Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Breyting á deiliskipulagi
svæðis A á flugþjónustusvæðinu á
Keflavíkurflugvelli
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytis aug-
lýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipu-
lagi svæðis A á flugþjónustusvæði á Keflavík-
urflugvelli samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997. Deiliskipulagið
var áður samþykkt 7. apríl 2006. Breytingin
varðar verslunar- og þjónustusvæði vestan
flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og nær breytingin
til reits sem afmarkast af aðkomuvegi að Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar að austan, Arnarvelli að
vestan og Kjóavelli að sunnan.
Breytingarnar eru eftirfarandi: Ný aðkoma hef-
ur verið skilgreind að hótellóð að Blikavelli 2.
Breyting er gerð á lóðarmörkum Blikavallar
2 og Blikavallar 4. Breyting er gerð á gönguleið
yfir lóðirnar Kjóavöll 2, 2a og Blikavöll 2. Breyt-
ing er gerð á reitnum Arnarvöllur 2-4, þannig
að lóðin Arnarvöllur 2 stækkar og lóð nr. 4
skiptist í nr. 4 og nr. 6. Lóðin Arnarvöllur 6 er
ætluð fyrir eldsneytisafgreiðslu. Byggingarreit-
ur á lóðunum Arnarvöllur 2 og 4 er breikkaður.
Kvöð um göngustíg er framlengd að lóðinni
Arnarvöllur 4.
Í greinargerð hafa verið gerðar breytingar til sam-
ræmis. Sjá nánar texta á skipulagsuppdrætti.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu
Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, Skipulagsstofnun, Laug-
avegi 166, Reykjavík og á heimasíðu Flugmála-
stjórnar Keflavíkurflugvelli sem er
www.kefairport.is frá og með 24. júlí 2006 til
og með 24. ágúst 2006.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytingartillöguna. Frestur til að skila inn at-
hugasemdum rennur út 7. september 2006.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Flugmál-
astjórnar á Keflavíkurflugvelli í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar eða á varnarmálaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, Reykjavík.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting-
artillöguna innan tilskilins frests teljast
samþykkir henni.
Reykjavík, júlí 2006.
Skrifstofustjóri varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi yfirlýsing frá Sigurbirni
Daða Dagbjartssyni, Landsflugi.
„Fyrirsögn greinar framkvæmda-
stjóra Flugfélags Vestmannaeyja
(hér eftir nefnt FV), Valgeirs Arn-
órssonar, „Rétt skal vera rétt“ hefði
betur hljómað „Rangt skal vera
rétt“. Við hjá Landsflugi erum
orðnir ansi þreyttir á þessum eilífu
blaðaskrifum en verðum bara að
svara þessu fyrst framkvæmda-
stjóri FV ákvað að birta sína grein í
Morgunblaðinu. Fólk verður ein-
faldlega að fá að vita okkar hlið á
þessu máli. Vonum við innilega að
með þessu ljúki þessum skrifum og
menn geti farið að einbeita sér að
einhverju öðru viturlegra.
Valgeir fullyrðir að hann hafi ver-
ið allur af vilja gerður til þess að
eiga samstarf við Landsflug vegna
sjúkraflugsins. Hann sleppir því
hinsvegar alveg að láta tilboð sitt
fylgja með en það var á þessa leið:
Flugfélag Vestmannaeyja tekur
við sjúkravaktinni. Flugfélag Vest-
mannaeyja fær greiddar 2,2 millj-
ónir króna á mánuði fyrir að standa
vaktina. Einnig fær Flugfélag Vest-
mannaeyja einhliða þá greiðslu sem
kemur fyrir hvert sjúkraflug. Flug-
félag Vestmannaeyja tekur vaktina
í fjóra mánuði að lágmarki í einu.
– Ég hefði eftir á að hyggja átt
að segja frá því að ég hefði fengið
þetta tilboð frá Valgeiri en vildi
hlífa honum við því en fyrst hann
vildi birta þetta, þá hann um það. Í
fyrsta lagi, hvernig er hægt að
ganga að slíku tilboði? Það væri allt
eins hægt að bjóða FV að taka al-
farið við samningnum. Í öðru lagi,
þá var þetta lokatilboð FV í að vera
Landsflugi innan handar þegar upp
kæmu tilfelli þar sem vöntun væri á
vél og því tilgangslaust að hafa
frekara samband við það félag. Allt
heilvita fólk hlýtur að sjá það í
hendi sér! Takið einnig eftir því að
haft var samband við FV hinn 8.
mars. Það tók ValgeirÁTTA daga
að svara beiðni Landsflugs en það
gerðist loksins hinn 16. mars. Svar
Landsflugs við þessu tilboði: „Þetta
er náttúrlega alveg út í hött svo við
sleppum þessu þá ef þetta er þitt
lokatilboð“ átti því fullkomlega rétt
á sér.
Þannig er það fyllilega rétt hjá
forsvarsmönnum Landsflugs að FV
hafi ekki séð sér fært að vera þeim
innan handar nema gegn ofurkost-
um sem engin leið var að ganga að.
Landsflug hefur átt mjög gott
samstarf við Flugfélagið Erni og
vill alls ekki sverta mannorð þess
ágæta flugfélags og teljum við okk-
ur ekki hafa gert það á neinn hátt.
Við skiljum vel að framkvæmda-
stjóri Ernis skuli ekki vilja dragast
inn í þá afar neikvæðu fjölmiðlaum-
fjöllun sem verið hefur út af þessu
máli en það er hins vegar staðreynd
að búið var að fara með sjúkra-
útbúnað yfir til Ernis um kvöldmat-
arleytið föstudaginn 30. júní svo allt
myndi ganga sem hraðast fyrir sig
ef til sjúkraflugs kæmi. Ernir var
búið að hafa samband við flugmenn
sína og búa þá undir að möguleiki
væri á því að til sjúkraflugs kæmi
um nóttina. Væntanlega var um
misskilning að ræða milli starfs-
manna Ernis sem olli því að fram-
kvæmdastjóri Ernis sagði á RÚV
að Ernir hefði ekki verið á bakvakt
þessa nótt en þó var sannleikskorn í
því vegna þess að Landsflug hefði
alltaf svarað í símann ef sjúkrakall-
ið hefði komið. Landsflug hefði ein-
faldlega hringt í Erni og Ernir
hefði farið í sjúkraflugið og viljum
við árétta að við skiljum vel afstöðu
Ernis-manna að hafa ekki viljað
láta bendla nafn sitt við þessa um-
fjöllun.
Það eru hrein og klár ósannindi
að fullyrða að sjúkraflugvél FV hafi
alltaf verið í lagi og inni í skýli þeg-
ar kalla þurfti til þyrlu Landhelg-
isgæslunnar til að sinna sjúkraflugi
í Vestmannaeyjum. Annaðhvort
rekur framkvæmdastjóra félagsinns
ekki minni til þess hvar flugvélin
var staðsett síðast þegar þurfti að
kalla út þyrlu eða þá að hann segir
klárlega ósatt. Við teljum okkur
hafa mjög áreiðanlegar heimildir
fyrir því. Framkvæmdastjórinn full-
yrðir einnig að ástand sjúklinga
hafi verið svo slæmt að ekki hafi
verið annað hægt en að kalla til
þyrlu! Hvenær er ástand sjúklinga
svo slæmt að það sé betra að senda
hægfleyga þyrlu frá Reykjavík til
að fljúga jafn hægt til baka þegar
mun hraðfleygara loftfar stóð í full-
komnu lagi inni í skýli í Vestmanna-
eyjum? Flugvél með eins sjúkrabör-
um og fjölda sæta fyrir lækna? Er
um eitthvert grín að ræða hjá fram-
kvæmdastjóra FV eða hvað?
Þar sem Landsflug hefur marg-
sinnis verið sakað um samningsbrot
af fréttamönnum eyjar.net og sud-
urland.is, mönnum sem við leyfum
okkur að efa að séu löglærðir til
þess að meta slíkt og hafi enn síður
nokkra einustu faglegu þekkingu á
flugmálum, skal það áréttað enn
einu sinni að allan þann tíma sem
FV sinnti sjúkrafluginu var sjúkra-
vél þeirra einnig notuð takmarka-
laust til annarra verkefna.
Þar sem framkvæmdastjóri FV
nefnir að það hafi að meðaltali kom-
ið fyrir tvisvar til þrisvar sinnum á
ári að þurft hafi að kalla til sjúkra-
flugvél úr Reykjavík skal það hér-
með áréttað að í fyrsta skipti sem
það sama gerist hjá Landsflugi varð
strax úr mikið fjölmiðlafár. Af
hverju skyldi það vera, fyrst það
þótti ekki ástæða til þess þegar það
sama gerðist tvisvar til þrisvar á
ári, fjölda ára í röð, hjá FV? Það er
erfitt að sjá að annað en annarlegar
ástæður hafi legið þar að baki.
Framkvæmdastjóri FV fer með
rétt mál þegar hann segir að 14
flugmönnum Landsflugs hafi verið
sagt upp störfum í lok maí. Hann
gleymir reyndar að nefna að ástæða
uppsagnanna var fyrirsjáanleg
kaup FV á flugflota þeim er Lands-
flug hefur á að skipa í innanlands-
flugi og þar af leiðandi þótti rétt að
segja flugmönnum á þessum vélum
upp störfum, þar sem FV hafði í
þessum kaupsamningi skuldbundið
sig til þess að ráða þá til starfa á
þessar sömu flugvélar. Þeir sjúkra-
flugmenn sem hann nefnir að hafi
verið sagt upp störfum sögðu
reyndar sjálfir upp störfum en var
ekki sagt upp. FV hljóp óneitanlega
í skarðið og leigði Landsflugi tvo af
sínum flugmönnum til þess að
standa sjúkravaktina, en hafið það í
huga að á þeim tímapunkti var ráð-
gert að FV myndi kaupa flugflota
Landsflugs og taka yfir þá samn-
inga sem Landsflug var bundið af,
þar með talinn samning um sjúkra-
flug til Vestmannaeyja.
Það má vera rétt að flugstjóri sá
er séð hefur um sjúkraflug frá
Vestmannaeyjum hafi að einhverju
leyti ekki komist í eðlileg frí. Hvað-
an framkvæmdastjóri FV hefur töl-
una 40 daga vitum við ekki. Það
skal þó tekið fram að frá áramótum
hefur umræddur flugstjóri einungis
þurft að sinna vinnuskyldu (þ.e.a.s.
flogið) í um 70 klukkustundir og all-
an þennan tíma hefur hann átt lög-
heimili og búið í Vestmannaeyjum.
Ástæðan fyrir því að ekki var hægt
að fá annan mann í starf á móti
honum er sú að til þess að geta
sinnt þessu starfi krefst Trygginga-
stofnun ríkisins 1.200 klukkustunda
lágmarksflugreynslu. Á þessum
tíma var slíkur maður ekki á lausu
og þess skal einnig getið að FV hef-
ur ekki slíka menn í vinnu, þrátt
fyrir að framkvæmdastjóri félagsins
hafi sett Landsflugi þá afarkosti að
taka af þeim sjúkravaktina í að lág-
marki fjóra mánuði í senn. Maður
spyr sig, hvaða menn áttu að sjá
um sjúkraflugið? Ekki gátu flug-
menn FV gert það löglega! Hvar
ætlaði FV að fá menn með 1.200
tíma reynslu í að lágmarki fjóra
mánuði?
Þess skal einnig getið, fyrst vegið
er að flugstjóra vorum, að á meðan
FV sá um sjúkraflugið voru menn
oft á tíðum á sjúkravakt svo vikum
skipti án þess að fá frí. Í ofanálag
flugu þessir menn daglega í reglu-
bundnu leiguflugi FV á Bakkaflug-
völl og margoft út um allt land á
sjúkraflugvélinni. Það er merkileg
staðreynd miðað við hvað fram-
kvæmdastjóri FV virðist vera með
reglur um lágmarkshvíldartíma
flugmanna á hreinu.
Þegar framkvæmdastjóri FV
nefnir að Landsflug hafi ekki upp-
fyllt lágmarksskilyrði þau er Rík-
iskaup settu varðandi útboð á
sjúkraflugi, þá var það á þá leið að
flugrekstrarskírteini félagsins var
ekki orðið nógu gamalt. Hinsvegar
höfum við á að skipa reyndu fólki
sem hefur verið í innanlandsflugi
svo árum skiptir, fólki sem hefur
þúsundir flugstunda að baki í öllum
þeim veðrum sem landið okkar hef-
ur uppá að bjóða. FV hefur hins-
vegar ekki á að skipa flugstjórum
sem standast lágmarksreynslukröf-
ur Tryggingastofnunar. Dæmi nú
hver fyrir sig hvort sé mikilvægara,
gamall pappír eða þaulreynt starfs-
fólk?
FV kærði tilboð Landsflugs í
sjúkraflug frá Vestmannaeyjum,
klárlega til þess eins að koma í veg
fyrir samkeppni í útboðinu.
FV hreppti ekki samninginn þar
sem þeir fóru fram á að fá tíu millj-
ónum meira af skattfé almennings
til þess að sinna þessu flugi en
Landsflug fór fram á.
Nefnd sú er heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið skipaði til
þess að fara yfir sjúkraflugsmál í
Vestmannaeyjum komst að þeirri
niðurstöðu að Landsflug hefði ávallt
staðið við samning þann er gerður
var við félagið utan eins skiptis þeg-
ar við fórum fimm mínútur fram yf-
ir hámarksviðbragðstíma og sá þar
af leiðandi ekki ástæðu til þess að
rifta samningnum að svo komnu
máli.
Valgeir segir í grein sinni varð-
andi kaup FV á Landsflugi að
Landsflug hafi sóst eftir að selja
FV vélar sínar og rekstur. Þessu er
vísað til föðurhúsanna, Valgeir snýr
þarna formerkjunum við. Valgeir
var með stór áform um „heims-
yfirráð“ á íslenskum flugmarkaði en
virtist gleyma að taka peninginn
með sér þegar hann ætlaði að
kaupa Landsflug, hann fékk ekki
neinn fjármögnunaraðila til að taka
þátt í ævintýrinu með sér og því var
kaupsamningnum rift. Flugfélagi
Vestmannaeyja var send riftunin í
ábyrgðarpósti og var því tekið á
sínum tíma af Valgeiri og Lands-
flug hefur ekki fengið neinn form-
legan riftunarsamning frá FV síðan.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til annars en að sjúkraflugi
frá Vestmannaeyjum hafi alltaf ver-
ið sinnt úr Reykjavík þegar sjúkra-
vél hefur bilað og/eða verið í reglu-
bundnu viðhaldi.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til annars en að sjúkraflug-
vél sú er Flugfélag Vestmannaeyja
notaði hafi verið notuð í allrahanda
leiguflug um landið þvert og endi-
langt, allan þann tíma sem félagið
hafði samninginn.
Ekkert hefur komið fram sem
stenst heilbrigða gagnrýni sem
réttlætir þá aðför sem farin hefur
verið að Landsflugi af eyjar.net,
sudurland.is, Elliða Vignissyni, bæj-
arstjóra Vestmannaeyja, og nú síð-
ast flokksfélaga hans og fram-
kvæmdastjóra FV, Valgeiri
Arnórssyni. Það fyndnasta og vit-
lausasta í grein Valgeirs er að hon-
um finnist ástæða til að nefna að
einn stjórnarmanna Landsflugs sé
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Grindavík! Hvað kemur það málum
við? Ég hef hingað til gefið mig út
fyrir að vera sjálfstæðismaður en
það er spurning hvort maður eigi að
hugsa sinn gang eftir að sjá hvernig
sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum
haga sér!“
Athugasemd
frá Landsflugi
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
skora á ríkisstjórn Íslands að for-
dæma mannréttindabrot Ísraels í
Líbanon og beita sér fyrir því að þau
verði stöðvuð tafarlaust.
„Á hverjum degi berast nýjar
fregnir af voðaverkum Ísraelshers í
Líbanon og þeim hörmungum sem
loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa
stríðshrjáða lands. Svæsnustu
myndirnar rata raunar ekki inn í
fréttatíma stærstu fjölmiðla: Sund-
urtætt og brunnin barnslík, hálf-
hrundar íbúðarblokkir, angistarfullt
grátandi fólk. Hundruð manna hafa
verið drepin, þúsundir limlestar. Og
meðan athyglin beinist að Líbanon
hefur Ísraelsstjórn aftur hafið árásir
á Palestínumenn á Gaza.
Þessi hryllingur einn og sér ætti
að duga til að ríkisstjórnir um allan
heim, aðrir áhrifamenn og allur al-
menningur, þetta sem kallað er al-
þjóðasamfélag, beiti sér fyrir taf-
arlausu vopnahléi og krefjist þess
skilyrðislaust að Ísraelar hætti
hernaðaraðgerðum sínum. En þar að
auki eru aðgerðir Ísraelsstjórnar
skýlaust brot á alþjóðasamningum,
svo sem 33. grein fjórða Genf-
arsamningsins sem hljóðar svo:
„Óheimilt er að refsa vernduðum
manni vegna verknaðar sem hann
hefur ekki framið sjálfur. Bannaðar
eru hóprefsingar og hverskonar hót-
anir og hermdarverk. Rán og grip-
deildir eru með öllu bönnuð. Bann-
aðar eru hefndaraðgerðir gegn
vernduðu fólki og eignum þess.“
Bandaríkjastjórn kom í veg fyrir að
fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefðist
þess að vopnahléi yrði komið á. Bret-
land og Þýskaland hafa staðið í vegi
fyrir því að Evrópusambandið beiti
sér í málinu. Þegar stórveldin bregð-
ast verða smáríkin að sýna ábyrgð.
Íslenska ríkisstjórnin verður að
hætta að tala um rétt Ísraels til að
verja sig, við erum að tala um fjölda-
morð, eyðileggingu, mannréttinda-
brot og stríðsglæpi. Ríkisstjórn Ís-
lands verður að láta til sín taka. Eða
til hvers er hún að sækjast eftir sæti
í Öryggisráðinu?“
Fordæmi mannréttindabrot