttborðinu hjá honum.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við hér á Augastöðum þakka
samfylgdina, vináttuna og ekki síst
fyrir að hafa haft tækifæri til að
læra af honum allt varðandi stað-
hætti hér, enda þekkti hann jörðina
sína eins vel og unnt er.
Það eru um tvö ár síðan hann fór
að kenna þess lasleika sem að lokum
lagði hann að velli, þó hafði hann
fótavist allt til þess síðasta. Hann
var rúmfastur í um vikutíma, honum
þótti þá nóg komið, kvaðst sáttur og
vildi ekki neitt umstang sín vegna.
Nú skilja leiðir um stund, en ekki
að eilífu.
Far í friði, þökk fyrir allt og allt.
Snorri Jóhannesson,
Jóhanna Björnsdóttir
og börn.
Vinur minn og nágranni frá gam-
alli tíð, Gísli Þorbergsson í Auga-
stöðum, er genginn. Hvíldin var vel
þegin, enda voru hinir líkamlegu
kraftar þrotnir fyrir nokkru.
Minningar mínar frá uppvaxtar-
árunum heima í Stóra-Ási eru órjúf-
anlega tengdar fólkinu á nágranna-
bæjunum. Gísli í Augastöðum var
einn af þeim nágrönnum sem við í
Stóra-Ási höfðum hvað mest sam-
skipti við og tengdumst nánustum
böndum. Lönd jarðanna liggja sam-
an þannig að samskiptin urðu óhjá-
kvæmilega mikil.
Við vorum ekki háir í loftinu við
Kolbeinn bróðir þegar okkur var
treyst til að fara í sendiferðir suður
að Augastöðum. Leiðin liggur yfir
lágan háls, en okkur bræðrum þótti
það talsvert afrek að leggja þessa
leið að baki, fótgangandi og ekki
eldri en við vorum. Það var eftir-
sóknarvert fyrir unga drengi að
koma að Augastöðum til þeirra
feðga Þorbergs og Gísla, sem þar
bjuggu lengi einir. Það var lífið allt
með einföldu sniði. Tæknibylting
nútímans fór nefnilega að mestu hjá
garði í Augastöðum. Willys-jeppinn
stóð í hlaðinu, en annar var véla-
kosturinn ekki. Gamla húsið var
heldur ekki hlaðið þeim þægindum
sem þá voru að ryðja sér til rúms.
Allt var upp á gamla mátann, úti
sem inni. Ævintýraheimur fyrir
unga og forvitna snáða. Móttökurn-
ar voru ætíð hlýjar og notalegar,
enda feðgarnir báðir barngóðir. Við
vorum spurðir frétta á meðan við
drukkum svart kaffið og borðuðum
bakaríssnúða með. Að erindi loknu
var hinum stuttstígu snáðum gjarn-
an fylgt norður á holtið til að ganga
úr skugga um að þeir tækju rétta
stefnu heim aftur.
Eftir því sem árunum fjölgaði
hvarf allt kynslóðabil. Samskiptin
voru ætíð mikil og þá einkum og sér
í lagi í tengslum við smalamennskur
og réttir. Það voru góðar og eftir-
minnilegar stundir og þá naut Gísli
sín. Hann hafði einstakt lag á að um-
gangast skepnur, þær voru vinir
hans og beinlínis löðuðust að hon-
um. Gilti þar einu hvort um var að
ræða kindur eða hesta. Það var un-
un að fylgjast með honum umgang-
ast dýrin.
Gísli vinur okkar var óneitanlega
nokkuð sérsinna. Hann sinnti oft lít-
ið um almenn viðhorf í samfélaginu
og fór sínar eigin leiðir. Þá hirti
hann lítt um eigin heilsu. Þeir fé-
lagar Bakkus og Camel voru um
langa hríð nánir fylgisveinar hans.
Árið 1973 urðu þær breytingar í
Augastöðum að þau hjón Jóhanna
Björnsdóttir og Snorri Jóhannesson
keyptu jörðina og tóku við búskap.
Gísli dvaldi áfram í gamla húsinu
eða allt til ársins 1993 er hann flutti
á Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi. Allan þennan tíma var hann í
skjóli þeirra hjóna og aðstoðaði við
búreksturinn. Eiga þau heiður skil-
inn fyrir þá umhyggju sem þau
sýndu Gísla allan þennan tíma.
Þeim skal sérstaklega þakkað nú við
leiðarlok.
Gísli naut þess frelsis sem það
veitir að fara um á hesti í íslenskri
náttúru. Ég sé hann fyrir mér í einni
af mörgum smalamennskum sem
við fórum saman um Ásfjall, þar
sem heitir Grenbrún. Þar bar hann
við himin einn lognkyrran haustdag
ríðandi á gæðingi með hund sér við
hlið. Þar blöstu við honum borg-
firsku fjöllin, Ok, Eiríksjökull og
Strútur, sem fóstruðu hann alla tíð.
Þarna trúi ég að Gísli hafi átt sínar
bestu stundir.
Nú á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti fyrir vináttuna, sem
hélst allt frá því er við bræður kom-
um trítlandi heim túnið í Augastöð-
um, með fjallskilaseðilinn í hend-
inni, fyrir meira en fjörutíu árum. Á
hana bar aldrei skugga og skaltu því
kært kvaddur, gamli nágranni og
vinur.
Andrés Magnússon.
GÍSLI
ÞORBERGSSON
Elskulegur faðir minn, afi og langafi,
BJÖRN LÁRUSSON
fv. bóndi á Auðunnarstöðum,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík,
lést á Landakoti þriðjudaginn 25. júlí.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
31. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Björnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BALDUR STEFÁNSSON,
Kópavogsbraut 1B,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku-
daginn 26. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Stefánsdóttir,
Stefán Baldursson, Þórunn Sigurðardóttir,
Þorgeir Baldursson, Regína Arngrímsdóttir,
Vignir Baldursson, Þórey Birna Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sonur minn, bróðir okkar og mágur,
EYJÓLFUR GUÐNI SIGURÐSSON,
Austurbergi 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 26. júlí.
Unnur Þorgeirsdóttir,
Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir,
Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson,
Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KARÓLÍNA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Eiðistorgi 1,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi mið-
vikudagsins 26. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Sveinbjörn Sædal Gíslason,
Helgi Sveinbjörnsson,
Ragna Sveinbjörnsdóttir,
Edda Sveinbjörnsdóttir, Guðni Þ. Sigurmundarson,
Valur Sveinbjörnsson, Benchamat Susi,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég brosi alltaf innra með mér þeg-
ar mér verður hugsað til þessara
hlýju orða því kílóunum hefur
óneitanlega fjölgað hin síðari ár
hjá nokkrum okkar.
Þú sem eldinn átt í hjarta
yljar lýsir, þótt þú deyir.
Vald þitt eykst og vonir skarta
verkin þín tala, þótt þú þegir.
Alltaf sjá menn bjarmann bjarta
blika gegnum himins tjöld.
(Davíð Stef.)
Ingvar.
Elsku amma Lóa. Takk fyrir allt,
við bræðurnir komum til með að
sakna þín. Megi guð geyma þig.
Benedikt og Jóhannes.
Elsku amma, það var nú aldeilis
fínt þegar við bræðurnir fengum að
gista hjá ykkur afa. Þú varst alltaf
svo góð við okkur og gjafmild, allt-
af að gefa okkur eitthvað. Þú laum-
aðir oft nammipoka til okkar úr
stóru nammiskúffunni þinni þótt
mamma væri ekki alltaf jafnánægð
með það. Við vorum að sjálfsögðu
mjög ánægðir. Og þegar gat kom á
buxurnar okkar eða bangsinn bil-
aði eitthvað þá var það bara allt í
lagi, amma Gunna lagaði þetta fyr-
ir okkur. Svo varstu alltaf svo dug-
leg, alltaf að prjóna sokka og vett-
linga fyrir litlar kaldar tásur og
puttalinga og enginn gerir betri
pönnukökur en þú.
Elsku amma, nú passar þú okkur
bara á himnum.
Ó, Drottinn, viltu blessa mig,
þitt barn, með orði þínu.
Ég vil og reyni að hlusta á þig,
þín rödd býr í hjarta mínu.
Sendu nú þinn englakór,
svo sofni ég nú vært og rótt
og sofi sætt og hljótt
í alla heila nótt.
(Guðrún Jónsdóttir)
Þínir,
Stefán Ás og Jón Goði.