Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 14

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Laugardaginn 29. júlí kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslugöngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 16:00. Frekari upplýsingar á www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 33 55 5 07 /2 00 6 Fræðsluganga um Elliðaárdal og upp að Gvendarbrunnum Mogadishu. AFP. | Nítján ráðherrar í stjórn Sómalíu sögðu af sér embætti í gær í mótmælaskyni við þá ákvörð- un Ali Mohamed Gedi forsætisráð- herra að kalla á eþíópískar hersveitir til að vernda stjórnina fyrir árásum íslamista, sem margir telja að hafi nú nær öll völd í landinu í hendi sér. Alls eru 275 þingmenn í bráða- birgðastjórninni sem starfar nú tímabundið í vöruhúsi í bænum Baida, sem er um 250 km norðvestur af höfuðborginni Mogadishu. Aðspurður um afsögn sína sagði stríðsherrann Osman Hassan Ali Atto, sem var ráðherra húsnæðis- mála, að hann hefði hætt aðallega vegna veru eþíópískra hersveita í landinu, sem kallaðar voru til í síð- ustu viku til að verja stjórnarliða fyr- ir íslamistum sem vex stöðugt ás- megin. „Forsætisráðherrann vill ólmur að árás verði gerð á Mogadishu af her- sveitum sem njóta stuðnings eþíóp- ískra stjórnvalda,“ sagði hann. „Þess vegna vil ég ekki sitja í stjórninni.“ Stjórnvöld í grannlandinu Erítreu gagnrýndu einnig stefnu Gedis for- sætisráðherra í gær og kröfðust þess að eþíópískar hersveitir yrðu dregn- ar frá Sómalíu, jafnframt því sem þau vöruðu við því að vera þeirra þar gæti leitt til átaka víðar á svæðinu. Vopn til samtaka íslamista í Mogadishu? Dularfull flutningaflugvél lenti á miðvikudag á flugvellinum í Mogad- ishu. Völlurinn er undir stjórn ísl- amista, sem nýlega náðu borginni á sitt vald, og er óttast að vélin hafi flutt þeim vopn, þvert á vopnasölu- bann Sameinuðu þjóðanna gagnvart landinu. „Við vitum að vélin flytur vopn,“ sagði ónafngreindur embættismaður stjórnvalda í samtali við AFP-frétta- stofuna í fyrradag. „Við erum mjög reiðir.“ Fyrr í mánuðinum slakaði örygg- isráð SÞ lítillega á 15 ára gömlu vopnasölubanni gagnvart Sómalíu til að liðka fyrir hugsanlegum flutningi erlendra friðargæsluliða til landsins, sem myndu hafa það að markmiði að efla öryggi stjórnarinnar. Þetta er talið hafa reitt fulltrúa Íslamska dómstólasambandsins til reiði en það er skipað áköfum og her- skáum múslímum, íslamistum. Sam- bandið stjórnar nú stórum svæðum í suðurhluta Sómalíu en óttast er að viðvarandi stjórn íslamista sem starfi í anda talibana í Afganistan sé að skjóta rótum í landinu öllu. „Engar samningaviðræður munu fara fram svo lengi sem eþíópískar hersveitir eru í landinu,“ sagði sjeik- inn Hassan Dahir Aweys, leiðtogi sambandsins, í gær. „Það verður skilyrðislaust að flytja þær þegar í stað úr landi.“ Stjórnin í Sómalíu að leysast upp Dularfull flugvél talin hafa flutt ísl- amistum vopn þvert á bann SÞ Reuters Sómalíumaður á gangi við sundurskotin hús í Mogadishu. Nær stanslaus ófriður og stjórnleysi hafa verið í landinu í hálfan annan áratug. Óttast er að íslamistar komi á harðstjórn trúarofstækis og veiti hryðjuverkamönnum skjól. AÐ AKA á Spáni getur ekki talist dauflegt. Ökumenn keyra alveg upp að næsta bíl á 130 km hraða, smeygja sér yfir á hina akreinina þegar smá bil myndast milli bíla og leggja gjarnan úti á miðri götu rétt eins og heimurinn sé eitt stórt bíla- stæði. Ný ströng löggjöf sem tók gildi 1. júní hefur hins vegar orðið til þess að ökuþórar eru farnir að hægja á sér og breyta ökumynstrinu, að minnsta kosti í bili. Yfirvöld segja að dauðaslysum í umferðinni hafi fækkað um fjórðung síðan regl- urnar tóku gildi sem þýðir að Spánn er að nálgast margar aðrar Evrópuþjóðir hvað þetta varðar, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þau viðurkenna hins vegar að ef til vill sé nokkuð snemmt að segja til um áhrifin af löggjöfinni, menn séu hræddir um að missa öku- skírteinið núna fyrst eftir að regl- urnar voru hertar og að ef til vill breytist hegðunin aftur þegar frá líði. Hraðinn hefur minnkað Göturnar virðast samt sem áður strax vera öruggari en áður, að sögn Javier Villalba, háttsetts emb- ættismanns í umferðardeild innan- ríkisráðuneytisins. „Fólk keyrir hægar en fyrir ári síðan. Við látum gera radarmælingar og þetta er greinileg niðurstaða,“ segir hann. Með nýju löggjöfinni er tekið upp punktakerfi sem hefur verið í notk- un í mörgum Evrópulöndum, meðal annars hér á landi, í nokkur ár. Ökumenn fá tólf punkta í byrjun og geta síðan misst ákveðinn fjölda þeirra gerist þeir sekir um brot. Til dæmis missir maður allt að sex punkta fyrir að keyra drukkinn, þrjá fyrir að tala í síma undir stýri og fjóra fyrir að henda sígarettu- stubbi út um bílgluggann. Að missa alla punktana tólf hefur í för með sér ökuleyfissviptingu í sex mánuði. Hin „stranga“ löggjöf er nýjasta útspil ríkisstjórnar sósíalista á Spáni sem hefur verið iðin við að reyna að knýja fram breytingar með nýrri löggjöf um hin ýmsu samfélagsmál, allt frá því að banna reykingar á vinnustöðum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Farin að nota alltaf beltið Spánverjar sjálfir virðast kunna ágætlega við hugmyndina um öruggari vegi þótt þeir hafi ýmis- legt við nýju lögin að athuga. Cristina Gomez, 37 ára gamall bún- ingahönnuður, segist fylgja nýju reglunum, hún sé farin að setja allt- af á sig öryggisbeltið og hætt að svara í símann meðan hún keyri. Þó finnst henni að yfirvöld eigi frekar að einbeita sér í auknum mæli að hraðatakmörkunum og taka harðar á þeim sem keyra undir áhrifum áfengis. „Samt er þetta öfugsnúið því hvers vegna er verið að selja bíla sem komast upp í 200 km hraða ef það má hvergi keyra svo hratt?“ spyr hún. Dauðaslys í umferðinni á Spáni voru 113 á hverja milljón íbúa árið 2004 en meðaltalið í Evrópusam- bandslöndunum er 95. Einu löndin í Vestur-Evrópu sem hafa hærra meðaltal eru Portúgal og Grikk- land en tíðni dauðaslysa í umferð- inni er mun hærri í Austur-Evrópu- löndunum. Lægst er hún í löndum eins og Hollandi, þar sem hún er 50 dauðaslys á hverja milljón íbúa, og í Svíþjóð og Bretlandi þar sem hún er 54 og 56 dauðaslys á hverja millj- ón íbúa. „Ég hef séð fólk keyra á 160 eða 180 [km hraða]. Þú sérð ekki einu sinni þegar það fer framhjá,“ segir Silvia Puras, 18 ára frá Madríd. Hún segir ökumenn keyra mun bet- ur nú en áður. „Fólk gerir ekki jafnmikið af heimskulegum hlutum núna.“ Öryggisvitundin ekki aukist Antonio Lucas, talsmaður kon- unglega spænska bílaklúbbsins, fullyrðir að Spánverjar séu ekkert verri ökumenn en aðrir Evrópu- menn, eins og Ítalir og Þjóðverjar. Hins vegar hafi þróun í samgöngu- málum reyndar verið mjög hröð síðustu áratugi en öryggisvitundin ekki aukist í takt við þróunina. „Spánverjinn telur alltaf að hann sé góður ökumaður. Það séu hinir ökumennirnir sem kunni ekki að keyra,“ segir hann. „Hinir kunna ekki að keyra“ Spænskir öku- þórar hægja á sér í kjölfar hertra umferðarreglna Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is AP Æstur ökumaður og lögregluþjónn ræðast við í miðborg Madrídar á Spáni. MÁLGAGN pólska flotans greindi frá því í gær að fundist hefði á botni Eystrasalts flak Graf Zeppelin, eina flugmóðurskips Þjóðverja á tímum seinni heimsstyrj- aldar. Pólska olíu- fyrirtækið Petrobal- tic uppgötvaði flakið fyrir skömmu en það liggur á um 80 metra dýpi á sjávarbotni um 55 km norður af hafn- arborginni Gdansk. Sjómælingaskip sjóhersins var sent í vikunni til að kanna staðinn og var niðurstaðan að flakið væri frá tímum síðari heimsstyrjald- arinnar. Teknar voru stafrænar myndir af flakinu og komist var að þeirri niðurstöðu, við samanburð á heimildum um Graf Zeppelin, að um flak þess væri að ræða. Flugmóðurskipið var 262 metrar að lengd og gat borið 42 flugvélar, það var sjó- sett í Kiel í desember 1938 en aldrei notað í hernaði. Sovétmenn hertóku það árið 1945, eftir ósigur Þjóðverja, en það hvarf tveimur árum síðar. Var talið að Sovétmenn hefðu sökkt því. Flak Graf Zeppelin fundið AP Sjóliðsforinginn Dariusz Beczek með myndir sem taldar eru sýna að um flak Graf Zeppelin sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.