Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 23

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 23 MENNING TVÆR nútskrifaðar myndlist- arkonur sýna nú verk sín í Óðins- húsi á Eyrarbakka. Þær Dagrún Matthíasdóttir og Guðrún Vaka luku námi við myndlistarskólann á Akureyri í vor. Á heimasíðu Dag- rúnar þar sem segir frá sýningunni kemur fram að hér er um að ræða útskriftarverk þeirra með meiru. Verk Guðrúnar Vöku fjalla um hrafninn í persónulegum og víðari skilningi en Dagrún veltir fyrir sér trjám, eðli þeirra, orku og lífi og hugmyndum fólksins í landinu um þau. Það má því segja að verkin á sýningunni tengist gegnum náttúr- una en einnig nálgast þær báðar viðfangsefni sitt frá frásagnarlegum sjónarhóli, Guðrún Vaka skrifar sögur og ljóð inn á ljósmyndir sínar af hröfnum og Dagrún lætur upp- tökur af frásögnum fólks fylgja málverkum sínum, auk þess að bæta við texta. Þær glíma því báð- ar við þá ögrun sem innlimun texta í sjónrænan miðil er ávallt. Við- fangsefni Guðrúnar Vöku, hrafninn, er nokkuð þakklátt. Allir þekkja hann af eigin raun og margir kunna af honum sögur eða gefa honum bita þegar líður á veturinn og harðnar í búi. Það á ágætlega við að textar Guðrúnar eru ekki mjög greinilegir, stundum illlæsilegir svo slitrótt mynd skapast, áhorfandinn greinir óljóst persónulegar minn- ingar, myndir sem birtast ef rýnt er um stund en hverfa þess á milli. Ljósmyndir hennar af hröfnum eru nokkuð dramatískar og sýna hrafn- inn sem þá goðsögulegu veru sem hann er í þjóðarvitundinni, allt frá þeim Hugin og Munin sem sátu á öxlum Óðins. Myndefni Dagrúnar er nokkuð vandasamt, tré eru flókið og marg- rætt fyrirbæri og ég gæti ímyndað mér að hún ætti eftir að ná betri og persónulegri tökum á því. Í lista- sögunni er af nógu að taka þegar kemur að trjám og birting- armyndum þeirra og nálgun lista- manna margvísleg. Hér vantar eitt- hvað upp á að saman gangi hugmynd og úrvinnsla, t.a.m. stinga yfirmálaðir plaststafir og hvít og gráleit mynd nokkuð í stúf við texta sem fjallar um lífsorku trjáa. Frá- sagnir á bandinu þar sem heyra má viðhorf fólks til trjáa eru öllu áhugaverðari og ganga betur upp í tengslum við málverkin. Í heildina er sýning listakvennanna tveggja hin geðþekkasta og Óðinshús falleg umgjörð um hana en eins og vænta má þegar um nýútskrifaða lista- menn er að ræða má gera ráð fyrir hnitmiðaðri úrvinnslu hugmynda með tíð og tíma. Sögur og myndir MYNDLIST Óðinshús á Eyrarbakka Til 30. júlí. Opið lau. og sun. frá kl. 14–18. Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Vaka Ragna Sigurðardóttir Frá sýningu þeirra Guðrúnar Vöku og Dagrúnar Matthíasdóttur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Heilsuvörur á 15% afslætti í júlí Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júlí w w w .d es ig n. is © 20 06 Original HeilsukOddi 61cm -15% verð kr. 8.075,- millenium HeilsukOddi 64cm -15% verð kr. 7.990,- classic HeilsukOddi 55cm -15% verð kr. 7.565,- cOmfOrt HeilsukOddi 70cm -15% verð kr. 7.820,- ferðasett kOddi Og dýna í tösku -15% verð kr. 29.900,- Original ferðakOddi í tösku -15% verð kr. 3.968,- sessa 40x42x5 cm -15% verð kr. 6.301,- BakstOð 36x36x7 cm -15% verð kr. 5.987,- Hálskragi -15% verð kr. 4.847,- svefngríma -15% verð kr. 1.713,- Bakstuðningur 68x40x7 cm -15% verð kr. 7.900,- alHiða-HeilsukOddi 50cm -15% verð kr. 5.367,- Poppsöngleikur í flutningi okkar bestu söngvara Regína Ósk Bergsveinn Arilíusson Heiða Ólafsdóttir Hreimur Örn Heimisson Friðrik Ómar Fæst í ö l lum betri plötubúðum! Ný plata sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss Dreifing: www.music.is Regína Ósk Bergsveinn Arilíusson Heiða Ólafsdóttir Hreimur Örn Heimisson Friðrik Ómar Útgefandi: Pöpull ehf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.