Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
ÁHRIFARÍKT BÓLGUEYÐANDI GEL
VIÐ VÖÐVA- OG LIÐVERKJUM.
Voltaren Emulgel
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
Y
F
33
20
4
0
6/
20
06
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á
skrámur, opin sár eða á exem. Varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka
inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað. Þó skal það ekki notað á
síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega
leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
EINAR I. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri 101 Skuggahverfis,
segir að jarðvegsvinna fyrir 2.
áfanga Skuggahverfisins sé hafin
og til standi að hefja bygginga-
framkvæmdir á lóðinni um mán-
aðamót september og október.
Í öðrum áfanga verða byggð
fimm fjölbýlishús og verða íbúðir
þeirra 96 talsins. Stærsta húsið
verður 20 hæðir og 62 metrar á
hæð og verður það hæsta íbúðar-
húsnæði landsins. Að sögn Einars
er um mjög svipaðar byggingar að
ræða og fyrir eru í Skuggahverfinu
og hverfisbragurinn verður látinn
halda sér.
„Þetta er svipað og í bílageir-
anum, blokkirnar sem byggja á
verða nýrra módel, en þó mjög
svipaðar þeim byggingum sem
teiknaðar voru árið 2000,“ segir
Einar. Íbúðunum sjálfum svipar
mjög til þeirra íbúða sem þegar er
búið að byggja. Þannig verða yf-
irleitt tvær stórar íbúðir á hverri
hæð og lofthæð þeirra mikil. Einar
segist hafa fundið fyrir mjög mikl-
um áhuga á íbúðum annars áfanga
að undanförnu, en ekki verði byrjað
að selja þær fyrr en á fyrrihluta
næsta árs. Framkvæmdir þriðja og
jafnframt síðasta áfanga Skugga-
hverfis munu að sögn Einars senni-
lega hefjast innan næstu tveggja
ára en markaðsaðstæður hverju
sinni ráði byggingarhraðanum.
Vinna við hæsta íbúðarhús-
næði landsins að hefjast
Svona mun Skúlagatan líta út að loknum framkvæmdum á 2. áfanga.
Hæsta byggingin í miðjunni verður 62 metrar.
ÁRLEG lokahátíð Vinnuskólans í Garðabæ var hald-
in í Garðaskóla í gær og var þar margvísleg
skemmtun í boði fyrir krakka sem unnið hafa í skól-
anum í sumar. Meðal annars tóku hljómsveitir vinnu-
skólans lagið auk þess sem önnur skemmtiatriði
voru á dagskrá. Þá var grillað fyrir gesti hátíð-
arinnar, sem skemmtu sér hið besta, líkt og ráða má
af meðfylgjandi mynd.
Morgunblaðið/Golli
Fjör á lokahátíð Vinnuskólans í Garðabæ
Á YFIR 100 km hraða
geystist hollenski bíl-
stjórinn Hans von Rooij
stjórnlaust á flutn-
ingabíl sínum niður
Biskupsbrekkur í
Fljótsdal, hrópandi af
hræðslu og baðandi út
höndunum í stjórnklefa
bílsins og hélt að sinn
síðasti dagur væri runn-
inn upp. Hann var á
bremsulausum gáma-
flutningabíl frá Hringrás og þykir
mikil mildi að ekki skyldi hljótast af
alvarleg slys á fólki þegar hann mætti
öðrum flutningabíl sem var á leið upp
brekkuna, hvað þá á Hans sjálfum
þegar hann þeyttist 30 metra út fyrir
veg en slapp með rifbeinsbrot og
lemstraðan skrokk.
Bremsurnar í bílnum höfðu bilað
með þessum geigvænlegu afleið-
ingum en þegar Hans uppgötvaði bil-
unina var hann á 60 km hraða. Þetta
gerðist á versta stað undan halla og
niður brekkuna stefndi hann og stöð-
ugt jókst hraði bílsins án þess að
Hans fengi við nokkuð
ráðið. „Ég fór upp í 80
km og síðan 100 km
hraða,“ sagði hann. Ég
var kominn yfir 100
þegar ég fór út af,“
bætti hann við.
Hann sagðist hafa
stigið á bremsuna
reglulega fram að
óhappastaðnum og allt
hefði verið í lagi en síð-
an hafi ósköpin dunið
yfir. Í fyrstu reyndi
hann að beygja til
hægri og vinstri til að
hægja eitthvað á bíln-
um en ekki gekk það sem skyldi og
niður þaut hann og hentist út fyrir
veg.
„Ég rankaði síðan við mér hinum
megin í stjórnklefanum og var sár-
kvalinn. En nokkru áður þegar ég var
á niðurleiðinni, mætti ég öðrum flutn-
ingabíl og horfði inn um framrúðuna
hjá bílstjóranum, fórnaði höndum
eins og til að segja að ég gæti ekkert
gert. Hann leit á mig eins og ég væri
brjálaður. Rétt áður en ég fór út af
hrópaði ég upp yfir mig vegna þess að
í hreinskilni sagt þá hélt ég að þetta
væri minn síðasti dagur.“
Flutningabílstjóri á stjórnlausum bíl
Eftir Örlyg Stein
Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Hollenski bílstjórinn
Hans von Rooij.
„Hélt að þetta væri
minn síðasti dagur“
INGIBJÖRG Þórðardóttir, stríðs-
fréttamaður hjá breska ríkisút-
varpinu, BBC, í Líbanon sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að líbanskir ráðamenn, sem
hún ræddi við í gærdag, hefðu við-
urkennt að hafa misst stjórn
landsins í hendur liðsmanna Hiz-
bollah-hreyfingarinnar.
„Líbanskir ráðamenn viður-
kenna að ríkisstjórnin sé í raun
orðin valdalaus andspænis Hizbol-
lah,“ sagði Ingibjörg. „Þeir segja
að hreyfingin sé nú valdameiri en
þeir sjálfir. Það var Hizbollah sem
fór í stríð við Ísrael og það er
ákveðin hætta að hreyfingin komi
út úr þessu sterkari en áður.“
Ingibjörg sagði þróunina ógn við
stjórnskipulag landsins.
„Allir innviðir eru farnir,“ sagði
Ingibjörg. „Stjórnin viðurkennir
að hún hafi ekki þau völd sem
stjórnir eiga að hafa í eðlilegum
lýðræðislöndum. Það hefur því
myndast mikil spenna innan
stjórnkerfis landsins.“
Spurð um afstöðu einstakra
ráðamanna til átakanna sagðist
Ingibjörg hafa rætt við Sami Had-
dad, fjármálaráðherra Líbanons,
fyrr um daginn og að hann hefði
verið einkar harðorður í garð
Bandaríkjanna.
„Ráðherrann var að koma af
fyrsta ríkisstjórnarfundinum eftir
Rómar-viðræðurnar á miðviku-
dag,“ sagði Ingibjörg. „Hann var
mjög harðorður í garð Bandaríkja-
manna og sagði að þeirra afstaða
þjónaði hvorki hagsmunum Mið-
Austurlanda né þeirra sjálfra.
Hann sagðist ekki skilja hvers
vegna þeir kölluðu ekki á vopna-
hlé.“
Vill alþjóðlegt herlið
Ingibjörg hafði ennfremur eftir
Haddad að hann teldi nauðsynlegt
að ná fram pólitískri lausn í deil-
unni sem fyrst, ásamt því sem
hann væri mjög hliðhollur komu
alþjóðlegs herliðs til Beirút.
„Haddad sagði að slíkt herlið
myndi vera vörn fyrir Ísrael gegn
Hizbollah og vörn fyrir Líbanon
gegn Ísraelsher,“ sagði Ingibjörg.
„Hann kallaði einnig eftir auknum
þrýstingi á bandarísk stjórnvöld
um að stöðva átökin.“
Að sögn Ingibjargar taldi Had-
dad efnahags landsins algerlega í
rúst.
„Hann sagði að þetta væri í
fyrsta skipti, eftir langa sögu
átaka, sem Ísraelar réðust harka-
lega á innviði landsins,“ sagði Ingi-
björg. „Jafnframt áætlaði hann að
tap þjóðarbúsins vegna ástandsins
væri vel á annan milljarð Banda-
ríkjadollara [á annað hundrað
millja. ísl. króna].“
Ræddi við lækna á átaka-
svæði
Fyrr um daginn ræddi Ingibjörg
við líbanskan lækni um ástandið í
bænum Beit Jardil, þar sem hörð
átök hafa geisað síðustu daga. Að
hennar sögn var hjálparstarfið
mjög erfitt að mati læknisins.
„Læknar mótmæltu fyrir utan að-
alstöðvar Sameinuðu þjóðanna í
Beirút,“ sagði Ingibjörg. „Lækn-
irinn sem ég ræddi við tók þátt í
mótmælunum en hann sagði að
það vantaði lyf á flestalla spítala í
nágrenninu og að vegna afar
slæms aðbúnaðar gætu þeir aðeins
veitt sjúklingum fyrstu hjálp.
Hann sagði líka að enginn þyrði
að hjálpa særðu fólki í bænum
Beit Jardil sem lægi í húsarústum,
af ótta við að lenda í skotlínu Ísr-
aelshers. Þá bætti hann því við að
þrátt fyrir að hjálpargögn hefðu
borist til Suður-Líbanons hefðu
þau ekki borist til svæða inn til
landsins.“
Innt eftir árásum gærdagsins
sagði Ingibjörg að Ísraelsher hefði
gert árás á fjarskiptastöð norður
af Beirút sem grunur lék á að liðs-
menn Hizbollah hefðu notað. Hún
sagði jafnframt að Ísraelar hefðu
gert árás á orkustöð í Beirút, með
þeim afleiðingum að baðstrendur
borgarinnar væru þaktar olíubrák.
„Ríkisstjórnin í raun
orðin valdalaus“
Eftir Baldur Arnarsson
baldur@mbl.is
Fjármálaráðherra Líbanons segir að efnahagur landsins sé algerlega í rúst eftir árásir Ísraelshers