Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 35

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 35 MINNINGAR votta ég mína dýpstu samúð. Erling Magnússon. Við höfum oft heyrt setningar á borð við að enginn sé ómissandi og að alltaf komi maður í manns stað. Þetta hljómar fjarstæðukennt þegar við hugsum til Ninna frænda og ná- granna okkar, enginn getur nokkurn tímann fyllt hans skarð. Hann til- heyrði staðnum Kirkjulækjarkoti, eins og fjallið Þríhyrningur á Suður- landi. Hann var hluti af umhverfinu hér og vissulega er óskaplega tóm- legt hér án hans. Hann var sístarf- andi frá morgni til kvölds, alltaf á ferðinni í samfestingnum og með der- húfuna, var fljótur í förum, gekk rösklega eins og unglingur. Honum fannst gaman að vinna, sérstaklega að endurbæta og viðhalda öllu sem best. Handarverk hans sjást líka alls staðar og bera dugnaði hans vitni. Síðast í fyrrasumar málaði hann allt verkstæðið að utan með einum hand- pensli og var ekki svo lengi að því. Fólki var þó um og ó þegar hann var uppi á þaki og hélt sér í kaðal með annarri hendinni og málaði með hinni. Allt gekk þó vel og fljótt fyrir sig eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur, kominn hátt á níræð- isaldur. Hann hafði yndi af því að hugsa um garðinn sinn og sló hann helst einu sinni í viku. Það var mikil vinna að slá svo stóran garð, en honum fannst það gaman. Við minnumst þess svo oft þegar hann tók sér smápásu frá slættinum og kallaði blíðlega á Jónu sína, hvort hún ætti kaffi handa sér. Síðan sátu þau á veröndinni með kaffið og hann horfði yfir garðinn stoltur og ánægður. Þetta eru hlýjar minningar um mann sem var svo sáttur og glaður yfir því sem Guð gaf honum. Aldrei heyrðum við hann hækka róminn eða skammast út í nokkurn mann. Okkur sýndi hann ávallt mikinn kærleika og hlýju. Það var gaman að sýna honum eitthvað nýtt, sem við höfðum gert til betrumbóta, hann var svo áhugasamur og dáðist að öllu, sem var gert til að fegra umhverfið. Hann var sjálfur einstakt snyrti- menni og tíndi alltaf allt rusl sem varð á vegi hans. Við vitum að við tölum fyrir hönd allra hérna í „Kotinu“, við vildum óska að við hefðum fengið að hafa hann lengur hjá okkur. Við eigum öll eftir að sakna hans mjög mikið. Stóran hluta lífs síns helgaði hann Guði og nú hvílir hann í náðarfaðmi hans. Elsku Ninni, þakka þér fyrir vel- vilja þinn og umhyggju alla tíð. Elsku Jóna, börn og afabörn og aðrir aðstandendur, við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Hans og Auðbjörg. Snaggaralegur, glettinn og skemmtilegur eru þær minningar sem ég á fyrstar af Ninna frænda. Bræðurnir þrír sem bjuggu í Kirkju- lækjarkoti eru nú allir farnir heim. Harðduglegir, handlagnir og vel að sér í mörgu voru bræðurnir en ólíkir mjög. Ninni var þeirra elstur og hann kveðjum við nú tæpra 88 ára gamlan. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vinna með honum móðurbróður mín- um þegar ég var á sautjánda ári. Ég fékk skilaboð um að ég ætti að mæta með hamar, bogasög og töng. Hann treysti fólki til verka og mér var ætl- að að smíða við hlið hans eins og ég hefði aldrei gert annað. Þannig lærði ég fljótt og það var aldrei leiðinlegt í vinnunni í sveitinni. Ninni var skrafhreifinn og það var spjallað um margt. Ef maður forvitn- aðist um trúmálin, þá opnuðust gáttir og af innlifun sagði hann manni frá trúnni, sem hann hafði lifað í fjöl- mörg ár saman með sínum föður sem þá var nýfallinn frá. Aldrei prédikaði hann yfir manni, hann sagði manni frá og sögurnar voru margar enda var ég forvitinn eins og aðrir ungling- ar. Allar götur síðan hef ég átt góð samskipti við Ninna enda bar ég eins og svo margir aðrir mikla virðingu fyrir honum og til þeirra hjóna, Ninna og Jónu, var alltaf gott að koma. Síðast spjallaði ég við hann eft- ir að kom heim eftir fyrstu veikindin í vor og bar hann sig vel enda kvartaði Ninni aldrei. Hann var bjartsýnn en ég fann að krafturinn var ekki samur og áður. Enda fór svo að það dró af honum uns kallið kom. Þann dag heimsótti ég hann og þá var hugur hans kominn annað. Mikil friðsæld var yfir honum og ekki bjóst ég við að aðeins nokkrir klukkutímar væru eft- ir þótt vitað væri hvert stefndi. Mér er efst í huga þakklæti til ást- kærs frænda míns, þakklæti fyrir að hafa gefið mér svo mikið. Hann var þakklátur fyrir farsælt líf sitt og því er auðveldara að kveðja hann en söknuðurinn er mikill. Fjölskylda hans er í sárum og syrgir. Henni færi ég blessunaróskir frá okkur Krist- jönu og strákunum og bið algóðan Guð að vera með henni og stórfjöl- skyldunni allri. Guðni Gíslason. Með aldrinum taka lífsviðhorf manns breytingum. Fleiri ár, aukinn þroski, ný reynsla og menntun gefa manni ný sjónarhorn. Það sem í byrj- un virtist einfalt, svart og hvítt, verð- ur flóknara og litríkara. Í flestum til- fellum fagnar maður og gleðst yfir víðari sýn sem færir mann á nýjar slóðir. Um leið tekur maður að skoða það nýja sem fyrir augu ber í ljósi fyrri reynslu. Komandi auga á ofan á hvað er byggt. Hvað og hverjir hafi haft áhrif í áranna rás. Maður lítur um öxl til horfinna daga. Þeir hafa fært manni skjól, öryggi, tiltrú, sam- ferðafólk og samfélag. Lagt sitt af mörkum til að gera mann að því sem maður er. Kirkjulækjarkot í Fljótshlíð mark- ar nokkurn sess í lífshlaupi þess sem hér ritar. Allt frá bernsku til dagsins í dag. Staðinn ber ekki hæst í hugan- um sökum háreistra bygginga eða til- komumikils umhverfis. Hann ber hátt sökum þeirra sem þar stilltu sér upp. Með sjálfum sér, lífinu, trúnni á Guð og öðrum. Það fólk lét sér annt um aðra. Gekk fram í þeirri fullvissu reynslunnar að trúin á Guð skipti sköpum. Miðlaði því til annarra sem þurfandi voru. Með atlæti og orðum. Kotið er því nokkurs konar vagga þeirrar trúar sem alla tíð síðan hefur gefið lífinu annað og meira gildi. Horfandi um öxl vaxa verðmæti þeirrar tilhögunar. Í þessum hópi var Guðni Guðna- son, ávallt kallaður Ninni. Ekki var maður hár í loftinu þegar maður fór að muna eftir Ninna og njóta nær- veru hans. Hann var eins og klettur. Þéttur á velli, iðinn og fastur fyrir. Hafði hlýtt handtak, þétt faðmlag sem umvafði mann hlýju. Ávallt eins. Allt fram til dagsins í dag hefur mað- ur notið vináttu og umhyggju á heim- ili hans og konu hans, Jónheiðar. Þar hefur maður átt hauka í horni. Ekki aðeins í þeim hjónum heldur og í börnunum þeirra. Liðnar stundir með þeim hafa fengið aukið vægi. Samræður í eldhúsinu daga og nætur um allt milli himins og jarðar. Glað- værðin í bland við hæfilega stríðni sem leiddi af sér hlátur og gleði. Sam- vera sem auðkenndist af virðingu og áhuga. Samgleði yfir farsæld, hjóna- bandi, börnum, störfum og leik. Ná- vist á helgum stundum í trúarlífi. Ninni var fyrirbiðjandi. Slíkur ber málin fyrir Guð, biðjandi öðrum blessunar. Á þann hátt og með þekki- legri nærveru sinni hafði hann áhrif á það sem nú er orðið. Það verður seint fullþakkað. Í dag er Ninni horfinn sjónum. En minning hans lifir. Við leiðarlok er þakklæti fyrir samferð hans efst í huga. Veri hann Guði falinn. Ágúst Ólason. Guðni Guðnason var handlaginn maður og góðgjarn. Þegar ég kynnt- ist honum var hann þekktur fyrir að smíða hús á rússajeppa. Mörgum þótti hvergi betur að verki staðið en hjá þeim í Kotinu. Ég, ásamt Betelsöfnuðinum í Vest- mannaeyjum, fór á sumarmót 1959. Flogið var á Skógasand og þar biðu okkar bílar frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Einn af bílstjórunum var einmitt Guðni. Við komum okkur í bílana og glaðværðin einkenndi ferðalagið. Farið var um hetjuslóðir Guðna og Gunnars á Hlíðarenda. Guðni og starfið í Kotinu miðaði að því að byggja upp hetjur trúarinnar, ungar sem gamlar. Svo þegar táningsárin komu og ég mætti í Kirkjulækjarkot var Guðni sami öðlingurinn, glaðvær og já- kvæður. Við tókum oft tal saman og fórum yfir sögu lands og þjóðar en dvöldum lengst af í umræðunum um Biblíuna. Í gegnum árin breyttust viðfangs- efni brauðstritsins. Hann vann við smíðar á híbýlum manna. Í því amstri gleymdi hann samt ekki að sinna hús- inu sem Guð vill búa í. Það hús var hann sjálfur. Hann hafði það fasta hlutverk inn- an Hvítasunnusafnaðarins að setja Kotmótin og slíta þeim. Við þau tæki- færi minntist hann ævinlega á end- urkomu Jesú Krists. Að lokum var sungið: „Ó, er okkar vinir allir mæt- ast þar. Ganga á geislafögrum grund- um eilífðar. Lofa Guð og Lambið, lífið sem oss gaf. Sorgin dvín, sólin skín. Sjá Guðs náðarhaf!“ Síðustu starfs- árin notaði hann í að vitja íbúa á dval- arheimilum aldraðra og boða þeim Jesú. Nú er starfsdegi Guðna lokið. Frelsarinn Jesús Kristur sagðist sjálfur fara burt að útbúa okkur stað. Þegar því væri lokið kæmi hann aftur og tæki okkur til sín. Guðni er fluttur inn í sína vistaveru en við erum hér eftir. Með þessum orðum vil ég kveðja Guðna og þakka honum samveruna, umræðurnar og bræðraþelið. Ég votta aðstandendum samúð mína og minni þau á að innan skamms mæt- umst við öll á grundum eilífðar til að lofa Guð og Lambið. Kveðja. Snorri í Betel. Ég sá Guðna Guðnason, Ninna, fyrst á sumarmóti hvítasunnumanna í Stykkishólmi í júní 1950. Hann var þá rúmlega þrítugur, nýlega frelsað- ur, glaður og fullur orku og áhuga. Kynni fjölskyldu hans af hvítasunnu- boðskapnum byrjuðu í janúar 1949 er faðir hans, Guðni Markússon, smiður og bóndi í Kirkjulækjarkoti í Fljóts- hlíð, þurfti erinda til Reykjavíkur og var þá boðið á samkomu í Fíladelfíu. Þetta urðu straumhvörf í lífi hans, hann frelsaðist og kom heim nýr maður og fór það ekki framhjá fjöl- skyldu hans. Á næstu mánuðum frelsuðust synirnir þrír og konur þeirra. Fljótlega eftir afturhvarf sitt hófu þeir feðgar kristilegt starf í Kirkjulækjarkoti og voru samkom- urnar haldnar í heimahúsum fyrst í stað. Þeir feðgar voru allir góðir smiðir og sumarið 1950 hófust þeir handa við byggingu samkomuhúss á staðn- um. Þegar húsið var í byggingu og búið var að reisa grindina og setja á hluta af þakjárninu gerði svo mikið veður að það fauk um. Svo var það byggt upp aftur. Haustið 1953 brann samkomuhús- ið og var það mikið tjón fyrir starfið. „Pabbi var svolítið beygður þegar það brann, þetta var erfitt,“ sagði Ninni, „og ég man eftir því að ég tók um herðarnar á honum og sagði: „Við byggjum þetta allt upp aftur, pabbi minn,“ og það hressti hann svo upp að hann alveg varð eins og nýr mað- ur.“ Þeir feðgar hófust strax handa við byggingu nýs samkomuhúss á sama grunni. Þeir lengdu það nokkuð til austurs og byggðu góðan inngang með snyrtiaðstöðu að vestan. Um 1950 hófust mót í Kotinu um verslunarmannahelgina, frekar fá- menn í fyrstu, en hafa undið upp á sig með tíðinni og skipta þátttakendur nú þúsundum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ninna á mínum yngri árum. Það var fróðlegt og gaman að líta inn til hans á trésmíðaverkstæðið, þar sem hann vann um árabil við að yfirbyggja jeppa. Árið 1980 keypti ég land af honum undir sumarhús niðri á svokallaðri Réttarfit og byggði húsið þá um sum- arið. Ég undirbjó verkið, teiknaði húsið, sneið niður stoðir og smíðaði kraftspessur. Síðan fékk ég Ninna með mér einn dag við að slá saman grindina, reisa hana og setja upp all- ar sperrurnar. Þetta gekk allt fljótt og vel þrátt fyrir úrhellisrigningu. Síðan átti Ninni eftir að smíða fyrir mig allar hurðir í húsið, eldhúsinn- réttingu og þrjú rúm auk margvís- legrar vélavinnu, ráðgjafar og fleira sem hann lét mér í té af sinni miklu reynslu. Nokkrum sinnum vann ég með honum við smíðar og var lærdóms- ríkt að fylgjast með því hve fumlaust hann vann sín verk. Hann var vand- virkur og traustur smiður og góður vinnufélagi og vandaður maður á all- an hátt. Trúin var ríkur þáttur í lífi hans og var hann ófeiminn við að vitna um frelsara sinn og notaði vel þau tæki- færi sem hann fékk til þess. Alla tíð var hann virkur trúboði, hélt sam- komur einn og með öðrum, hélt lengi uppi sunnudagaskóla víða í nágrenn- inu og fram á síðustu ár heimsótti hann elliheimilin á Hvolsvelli og Hellu og hélt samkomur fyrir heim- ilismenn. Ég og fjölskylda mín vottum Jón- heiði konu hans, börnum þeirra og öllum ástvinum innilega samúð. Við söknum góðs vinar og biðjum Guð að blessa minningu hans. Daníel Jónasson og fjölskylda. Hinn 17. júlí sl. kl. 19.30 andaðist minn ástkæri bróðir. Nú þarf hann ekki að þjást lengur. Hann þjáðist ekki mikið líkamlega þótt hann væri orðinn lamaður öðrum megin. Hann þjáðist mest andlega því hann gat ekki farið heim að slá fallega garðinn sinn. Hann sagði: „Togaðu mig upp, þá get ég gengið og farið heim að vinna, það er svo margt sem þarf að gera.“ Hann hugsaði ekki um annað en að komast heim, hann var fæddur og uppalinn þar og fór aldrei neitt annað. Hann var alla tíð mjög hraust- ur þurfti aldrei á sjúkrahúsum að halda fyrr en nú, orðinn þetta fullorð- inn. Í fyrra var hann uppi á þaki að mála bílskúrinn, hann þreyttist aldrei á því að gera fínt í kringum sig, hann hafði svo gaman af því og sagði alltaf: „Við Jóna mín njótum þess.“ Hann var alltaf svo glaður, hann elskaði líf- ið, konu sína, börn og barnabörn. Það var unun að sjá hvernig þau hjónin unnu alltaf saman heimilisstörfin og hversu samrýnd þau voru. Missir þinn er mikill, elsku Jóna mín. Elsku besti bróðir minn, ég á eftir að sakna þín mikið og faðmlagið þitt góða þegar ég var að koma til að vinna í litlu lóðinni minni, aldrei kom til greina að ég mætti sofa ein í litla hjólhýsinu mínu og því síður borða þar. Ég varð alltaf að koma í mat til ykkar, en þegar ég kom með mat með mér var alltaf sagt: „Hélstu nú að ekkert væri til að borða?“ Svo ég sagði: „Ég fer bara að flytja til ykkar og lifa á ykkur og leigja íbúðina mína og safna peningum.“ Þá var svarið hjá báðum að mér væri það velkomið því nóg væri plássið. Þau vildu allt fyrir mig gera eftir að ég varð ein. Ninni minn, það var alltaf svo gott að biðja þig þegar ég var að dunda á verkstæðinu þínu, ég þurfti oft á hjálp þinni að halda til að saga hluti sem ég var að búa til og fá tilsögn. Nokkrum sinnum þurfti ég að sækja þig þegar ég var að slá. Þá kom ég ekki sláttuvélinni í gang. Það var sama hvað þú varst upptekinn, alltaf fórstu frá þínu verki til að hjálpa mér. Nú eruð þið allir bræður mínir farnir, að mér finnst með alltof stuttu millibili. Maggi fór 23. desember 1999, Grétar fór 3. apríl 2001. Svo fór elsku Dídí systir fyrir aldur fram 13. júlí 1999, svo það er komið stórt skarð í hópinn. Nú veit ég að þér líður vel í dýrðarfaðmi drottins, þú elsk- aðir hann og þjónaðir honum. Ég veit að ég á að gleðjast og vera þakklát yf- ir því að hafa átt svo mörg yndisleg ár með þér. Það er svo margs að minn- ast að það yrðu æði margar blaðsíð- urnar ef ég ætti að skrifa það allt nið- ur. Elsku besti bróðir minn, hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér. Ég kveð þig með uppáhaldssálminum þínum: Eins hefi ég beðið Drottin, það eitt þrái ég: Að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að fá að skoða yndisleik Drottins, sökkva mér niður í hugleiðingar í musteri hans. Því að hann geymir mig í skjóli á óheilladeginum, hann felur mig í fylgsnum tjalds síns, lyftir mér upp á klett. (Úr 27. Davíðssálmi) Elsku Jóna mín og börn og barna- börn, ég bið algóðan Guð að blessa ykkur á þessari miklu sorgarstund. Kveðja. Oddný Guðnadóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR frá Húsavík, Laxalind 9, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Guðgeirsson, Ása Jónsdóttir, Björn Halblaub, Guðgeir Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Ingvar Stefánsson, Jóhannes Heimir Jónsson, Agnes Benediktsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HANNESAR JÓNSSONAR fv. sendiherra, Gullsmára 10, Kópavogi. Karin Waag Hjálmarsdóttir, Hjálmar Waag Hannesson, Anna Birgis, María Inga Hannesdóttir, Ólafur Georgsson, Guðrún Andrésdóttir, Kristín Hanna Hannesdóttir, Páll Torfi Önundarson, Jakob Bragi Hannesson, Glódís Karin E. Hannesdóttir, Guðmundur Hannes Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.