Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 36

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist á Einifelli í Stafholtstungum í Borgarfirði 8. októ- ber 1917. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 19. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Tómasson, f. 14. september 1891, d. 13. septem- ber 1980, og Ólöf Jónsdóttir, f. 13. nóvember 1887, d. 15. ágúst 1955. Systkini Halldóru eru: Fjóla, f. 12. október 1912; Margrét, f. 10. apríl 1921, d. 3. nóvember 2002; Tómas, f. 28. apr- íl 1926; og Ásta, f. 28. október 1930. Halldóra giftist 23. september 1944 Hauki Helgasyni, f. 23. maí 1913, d. 6. október 1974. Synir þeirra eru 1) Guðmundur Hauks- son, f. 21. ágúst 1945, kvæntur Rannveigu Garðarsdóttur, f. 23. ágúst 1949. Börn þeirra eru: Hall- dóra, f. 20. júní 1973, í sambúð með Gunnari Reyni Val- þórssyni, f. 1. apríl 1975, og eiga þau Valþór Reyni sem er á sjötta aldursári. Garðar Haukur, f. 2. maí 1977, og Guð- mundur Helgi, f. 20. ágúst 1980, í sam- búð með Kötlu Rán Sturludóttur. f. 9. desember 1980. 2) Helgi Hauksson, f. 7. maí 1947. Halldóra lauk námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1943 og vann við hjúkrun allt til starfsloka, lengst af hjá Heilsugæslu Kópa- vogs en hún var einn af fyrstu starfsmönnum Kópavogskaup- staðar. Síðustu starfsárin vann hún á Reykjalundi. Útför Halldóru verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma Doja. Þú varst af þeirri kynslóð Íslendinga sem man tímana tvenna. Fædd í torfbæ í Borgarfirðinum, braust til mennta í borginni og lærðir hjúkrun. Þú varst ein af frumbyggjum Kópa- vogs, rakst heimili fyrir vandræða- börn á Vatnsenda og svo fluttuð þið afi í Kópavogsskólann þar sem þú helltir víst lýsi ofan í alla og afi sá um húsvörslu. Við systkinin lendum iðulega í því að heyra af ykkur góðar sögur þegar við hitt- um Kópavogsbúa sem voru í skól- anum á þessum tíma. Svo vigtaðir þú næstum hvern einasta Kópa- vogsbúa sem kom í heiminn þegar þú vitjaðir um nýjustu íbúa bæj- arins. Því næst fórstu að vinna á Reykjalundi og þið afi bjugguð í litlu húsi þar upp frá. Afi fór frá þér allt of fljótt er hann dó 1974 og þá fluttir þú í Kjarrhólma 10, nýbyggða blokk í Kópavoginum og rétt hjá okkur í Stórahjallanum. Þangað labbaðir þú iðulega á okk- ar fund með rjúkandi pönnukökur í poka. Og einstaka sinnum ríðandi á hestunum þínum Grána eða Rauð, og þá fékk maður að fara á bak. Og seinna, þegar þeir voru allir, fékk maður að sofa í svefn- pokanum sínum ofan á Grána því húðin hans lá á gólfinu við hliðina á rúminu þínu. Þér þótti annt um allt líf, hvort sem um var að ræða menn, dýr eða plöntur. Við systkinin fórum oft í heim- sókn til þín og oftar en ekki byrj- aðir þú að baka pönnsur og ást- arpunga og þú leyfðir okkur að hjálpa til. Við gleymdum okkur oft í leik með Lego-kubbana og plast- svínin og vorum iðulega leyst út með ullarsokkum og vettlingum sem þú virtist eiga endalausar birgðir af. Þú leyfðir okkur einu í einu að koma með þér niður í bæ í strætó. Út á Hlemmi og síðan var rölt nið- ur Laugaveginn í búðarápi. Við systkinin áttum ávallt aðeins það besta þegar kom að sængum, sængurfatnaði og náttfötum, þú sást til þess, svo að okkur liði allt- af sem best. Þú fylgdist afskaplega vel með öllu í umhverfinu, varst vel lesin, fylgdist með öllum fréttum og stjórnmálum. Einu sinni við mat- arborðið þegar við vorum að tala um menntun sagðir þú okkur að ef þú ættir að velja þér námsbraut núna þá værir þú til í að fara í mannfræði. Okkur fannst það merkilegt að þú hefðir pælt í þeirri grein en hún hefði örugg- lega hentað þér vel. Þrátt fyrir háan aldur kaust þú að búa uppi á fjórðu hæð í lyftu- lausum Kjarrhólmanum. Þar vissir þú jú hvað þú hafðir og svo var út- sýnið yfir Fossvogsdalinn þar sem þú gast fylgst með mönnum og dýrum að leik. Maður fann svo vel að þér þótti svo vænt um okkur og við elsk- uðum þig svo sannarlega líka, amma. Halldóra (Doja), Garðar Hauk- ur og Guðmundur Helgi. Horfin er úr heimi hér kær mágkona mín, Halldóra Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona. Hún var ein af bestu manneskjum sem ég hef kynnst. Alltaf jafn róleg og í góðu skapi. Hún vann öll sín verk af samviskusemi og var aldrei að flýta sér. Aldrei kvartaði hún yfir því mikla ónæði að búa í Digranes- skóla. Ef eitthvað var að var leitað til Halldóru en Haukur Helgason, eiginmaður Halldóru, var umsjón- armaður skólans. Börnin komu til að fá plástra og sprautur og einnig fólk utan úr bæ. Öllum var vel tekið og allt var afgreitt á þann góða máta sem hún gat miðlað öðrum með hjálp sinni. Halldóra vann sem hjúkrunarkona við ungbarnaeftirlit við skólann. Þau fluttu upp að Reykjalundi þar sem hún vann við hjúkrun þangað til hún fór á eftirlaun. Halldóra tók virkan þátt í fé- lagsstarfi aldraðra við Digranes- kirkju. Hún var dugleg að ferðast bæði innanlands og utan. Það er margs að minnast á kveðjustund. Þökk sé þér, Hall- dóra mín, fyrir alla hjálpsemina og samfylgdina gegnum árin. Þín er sárt saknað. Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir. HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR Rigningarsumarið 1955 er mér minnis- stætt er við systurnar fluttumst frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar, á Suðurgötuna góðu fyrir neðan Sankti-Jósepsspít- alann. Þar eyddum við sumrinu í regngalla og hörku vinnu við stíflu- gerð. Auður systir var alltaf afskaplega ljúf en skemmtilegur félagi og vin- ur, enda var ýmislegt brallað á upp- vaxtarárunum. Sumarið sem hún varð 11 ára var hún send í sveit á bæinn Smáratún í Þykkvabæ, og fékk því í farteskið svartar galla- buxur með ísaumuðu danspari á rassvasanum. Við systurnar vorum hálföfundsjúkar út í flottheitin en samglöddumst henni engu að síður, sérstaklega þar sem okkur þótti hún vera að fara svo langt í burtu. Reyndar strauk hún úr sveitinni á degi tvö og húkkaði sér far með mjólkurbíl aftur í bæinn og birtist brosandi á rakarastofunni hjá pabba, honum til mikillar undrunar. Hún var rakleitt send sömu leið til AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Auður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. september 1947. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 19. júlí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 27. júlí. baka og undi hag sín- um vel í þetta skiptið hjá góðri fjölskyldu. 16 ára fór hún ásamt vinkonunum á síldar- vertíð á Raufarhöfn og var mikil spenna í kringum það ævintýri enda biðum við hinar þess með óþreyju að heyra allt um dvölina þegar hún kæmi til baka. En Auður skildi alveg við heimahag- ana þegar hún hitti ljúfan dreng frá Þing- eyri enda var það nokkuð ljóst frá upphafi að þar var alvara á ferðinni og því ekki aftur snúið. Páll Egilsson var mættur á svæðið með allan sinn sjarma til að heilla dömuna upp úr skónum. Það kom mér því ekki á óvart sú fallega setning sem Auður hvíslaði að mér í veikindum sínum þegar hún sagði hvað hún hefði nú verið rík að eign- ast hann Palla sinn, svona traustan og yndislegan mann sem reyndist henni vel alla tíð. Elsku Auður, ég er afar þakklát fyrir að hafa átt systur eins og þig og kveð þig með miklum söknuði, hinsvegar hugga ég mig við að ég veit að þér líður vel á núverandi stað, í hópi góðra genginna ætt- ingja. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar strák- anna, Palla, Egils, Guðmundar og Björgvins, og bið þess að góður guð gefi ykkur styrk í sorginni. Svava Guðmundsdóttir. Elsku Auður mín, mig langar til að minnast þín með nokkrum orð- um. Mér fannst svo bjart yfir þér þegar við fórum að fylgja honum Lauja, gamla vinnuveitandanum okkar, en það var nú í Laujabúð sem við kynntumst fyrst fyrir 43 ár- um, þar unnum við saman í nokkur ár. Við áttum margar yndislegar stundir saman enda vorum við þá á okkar djammárum og höfðum margt til að spjalla um. Það slitnaði ekki sambandið hjá okkur þó að við hættum að vinna saman, alltaf hittumst við af og til og svo kynntust karlarnir okkar, Nonni og Palli. Þó að síðustu ár hafi sambandið minnkað var alltaf kært á milli okkar og alltaf nóg að tala um þegar við hittumst. Síðasta skiptið sem við hittumst varst þú á hlaupum að versla því að þið Palli voruð að fara í siglingu með fleiri hjónum. Ég man hvað ég var glöð að heyra það, þá virtist lífið leika við þig. Síðar frétti ég að þú hefðir veikst svo mikið fljótlega í ferðinni. Nú ert þú komin á þann stað þar sem veikindi þín hrjá þig ekki leng- ur. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú á að ljósið bjarta, skæra, veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi) Guð blessi Auði vinkonu mína, með þökk fyrir allt og allt. Elsku Palli, Egill, Guðmundur og Björgvin, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Jóhanna. ✝ Kristján Valdi-marsson vél- stjóri fæddist í Reykjavík 16. júní 1947. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Ása- braut 11 í Keflavík 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Kristjánsson, f. 30. október 1925, d. 30. ágúst 1984, og Gríma Thoroddsen, f. 9. júlí 1930. Þau skildu 1955. Albræður Kristjáns eru: Bolli Thor, f. 10. september 1950, og Þorvaldur Emil, f. 6. október 1954, d. 22. janúar 1986. Systkin sammæðra eru Gunnar Þorsteinn Sumarliðason, f. 13. desember 1958, Ingibjörg, f. 15. janúar 1961, Kristín, f. 29. júní 1963, Ragnhildur, f. 16. desember 1965, og Ásthildur, f. 16. desem- ber 1965. Systkin samfeðra eru Steinunn Björk, f. 13. júní 1963, Kjartan, f. 29. september 1964, og Brynjar, f. 30. des- ember 1967. Kristján var í sambúð með Hlíf Jónsdóttur, f. 26. ágúst 1952. Þau slitu samvistum 1986. Þeirra börn eru Valdimar, f. 16. nóvember 1978, og Vigdís, f. 16. nóv- ember 1978. Henn- ar barn er Ísabella Dís Hermannsdótt- ir, f. 17. maí 2005. Kristján gekk í skóla í Hafnarfirði. Hann fór síð- an í Vélskóla Íslands og útskrif- aðist með annað stig. Var hann vélstjóri á fiskibátum, togara og fraktskipum. Hann vann hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja sem kranamaður frá 1987–1993 og síðan hjá Varnarliðinu sem Heavy Duty Equipment Mechanic í rúm 24 ár eða til dauðadags. Útför Kristjáns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar Bolli bróðir hringdi og sagði mér að þú værir látinn, var eins og allt stöðvaðist. Þú hafðir hringt í mig aðeins í vikunni á und- an en mér finnst eins og ég hafi talað við þig í gær. Við hittumst því miður ekki oft en þú hringdir oft í mig og mér þótti virkilega vænt um það. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Oft það sem þér lá á hjarta hverju sinni. Stund- um ræddum við bíla, eða réttara sagt, þú sagðir mér frá og ég hlustaði. Því þar hafðir þú alla kunnáttuna og ég nær enga. Í þessum samtölum varð mér ljóst að börnin þín og hamingja þeirra voru þér mikils virði. Það sem skipti þig öllu og mestu máli í þessu lífi. Þú sagðir mér stoltur og hamingjusamur frá því að þú værir orðinn afi. Það var alltaf stutt í hláturinn og stutt í grínið hjá þér. Alltaf fékk maður bros á vör og sól í dag- inn þegar maður talaði við þig. Ná- kvæmlega þannig vil ég muna þig, brosandi og glaðan. Þótt það sé sárt að þú sért farinn þá hefur þú snert sálu okkar allra og minning þín lifir áfram í okkur. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – Gáðu – ég dó ei! ég lifi í þér. (Höf. ók.) Ég votta börnum þínum, barna- barni, móður og systkinum öllum, mína dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín systir, Steinunn. Sú harmafregn barst okkur systkinum á föstudaginn að þú, elskulegi bróðir okkar, hefðir kvatt þennan heim og haldið þangað sem við vitum að vel verður á móti þér tekið. Þú varst svo björt sál, sást ætíð það góða í öllum og aldrei tal- aðir þú illa um neinn, jafnvel þó að gert væri á hlut þinn. Alltaf varst þú boðinn og búinn að aðstoða hvern þann sem á hjálp þurfti að halda. Það var svo gaman að hitta þig niðri á Valló, þú hafðir svo góða nærveru og húmorinn var alltaf í lagi. Annað skarð hefur nú myndast í okkar systkinahóp en eins og Ingi- björg sagði: „Ef ég væri eins og ör og yrði beygð saman myndi ég brotna, en ef við fjölskyldan vær- um örvar sem settar yrðum í eitt knippi og beygðar saman myndi ekkert henda, því sameiginlegur styrkur okkar væri óbrjótanlegur.“ Með þessum orðum, elsku Stjáni, viljum við segja þér og Emma bróður að þótt þið séuð komnir á annan stað vitum við að þið veitið okkur styrk og eruð með okkur á erfiðum stundum sem þessari. Elsku mamma, pabbi, Vigdís og Valdi, Guð veri með ykkur í þess- ari miklu sorg og gefi ykkur styrk. Systkinakveðja, Bolli, Gunnar, Ingibjörg, Kristín, Ragnhildur og Ásthildur. Lát þitt bar snöggt að, elsku bróðir. Á milli okkar var mikill kærleikur og vinskapur góður alla tíð. Minningar um mætan dreng streyma fram í hugann. Kristján fór í sveit sem unglingur að Klaustri, síðan Skaftártungu. Hann var vörubílstjóri á Óskarsstöð á Raufarhöfn eitt sumar og tvö sum- ur hjá Haföldunni á Seyðisfirði. Fór síðan á sjóinn, fyrst sem kokk- ur eina vertíð á Stafnesi, en var hann sjóveikur alla þá vertíð og lá við að hann yrði afhuga sjó- mennsku eftir það. En á endanum sjóaðist hann og fór í Vélskóla Ís- lands og varð hann vélstjóri á bát- um í nokkur ár. Það var alltaf gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á, því að það lék allt í höndunum á honum. Hann var úrræðagóður og hjálpsamur, eins var stutt í húm- orinn og smitaði hlátur hans allt í kring. Þín er sárt saknað, kæri bróðir, Guð geymi þig. Þinn bróðir, Bolli Thor. Elsku Stjáni minn. Þú áttir alltaf sérstakan stað í hjarta mínu, þótt okkar samskipti hafi mætt miklum mótbyr. Tilfinningar mínar hafa verið fullar trega og eftirsjár á því sem hefði getað orðið, ósögð orð og sögð. En ég hugga mig við okkar síð- asta samtal sem var svo innilegt og skemmtilegt, þar sem kærleikurinn og fyrirgefningin var í fyrirrúmi. Kærleikurinn sigrar allt og fyr- irgefningin er máttugt meðal á gömul sár. Takk, Stjáni, fyrir þessa góðu minningu. Við kvöddumst í góðu. Elsku Stjáni minn, núna ertu frjáls, frjáls undan oki versta óvin- ar mannkyns. Ég bið algóðan guð að vaka yfir þér og sýna þér ljósið. Hvíl í friði. Angela Kelly Abbott. KRISTJÁN VALDIMARSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.