Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 8

Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hagstæðustu kaupin Hinn eini sanni íslenski DALA FETA nú fáanlegur á TVENNUTILBOÐI í næstu verslun. Einnig með tómötum og olífum! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Já - já, svona svona, þið fáið pelana ykkar áfram. Að fenginni tillöguhúsafriðunar-nefndar ríkisins ákvað menntamálaráð- herra nýlega að friða fjög- ur mannvirki. Þessi mann- virki eru Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg, Rjómabúið á Baugsstöðum, Dalatanga- viti og Gamla sundlaugin á Seljavöllum í Rangárvall- arsýslu. Húsafriðunarnefnd starfar á grundvelli laga um húsafriðun og er sér- stök ríkisstofnun með stjórnsýsluvald en var áður und- irnefnd þjóðminjaráðs. Mennta- málaráðherra fer hinsvegar með yfirumsjón húsafriðunar í land- inu. Í tilfelli friðunar hinna fjögurra mannvirkja sendi forstöðumaður húsafriðunarnefndar mennta- málaráðherra bréf með tillögum sem síðar voru samþykktar. Áður hafði húsafriðunarnefnd sent eig- endum húsanna bréf og gefið þeim kost á andmælum. Einnig var leitað álits minjavarða þess landsvæðis sem hús tilheyrir og þjóðminjavarðar eins og kveðið er á um í lögunum. Húsin ekki endilega gömul Friðun húsa getur komið til af tvenns konar ástæðum. Hús sem eru reist fyrir árið 1850 eru sjálf- krafa friðuð og þarf að leita sam- þykkis húsafriðunarnefndar með góðum fyrirvara ef ætlunin er að breyta þeim, flytja eða rífa. Það sama á við um kirkjur sem reistar eru fyrir 1918. Menntamálaráð- herra getur hins vegar afnumið friðun sem er tilkomin vegna ald- urs, en það er gert eftir tillögum húsafriðunarnefndar. Mannvirki sem eru reist eftir 1850 geta svo einnig verið friðuð vegna menningarsögulegra ástæðna eða listræns gildis. Mannvirkin fjögur sem ráðherra samþykkti nýlega að friða eru öll reist eftir 1850. Það elsta er Dala- tangaviti, sem reistur var árið 1895, en það yngsta er aðeins rúmlega 50 ára gamalt en það er Heilsuverndarstöðin við Baróns- stíg, en byggingu hennar lauk árið 1955. Húsafriðunarnefnd rökstyður tillögu sína um friðun Heilsu- verndarstöðvarinnar á þann veg að húsið sé fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins og eitt kunnasta verk arkitektanna Einars Sveinssonar og Gunnars H. Ólafssonar. Jafnframt segir að húsið sé ein merkasta opinbera byggingin í Reykjavík frá 6. ára- tug 20. aldarinnar og það óvenju- legasta í borginni frá sjónarhóli byggingarlistar. „Tillögur um friðun eru oftast á grundvelli vinnu nefndarinnar en stundum eru það prívat-aðilar og sveitarfélög sem hafa frumkvæð- ið,“ segir Magnús Skúlason, for- stöðumaður húsafriðunarnefndar. Þegar ráðherra hefur sam- þykkt friðun húss er óheimilt að gera nokkrar breytingar á því án leyfis húsafriðunarnefndar. Jafn- framt skal leita álits og samþykkis nefndarinnar vegna endurbóta og viðhalds hússins. „Friðunin er þinglýst á eignina hjá sýslumanni en menn eiga samt alls ekki að líta á friðun húsa sem kvöð enda hækkar friðunin verð- gildi þeirra ef eitthvað er. Auk þess geta menn breytt húsunum með samþykki nefndarinnar.“ Friðun húss vegna menningar- sögulegs eða listræns gildis getur einnig náð til einstaks hluta húss- ins eða nánasta umhverfis. Sund- laugin á Seljavöllum í Rangárvall- arsýslu er öll friðuð ásamt mannvirkjum og öllu umhverfi í 10 metra radíus til suðurs, norð- urs og austurs en klettaveggur sem rís vestan hennar er einnig friðaður. „Nú skilgreinir nefndin hvaða hluta mannvirkis skal friða en áður var friðunin með tvenns- konar hætti. A-friðun þýddi friðun á öllu mannvirkinu en B-friðun þýddi að mannvirkið var aðeins friðað að utan,“ segir Magnús. Hann bætir einnig við að mikil- vægt geti verið að friða einnig nánasta umhverfi mannvirkisins til að varðveita heildarmyndina. Í tilfelli Heilsuverndarstöðvar- innar nær friðunin aftur á móti til ytra borðs ásamt aðalanddyri og stigahúsi, anddyrum við Baróns- stíg og Egilsgötu auk tilheyrandi fastra innréttinga, gólfefna og frá- gangs. Slík friðun er því dæmi um að hluti mannvirkisins er friðaður að innan. Vissu óformlega af friðuninni Örn Helgi Haraldsson hjá Mark-húsinu, sem er eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar segir að engin formleg andmæli hafi verið gerð vegna friðunar hússins. Hins vegar hafi fyrirtækið komið að athugasemdum vegna friðun- arinnar sem hann vill ekki láta uppi hverjar voru. Spurður að því hvort fyrirtækið hafi vitað af hugsanlegri friðun er það keypti húsið af ríkinu á síð- asta ári segir Örn að svo hafi ver- ið. „Við vissum svona óformlega um þetta ytra útlit og ætluðum ekkert að hrófla við því eða skemma,“ segir hann. „Ef menn vilja halda ákveðnu „lúkki“ þá get- um við svo sem alveg sætt okkur við það,“ segir Örn. Fréttaskýring | Húsafriðun Hvað felst í friðun húsa? Forstöðumaður húsafriðunarnefndar tel- ur friðun geta aukið verðgildi húsa Heilsuverndarstöðin hefur nú verið friðuð. Stuðli að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar  Húsafriðunarnefnd ríkisins tekur tillit til aldurs húsa auk menningarsögulegra og list- rænna ástæðna er hún leggur fram tillögur um friðun. Auk þess veitir nefndin styrki til við- halds gamalla húsa og heldur ut- an um skráningu þeirra, sinnir fræðslu, stundar rannsóknir og mótar stefnu í húsavernd- unarmálum. Þetta er gert í þágu varðveislu á byggingararfi þjóð- arinnar sem er lögbundinn til- gangur nefndarinnar. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Í TILEFNI af því sem fram kom í fréttum NFS kl. 18.30 og í frétta- þættinum Ísland í dag miðvikudag- inn 26. júlí 2006 gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignar- haldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um „hlutafélagaskrá hjá ríkisskatt- stjóra“ og vísað til meintra orða „starfsmanns hjá ríkisskattstjóra“. Vegna þess orðalags vekur ríkis- skattstjóri athygli á að hlutafélaga- skrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélaga- skrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/ 1994, um einkahlutafélög. Starf- ræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óvið- komandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnu- reglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hluta- félaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkj- anlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynn- ingareyðublaði um stofnun hluta- félags gert ráð fyrir að allir stjórn- armenn, auk kjörinna endurskoð- enda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsing- ar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug um- mælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skrán- ingu hlutafélaga. Athugasemd frá ríkisskattstjóra VEFSÍÐAN eyjafrelsi.net hef- ur að undanförnu safnað undir- skriftum þar sem farið er fram á að samgöngur á milli lands og Eyja verði stórlega bættar. Í upphafi var markið sett á 1.000 undirskriftir og hefur því verið náð og gott betur. Sigurmundur Einarsson, einn forsvarsmanna síðunnar, segir að stefnt sé að því að af- henda Geir H. Haarde forsætis- ráðherra undirskriftirnar þeg- ar hann kemur úr fríi í næsta mánuði. Á síðunni er þess kraf- ist að gerðar verði breytingar til hins betra á annarsvegar nú- verandi samgönguástandi og hinsvegar framtíðar sam- göngum á milli lands og Eyja. Sigurmundur sagði að með ný- útkominni skýrslu Ægisdyra væru kröfur þeirrar rökstudd- ar og því væri ekkert annað í stöðunni en að taka á málum. Yfir 2.000 undirskriftir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.