Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
BRESKA hljómsveitin The Go! Team hefur nú
bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland
Airwaves sem fram fer í Reykjavík 18.–22.
október næstkomandi. Í fréttatilkynningu sem
barst frá Hr. Örlygi sem sér um framkvæmd
hátíðarinnar segir að koma The Go! Team sé
mikill fengur fyrir hátíðina enda þyki bandið
ótrúlega skemmtilegt á tónleikum og hefur
fengið mikið lof fyrir frumlega popptónlist sína
sem einkennist af drífandi hipphopplátum, ríf-
andi gítarrispum, elektrófönki og Bollywood-
tónum. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar Thun-
der, Lightning, Strike – sem m.a. var tilnefnd
til Mercury-verðlaunana – kom út fyrir tveim-
ur árum og er ný plata í vinnslu þessa dagana.
Sveitin mun því að hluta flytja nýtt efni á
Airwaves í ár.
Enn bætist við hátíðina
Þá bætist við dagskrána eitt best geymda
leyndarmál tónlistarsenu Montreal-borgar,
kanadíski listamaðurinn Patrick Watson, sem
kemur fram á Airwaves ásamt hljómsveit sinni
og kynnir fyrir heimsbyggðinni sína fyrstu
sólóskífu; Close to Paradise. Platan er unnin af
Jace Lasek, sem m.a. hefur unnið með Wolf
Parade, og meðal gesta á plötunni er Ninja
Tune-listamaðurinn Amon Tonbin. Patrick og
meðlimir hljómsveitarinnar hans hafa spilað
með Montreal-sveitum eins og The Stills og
Dears auk goðsagna á borð við Phillip Glass og
James Brown.
Aðrir sem nú hafa bæst við dagskrá Iceland
Airwaves 2006 eru: Trúbadorinn Bela, Úlpa og
Biggi sem kemur fram á Airwaves ásamt eng-
um öðrum en Tim Simenon og Bigital Orc-
hestra sem skipuð er meðlimum úr London’s
Trinity School of Music. Tim Simenon hefur
gert garðinn frægan sem upptökustjóri fyrir
Depeche Mode og fleiri listamenn auk þess að
búa til eigin tónlist undir nafninu Bomb the
Bass.
Airwaves | Patrick Watson, Bela, Biggi og Úlpa með
Hljómsveitin The Go! Team þykir frumleg og ótrúlega skemmtileg á tónleikum.
The Go! Team
á Airwaves
LOKSINS, loksins er Chipp-
endales-hópurinn á leiðinni!
Hópinn þarf ekki að kynna
en hann samanstendur af
karlstrippurum í fínu formi
sem koma til að skemmta ís-
lensku kvenfólki sem aldrei
fyrr.
Það verða um 10 karlmenn
sem skemmta á sýningunni
hér á Íslandi hinn 18. ágúst
en þeir eru um þessar mund-
ir á ferð um Bretlandseyjar
og Norðurlönd. Boðið verður
upp á „tvo og hálfan tíma af
unaði, dulbúinn sem dans“,
segir í fréttatilkynningu frá
Ísleifi Þórhallssyni skipu-
leggjanda. Hátt í 1.000 sæti
verða í boði fyrir íslenskar
konur á Broadway sem
munu berjast um að fylgjast
með goðumlíkum körlunum.
Sýningar hópsins hafa ver-
ið vinsælar í 26 ár og ferðast
vítt og breitt um heiminn. Á
þessum árum hafa ellefu
karlmenn fest sér kvonfang
úr röðum sýningargesta en
þess má geta að konur sem
hyggja á brúðkaup eru iðu-
lega teknar upp á svið af
skemmturunum í sérstaka
einkameðferð.
Chippendales-hópurinn
kemur fram í hundruðum
borga víðs vegar um heiminn
á ári hverju og skemmtir
milljónum kvenna. Sýning-
arnar vekja iðulega lukku og
ganga þær sögur fjöllum
hærra að kvenfólk geti ekki
á sér setið og dansi upp á
borðum strax eftir fyrstu
lögin.
Chippendales eru fyrir
löngu orðnir klassískir í
Bandaríkjunum og koma oft
fram í vinsælum spjall-
þáttum á borð við Jay Leno
og Oprah Winfrey. For-
setafrúin Laura Bush við-
urkenndi fyrir skemmstu að
hún hefði brugðið sér á
skemmtun þeirra í Las Ve-
gas, þannig að háir sem lágir
eru farnir að samþykkja
skemmtunina.
Sýningin á Broadway
hefst kl. 20 föstudaginn 18.
ágúst og húsið verður opnað
kl. 19. Aldurstakmark er 18
ár.
Dans | Chippendales-hópurinn á Broadway í ágúst
Tveir og hálfur
tími af unaði
Annað ástand í aðsigi? Karlstrippararnir eru allavega í
hörkuformi líkt og dátarnir forðum.
http://bravobravo.is/atburdir/chippendales/
www.chippendales.com
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Stormbreaker kl. 6, 8 og 10.
Silent Hill kl. 8 og 10.20 B.i. 16.ára.
Stick It kl. 6
Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Silent Hill LÚXUS kl. 8 og 10.40
Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7 og 9
Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3 og 5
Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3 og 5
Ultraviolet kl. 4.50 og 8 B.i. 12 ára
Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
Click kl. 10.10 B.i. 10 ára
Rauðhetta m.ísl tali kl. 3
Þau ætla að ná
aftur hverfinu...
...einn bita í einu!
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
FRÁ HÖFUNDI
BRING IT ON
ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG
SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
Magnaður
spennutryllir
eftir höfund
„Pulp Fiction“
VELKOMIN TIL SILENT HILL.
VIÐ ÁTTUM VON Á ÞÉR!
Með frábærum úrvalsleikurum eins og Sean Bean, Deborah Kara Unger
og Radha Mitchell (Pitch Black og Melinda & Melinda)
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA!
MILLA JOVOVICH Í MÖGNUÐUM
SCI-FI SPENNUTRYLLI!
BLÓÐSTRÍÐIÐ
ER HAFIÐ!
HLAUT TILNEFNINGU TIL
GOLDEN TRAILER
VERÐLAUNANNA Í FLOKKNUM
BESTA
HRYLLINGSMYNDIN