Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 44

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrútnum finnst eins og allir aðrir séu með leiðarvísi, á meðan hann þarf að berj- ast við að finna leiðina út úr völundarhús- inu án vísbendinga. Treystu þínum innri áttavita og vertu viss um að leiðin sjálf er mun mikilvægari en áfangastaðurinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nánustu ættingjar og vinir nautsins veita honum mikla ánægju í dag. Það er kær- komin tilbreyting, því hingað til hefur því þótt nóg um allar þarfirnar sem hefur þurft að uppfylla. Fyrst náin sambönd eru á réttum kili er ekki úr vegi að bæta við nýjum vini. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Viðhorf tvíburans gerir hann að fjallkóngi eða -drottningu, punktinum yfir i-ið. Þess vegna hringir síminn án afláts. Bogmaður sem þú þekkir verður einstaklega skemmtilegur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Lífið er ekki áfallalaust, en til allrar ham- ingju gerir spennan líka sitt til þess að starta krabbanum. Hann hristir sig og skekur og lendir jafnvel í heppilegum að- stæðum áður en dagurinn er úti, kannski nýrri vinnu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í leit sinni að sannleikanum lætur ljónið auðveldlega blekkjast af aðstæðum sem eru 90% sannar eða nokkurs konar sann- indi. En ljónið er líka nógu snjallt til þess að gera lært þótt lexían sé eilítið ófull- komin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Haft hefur verið eftir grínistanum Steve Wright: Ef þér takast hlutirnir ekki í fyrstu atrennu, skaltu láta fallhlífastökk algerlega eiga sig. Í dag er ekki rétti tím- inn til þess að leggja of mikið á sig eða taka óþarfa áhættu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin ógnar samstarfsfólki sínu. Taktu því sem hrósi og brynjaðu þig með sjálfs- traustinu sem hefur alltaf verið þinn helsti styrkleiki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú leyfir egóinu að ráða ferðinni gæti það orðið þér að falli. En smávegis mannalæti eru góð og gild til þess að þagga niður efasemdarraddir. Þú þarft að gæta jafnvægis og gerir það á þinn ein- staklega töfrandi máta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver kemur bogmanninum á óvart svo hann grípur til nýrra ráðstafana, þótt undarlegt megi virðast. Hann hlustar líka af kostgæfni á það sem fólk segir honum og velur sér átök af varkárni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin elskar ráðgátur en ef hún vel- ur þá sömu aftur og aftur verður það sannarlega leiðigjarnt með tímanum. Ef þig langar ekki að vita eitthvað koma upplýsingarnar upp á yfirborðið. Ef þig langar til þess, skaltu halda forvitninni vakandi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ef þér líkar ekki hitinn skaltu halda þig frá eldhúsinu, ef svo má segja. Reyndar er það næstum því ógerningur, enda þarf maður einhvern tímann að nærast. Best er að bíða þar til búið er að slökkva á ofn- inum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Allir hafa sína sögu að segja. Til allrar hamingju hlustar fiskurinn á þær fæstar, kannski eina eða tvær í dag. Það er meira en nægur undirbúningur til þess að þú getir haldið þína leið, ánægður með það að vera þú. Stjörnuspá Holiday Mathis Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á Merkúr upp á síðkastið, eins og margir í merki krabba, ljóns, meyju og tvíbura, geta nú andað léttar. Merkúr hefur verið í bakkgír í himingeimnum að und- anförnu en verður senn á beinu braut- inni, sem bætir tjáskipti. Margir eru kannski ekki í skapi til þess að tjá sig núna, en þögnin kemur skikki á hugs- anirnar og eykur mátt þeirra. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 krækja í, 4 kvendýrið, 7 lint, 8 málmi, 9 reið, 11 beint, 13 kvið, 14 villt, 15 brjóst, 17 hafa fyrir satt, 20 snák, 22 stundir, 23 erfið, 24 rás, 25 ástfólginn. Lóðrétt | 1 krabbateg- und, 2 klámfengið, 3 sig- aði, 4 stertur, 5 dý, 6 hafna, 10 nemur, 12 auð, 13 álit, 15 tryggingafé, 16 kvæðið, 18 stjórnar, 19 ilmur, 20 kraftur, 21 skógur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 förumaður, 8 fólið, 9 kýrin, 10 aki, 11 rígur, 13 rytja, 15 ruggu, 18 falur, 21 mær, 22 trant, 23 ástin, 24 barlóminn. Lóðrétt: 2 öflug, 3 urðar, 4 arkir, 5 umrót, 6 ófár, 7 unna, 12 ugg, 14 yla, 15 ryta, 16 glata, 17 umtal, 18 fráum, 19 lætin, 20 rann. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Grundarfjarðarkirkja | Friðrik Vignir Stefánsson organisti heldur tónleika 29. júlí kl. 12. Friðrik spilar verk eftir J.S. Bach, Bruhns og Madsen. Kveðju- tónleikar eftir 17 ár sem organisti og kórstjóri í Grundarfirði. Friðrik mun einn- ig spila í hátíðarmessu 30. júlí kl. 13.30. Reykholtskirkja | Opnunartónleikar Reykholtshátíðar 2006 kl. 20. Tónlist eftir W.A. Mozart. Hljómsveitin Virtuosi di Praga, Sigrún Hjálmtýsdóttir o.fl. Sólheimakapella | Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda tónleika í Sólheimakirkju 29. júlí kl. 13.30. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Myndlist Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason og Maríó Múskat (Halldór Örn Ragn- arsson). til 12. ágúst. Opið fim., fös. og lau. kl. 13–17. Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni myndlistarmanni) er þriðja sýningin í röðinni af stjörnumerkjaportrettum unn- in sem innsetning í rými. Sýningin stendur til 4. ágúst. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Reynomatic myndir, nærmyndir af nátt- úrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rýmisverk til 26. ágúst eða fram yfir menningarvöku. Opið virka daga og laugardaga kl. 14–18 í sumar. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um diskó og pönk í samstarfi við Árbæj- arsafn. Myndir og munir frá árunum 1975–1985. Til 31. júlí. Gallerí Tukt | Rögnvaldur Skúli Árnason sýnir málverk og teikningar til 5. ágúst. Opið alla virka daga frá kl. 9–17. Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjar- val og með henni beinir Hafnarborg sjónum að hrauninu í Hafnarfirði. Lista- mennirnir tólf sem að sýningunni koma hafa allir sýnt víða og lagt skerf til lista- lífsins undanfarin ár. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búa- dóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skírskotun til landsins og til nátt- úrunnar. Sýningin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Á sumarsýning- unni er til sýnis bæði hefðbundinn ís- lenskur listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýn- ingunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið er alla daga frá 13–17 og er aðgangur ókeypis. Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menn- ingarsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýn- ingunni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dagverðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31. júlí. Jónas Viðar Gallerí | Snorri Ásmunds- son sýnir hjá Jónas Viðar galleríi í Kaup- vangsstræti 12, Akureyri. Snorri hefur komið víða við í listsköpun sinni og á að baki sérkennilegan feril sem listamaður. Sýningin mun standa til 30. júlí. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson (iló), Berja- landi, Kjós með málverkasýningu. Opið í sumar alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth li- nes. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harð- ardóttir sýnir veggskúlptúra úr leir. Til 13. ágúst. Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verkum eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst. Kling og Bang gallerí | Hinn heims- þekkti myndlistarhópur Gelitin frá Aust- urríki sýnir í Kling & Bang galleríi, en hópurinn hefur m.a. tekið þátt í Fen- eyjatvíæringnum og Gjörningatvíær- ingnum í New York. Sjá:http://this.is/ klingogbang. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Ei- ríkur Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þorkelsdóttir sýna nýjar vatns- litamyndir. Einnig eru sýndar vatns- litamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning – Louisa Matthíasdóttir. Umfangsmesta sýning sem haldin hefur verið á verkum Louisu og rekur allan hennar lista- mannsferil í sex áratugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri landslagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí. Opið í safnbúð og í Kaffitári í kaffi- stofu. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yf- irlitssýning á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safnbúð og kaffistofa Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100 ára afmæli bankans. Til 30. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spanna sviðið frá tví- víðum hlutum í skúlptúra og innsetn- ingar. Í hópnum eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlutunar listaverkaverð- launanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir listamenn, meðal annars listmálarinn Eggert Pét- ursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síðastliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verkanna og hefðbundin listasöguleg viðmið látin víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af helstu málurum þjóðarinnar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið frá aldamótunum 1900 til upp-  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.