Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR STARFSHÓPUR á vegum mennta- málaráðuneytis hefur lagt til að menntun leik-, grunn- og fram- haldsskólakennara verði lengd þannig að hún verði sambærileg við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóð- unum. Auk þess vill hópurinn að komið verði á laggirnar samstarfs- nefnd um málefni kennara, svoköll- uðu kennsluráði. Menntamálaráðherra skipaði starfshópinn í mars á sl. ári og var honum falið að endurmeta skipulag kennaramenntunar og setja fram tillögur um framtíðarskipan mennt- unar leikskólakennara, grunnskóla- kennara og framhaldsskólakennara. Í hópnum voru Sigurjón Mýrdal frá menntamálaráðuneyti, Kristrún Lind Birgisdóttir frá menntamála- ráðuneyti, Ólafur Proppé frá Kenn- araháskóla Íslands, Elna Katrín Jónsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Hafdís Ingvarsdóttir frá Háskóla Íslands og Ársæll Guð- mundsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennaranám með því stysta sem þekkist í löndum EES Hópurinn telur brýnt að íslensk- ar kennaramenntunarstofnanir móti sér heildræna stefnu um inntak og markmið menntunar kennara og að háskóladeildir taki upp formlega samvinnu um námskrá og leiðir. „Skilgreina þarf hvers konar náms- framboð er nauðsynlegt til að menn öðlist þekkingu og færni sem er kennurum, skólastjórnendum og námsráðgjöfum nauðsynleg til að uppfylla kröfur sem gerðar eru til þeirra um kunnáttu og færni,“ segir í skýrslu hópsins en einnig að hóp- urinn hafi ekki látið kostnaðarmeta tillögur sínar og þörf sé á því að fullvinna þær í samræmi við stefnu stjórnvalda. Kennaramenntun hér á landi er skipulögð sem þriggja til fjögurra ára háskólanám. Það er með því stysta sem þekkist í löndum á EES-svæðinu og í OECD-ríkjun- um, þar sem meðallengd mennt- unarinnar er ríflega fjögur ár fyrir grunnskólakennara og tæp fimm ár fyrir framhaldsskólakennara. Starfshópurinn leggur til að kröfur verði gerðar um fimm ára menntun leik-, grunn-, og framhaldsskóla- kennara sem verði staðfestar með lögum. Jafnframt að form mennt- unarinnar verði lagað að Bologna- ferlinu um skipan háskólanáms í Evrópu, sem þýðir að kennaranám yrði skipulagt sem þriggja ára grunnnám og tveggja ára fram- haldsnám til meistaraprófs. Hlið- stæðar áherslubreytingar þarf auk þess að gera á menntun starfs- menntakennara í samræmi við Kaupmannahafnaryfirlýsinguna frá 2003, en þar var lögð áhersla á að auka gæði starfsmenntunar, m.a. með bættri menntun kennara. Vegur og virðing starfsins verði aukin Starfshópurinn leggur auk þess til að stofnuð verði samstarfsnefnd um málefni kennara, svokallað kennsluráð. Ráðið muni m.a. hafa það að markmiði að auka veg og virðingu kennarastarfsins og bæta umbúnað um kennaramenntun. „Kennsluráðið verði samstarfsvett- vangur stjórnvalda, rekstraraðila, fagfélaga, háskóla og notenda kenn- aramenntunar og taki m.a. til gæða- eftirlits, vottunar kennaramenntun- arstofnana, námskráa, inntökuskilyrða, námskrafna, leyf- isveitinga til kennara og úrskurða um kærur, vafaatriði, leyfissvipt- ingu o.fl.“ Er það mat starfshópsins að brýnt sé að tillögurnar komist til framkvæmda sem fyrst til þess að hluteigandi aðilar geti tekið mið af framtíðarstefnu stjórnvalda og und- irbúið stofnanir sínar undir breytt- ar kröfur um gæði og lengd kenn- aramenntunar. Starfshópur um endurmat skipulags kennaramenntunar Lengri menntun og kennsluráð stofnað Eftir Andra Karl andri@mbl.is GRÍMSEY er paradís fyrir fugla og því ekki skrítið að þeir flykkist þangað yfir sumartímann til að verpa og ala upp afkvæmin. Sigurður Ægisson fuglaáhugamaður, sem er ætt- aður úr eynni, fór þangað um síðustu helgi til að mynda. Hann er ekki einn um að fara út í Grímsey til að virða fyrir sér fuglalífið, þangað koma margir ferðamenn ár hvert í þeim tilgangi. Sigurður heimsótti eyna gagngert til að mynda álku en margar aðrar fuglategundir fönguðu einnig athygli hans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hann sagði merkilegt að fuglinn væri mismunandi styggur eftir því hvar hann héldi til. Það gæti hugs- anlega skýrst af því að sum búsvæði þeirra eru af- skekktari en önnur og því ekki eins mikið um manna- ferðir. Álka, fýll, ryta og lundi eru meðal þeirra fuglateg- unda sem halda til út við heimskautsbaug á sumrin og verður enginn fuglaáhugamaður svikinn af heimsókn til Grímseyjar. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Álka hvílir sig á klettabrún og horfir deymin út á hafið, matarkistu fuglanna. Fýlsungi kúrir í klettasprungu og bíður eftir mat frá mömmu í gogginn. Engu líkara en ritan og ungi hennar séu að stilla sér upp fyrir myndatöku. Fuglaparadís í Grímsey Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt á hálfvirði Ennþá mikið úrval af flottum sumarfatnaði STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur nýverið falið Um- ferðarstofu að fara yfir reglur um þungaflutninga og flutninga á hættulegum farmi um þjóðvegi landsins og jarðgöng. Er ákvörð- unin tekin í kjölfar tíðra umferð- arslysa vöruflutningabifreiða á liðnu ári. Enginn tímarammi er settur á verkefnið, sem umferðarörygg- isdeild Umferðarstofu sér um, en að mati ráðherra er mikilvægt að vel verði að verki staðið og nið- urstöður fáist sem fyrst. Af þeim verði svo m.a. ráðið hvort eldsneyt- isflutningar um Hvalfjarðargöng verði takmarkaðir. Reglur um þunga- flutninga skoðaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.