Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Agnes Ingi-mundardóttir,
Dvergholti 3,
Hafnarfirði, fædd-
ist í Reykjavík 17.
maí 1965. Hún lést
á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
v/Hringbraut hinn
20. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Lauf-
ey Stefánsdóttir
frá Framtíð í Vest-
mannaeyjum, f.
24. febrúar 1924,
d. 30. desember 1995, og Ingi-
mundur Þorsteinsson, f. í Reykja-
vík 24. september 1924, d. 25. júlí
1997. Systkini Agnesar eru Ómar
Örn, f. 29. september 1958, og
Unnur, f. 24. október 1960. Bróð-
ir Agnesar sam-
mæðra er Garðar
Pétursson, f. 20.
október 1948, og
bróðir samfeðra er
Magnús Ingimundar-
son, f. 19. mars 1945.
Agnes lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík árið 1986 og
B.A.-prófi í bóka-
safns- og upplýsinga-
fræði frá Háskóla Ís-
lands í febrúar 1999.
Hún starfaði á bóka-
safns- og upplýsingasviði Land-
spítala – háskólasjúkrahúss frá
árinu 1998.
Agnes verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Í dag kveðjum við ástkæra vin-
konu okkar, Agnesi, sem lést af völd-
um krabbameins eftir stutta en
stranga baráttu. Þó svo að ljóst væri
að hverju stefndi var okkur brugðið.
Það er erfitt að sætta sig við það að
illvígur sjúkdómur geti haft yfir-
höndina og alltaf héldum við í vonina
um lengri tíma.
Leiðir okkar lágu saman í Vest-
urbænum er við vorum barnungar að
aldri og voru þar hnýtt vináttubönd
sem staðið hafa af sér amstur dag-
legs lífs. Saman slitum við barns-
skónum, fórum í gegnum byltingar-
kennd unglingsár sem einkenndust
ýmist af grátbroslegri diskósveiflu,
draumkenndri hippatísku eða graf-
alvarlegu pönktímabili. Saman
brostum við, hlógum, grétum, hugg-
uðum og hughreystum og trúðum
hver annarri fyrir innstu leyndar-
málum. Vinátta sem verður til á
þessum grunni stendur allt af sér.
Smátt og smátt þroskuðumst við í
ungar konur sem lífið blasti við með
ótal tækifærum og valmöguleikum.
Við fórum ólíkar leiðir í lífinu en höf-
um þrátt fyrir það alltaf haldið hóp-
inn.
Agnes var um margt sérstök. Hún
var róleg, jafnvel dul og var yfirleitt
ekki að flíka tilfinningum sínum. Ung-
lingar eru ekki mjög þolinmóðir og oft
fannst okkur eins og við þyrftum að
draga orðin upp úr Agnesi með töng-
um og oftar en ekki botnuðum við setn-
ingarnar fyrir hana en aldrei lét hún
það fara fyrir brjóstið á sér. Hún gat
líka verið dálítið utan við sig. Einu sinni
gerðum við dauðaleit að bíl foreldra
hennar fyrir utan Menntaskólann í
Reykjavík og næsta nágrenni en eftir
angistarfulla leit kom í ljós að hún hafði
alls ekki komið á honum í skólann.
Agnes var líka að mörgu leyti ein-
stök. Hún hafði dásamlegan hárfínan
húmor og hafði sérstakt lag á að koma
honum til skila á hárréttu augnabliki.
Hún var vel gefin og átti auðvelt með
að læra hvort heldur var í grunn- eða
menntaskóla eða þegar hún lauk
bókasafns- og upplýsingafræði í Há-
skólanum. Listagyðjan blés henni
anda í brjóst og allt lék í höndunum á
henni hvort sem hún teiknaði eða
málaði og ekki komum við að tómum
kofunum hjá henni þegar samræður
spunnust um listastefnur, listasögu,
fræga listamenn, byggingarlist, nú
eða tónlist. Agnes var alæta á tónlist
og hafði hún veg og vanda af því að
kynna fyrir okkur bæði popp, rokk,
klassík og allt þar á milli. Hún fylgdist
vel með og átti alltaf nýjustu og bestu
plöturnar. Þær voru ófáar stundirnar
á Nesveginum og síðar Tjarnargöt-
unni sem helgaðar voru plötuspilar-
anum hennar. Hvað ætli margir þekki
t.d. Hazel O’Connor og myndina
„Breaking Glass“? Hana sáum við
mörgum sinnum í bíó fyrir tilstilli
Agnesar og kunnum tónlistina úr
myndinni utan að enn þann dag í dag.
Agnes hafði yndi af ferðalögum,
ferðaðist víða með fjölskyldunni og
var orðin sigld heimsdama ung að ár-
um. Á menntaskólaárunum var brun-
að í góðra vina hópi um þjóðvegi
landsins, yfir ár og vötn og gengið á
fjöll og firnindi um bjartar sumarnæt-
ur. Þá skiptu vegalengdir, veður, að-
staða, tími og svefn engu máli. Agnes
var frábær ferðafélagi og var alltaf til
í allt. Hún gat verið uppátækjasöm og
gat jafnvel komið sér í hreint ótrúleg-
ar aðstæður. Eitt sinn vorum við
staddar í Þórsmörk. Eitthvað leiddist
Agnesi vistin í tjaldbúðunum og laum-
aði sér á brott án þess að nokkur tæki
eftir. Næsta morgun varð uppi fótur
og fit og gerð dauðaleit að Agnesi.
Um síðir birtist hún eins og ekkert
hefði í skorist og sagðist hafa ákveðið
að prófa nýja álpokann sinn og því
lagst til svefns í helli. Hún sagðist
hins vegar ekki alveg hafa verið viss
hvernig hún átti að bregðast við þeg-
ar hún vaknaði því yfir henni stóð far-
arstjóri með hóp af útlendingum að
virða fyrir sér hellisbúann. Agnes fór
í sína síðustu ferð um landið núna í lok
júní með Unni systur sinni. Þær fóru í
Landmannalaugar að veiða og í sum-
arbústað og naut hún greinilega ferð-
arinnar. Það er yndislegt til þess að
vita að hún hafi átt þess kost að njóta
bjartra sumarnátta í góðum fé-
lagsskap fjarri veikindum sínum.
Agnes var svo sannarlega mörgum
kostum búin en fyrst og síðast var
hún góð manneskja og vinur. Í veik-
indunum kom skaplyndi hennar ber-
lega í ljós. Þar sýndi hún ótrúlegan
styrk og tók á móti erfiðleikunum
með æðruleysi og hugrekki. Við vott-
um öllum aðstandendum Agnesar
samúð okkar. Sérstakar samúðar-
kveðjur og þakklæti sendum við Unni
sem allan tímann var vakin og sofin
yfir litlu systur og stóð sem klettur
við hlið hennar allt til hinstu stundar.
Samskipti þeirra einkenndust af hlýju
og væntumþykju og greinilegt að
Agnes naut umhyggju hennar á erf-
iðum tímum. Agnesi þökkum við sam-
fylgdina síðustu áratugi. Megi minn-
ingin um góða vinkonu lifa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Anna Sigga, Ása,
Regína og Salome.
Sólbjartur sumarmorgunn, hafið
fagurblátt, ilmur í lofti, kyrrð og frið-
ur. Að baki kaldir og votir sumardag-
ar. Á þessum sumarmorgni 20. júlí
kvaddi Agnes Ingimundardóttir
þennan heim. Barátta hennar við ill-
vígan sjúkdóm á enda. Þessi tvö bar-
áttuár voru lík og norðanáttin, bar-
átta þar sem maðurinn finnur fyrir
vanmætti sínum.
Agnes var nemandi hjá mér á nám-
skeiði sem ég kenndi í Háskóla Ís-
lands og var hún góður nemandi sem
leysti öll verkefni fljótt og vel af
hendi. Hún útskrifaðist sem bóka-
safns- og upplýsingafræðingur í febr-
úar 1999.
Agnes hóf störf sem bókasafns- og
upplýsingafræðingur á bókasafns- og
upplýsingasviði Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í október 1998. Hún
starfaði á bókasafninu samfellt í sjö ár
eða allt til dauðadags. Þar stundaði
hún vinnu í raun lengur en stætt var
og mætti hér síðast til vinnu í júní.
Hún var þrautseig og skilaði góðri
vinnu þrátt fyrir slæma heilsu í lokin.
Agnes var hugmyndaríkur og
áhugasamur starfsmaður. Öll hennar
verk báru merki um vandvirkni og
færni. Hún sá um skráningu á gögn-
um safnsins og oft gat það verið
vandaverk að finna rétta læknisfræði-
heitið í skráningu gagna en Agnes
leysti það vel af hendi. Vinna í sam-
bandi við gæðastarf bókasafnsins á
liðnum vetri gaf Agnesi tilefni til að
koma sínum hugmyndum á framfæri
og oftar en ekki fékk ég tölvupóst frá
henni þar sem hún kom með góðar
ábendingar um orðalag og val hug-
taka. Hún var handlagin og gat oft
leyst verk sem vöfðust fyrir flestum
öðrum á safninu.
Oftast var stutt í brosið þrátt fyrir
erfið veikindi. Í mars var haldið
starfsmannaboð og þar mætti Agnes
og spaugaði og skemmti sér með okk-
ur hinum yfir frönskum kræsingum
og lét hún sitt ekki eftir liggja og eld-
aði hún einn af réttunum sem bornir
voru fram þetta kvöld.
Ég votta aðstandendum hennar
samúð og þá sérstaklega Unni systur
hennar sem stóð eins og klettur við
hlið Agnesar í gegnum þessi erfiðu
veikindi. Agnesar verður sárt saknað
af samstarfsfólki hér á Landspítalan-
um.
Sólveig Þorsteinsdóttir,
sviðsstjóri bókasafns- og
upplýsingasviðs Landspítala
– háskólasjúkrahúss.
Agnes, vinnufélagi okkar, er fallin
frá, aðeins fjörutíu og eins árs að
aldri.
Undanfarin ár barðist hún hetju-
AGNES
INGIMUNDARDÓTTIR
✝ Guðrún Jóhann-esdóttir fæddist
í Hraunkoti í Aðal-
dal í Suður-Þingeyj-
arsýslu 16. október
1927. Hún lést á
Landspítalnum við
Hringbraut föstu-
daginn 21. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ása Stefánsdóttir
frá Skinnalóni á
Melrakkasléttu, f.
18. nóvember 1896,
d. 25. janúar 1972,
og Jóhannes Ármannsson trésmið-
ur frá Hraunkoti, f. 9. janúar 1900,
d. 14. febrúar 1959. Systkini Guð-
rúnar eru Kristín, f. 13. janúar
1924, d. 11. nóvember 1966; Svan-
hildur, f. 10. júní 1926; Ingibjörg, f.
Guðrún, f. 17. febrúar 1965, maki
Ingvar Stefánsson, synir þeirra
eru Stefán Ás, f. 3. september
1996, og Jón Goði, f. 19. maí 1999.
4) Jóhannes Heimir, f. 18. janúar
1971, maki Agnes Benediktsdóttir,
synir þeirra eru Benedikt, f. 9. des-
ember 2001, og Jóhannes, f. 11. júlí
2004.
Guðrún lauk námi frá Héraðs-
skólanum á Laugum í Reykjadal
og Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi í Eyjafirði. Hún fluttist til
Reykjavíkur 17 ára gömul og
stundaði þar ýmis störf, meðal
annars starfaði hún sem þerna á
Gullfossi um nokkurra ára skeið
og síðan í nokkur ár á Skrifstofu
Ríkisspítalanna. 1958 fluttu þau
hjónin til Kópaskers þar sem þau
dvöldu í tvö ár og síðan bjuggu þau
í Svíþjóð um tíu ára skeið. Í lok árs
1970 flutti fjölskyldan aftur til Ís-
lands og hafa þau hjónin búið í
Reykjavík eftir það.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
29. október 1929; og
Hilmir, f. 24. maí
1936.
Hinn 25. júlí 1953
giftist Guðrún Jóni
Guðgeirssyni lækni,
f. í Reykjavík 21.
ágúst 1927. Börn
þeirra eru: 1) Ása, f.
7. mars 1957, maki
Björn Halblaub, börn
hennar frá fyrra
hjónabandi eru Daní-
el Snær, f. 27. sept-
ember 1978, og Ása
Þöll, f. 8. febrúar
1983. Börn Ásu og Björns eru
Grímur Ásgeir, f. 19. apríl 1989, og
Erla, f. 26. júlí 1992. 2) Guðgeir, f.
5. nóvember 1958, dætur hans eru
Jóhanna, f. 5. desember 1989, og
Glódís, f. 23. desember 1993. 3)
Mamma var húsmóðir fram í
fingurgóma. Henni féll aldrei verk
úr hendi og sagði oft við mig að
sami skíturinn væri versti skítur-
inn. Hún vildi hafa allt í röð og
reglu og hreint og fínt í kringum
sig. Hún naut þess að laga mat fyr-
ir þá sem tóku hraustlega til matar
síns, enda fengu hundarnir hennar
hreina matarást á henni, meira að
segja krummi naut góðs af þegar
hart var í ári. Mamma var ósér-
hlífin, kvartaði aldrei og ég man
satt að segja ekki til þess að hún
hafi tilkynnt sig veika.
Ég held að það hafi komið
snemma í ljós hversu harðgerð
mamma var, en hún brenndist illa
á baki við þriggja ára aldur, var
vart hugað líf lengi vel en á þeim
tíma voru ekki til nein úrræði til
hjálpar. Hún sagði mér eitt sinn,
þegar ég var lítill drengur og vildi
hjálpa henni með örin sem hún bar
eftir þetta, að sér þætti bara vænt
um þau. Hún lét ekki standa á sín-
um skoðunum, var hrein og bein,
fannst stundum fyrirætlanir manns
alger hryllingur, en þrátt fyrir að
vera ekki samála þá stóð hún ávallt
með manni og gerði allt sem í
hennar valdi stóð til að hjálpa til.
Þannig var mamma, hún setti sig
aldrei í fyrsta sæti heldur gerði allt
til þess að áætlanir annarra og
draumar næðu fram að ganga,
meira að segja á dánarbeðinum
gerði hún ráðstafanir til að hjálpa
til.
Mömmu var margt til lista lagt.
Hannyrðir hennar eru hrein lista-
verk og ófáir hafa fengið að njóta
þeirra, en hún hafði gaman af því
að gefa þær og eru það margir vin-
ir okkar systkina sem hafa fengið
prjónaða sokka á nýfædda erfingja,
því henni var í mun að börnunum
væri hlýtt og liði vel. Hún var af-
skaplega ættfróð og hafði mjög
gaman af að rekja ættir og vita
hverra manna viðkomandi var.
Vísnagerð var henni leikur einn,
þótt hún stundaði það ekki dags-
daglega þá samdi hún oft vísur við
sérstök tilefni eða hjálpaði til að
botna þegar um var beðið. Hún
hafði afskaplega gaman af að segja
frá, rifjaði ófáar sögur upp af sam-
ferðafólki sínu, sögur frá Gullfossi,
sem mér þóttu ævintýrum líkastar.
Tími fjölskyldunnar í Svíþjóð var
stór hluti af henni, hún rifjaði oft
upp þann tíma og greinilegt var að
henni hafði liðið vel þar, enda eign-
aðist hún marga vini þar, sem hún
reyndi eftir fremsta megni að
halda sambandi við. Mamma hafði
gaman af ferðalögum bæði innan-
lands sem utan og var það stór
þáttur í lífi hennar og pabba að
fara að skoða sig um og sjá hlutina
með eigin augum.
Þegar mamma veiktist fyrir
tæpu ári síðan tók hún þeim veik-
indum af æðruleysi, hélt sínum stíl
og kvartaði ekki, heldur tókst á við
þau með jafnaðargeði. Síðastliðnar
vikur voru erfiðar, oft hélt ég að
stundin væri runnin upp að kveldi,
en mamma gaf ekkert eftir í rimm-
unni við dauðann, hafði greinilega
kynnst kauða áður og mátti varla
sjá hvort hefði betur að lokum. En
þetta var ekki fyrir mömmu að lifa
svona. Hún sagði mér að hún væri
sátt, hefði átt gott líf en sér þætti
þetta verst með hann pabba að
hann skyldi verða einn. Þegar ég
kvaddi hana viku áður en hún dó
grét ég á öxl hennar, hún klappaði
mér á kollinn eins og hún var vön
og sagði að þetta yrði allt í lagi,
svona væri þetta bara.
Elsku mamma, besta mamma í
heimi. Þakka þér fyrir allt. Fyrir
að vera alltaf til staðar, fyrir að
hafa gert mig að þeim manni sem
ég er í dag
Elsku pabbi, nú er lífsförunautur
síðastliðinna sextíu ára farinn, eftir
sitja minningarnar um allt sem þið
hafið gengið í gegnum saman. Í
gegnum veikindin hjá mömmu hef-
ur þú staðið stranga vakt, verið
sem klettur í hafinu og hvergi
hvikað frá hlið hennar. Tómarúmið
sem hún skilur eftir sig verður því
miður ekki fyllt en mamma lifir í
okkur sem eftir stöndum.
Jóhannes Heimir (Minni).
Farin er Guðrún Jóhannesdóttir,
mín ástkæra tengdamóðir. Það
hvarflaði ekki að mér þó veikindin
herjuðu hart að þér, elsku Guðrún,
að þú myndir fara svo fljótt. Mér
finnst ekki langt síðan þú varst
hress að drekka kaffi í Austur-
brúninni eins og venjulega um
helgar og varst í fertugsafmælinu
mínu. Þó veikindin herjuðu stíft í
vetur þá varstu einhvern veginn
svo harðgerð og mikill jaxl að mað-
ur vonaði innst inni að þú myndir
sigrast á þessu eins og öðru, þó
vonarneistinn hafi verið orðinn lítill
síðustu dagana. Þú virtist vera orð-
in sátt og kvartaðir aldrei.
Það var í mars fyrir rúmum 19
árum sem ég kynntist þér. Ég var
þá rúmlega tvítugur stúdent á ver-
tíð í Grindavík og kom í Hrísholtið
með dóttur þinni. Það má segja að
ég hafi því þekkt þig hálfa ævina.
Þú tókst mér strax opnum örmum,
ég var boðinn velkominn og fljót-
lega varð húsið í Hrísholti eins og
mitt annað heimili, þú sást til þess.
Þú varst uppalin í sveit og varst
afsprengi kynslóðar sem sleit
barnskónum á kreppuárunum þeg-
ar ýmsar nauðsynjar voru af
skornum skammti. Ég naut þess
heiðurs að búa undir sama þaki og
þú þegar við Guðrún dóttir þín vor-
um að draga okkur saman. Mér
verður oft hugsað til þess þegar við
sátum bara tvö í eldhúsinu í Hrís-
holtinu og þú sagðir mér sögur, t.d.
frá því þegar þú varst í Flatey,
sögur úr sveitinni, hvort sem þær
voru úr Aðaldalnum, af Melrakka-
sléttunni, eða þegar þú sagði mér
frá ættinni. Það var frá svo mörgu
að segja, heill heimur út af fyrir
sig. Stundum langaði mig til þess
að skrifa þetta allt niður.
Þú hafðir skemmtilega sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum
líðandi stundar og oft sköpuðust
líflegar umræður á heimilinu þar
sem þú lást ekki á skoðun þinni. Þú
varst snillingur á þinn hátt, fórst
létt með að semja vísur og yrkja og
sennilega hefðir þú orðið mikil
skáldkona, það var bara annað sem
gekk fyrir. Þér féll aldrei verk úr
hendi, varst með afbrigðum klár í
handavinnu og mjög fær með
prjónana, þess hefur fjöldi barna
fengið að njóta í gegnum árin, ekki
bara barnabörnin, óteljandi er
fjöldi þeirra sokka sem þú prjón-
aðir sem ratað hafa víða um heim-
inn. Þú varst einstaklega natin og
bjóst þínum nánustu fallegt um-
hverfi sem ég hef alltaf dáðst að.
Það var ekki í kot vísað þegar mað-
ur vaknaði á morgnana í Hrísholt-
inu, alltaf varstu kominn á fætur
langt á undan öðrum, tilbúin með
smurt brauð og meðlæti. Gestrisin
varstu með afbrigðum, svo mjög að
sumum þótti nóg um. Ef einhver
vildi ekki ábót af mat hafðir þú á
orði að viðkomandi væri að detta í
sundur því hann borðaði ekki nóg.
GUÐRÚN
JÓHANNESDÓTTIR