Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÁÆTLAÐUR kostnaður við gerð 18 km jarðganga milli Vestmannaeyja og Land- eyjasands er 19,4 milljarðar króna að und- anskildum kostnaði við rannsóknir, hönnun og fjármögnun verksins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norska ráðgjafarfyrirtækis- ins Multiconsult sem kynnt var á fundi Æg- isdyra, félags áhugafólks um vegtengingu milli lands og Eyja, í gær. Á grundvelli þessara upplýsinga áætlar stjórn Ægisdyra að kostnaður við göng til Eyja sé á bilinu 20 til 25 milljarðar. Byggt er á þeirri forsendu að göngin liggi frá höfninni í Heimaey að Krossi í A-Landeyjum. Ægisdyr segja í tilkynningu um skýrsl- una að niðurstöðurnar sýni mjög skýrt að jarðgöng milli lands og Eyja séu sá kostur sem samgönguyfirvöld eigi að leggja mikla vinnu í á næstu mánuðum. „Ægisdyr hafa áður sýnt fram á að með þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir ár- lega vegna Herjólfs og með innkomu af áætluðu veggjaldi í göngin þá munu göngin greiðast upp á um 40 árum,“ segir m.a. í til- kynningunni. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, sagði á kynningarfundinum að Ægisdyr hefðu alla tíð lagt áherslu á fagleg vinnu- brögð. Ingi átti sæti í starfshópi samgöngu- ráðherra um bættar samgöngur sem skilaði af sér á dögunum en þar var meginniður- staðan sú að stefna á Bakkafjöru og jarð- göng nánast blásin út af borðinu. Sagði Ingi niðurstöðu hópsins hafa valdið sér miklum vonbrigðum. | 10 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heildar- kostnaður áætlaður 20– 25 milljarðar Ný skýrsla um jarðgöng til Vestmannaeyja ÞÓTT HÁLF öld sé nú liðin frá því að Halldór Kiljan Laxness fékk nóbels- verðlaun, lifa verk hans enn góðu lífi meðal þjóðarinnar. Persónur verkanna lifa sjálfstæðu lífi eins og margoft hefur verið bent á. En fyrir utan það virðist vera komin rík hefð fyrir því að nefna fyrirtæki, verslanir, kvikmyndir eða hljómsveitir eftir skáldsögum Laxness eða per- sónum. Til dæmis má nefna skógrækt- arfélagið Paradísarheimt, áhugamanna- félagið Sölku Völku, hljómsveitina Atómstöðina og Íslandsklukkuna við Háskólann á Akureyri. | 48 „Hvað á svo barnið að heita?“ FULLT var út úr dyrum á bar- áttufundi vélhjólamanna sem haldinn var í Laugardalshöllinni í gærkvöldi vegna þeirra slysa sem orðið hafa í sumar. Margir framsögumenn tóku til menningu. Einnig kom fram tölu- verð gremja í garð stjórnvalda en vélhjólamenn telja að þau hafi ekki staðið sig sem skyldi við að bæta öryggi þessa hóps öku- manna. stofna regnhlífarsamtök utan um vélhjólaklúbba landsins. Menn voru á einu máli um að slíkt væri nauðsynlegt til að vakning gæti orðið meðal vélhjólamanna um hvernig bæta mætti umferðar- máls en af fundargestum mátti ráða að samfélag vélhjólamanna væri slegið vegna banaslysanna þriggja en þau hafa sjaldan verið jafn mörg á jafn skömmum tíma. Mikill vilji var á fundinum til að Morgunblaðið/Sverrir Vélhjólafólk er slegið vegna banaslysa VIÐSKIPTABANKARNIR, sem eiga meiri verð- tryggðar eignir en þeir skulda í verðtryggðum lánum, hagnast á verðbólguskotum eins og því sem nú stendur yfir, að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans. Landsbankinn kynnti afkomutölur í gær og skilaði sex milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er þremur milljörðum meira en búist hafði verið við. Skýrist mismunurinn að mestu leyti af meiri verðbóta- tekjum en gert hafði verið ráð fyrir. „Allir þeir sem eiga meira verðtryggt en þeir skulda græða á verðbólguskoti. Hins vegar er mikilvægt að benda á að verði verðbólgan viðvarandi tapa allir,“ segir Sigurjón. Hagnaður Landsbankans fyrir skatta á fyrri hluta ársins nam 25 milljörðum króna samanborið við 13,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Hagnaður eftir skatta var 20,4 milljarðar. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam 6,1 milljarði króna samanborið við 5,1 milljarð á sama tímabili árið 2005. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45% af heildartekjum samanborið við 4 millj- arða króna og 16% á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Innlán viðskiptavina jukust um 42% á tímabilinu og námu 475 milljörðum króna í lok júní 2006. Nema inn- lánin 37% af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 15,1% í lok júní 2006. Eig- infjárþáttur A var 12,9%. | 12 Hagnast á verðbólguskotum NÚ FER hver að verða síðastur að berja fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka augum, en vatni verður hleypt í lónið í haust. Mikill straumur ferðamanna leggur nú leið sína um svæðið auk þess sem virkjunarandstæðingar hafa þar ný- verið efnt til mótmæla. Til þess að tryggja ör- yggi á svæðinu hafa Landsvirkjun og verktakar sem starfa á svæðinu efnt til öflugra eftirlits með framkvæmdasvæðum auk þess sem lög- gæsla hefur verið aukin vegna framkvæmdanna. Mikill viðbúnaður Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar, segir í mörg horn að líta varðandi öryggismál á framkvæmda- svæðum við Kárahnjúkastíflu. „Það er útilokað fyrir okkur að girða svæðið af, líkt og vinnu- okkur en áður, sérstaklega hvað varðar erlenda mótmælendur.“ Aukin tækifæri í kjölfar framkvæmda Fyrir hinn almenna vegfaranda sem vill kynna sér framkvæmdirnar segir Sigurður að vel hafi verið búið um hnútana á svæðinu. Hægt sé að kynna sér virkjunina og hönnun hennar í kynningarmiðstöð í Fljótsdal auk þess sem gríð- arlega fjölsóttur útsýnispallur sé á Sandfelli sunnan við Kárahnjúkinn sjálfan, en þaðan er hægt að sjá stærstu stíflurnar. „Við hvetjum fólk til að koma og kynna sér framkvæmdirnar. Ef fólk vill mynda sér skoðun á framkvæmd- unum þá gerir það það á eigin forsendum og á grundvelli þess sem það sér sjálft,“ segir Sig- urður og bendir á að í kjölfar framkvæmdanna hafi aðgengi að hásléttunni stóraukist og öðrum en fjallageitum og jeppafólki gefist nú kostur á að ferðast um svæðið. staðir sem ná yfir takmarkaðra svæði hafa gert,“ segir Sigurður og nefnir álverið í Reyð- arfirði sem dæmi. Því hafi Landsvirkjun brugðið á það ráð að merkja alla vegi sem liggja um framkvæmdasvæðin mjög vel og þeim upplýs- ingum beint til vegfarenda að um lokaðan vinnu- stað sé að ræða þar sem umferð óviðkomandi er bönnuð. „Höfum meiri andvara á okkur“ Sigurður segir að Landsvirkjun hafi gripið til öryggisaðgerðanna vegna fyrri reynslu. „Það liggur fyrir að allar tafir á verkinu eru mjög dýrar, hér vinnur fjölmennt vinnulið með stór og mikil tæki. Fyrir utan tjón vegna seink- unar er það ákveðið andlegt átak að leggja niður vinnu fyrir þá sem starfa á svæðinu,“ segir Sig- urður og er ekki í nokkrum vafa um að örygg- isvarsla á svæðinu sé í fastari skorðum í sumar heldur en í fyrra. „Við höfum meiri andvara á Eftirlit við Kárahnjúka yfir háannatímann aukið Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Fetasneiðar – gómsæt nýjung Þrjár bragðtegundirHVÍTA H Ú SI Ð / SÍ A - 6 91 1 Girnilegar uppskriftir í lokinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.