Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 1

Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 1
hjól Heimakrydd- að á grillið Heimalagaður kryddlögur fyrir kótelettur og kjúklinga | 20 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Aflmikill A3 Sportback  Reykspólað á R46  Átta manna Benz Viano Íþróttir | Valur og ÍA úr leik  Sigmundur og Helena efst  Dennis Siim til FH á ný SMÁBARNASKÓLI fyrir börn á aldrinum 12– 24 mánaða verður opnaður við Ránargrund í Garðabæ á þessu ári og mun Hjallastefnan ehf. reka skólann. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti nýverið að ganga til samninga við Hjallastefn- una í kjölfar meðmæla frá leikskólanefnd bæj- arins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að með opnun skólans vilji bærinn koma til móts við foreldra sem fá ekki inni hjá dagfor- eldrum og er gert ráð fyrir að 25–30 börn geti verið í skólanum. Áætlað er að hann verði opn- aður í október eða nóvember á þessu ári. að takast á við. Hugmyndafræði Hjallastefn- unnar verður lögð til grundvallar við rekstur smábarnaskólans. Hins vegar þurfi að beita nýrri nálgun þegar unnið sé með svo ungum börnum. Stefna á rekstur í Reykjavík Þegar hún er innt eftir því hvort fyrirtækið stefni á að koma að rekstri skóla í Reykjavík, segir hún að Hjallastefnan hafi áhuga á því. Fyrirtækið hafi á síðasta kjörtímabili sent um- sókn um yfirtöku á skóla í Reykjavík en borg- aryfirvöld hafi ekki komið til móts við það. Nú hafi umsóknin verið endurnýjuð og segir Mar- grét að fyrstu viðbrögð yfirvalda hafi verið já- kvæð. Gunnar segir að hugmyndin að sérstökum skóla fyrir börn á þessum aldri hafi kviknað á skólaþingi í nóvember á síðasta ári og að þar hafi komið fram hugmyndir frá foreldrum þar að lútandi. Hann tekur þó fram að flestir leik- skólar bæjarins muni frá og með haustinu geta tekið við börnum niður í allt að 14 mánaða aldur en lengi vel hafi aðeins verið tekið við börnum niður í 18 mánaða aldur. „Með þessu er fyrst og fremst verið að bjóða foreldrum upp á valkosti,“ segir Gunnar. Beita þarf nýrri nálgun Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að rekstur skólans sé gríðarlega spennandi verkefni sem gaman verði Skóli fyrir 12–24 mánaða börn verður opnaður í Garðabæ á þessu ári Vilja bjóða foreldrum upp á fleiri valkosti Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is JAVIER Solana, aðal- talsmaður Evrópusam- bandsins í utanríkismál- um, sagði í gær að sambandið væri tilbúið til að senda friðargæslu- liða til Líbanons ef Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilar frið- argæsluna. Jacques Chirac, for- seti Frakklands, sagði í fyrradag að ekki kæmi til greina að Atlantshafsbandalagið sendi herlið til Líbanons en Solana sagði að Evrópusambandið væri tilbúið til þess, að sögn fréttastofunnar AFP. Á friðarráðstefnu í Róm í fyrradag var samþykkt að hvetja til þess að fjölþjóðlegt friðargæslulið yrði sent til Suður-Líb- anons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Ísraels sagði í gær að með því að samþykkja ekki kröfu um tafarlaust vopnahlé í Líbanon hefðu þátttakendurnir í Rómar-viðræðunum í reynd heimilað Ísr- aelum að halda hernaðinum áfram. Tals- maður Evrópusambandsins sagði þetta ranga túlkun á niðurstöðu viðræðnanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf í gærkvöldi út yfirlýsingu þar sem það læt- ur í ljós miklar áhyggjur af árás Ísraela sem kostaði fjóra eftirlitsmenn samtak- anna lífið. Öryggisráðið sagði árásina „mikið áfall“ en fordæmdi hana ekki bein- línis eins og Kínverjar höfðu beitt sér fyr- ir. Stjórnin í raun valdalaus Ingibjörg Þórðardótt- ir, stríðsfréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, segir að líbanskir ráðamenn, sem hún ræddi við í gær, viður- kenni að þeir hafi misst stjórn landsins í hendur liðsmanna Hizbollah- hreyfingarinnar. „Líbanskir ráðamenn viðurkenna að stjórnin sé í raun valdalaus andspænis Hizbollah,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þeir segja að hreyfingin sé nú valdameiri en þeir sjálfir. Það var Hizboll- ah sem fór í stríð við Ísrael og það er ákveðin hætta á að hreyfingin komi út úr þessu sterkari en áður.“ ESB vill senda frið- argæslulið til Líbanons  Stjórnin í raun valdalaus | 4  Vonir brostnar | 15 Ingibjörg Þórðardóttir Javier Solana Madison. AP. | Læknar í Bandaríkjunum eru að reyna nýja aðferð til að hjálpa fólki að hætta að reykja; lyf sem gerir reykingafólk ónæmt fyrir áhrifum nikótínsins sem veldur tóbaksfíkninni. Mario Musachia, 75 ára Bandaríkja- maður, hefur reykt hálfa milljón sígar- ettna á hálfri öld og er nú á meðal 300 Bandaríkjamanna sem fengnir hafa verið til að taka lyfið inn í tilrauna- skyni. Nýja lyfið fær ónæmiskerfið til að ráðast á nikótínið með svipuðum hætti og það myndi ráðast á lífshættulegan sýkil. Lyfið hefur þau áhrif að megnið af nikótíninu kemst ekki í heilann, þannig að reykingamaðurinn hefur minni nautn af því að reykja. Það ætti að auð- velda honum að hætta reykingum, að sögn læknanna. Um 48 milljónir Bandaríkjamanna reykja og talið er að á ári hverju reyni um 40% þeirra að hætta, en aðeins tæp- um 5% tekst það. Tveir þriðju byrja aft- ur að reykja innan mánaðar. Bóluefni gegn nikótíni prófað ALÞJÓÐLEGA knattspyrnumót- ið, VISA Rey Cup, sem Knatt- spyrnufélagið Þróttur í Reykjavík heldur fimmta árið í röð, var sett í Laugardal í gær. Um áttatíu lið, skipuð leikmönnum 13–17 ára, lagher dæmir úrslitaleiki keppn- innar á sunnudag. Hér má sjá hóp keppenda í skrúðgöngunni í gær. taka þátt og mæta nú til leiks lið frá Svíþjóð, Englandi og Skot- landi. Enski dómarinn Demot Gal- Morgunblaðið/ÞÖK Skrúðganga í Laugardal STOFNAÐ 1913 203. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.