Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Melrakkaslétta | „Ég þarf að verja þetta friðland með kjafti og klóm og nú þarf greinilega að hefja styrjöld,“ segir Haraldur Sigurðsson, hlunn- indabóndi og útgerðarmaður á Núps- kötlu á Melrakkasléttu, nyrsta bæ fastalandsins. Refir hafa sótt óvenju- mikið inn í friðað varpland. Hann skaut þar nýlega tvo refi sem hann telur af sjaldgæfu litarafbrigði. Haraldur er með afgirt eins fer- kílómetra svæði sem friðland fyrir fugla. Þar er æðarvarp en einnig mjög mikið af kríu, öndum og mó- fuglum. Hann segist þurfa að verja svæðið fyrir vargi og þar sé tófan skæðust. Mikið er um ref á Mel- rakkasléttu, eins og nafnið bendir til. Haraldur segist yfirleitt hafa getað haldið refnum frá friðlandinu undan- farin ár með því að vakta svæðið á vorin og skjóta hlaupadýr í nágrenn- inu auk þess sem hæfur maður annist grenjavinnslu á vegum sveitarfé- lagsins. Sjálfur segist hann hafa skot- ið fimm eða sex dýr í vor og talið sig hafa hreinsað til á svæðinu með því. Refurinn flæðir yfir „Nú gerist það allt í einu að það flæðir refur hér yfir. Ég skaut tvo inni í friðlandinu og hef séð þrjú dýr til viðbótar sem ég þarf að gefa mér tíma til að ná,“ segir Haraldur. Refirnir sem Haraldur skaut voru svo uppteknir við veiðar að hann komst nær þeim en algengt er hjá refaskyttum. Annar var að leika sér að bráð sinni milli þúfna þegar Har- ald bar að. Sá hann aðeins skottið á refnum undan þúfu og þegar hann var kominn í tveggja og hálfs metra færi lét hann vaða úr hólkinum í gegnum þúfuna og voru dagar dýrs- ins þar með taldir. „Ég gerði þarna ákveðnar jarðabætur um leið,“ segir veiðimaðurinn. Haraldur segir að gargið í kríunni sem hafi verið að verja unga sína hafi gert það að verk- um að hann komst svona nálægt ref- unum í þetta sinn. Haraldur telur að refirnir séu hvolpar frá því í fyrravor. Þeir hafi verið gengnir úr hárum en þó flekk- óttir eða skjóttir. Segist hann aldrei hafa séð refi með slíkan lit. Segir þetta afbrigði þó þekkt og vísar til bróður síns sem hafi verið með föður þeirra á grenjum og hafi kannst við það. Haraldur lét Pál Hersteinsson, prófessor og refasérfræðing, vita af þessu og lét senda honum mynd af dýrunum. Páll taldi að þetta væru óvenju stórir yrðlingar af hvíta lit- arafbrigðinu. Haraldur þvertók fyrir að svo gæti verið. Sagðist þekkja í sundur yrðlinga og fullorðin dýr. Háralagið væri allt öðruvísi. Sagði að þetta væru fullorðin dýr sem væru að fullu gengin úr vetrarhárunum. Annars sagði Haraldur það há- bölvað að þurfa að standa í að skjóta dýr úr einum stofni til að verja aðra stofna. En þetta væri nausðynlegt að gera. Tófan væri svo stórtæk í fæðu- öflun sinni að nauðsynlegt væri að verjast. Sagði hann verst að fá hana inn í varpið á vorin. Þá tæki hún öll þau egg sem hún kæmist í og græfi til vetrarins. Svo væri hún röltandi þar um yfir veturinn til að vitja um birgð- irnar. Gleymdist að biðja tófuna að gæta hófs „Páll Hersteinsson hefur sagt að refastofninn hafi sexfaldast á síðustu þrjátíu árum. Það hlýtur að vera stór vá fyrir fuglalífið. Eitthvað þurfa þessar tófur að éta,“ segir Haraldur. Hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að þessi mikla aukning í refa- stofninum hljóti að auka mjög afföllin í rjúpnastofninum og vísindamenn hljóti að verða að líta til hennar. Sjálfur telur hann að veðurfar hafi lítil áhrif á rjúpnastofninn, hún komi upp ungum sínum í hvaða veðri sem er. Segir hins vegar að refurinn hirði og grafi óhemjumikið af rjúpnaeggj- um á vorin, auk þess sem hann veiði mikið af rjúpu á fæti á vetrum. „Ég held að umhverfisráðherra hafi alveg gleymt að segja refnum að gæta hófs í veiðum þegar hún beindi þessum til- mælum til veiðimanna,“ segir Har- aldur. Þarf að verjast með kjafti og klóm Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fuglalíf Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á Melrakkasléttu. Þar verpir meðal annars Þórshani sem talinn er einn sjaldgæfasti varpfugl landsins. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Melrakki Skiptar skoðanir eru um hvort þessi refur sé af sjaldgæfu litaraf- brigði á hvolpi frá því í fyrra eða hvítur yrðlingur að fara úr hárunum. AUSTURLAND Fljótsdalur | Vinna við forvörslu bókanna sem fundust við rannsóknir fornleifafræðinga á gröfum í rústum kirkjunnar á Skriðuklaustri í Fljóts- dal er hafin. Steinunn Kristjáns- dóttir, sem stjórnar rannsókninni, telur líklegast að um sé að ræða inn- fluttar prentaðar bækur. Forvörður er með verkstæði í skemmu á staðnum og vinnur þar að forvörslu bókanna. Steinunn segir að bækurnar hafi ekki varðveist vel. Spjöldin séu þó greinileg og bókar- spennsli á þeim, bæði á kili og fram- anverðu til lokunar. Í gær var ekki búið að taka bækurnar í sundur og því ekki vitað hvort þetta hafa verið prentaðar bækur eða skinnbækur. Leifar af skinni fundust á spjöld- unum og segir Steinunn hugsanlegt að spjöldin hafi verið klædd skinni. Steinunn telur líklegast að þetta hafi verið prentaðar bækur frá fyrri- hluta 16. aldar og þá frekar inn- fluttar helgibækur en Hólaprent. Nefnir í því sambandi að mikið hafi fundist af innfluttum gripum við fornleifauppgröftinn. Vonast hún til þess að hægt verði að skera úr um þetta með rannsókninni en vill ekki fullyrða um það. Fleiri grafir opnaðar Byrjað er að vinna við uppgröft á fleiri gröfum innan kirkjuveggjanna en þrjár grafir hafa komið í ljós við hlið þeirra þriggja sem hafa verið opnaðar. Steinunn telur líklegt að svipaðir munir finnist í þeim, meðal annars bækur, enda hafi heldri menn verið jarðaðir í kirkjunni, eins og kom í ljós í gröfunum tveimur. Í þriðju gröfina hafði verið lagt fóstur, fimm til sex mánaða fyrirburi. Unnið er að rannsóknum víðar á Skriðuklaustri og segir Steinunn að heildarmynd sé að komast á svæðið. Hún segir að um sé að ræða hefð- bundið klaustur, svipuð og rann- sökuð hafi verið víðar í Evrópu. Fornleifauppgreftri lýkur 17. ágúst. Telur líklegt að bækurnar séu innflutt helgirit Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Forn bók Varlega var farið þegar bækurnar voru teknar upp úr gröfunum undir gólfi kirkjunnar á Skriðuklaustri. Nú er unnið að forvörslu þeirra. Djúpivogur | Í menningarmiðstöð Djúpavogs, hinni sögufrægu Löngubúð, stendur nú yfir sýning á verkum Kirsten Rühl. Flest verkin á sýningunni eru unnin úr leir og plexígleri. Kirsten segist oftar en ekki sækja innblástur í verk sín í ís- lenska náttúru, ávalar línur og ýmis litbrigði í landslaginu hafi m.a. mikil áhrif á hana. Í verkunum koma einnig fram andstæður í ís- lenskri náttúru svo og má sjá kraft- inn sem býr undir yfirborðinu þar sem sum verkin hreinlega springa út í orðsins fyllstu merkingu. Kirsten Rühl, sem búsett er á Djúpavogi, hefur áður haldið einka- sýningar svo og tekið þátt í samsýn- ingum. Sýningin mun standa yfir til ágústloka.    Morgunblaðið/Andrés Ávalar línur og litbrigði í íslenskri náttúru Fljótsdalshérað | Haldið verður áfram við tengingar háhraðanets á Fljótsdalshéraði á næstunni, að því er fram kemur á vef sveitarfélags- ins. Það er fyrirtækið eMax sem sér um tengingarnar. Haft er eftir Hákoni Óla Guð- mundssyni hjá eMax, á vef Fljóts- dalshéraðs, að fyrirtækið hafi nú samið við OgVodafone um kaup á 20Mbps sambandi um ljósleiðara upp í Hrafnafell í Fellum en þar verði miðja kerfisins, sem þjóna muni flestum svæðum á Fljótsdals- héraði. Hann segir þetta samband kom- ast á í fyrri hluta ágústmánaðar og bæta þjónustuna við núverandi við- skiptavini. Það sé jafnframt for- senda fyrir stækkun núverandi kerf- is. Fleiri fá háhraða- tengingar hjá eMax Lóðir auglýstar | Fljótsdalshérað hefur auglýst lausar til umsóknar lóðir í nýju íbúðahverfi á suðursvæði Egilsstaða en bæjarstjórn sam- þykkti deiliskipulag þess hverfis í maí síðastliðnum. Þær lóðir, sem nú eru auglýstar, eru við götur sem nefnast Hamrar og Bláargerði. Þetta eru 50 einbýlishúsalóðir og 13 parhúsalóðir, sem reiknað er með að verði tilbúnar til bygginga í nóv- ember í vetur, segir á egilsstadir.is. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 16. ágúst.PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Oil of oregano Gagnleg gegn sveppasýkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.