Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI Hundasvæði | Hundaeigendur fóru á dögunum fram á að fá svæði fyrir lausa hunda í Kjarnaskógi. Fram- kvæmdaráð hefur nú fjallað um málið og á fundi þess nýlega var lagt fram minnisblað þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna stígagerðar á svæðinu, girð- ingar og lýsingar nemi um 6,3 millj- ónum króna. Þeirri upphæð var vísað til gerð- ar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. MIKIL þörf var orðin á að endur- nýja fjósbyggingar segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, en óvenjumikið er nú byggt af fjós- um í Eyjafirði eða þá að bændur eru að endurnýja og lagfæra eldri bygg- ingar, setja upp mjaltabása eða brautarkerfi fyrir mjaltavélar eða koma fyrir legubásum í hlöðum sem ekki er lengur þörf fyrir. Margir að byggja ný fjós Nú nýlega hófust bændur í Garði í Eyjafjarðarsveit handa við bygg- ingu eins stærsta fjóss landsins á jörð sinni, þar sem pláss verður fyrir 150–160 mjókurkýr auk fjölda geld- neyta. Þá eru bændur á Torfum og Svertingsstöðum í Eyjafjarðarsveit einnig að byggja ný fjós á sínum jörðum. Ný fjós eru einnig í bygg- ingu í Litla Dunhaga í Hörgárdal og Stærra-Árskógi á Árskógsströnd. Ekki er langt síðan nýtt fjós var tek- ið í notkun í Hvammi skammt innan Akureyrar og á liðnu ári tóku þeir Hrafnagilsbændur í notkun svonefnt hringekjufjós. „Það er stundum talað um glataða áratuginn, milli 1980 og 90, þegar verið var að koma á framleiðslustýr- ingu í greininni. Á þeim tíma gerðu bændur nánast ekki neitt í þessum málum, menn héldu að sér höndum. Nú má því segja að mjög mikil þörf hafi verið orðin á að bæta úr eftir langt stöðnunartímabil,“ segir Bald- ur Helgi. Á umræddu tímabili var verið að laga framleiðsluna að innan- landsþörf og hefur því markmiði nú löngu verið náð, „þannig að nú eru menn farnir að sinna því tímabæra verkefni að færa framleiðsluaðstöð- una til nútímahorfs, bæði fyrir menn og ekki síður skepnur“, segir Baldur Helgi. Básafjósin á hröðu undanhaldi Gjörbylting hefur orðið í grein- inni, tækni hefur breyst, m.a. með tilkomu mjaltaþjóna, en tilkoma þeirra kallar á aðrar aðstæður í fjós- um landsins, gömlu básafjósin eru úrelt og lausagöngufjós ryðja sér til rúms. „Þeim fer hratt fækkandi bá- safjósunum og líklega er bara spurning um hvenær bannað verður að byggja slík fjós,“ segir Baldur Helgi. Lausagöngufjósin eru mun stærri en básafjósin, líklega þrisvar sinnum stærri að meðaltali. „Bænd- ur eru yfirleitt að byggja hús fyrir 60 til 80 gripi og allt upp í 150, það er mjög hröð þróun í þessum efnum núna.“ Baldur Helgi nefnir að markaðs- aðstæður séu nú hagstæðari en þær hafi verið nokkru sinni áður, „en bændur eru líka að ná fram minni vinnuþörf til að framleiðslan geti orðið hagstæðari, m.a. til að mæta minnkuðum stuðningi hins opin- bera“. Framleiðsluaukning nemur nær 10% á tveimur árum Baldur Helgi segir ennfremur að á þessu verðlagsári verði framleiðsl- an um 116 þúsund lítrar, hafi verið um 106 þúsund lítrar fyrir tveimur árum, þannig að aukningin slagar upp í að vera um 10%. „Það er gríð- arleg aukning í framleiðslu af þessu tagi, þar sem ferillinn er langur,“ segir hann. Á yfirstandandi verðlagsári og því næsta hafa beingreiðslur á lítra minnkað um 10%, sem er verulegt að sögn Baldurs Helga. Það hefur gerst þannig, segir hann, að framlag ríkisins er föst krónutala, sem lækk- ar að raungildi um 1% á ári, og síðan er verið að greiða út á 10 milljónum fleiri lítra en áður. Bændur huga að nýjum lausagöngufjósum Endurnýjunarþörfin var orðin mjög brýn Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is NÝR veitingasalur í Laufási var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn nú í vikunni. Í máli Valgerðar Jóns- dóttur, formanns fráfarandi stjórn- ar Minjasafnsins á Akureyri, kom fram að tíu ár væru liðin síðan fyrst hefðu verið reifaðar hugmyndir um að Minjasafnið tæki að sér rekstur gamla bæjarins í Laufási, en bær- inn er eign Þjóðminjasafns Íslands. Minjasafnið varð eigandi að Gamla prestshúsinu árið 2001 og frá þeim tíma hefur starfsemin á staðnum verið á vegum þess. Þakk- aði Valgerður Ingibjörgu Siglaugs- dóttur, umsjónarmanni í Laufási, og öðru starfsfólki þar fyrir farsælt og árangursríkt starf. Einnig öðru heimilisfólki í Laufási fyrir að vinna sameiginlega að velgengni stað- arins. Í Laufási er náttúrulegt umhverfi fyrir sýningar og viðburði sem tengjast lífi til sveita hér áður fyrr, og Minjasafnið nýtur dyggrar að- stoðar félaga úr Laufáshópnum sem til margra ára hafa tekið virk- an þátt í starfinu. Viðburðum og gestum í Laufási fjölgar ár frá ári og nýi salurinn bætir úr brýnni þörf fyrir meiri aðstöðu. Nú geta um 80 manns setið þar til borðs í einu. Við vígslu salarins blessaði sr. Pétur Þórarinsson húsakynnin og óskaði starfsfólkinu og starfseminni alls góðs. Ingibjörg og starfsfólkið buðu upp á heimagerðar veitingar sem njóta mikilla vinsælda meðal gesta staðarins. Byggingin þykir hafa heppnast afar vel. Hún er látlaus og fer vel við Gamla prestshúsið, og úr saln- um er hið fegursta útsýni yfir flæði- land Fnjóskár út til Þengilshöfða og Kaldbaks, og einnig vestur yfir Eyjafjörð. Nýr veitingasalur í Laufási Nýr veitingasalur. Sóknarpresturinn í Laufási, sr. Pétur Þórarinsson flutti húsblessun er nýr veitingasalur við Gamla bæinn var tekin í notkun. ÞAÐ var miðaldastemning á Gásum þegar Minja- safnið á Akureyri ásamt Gásahandverkshópnum stóð fyrir miðaldamarkaði þar. Þetta er í fjórða skiptið sem líf og fjör er í búðatóftum miðalda- kaupstaðarins á Gásum. Aldrei hafa fleiri lagt leið sína á þennan viðburð en gestir voru rúmlega 1400. Fengu þeir tækifæri til að hverfa aftur til síðmiðalda og kynnast starfsháttum og menningu þess tíma. Kaupmenn og handverksfólk frá Dan- mörku, Noregi og Íslandi, í miðaldaklæðnaði, bauð varning til sölu en ýmsar uppákomur voru að auki. Tilraun var gerð til brennisteinshreins- unar með gömlum aðferðum. Félagar frá Midde- laldercentret skutu úr miðaldafallbyssu og sýndu bardagalist að hætti riddara með spjótum og sverðum. Högg járnsmiðsins og blástur físibelgs- ins mátti heyra um svæðið auk fagurra tóna Hym- nodia-sönghópsins, sem söng evrópsk lög frá 13. og 14. öld. Gestir gátu einnig fylgst með jurtalit- un, tálgun, brauðbakstri og kjötsúpugerð auk þess að láta völvuna spá fyrir sér með rúnalestri. Ung- ir og gamlir uppgötvuðu hæfni sína í steinakasti og bogfimi. Fornleifafræðingar frá Fornleifa- stofnun Íslands, sem nú vinna að fornleifarann- sóknum á miðaldakaupstaðnum á Gásum, voru við störf báða dagana og greindu frá niðurstöðum sem þegar lágu fyrir. Aldrei fleiri á miðaldamarkaði Margt að sjá og skoða Gestir sem sóttu Mið- aldamarkaðinn að Gásum heim voru ekki sviknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.