Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 17

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 17 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Búið er að skipa starfs- hóp sem hefur það verkefni að fara yfir hugmyndir um eflingu hverfa- lögreglu. Dómsmálaráðherra skip- aði hópinn en í honum eru nýr lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson, fulltrúi ráðneyt- isins og tveir fulltrúar sem borg- arráð skipaði. Í tilkynningu frá Degi B. Egg- ertssyni borgarfulltrúa er vakin at- hygli á því að stjórnarandstaðan í borginni hafi í borgarráði lagt fram tillögu um að teknar verði upp við- ræður við dómsmálaráðuneytið og Lögregluna í Reykjavík um að sýni- legri hverfislöggæslu verði komið á í öllum hverfum borgarinnar. „Í tengslum við endurskipulagn- ingu á löggæslu höfuðborgarsvæð- isins verði m.a. tryggt að hverf- islöggæsla fái fast aðsetur í tengslum við allar sex þjónustu- miðstöðvar borgarinnar líkt og nú þegar er staðreynd í Grafarvogi og Breiðholti. Þá verði metin þörf fyrir aukna miðborgarvakt,“ segir í til- lögu stjórnarandstöðunnar sem vís- að var til starfshóps dómsmálaráð- herra. Starfshópur starfandi um hverfa- löggæslu E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 9 0 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 Vegna góðs stuðnings frá Nissan getum við nú í takmörkuðu magni boðið enn þá betra verð á Nissan X-Trail. Nissan X-Trail hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar og þú einfaldlega finnur ekki betri kaup í dag á jeppa í sama stærðarflokki. Önnur tilboð frá Nissan gilda ekki með þessu tilboði. 17" álfelgur, 4x4, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. Borgaðu minna fyrir meiri lúxus! Ríkulegur staðalbúnaður Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7942 Verð áður 3.490.000 kr. Nissan X-Trail Sport Verð aðeins 2.990.000 kr. NISSAN X-TRAIL VERÐLÆKKUN! 500.000 KR. BORGAÐU MINNA FYRIR MEIRI LÚXUS SUMARTILBOÐ NISSAN Árbær | Árbæjarsafn ætlar nk. sunnudag að leggja sérstaka áherslu á sýninguna Húsagerð höf- uðstaðar, saga byggingartækni- nnar í Reykjavík 1840–1940. Leið- sögn verður um sýninguna og húsin á safninu kl. 14. Iðnaðar- menn verða á sýningunni og spjalla við gesti, málari sýnir hvernig á að oðra hurð og bólstrari hvernig gert er við stól. Sagt frá húsagerð á Árbæjarsafni Miðbærinn | Hreinsunarátaki Reykjavíkurborgar, Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík, var haldið áfram í vikubyrjun þegar borgarstjóri, embættismenn og starfsfólk Ráðhússins tóku til hendinni og hreinsuðu í kringum Tjörnina, Ráðhúsið og byggingar menntasviðs og íþrótta- og tóm- stundasviðs. Að sögn Gísla Marteins Bald- urssonar, formanns umhverf- isráðs, var markmiðið m.a. að sýna gott fordæmi og hvetja um leið aðra starfsmenn til að hreinsa til í kringum sínar stofn- anir. „Þetta eiga öll fyrirtæki í borginni að gera, fegra sitt nán- asta umhverfi og fjarlægja veggjakrot af eigum sínum svo eitthvað sé nefnt.“ Hreinsunarátakið hófst um síð- ustu helgi þegar bæjaryfirvöld og Breiðholtsbúar tóku þar upp hanskann fyrir Breiðholt. Átak- inu verður haldið áfram. Morgunblaðið/ Jim Smart Hreinsað til í mið- bænum í vikunni Reykjavík | Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók nýlega á leigu átta Kia Picanto-bifreiðir. Bifreiðirnar eru allar knúnar dísil- eldsneyti og teljast sparneytnar, segir í frétt á vef Reykjavíkur- borgar, enda vill umhverfissvið vera til fyrirmyndar í vistvænum rekstri. Ákveðið var að nota skilgrein- ingu sænsku Vegagerðarinnar á vistvænum bílum og leigja einung- is bíla sem fullnægja þeim kröfum. Bílar umhverfissviðs eru í fjór- um litum, grænir, hvítir, bláir og appelsínugulir. Þeir verða merktir með hvatningu til ökumanna um að aka á sparneytnum bifreiðum. Leigja aðeins vistvæna bíla ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.